Þjóðviljinn - 30.03.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.03.1983, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. mars 1983 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfreisis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastiori. Guörún Guömundsdóttir. _ Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiöslustjóri: Baidur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson. Iþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Saeunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Baráttumarkmið í hermálinu • í dag eru 34 ár liðin frá því að Alþingi samþykkti við áköf mótmæli aðild íslands að hernaðarbandalaginu NATÓ. Á þessu ári hefur bandarískur her haft hér setu í 32 ár. Af þessu tilefni efna herstöðvaandstæðingar til mótmælafundar við Alþingishúsið í dag, og hvetur Þjóðviljinn fólk til þess að láta sig ekki vanta þar. • Stór hluti íslendinga þekkir ekki annað ástand en hersetið land og þáttöku okkar í hernaðarbandalagi og vígbúnaðaráformum. Þráseta hersins hefur sett sitt mark á viðhorfin og á Alþingi er staðan sú að allir þingflokkar eru hlynntir amerísku hersetunni nema þingflokkur Alþýðubandalagsins sem einn hefur andæft hernum og aðild íslands að NATÓ. Nýframboð hafa ekki gefið tilefni til þess að ætla að hugsanlegir fulltrúar þeirra á þingi myndu efla þar andóf gegn hern- um og NATÓ. • Barátta herstöðvaandstæðinga hefur verið háð við ólík skilyrði í þrjá áratugi. Hún hefur skilað árangri en aldrei fullnaðarsigri. Síðustu árin hafa Samtök her- stöðvaandstæðinga og Alþýðubandalagið lagt höfuðá- herslu á að skýra tengsl herstöðvarinnar við kjarnorku- vopnakerfi Bandaríkjanna og sporna gegn því að þau verði aukin enn frekar. Jafnhliða hefur náðst samstarf við friðarhreyfingar víða um Evrópu. Baráttan á ís- landi var lengst af ærið einangruð þó að hún væri oft sett í alþjóðlegt samhengi í málflutningi. Nú er hinsvegar svo komið að í bókum og tímaritum sem gefnar eru út á vegum friðarhreyfinganna í Evrópu er baráttunni og viðfangsefnunum á Islandi gerð góð skil. Þá verður að frumkvæði Ólafs Ragnars Grímssonar haldin í Glasgow í næsta mánuði alþjóðleg ráðstefna um kjarnorkuvopn- alaust Norður-Atlantshaf með þáttöku flulltrúa friðar- hreyfinga 13 þjóða. Þannig hafa íslenskir herstöðva- andstæðingar með þáttöku í alþjóðasamstarfi friðar- hreyfinga átt stóran hlut að því að opna augu friðars- inna í Evrópu fyrir nauðsyn sameiginlegrar baráttu gegn kjarnorkuvígbúnaði stórveldanna í höfunum. • í þeim samstarfsgrundvelli sem Alþýðubandalagið hefur lagt fram, og hefur að geyma skrá yfir helstu málefni sem það mun setja á oddinn í stjórnarmyndun- arviðræðum, segir m.a. að bandalagið berjist fyrir frið- lýstu íslandi og sé andvígt hersetu og aðild íslands að hernaðarbandalgi. Frysting vígbúnaðar óg kjarnorku- vopnalaust svæði eru áfangar sem Alþýðubandalagið mun leggja höfuðáherslu á. Það þýðir að stöðvuð verði öll endurnýjun á vígbúnaði, tæknibúnaði og annarri hernaðaraðstöðu Bandaríkjanna og NATÓ á íslandi, og að bannað verði með lögum að geyma og flytja kjarnorkuvopn um ísland, lofthelgi landsins og fisk- veiðilögsögu. Alþýðubandalagið krefst þess að Alþingi álykti um aðild Islands að kjarnorkuvopnalaust svæði Norðurlanda. Að lokum er það veigamikið atriði í sam- starfsgrundvellinum að hætt verði við hernaðarfram- kvæmdir í Helguvík