Þjóðviljinn - 30.03.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.03.1983, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 30. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 fatti rnommá RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. Leikfimi. 8.00 Fréttir Veðurfregnir. Morgunorð: Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Þeir kalla mig fitubollu“ eftir Kerstin Johansson Jóhanna Harðardóttir les þýðingu sína (7). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Veðurfregnir. Forustugr. dagbl.(útdr.). Sjávarútvegur og sigling- ar Umsjón: Guðmundur Hallvarðsson. 10.50 íslenskt mál. Endurtekinn þáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar frá laugar- deginum. 11.10 Létt tónlist 11.45 Úr byggðum Umsjónarmaður: Rafn Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. Veðurfregnir Tilkynningar. f fullu fjöri Jón Gröndal kynnir létta tónlist. 14.30 „Húsbóndi og þjónn“ eftir Leo Tol- stoj Þýðandi: Sigurður Arngrímsson. Klemenz Jónson byrjar lesturinn. 15.00 Miðdegistónleikar Kyung-Wha Chung og Fílharmóníuhljómsveit Lundúna leika Fiðlukonsert nr. 2 í b- moll eftir Béla Bartók; Georg Solti stj. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. Fréttir. Dagskrá. Veðurfregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Hvítu skipin“ eftir Johannes Heggland Ingólf- ur Jónsson frá Prestbakka þýddi. Anna Margrét Björnsdóttir les (8). 16.40 Litli barnatíminn Síjórnandi: Sigrún Björg Ingþórsdóttir. 17.00 Bræðingur Umsjón: Jóhanna Harðardóttir. 17.45 Með á nótunum Létt tónlist og leiðbeiningar til vegfarenda. Umsjónar- menn: Ragnheiður Davíðsdóttir og Tryggvi Jakobsson. 17.55 Snerting Þáttur um málefni blindra og sjónskertra í umsjá Gísla og Arnþórs Helgasona. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. Veður- fregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir Daglegt mál. Árni Björnsson flytur þáttinn. Tónleikar. 20.00 Erlend ástarljóð frá liðnum tímum í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Árni Blandon les. 20.15 Þýsk sálumessa op. 45 fyrir einsöngv- ara, kór og hljómsveit eftir Johannes Brahms Edith Mathis og Dietrich Fischer-Dieskau syngja með Hátíðar- kórnum í Edinborg og Fílharmóníu- hljómsveitinni í Lundúnum; Daniel Barenboim stj. Helga Þ. Stephensen les ritningarorð. 21.40 Útvarpssagan: „Márus á Valshamri og meistari Jón“ eftir Guðmund G. Hagalín Höfundur les (12). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passíusálma (49). 22.40 Iþróttaþáttur Hermanns Gunnars- sonar 23.05 Kammertónlist Leifur Þórarinsson kynnir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 18.00 Söguhornið. Sögumaður Guðrún Stephensen 18.15 Stikilsberja-Finnur og vinir hans. Sögulok. Sannleikurinn. Þýsk- kanadískur framhaldsflokkur gerður eftir sögum Marks Twains. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.40 Hildur. Tíundi og síðasti þáttur dönskukennslu endursýndur. 19.05 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.45 Mannkynið. Fimmti þáttur. Von og trú. Desntond Morris fjallar urn háleit- ustu hugmyndir manna eins og þær birt- ast í listum og trúarbrögðum en þetta tvennt er víða samofið. Þýðandi og þul- ur er Jón O. Edwald. 21.50 Dallas. Bandarískur framhaldsflokk- ur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.35 Maður er nefndur Þórbergur Þórðarson. Endursýning. Magrtús Bjarnfreðsson ræðir við meistara Þór- berg. Áður á dagskrá Sjónvarpsins 1972. 23.30 Dagskrárlok frá lesendum Páll Hildiþórs skrifar: Hjörleifur og Lúðvík Ólafur Fririksson hinn bar- áttuglaði frumherji ísl. verka- lýðsbaráttu sagði eitt sinn í hita barátti rnar: Þegar íhald- ið skamm; • mig og telur mig óalandi, þá veit ég að ég er á réttri lcið. En fari þetta sama íhald að hrósa mér, þá er hættan nærri. Þetta sagði þessi gamli eld- hugi og fáir voru meira hat- aðir á hinum gömlu brautum baráttunnar af atvinnurek- endavaldinu en einmitt hann. Ég nefni þennan gamla bar- áttujaxl, vegna þess að mér finnst líkt á komið fyrir tveimur kempum sem hafa svo sannarlega staðið í baráttu dagsins um tvö grundvallar- mál þessarar þjóðar, fisk- veiðar og orkumál, og ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá sama kolsvarta íhaldinu. Slagurinn um ísl. landhelg- ina er öllum kunnur, og sú seigla og sú samstaða er við sýndum að lokum; þrátt fyrir ýmsar úrtölur, þá varð þetta að lokum sigur allrar þjóðar- innar.Að öllum öðrum ólöst uðum, ber eitt nafn af, þeirra er stóðu í þessari bar- áttu en það er nafn Lúðvíks Jósepssonar er var