Þjóðviljinn - 30.03.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.03.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Starfsfólkið vill ráða /• segir Ragnar Halldórsson hjá ISAL í blaðinu í dag er birt athugasemd frá Ragnari Halldórssyni vegna umfjöllunar blaðsins um yfirvinnubannið og aðbúnað starfsfólksins í álverinu. Við lögðum nokkrar spurningar fyrir Ragnar, og fara svör hans hér á eftir. Því hefur verið haldið fram af yfirtrúnaðarmanni hjá ísal að fyrirhuguð fækkun starfsmanna muni auka vinnuáiagið og auka hlut yfirvinnu. Er þá nauðsynlegt að segja upp þessu fólki? Það er engan veginn meiningin með fyrirhugaðri fækkun starfs- fólksins að auka hlut yfirvinntmnar. Það sem manni virðist vera á ferð- inni þarna er að starfsfólkið virðist sjálft vilja ráða því hverjir séu hér í vinnu og hverjir ekki. Hvaða áhrif hefur yfirvinnu- bannið? Það er náttúrlega til óþæginda. Það má búast við því að það komi eitthvað fram í minnkaðri fram- leiðslu. Én það er hins vegar ekki meiningin að framleiða hér með yfirvinnu hvort eð er, þannig að þetta ræður engum úrslitium um reksturinn. Hvers vegna hafið þið ekki aéð ástæðu til að tala við verkalýðsfé- lagið út af þessu máli? Nú, þeir sáu ekki ástæðu til að tala við okkur áður en þeir gripu til yfirvinnubannsins. Er það rétt, sem fram kemur í athugasemdum þínum til blaðsins, að á síðustu 8 vikum hafi 16 starfs- menn í kerskáia unnið meira en leyfilega hámarksyfirvinnu? Já það er rétt, og það er óneitan- lega meira en við hefðum óskað eftir. Sumir hafa beðist undan yfir- vinnunni og þá hefur þetta komið þyngra niður á öðrum. Þú segir í athugasemdum að skipulögð þrif í kerskála séu síst minni nú en áður. Þýðir þetta að mengun hafi alltaf verið jafn mikil og á fimmtudaginn var, þegar blaðamaður Þjóðviljans fékk að anda að sér rykmekkinum í stund- arkorn? Nei, ástandið er engan veginn gott nú, en það er vegna þess að þar eru þarna „veik“ ker, sem verða að ganga opin, og þau valda því að þarna er óvenjumikil mengun nú. Ég er ekki að segja að það sé eðli- legt ástand eins og er, en það stend- ur vonandi til bóta eftir 2-3 vikur, þegar þetta verður komið í lag. En er ekki hægt að setja menn í að ryksuga í kerskálanum? Ragnar: Verkamannafélagið talaði ekki við okkur... Það er verið að því, þeir eru þarna á sópum. Við höfum heyrt að nú sé korninn upp óánægja meðal starfsmanna út af kjaramálum, er stafi meðal ann- ars af því að mismunur sá sem verið hefur á launakjörum hjá ísal og á almennum vinnumarkaði sé smátt og smátt að eyðast. Er það rétt að bil þetta fari minnkandi? Já, óneitanlega er það rétt, en við ætluðum aldrei að halda ein- hverju föstu bili þarna á milli. í tilefni ummæla Ragnars Hall- dórssonar um að Hlíf hafi ekki séð ástæðu til að tala við stjórn fsal fyrir boðun yfirvinnubannsins höfðum við samþand við Sigurð T. Sigurðsson varaformann Hlífar og spurðum hann álits á þessum um- mælum. - Það vita allir, og Ragnar Hall- dórsson manna best, að við erum reiðubúnir til viðræðna um á- greiningsmál í Straumsvík á nóttu sem degi. Við höfum margoft farið fram á Því hefur einnig verið haldið fram við okkur að seta þín í stjórn Vinnuveitendasambandsins hafi orðið til þess að auka þann þrýsting sem sambandið hefur lagt á ísal um að gera ekki betri samninga en aðrir. Er það rétt? Það tel ég fráleitt. Ég er búinn að sitja þarna í um 10 ár, svo þar hefur engin breyting orðið á nýlega. ólg. Sjá 7. viðræður um ágreiningsefni við ísal, en það hefur hins vegar þrá- faldlega skeð að slíkar beiðnir og áskoranir hafa verið hundsaðar af stjórn fyrirtækisins. Ástandið í kerskálanum í Straumsvík hefur oft verið slæmt, en nú er það verra en oftast áður. Við vorum hraktir út í þessa deilu og þeim hjá ísal er fullvel ljóst að við viljum semja. Hitt ersvo annað mál hvort Ragnar Halldórsson er reiðubúinn að brjóta odd af oflæti sínu og viðurkenna það. ólg. ÍSAL hundsaði beiðni um viðræður segir varaformaður Hlífar HAGKAUP Skeifunni 15 Reykjavík Fallegar, nytsamar eg odýrar femningargjafir 1. Fururúm 105x200 cm kr. 4.679. Einnig fáanlegt í 3. Hvítt skrifborð 120 cm. br. 1.413.- Einnig fáanlegt breiddum 120 og 160. í furu. 2. Hillur og uppistöður svartarogbeyki. Stóll kr. 629.- Fáanlegur í rauðu, bláu, hvítu og Háar kr. 569.- gulu. Lágar kr. 359.- 4. Kommóður í furu, bæsaðri furu og hvítu. 87/4 Beykihillur 2 stk. í pakka kr. 559.- 1.980- 126/6 2. 890.- Sófi á sömu mynd kr. 6.190.- Áklæði fáanlegt svörtu, hvítu og bláu. 5. Fellistólar aðeins 295.- Litir hvítt, rautt, blátt, brúnt, gult. 6. Hillur - króm 140 cm 1195.- 70 cm. 599.- 7. Grindarstóll kr. 498.- rauðir svartir, hvítir. 8. Svefnsófar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.