og fundin önnur lausn á mengunar- hættu. • Þessar kröfur eru raunsæ baráttumarkmið Alþýðu- bandalagsins og verðskulda stuðning allra herstöðva- andstæðinga. Eina leiðin til þess að efla styrk her- stöðvaandstæðinga á Alþingi er stuðningur við Alþýðu- bandalagið í komandi kosningum. En jafnframt er mikilvægt að Samtök herstöðvaandstæðinga eflist og breiðari samfylking náist við alla þá sem andæfa vilja kjarnorkuvígbúnaðinum hér heima og erlendis. Al- mennt friðarhjal án þess að tekin sé afstaða til hlut- deildar íslendinga sjálfra í kjarnorkuvígbúnaðinum ber hinsvegar að gagnrýna vægðarlaust úr hvaða horni sem það heyrist. klippt Michael Kline er líka „týndur“ - í E1 Salvador. Til hægri er móðir hans fyrir utan utanríkisráðuneytið í Washington. Kvikmyndin „Týndur“ Kvikmyndin Týndur eftir Costa-Gavras hefur vakið meiri athygli en flest kvikmyndaverk sem hingað hafa komið upp á síðkastið. Eins og margir munu vita fjallar hún um Ieit bandarísks kaupsýslumanns að syni sínum, en hann er „týndur" í Chile eftir valdarán hersins þar 1973. Bandarískir diplómatar hafa bersýnilega næsta takmarkaðan áhuga á að upplýsa málið - en það er reyndar eitt höfuðerindi kvikmyndarinnar að deila á með- sekt bandarískra stjórnvalda í valdaráninu og blóðbaðinu upp úr því. Morgunblaðið hefur, eins og vænta mátti, áhyggjur af áhrifa- mætti þessarar myndar. Á surinu- daginn birti blaðið þriggja blaðsíðna grein eftir bandarískan blaðamann, sem hefur sett sér að gera þessa kvikmynd tortryggi- lega. Aðferð hans er sú helst, að gera mikið úr því að Costa- Gavras hafi í myndinni breytt hinum týnda nokkuð frá fyrirmyndinni-þ.e.a.s. ekki sýnt hann eins róttækan og Charles Horman veruleikans hafi verið. (Rétt eins og morðið á honum verði eitthvað „skárra" fyrir bragðið!). í annan stað, er það mjög ítrekað, að hvorki hafi Costa-Gavras né fjölskylda hins týnda á sínum tíma getað aflað „sannana“ fyrir því að banda- ríkjamenn hafi átt aðild að valda- ráni herforingjanna. Meðsekt um Chile Skrýtinn málflutningur. Seint mundi kvikmyndastjóranum gríska eða fjölskyldu hins týnda hleypt í þær vettvangs- og heim- • ildarannsóknir sem færðu þeim allan sannleika um samspil bandarískra aðila - stjórnvalda, stórfyrirtækja, CIA, við herfor- ingjana í Chile. En kvikmyndin byggist á þeim mikilsverða sann- leika, að bandarísk stjórnvöld unnu að því öllum árum, að koma í veg fyrir að sósíalistinn Allende tæki við forsetaembætti, og þau komu svo upp starfshópum og sérstökum fjárveitingum til að reyna að gera Allende og al- þýðufylkingu hans ókleift að stjórna landinu. Sagði ekki Nix- on fyrrum forseti í frægu viðtali við David Frost, að hann hefði séð sig neyddan til að láta til skarar skríða gegn stjórn Chile, vegna þess að annars hefði vinstristefna hennar smitað út frá sér? Launað „verkfall“ Greinarhöfundi í Morgunblað- inu finnst það ólíklegt, að Char- les Horman hafi hitt að máli á baðstað í Chile „flotaverk- fræðing" sem hafi svo gott sem komið upp um aðild CIA að undirbúningi valdaránsins. Það er ekki gott að vita hve lausmálir slíkir menn kunna að vera á gleðistundu í starfi. En persóna þessi minnist reyndar á mikilvægt atriði: hann gerir mikið úr hlut- verki vörubflstjóranna í því að skapa það ástand sem auðveldaði valdaránið. Eigendur 40 þúsund flutningabifreiða eru aðalgarp- arnir í málinu að dómi CIA- mannsins - en þeir