Þjóðviljinn - 30.03.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.03.1983, Blaðsíða 16
uodvhhnn Miðvikudagur 30. mars 1983 Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Lágmark inn á gíróreikninga 5 KR Menn verða að margfalda segir Þorvarður Helgason, einn stofnenda nýrra sjónarmiða Þeir sem í gær gerðu sig líklega til að borga 13 aura inná gíróreikning nr. 78300-5 þ.e. þá upphæð sem dugar Alusuisse til að greiða and- virði einnar kílóvattstundar urðu að hverfa frá því ráði þar sem Póst- ur og sími tekur ekki við minna en 5 krónum eða því sem svarar and- virði nálega 40 kílóvattstunda. Olli þetta mörgum nokkru hugarangri þegar kom að því að sýna sviss- neska álfélaginu styrk sinn í verki og því sneri Þjóðviljinn sér til Þor- varðar Helgasonar eins stofnenda Nýrra sjónarmiða sem standa að söfnuninni til hjálpar Alusuisse. „Ja menn verða bara að marg- falda þetta. Reyndar vissum við ekki um þetta atriði þar sem við höfðum allir þann háttinn á að leggja fram andvirði 100 kílóvatt- stunda sem gerir heilar 13 krónur", sagði Þorvarður. - Hvernig hefur söfnunin gengið? „Þetta er nú rétt að fara af stað, ætlum okkur reyndar að herða róðurinn eftir páskana enda er okkur mikið í mun að fólk sýni stuðning sinn á áþreifanlegan Dan Hanson hefur hlotið 3’/i vinning að loknum fjórum umferðum. Hér sést hann að tafli á mánudagskvöldið en annar fulltrúi Akureyringa í landsliðsflokknum, Askell Ö. Kárason fylgist með. Ljósm.: -eik. Svíl skákmeistari íslands? r Dan Hansson efstur í landsliðsflokki á skákþingi Islands hátt“. - Er þörfín fyrir styrk til álfé- lagsins brýn? „Þaðhlýturað vera. Égminni þó á að mest er um vert að hugarfar fólksins í landinu komi fram. Margt smátt gerir eitt stórt.“_(,ój Svíinn Dan Hanson sem verið hefur búsettur hér á landi í tæp tvö ár er nú efstur í landsliðsflokki á Skákþingi íslands þegar tefldar hafa verið fjórar umferðir. Dan hefur hlotið 3*/z vinning, en staðan er þó nokkð óljós vegna biðskáka. Verkamannafélagið Dagsbrún: Gaf 10 þús. kr. til EL Salvadomefndar Aðalfundur Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar, sem haldinn var 27. mars sl. samþykkti nokkrar á- lyktanir, m.a. um ástandið í El Salv- ador og er morðinu á Marianellu Garcia-Villas harðlega mótmælt. Beindi fundurinn j>eim tilmælum til miðstjórnar ASI að samþykkja mótmæli gegn morðinu og að álykta um málefni El Salvador. Þá er lýst yfir stuðningi við EI Salvador-nefndina og þar segir m.a.: „Verkamannafélagið Dagsbrún vili nú þegar sýna hug sinn til bar- áttu verkalýðs og bænda í E1 Salva- dor með því að gefa krónur 10 þús- und í fjársöfnun E1 Salvador— nefndarinnar á íslandi, sem mun renna til FMLN/FDR." Eins og hjá Vilmundi Margt líkt með skyldum Hugmyndir Verslunarráðsins, útibús Sjálfstæðisflokksins, eru ekki ósvipaðar hugmyndum Vilmundar Gylfasonar um aðild að stéttarfé- lögum og slíka hluti. í þeim hugmyndum sem reifaðar eru í „frá orðum til athafna“ eru meðal annars þessar: 3.1. Aðild að stéttarfélögum 3.1.1. Ef 2/3 hluti starfsmanna á sama vinnustað ákveða í leyni- legum kosningum, sem haldn- ar eru undir eftirliti óháðs aðila, að stofna stéttarfélag, verði þeim það heimilt. Fær fé- lagið þá umboð til bindandi kjarasamninga fyrir hönd allra starfsmanna. 3.1.2. Einungis einn kjara- samningur verði gerður á sama vinnustað. 3.1.3. Óheimilt verði að skylda vinnuveitendur til innheimtu félagsgjalda eða annarra gjalda til stéttarfélaga launþega. 3.2.VerkföII og verkbönn Verkfall eða verkbann megi ekki boða með skemmri fyrir- vara en tveggja vikna. 3.2.2. Verkfall eða verkbann verði ekki bindandi nema 2/3 þeirra þátttakenda sem aðgerðin snertir, hafi greitt því atkvæði sitt í leynilegri kosn- ingu, sem haldin skal undir eftirliti óháðs aðila. Urslit í 4. umferð sem tefld var á mánudagskvöldið, urðu á þá leið að Ágúst Karlsson vann Gylfa Þór- hallsson, Dan Flanson vann Björn Sigurjónsson og Hrafn Loftsson vann Halldór G. Einarsson. Skákir Hilmars Karlssonar og Elvars Guðmundssonar, Sævars Bjarnasonar og Magnúsar Sól- mundarsonar og Sigurðar Daníels- sonar og Áskels Arnar Kárasonar fóru í bið. Staðan á mótinu að loknum fjór- um umferðum var þessi: 1. Dan Hanson 3'h v. 2. Ágúst Karlsson 3' v. 3. Hilmar Karlsson 2'h v. + 1 biðskák. 4. Gylfi Þórhallsson 272 v. 5. Elvar Guðmundsson 2 v. + 1 biðskák. 6. Hrafn Loftsson 2 v. 7,- 8. Sævar Bjarnason og Magnús Sólmundarson E/2 v. + 1 biðskák hvor. 9. Halldór G. Einarsson IV2 v. 10. 11. Áskell Ö. Kárason og Sigurður Daníelsson V2 v. + 1 biðskák hvor. 12. Björn Sigurjóns- son 0 v. í gærkvöldi var 5ta umferð tefld en úrslit lágu ekki fyrir fyrr en eftir miðnætti og blaðið þegar komið í prentun. í Áskorendaflokki tefla 26 skák- menn um tvö sæti í landsliðsflokki að ári. Efstir eftir þrjár umferðir voru þeir Jón Þorvaldsson, Pálmi Pétursson og Tómas Björnsson, allir með 2'A vinning. -hól. Utifundur 30. mars á Austurvelli í dag kl. 17.30 Dagskrá fundarins: Upplestur: Ingibjörg Haraldsdóttir. Stutt ávörp: 1. Arnþór Helgason 2, Ólafur R. Grímsson Fundarstjóri Njörður P. Njarðvík. Njörður Arnþór Ólafur Framlag til friðar ísland úr Nato - herinn burt! Samtök herstöðvaandstæðinga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.