sjávarút- vegsráðherra í tveimur af ill- vígustu deilunum, en þar á ég við útfærslu á 12 og 50 mílun- um. Þar sýndum við hörku og litli ísl. flotinn okkar kjark og þrautseigju svo frægt varð. En nú er þessi deila úr sög- unni og heyrir fortíðinni og Bretinn orðinn spakur. Þá er komið að hinu málinu sem er slagurinn við útlendinga (ALUSUISSE) um orkumál þjóðarinnar, en þar stendur fast fyrir Hjörleifur Gutt- ormsson orkumálaráðherra og hefur lagt spilin á borðið, og sýnt með ljósum rökum að Álrisinn hefur platað okkur um svimháarupphæðir, vegna þess að við áttum samninga- menn er voru ekki starfi sínu vaxnir. Fyrir þessi hörðu afskipti Hjörleifs hefur hann upp- skorið hatur, já sama hatur og Lúðvík hlaut á árunum þegar hann stóð fastast á rétti þjóð- arinnar og barði í borðið þeg- ar hinir ætluðu að guggna. Nei, Lúðvík voru ekki vand- aðar kveðjurnar í hægri blöð- unum, frekar en Hjörleifi núna, þegar hann stendur fastur fyrir og lætur ekki áls- eppana hræða sig. Föstudaginn 4. mars s.l. skrifar Árni Björnsson þjóð- háttarfræðingur einkar glögga grein í Moggann er hann nefn- ir Álflækjan einfölduð, og á blaðið heiður skilið að birta greinina. Eftir að Árni hefur rakið málið á stuttan og skil- merkilegan hátt segir hann: En Hjörleifur valdi þann kost- inn að ganga beint framan að risanum og krefjast opinber- lega bæði leiðréttingar á fyrra misferli og eðlilegar leiðrétt- ingar á raforkuverði án þess að bjóða þeim að jafna metin sér í hag eins og gert var 1975. Og síðar í sömu grein: Það skiptir litlu máli, hvort Hjör- leifur Guttormsson stendur eða fellur með þessu máli, sem hann bar gæfu til að upp- lýsa fyrstur manna. Aðalatr- iðið er, að við stöndum saman sjálf, hver einasti einn. Það, sem máli skiptir, er ekki að semja hvað sem það kostar, heldur að semja ekki af sér einu sinni enn. Þetta sagði Árni í Mogganum, og geta víst flestir íslendingar tekið undir það. Og nú hóta állepparnir Hjörleifi afarkostum. Nú hafa þeir sameinast um að taka málið úr hans höndum, koma því til nefndar sem á að semja við auðhringinn, og hafna sjálfsagt þeirri þrautseigju og vinnu er Hjörleifur hefur lagt í þetta mál. En sem betur fór tókst þess- um herrum undir forustu Egg- erts Haukdals ekki að koma Hjörleifi frá fyrir þinglok, eins og áform þeirra var. Til- laga þeirra varð klumsa. Nú ríður þjóðinni á að standa saman. Álrisinn finnur að hann á sterk ítök í gjörspilltu peningavaldi, sem svífst einskis til að missa ekki allt á hælana þegar það finnur að þjóðarsamstaða er að mynd- ast um þetta mikilvæga mál líkt og gerðist í landhelgisdeil- unum forðum. Þá mátti ekki miklu muna. Hafið það hug- fast landar góðir. Nú fara kosningar í hönd, og þá verður þetta mál í brennipunkti. Sú mannteg- und sem ekki vildi móðga Bretann forðum, er komin aftur á kreik. Það veit Alu- suisse og gengur á lagið. Þarna er komið að þungamiðju málsins. Ofsinn út í Hjörleif Guttormsson stafar einfald- lega af því að hann er að verja íslenska hagsmuni, sem þessir seppar eru tilbúnir að fóma með samningum á borð við fyrri samninga er þeir gerðu sem frægt er orðið og heldur nafni þeirra uppi í atvinnu- og sjálfstæðissögu þessarar þjóðar. Dæmið er því augljóst: Nú veður Albert uppi með stutt- buxnaliðið í Sjálfstæðis- flokknum og hótar að ná hreinum meirihluta í næstu kosningum. Framsókn vill mynda sterka stjórn, en með hverjum? Hver treystir teppa- og skransölum sem því miður er allt of mikið af í þeim flokki, sem er þó með slatta af félagshyggjufólki, en fær bara engu að ráða. Kratarnir bless- aðir eru eins og klumsa mer- hross margklofnir, sem eng- inn reiknar með að komi að gagni þó örlítið gelti í Alþýðu- blaðinu um þessar mundir núna fyrir kosningar. En um eitt eru þessir flokkar er ég hefi talið upp sammála, og það er að koma Hjörleifi Guttormssyni frá svo þeir geti valsað með þetta mál að eigin vild. Þetta má ekki ske. Um þetta lífshagsmunamál okkar verður að myndast þjóðar- samstaða, eins og áður segir í þessari grein. Fólk úr öllum flokkum á að slá skjaldborg um þetta mál, Alþýðubanda- lagið hefur borið hita og þunga af þessu og lætur ekki deigan síga þótt á móti blási um hríð. Fólkið í landinu hef- ur landhelgismál okkar til viðmiðunar hvernig á að sigra þá fjendur er að okkar auð- lindum sækja, í nútíð og framtíð. Ég og pabbi og mamma saman. Við fórum í göngutúr. Þarna eru pabbi og mamma. Við crum að fara til Hertu og Rikka. Þegar við fórum í göngu- túr eftir Magneu Úti í Ameríku heitir næsti kafli /U/TUHM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.