fóru í langt „verkfall“ sem olli miklum erfið- leikum og vöruskorti í landinu. Og hafa menn þóst vissir um að herkostnaðinn af þeirri „stéttar- baráttu" tiltölulega efnaðra manna hafi enginn annar greitt en einmitt bandaríska leyniþjón- ustan og munu þessir eigendur flutningakerfisins hafa verið á fjórföldum launum á meðan - greiddum í dollurum. Það sannaðist nefnilega í Chile í sambandi við þetta mál, mál auðhringsins ITT og fleiri, að það er hægt að hjálpa hægrisinnuðum valdaræningjum með fleiri ráðum en senda þeim vopn og hernaðarráðgjafa (sem þeir fá auðvitað líka ef um er beðið). Nýtt mál Gildi myndar eins og Týndur ræðst ekki af því hve nákvæmlega fylgt er eftir máli Charles Horm- ans og fjölskyldu hans. Hún er um svo margt sem gerst hefur og gerist enn í samskiptum „sardín- anna“ (ríkja Rómönsku Ame- ríku) við „hákarlinn" í norðri. Hún er um Guatemala 1954 og Chile 1973 og hún er kannski líka um E1 Salvador nú. Þýska viku- ritið Stern var einmitt að segja frá nýjum Charles Horman - ungum Bandaríkjamanni, Michael Kline, sem var á ferð um Mið- Ameríku og var tekinn höndum í áætlunarbfl í E1 Salvador vegna þess að einhverjum liðforingjan- um leist illa á síðhærðan ungan mann í gúmískóm. Hann var síð- an „skotinn á flótta“ að því er sagt er. Og rétt eins og í myndinni „Týndur“ vill móðir þessa pilts gera bandarísk stjórnvöld ábyrg fyrir morðinu á syni sínum - vegna þeirrar aðstoðar sem veitt er ógnastjórninni í E1 Salvador. -áb. Álbert á kappræðufundi í gærkvöldi: Alþýðubandalagið útilokar sig frá stjórnarsamvinnu — stöðvi það framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli jón Baildvin Hannibalsstm: i ,í Teljum nidur atkvæði tvíbura- flokkanna í kosningunum Góðra vina fundur Það virðist hafa farið mjög vel . á með þeim Albert Guðmunds- syni og Jóni Baldvin Hannibals- syni á fundi í Sigtúni og ástæðu- Iaust að kalla svo góðra vina fund einvígi. Albert iðraðist þeirra synda sinna að hafa stutt ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen, og er þar með kominn í sama bát og Jón Baldvin. Jón Baldvin vildi fækka atkvæðum Alþýðubanda- lags og Framsóknar og efna til viðreisnarstjórnar Krata og íhalds. Albert var að sönnu treg- ur til að játast undir það, enda mjög skammt síðan hann bað um hreinan meirihluta fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í kosningunum. Ný viðreisnar- stjórn Morgunblaðið segir að Albert hafi verið hikandi við að mæla með nýrri viðreisnarstjórn vegna þess að „forystumenn Alþýðu- flokksins væru nú aðrir en á viðreisnarárunum, forystuliðið væri ekki eins sterkt og traustvekjandi og þá“. Jóni Bald- vin hefur hinsvegar ekki dottið í hug að líta á slík ummæli sem vantraust á sig heldur magnast hann í bónorði sínu til Alberts. Morgunblaðið segir: „Jón Baldvin Hannibalsson lýsti því aftur á móti óhikað yfir að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkur ættu að mynda nýja viðreisnarstjórn fengju þeir hreinan meirihluta í kosning- unum.“ Þá vita menn það. Það spaugi- lega er, að helsti keppinautur Jóns Baldvins um kratafylgið í Reykjavík, Vilmundur Gylfason, er honum alveg sammála í því, að viðreisnarstjórnin hafi verið hin besta stjórn. Hennar valdaskeið hefur jafnan notið sérstakrar náðar í augum Vilmundar, hve mjög sem hann geisar um „gömlu flokkana“. -áb. -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.