Þjóðviljinn - 30.03.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.03.1983, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 30. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. mars 1983 Kjarnorkuvopnaiaus Evrópa - Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd (frá fundinum í Gautaborg). Baráttan fyrir lífmu í dag 30. mars eru 34 ár síðan meirihluti löggjaíársamkomunnar samþykkti aðild Islands að hernaðarbandalaginu Nató. A þeim áratugum sem iiðnir eru hefur saga andófsins gegn bandaríska hernum á íslandi og gegn aðild landsins að Nató nær einungis verið háð hériendis og í litiu samhengi við hliðstæða baráttu erlendis. Með tilkomu fjöldahreyfínga í friðarbaráttunni síðustu þrjú árin hefur þetta breyst. Síðustu árin hefur mikið starf verið unnið að því að tengja barátt- una hér á íslandi við baráttu evrópsku friðarhreyfínganna. Sá sem átt hefur einna drýgstan hlut í þessu samstarfí við fjöidahreyfingarnar erlendis er Olafur Ragnar Grímsson alþingismaður. í viðtalinu sem fer hér á eftir rekur Ólafur ýmislegt af því helsta sem gerst hefur í þessu samstarfi. - Á síðustu þremur árum hefur þrennt tekist með fjölþjóðlegu sam- starfi Islendinga við friðarhreyf- ingarnar. f fyrsta lagi hefur tekist ýmsa þætti í vígbúnaðaruppbygg- ingu Bandaríkjanna og Nató í þess- um þremur eyríkjum. Þetta hefur og komið fram í norrænum blöðum talsmönnum um norræna friðar- hreyfingu. Síðan þá hefur starfað nefnd til að móta þessa sameigin- legu stefnu, sem við íslenskir her- Friðarfundurinn mikli í Hyde-Park sl. sumar Viðtal við Olaf Ragnar Grímsson um samskipti við erlendar friðarhreyflngar munu koma fulltrúar allra helstu friðarhreyfinga í Vestur-Evrópu, bæði friðarhreyfinganna sem berj- ast gegn kjarnorkuvígbúnaðinum, friðarhreyfinga kvenna, friðar- hreyfinga verkalýðssamtaka og allra þeirra aðila sem vilja leggja þessum málstað lið. A þessari ráðstefnu verður rætt um öll helstu stefnumál og baráttumál friðar- hreyfinganna og vígbúnaðarupp- bygginguna í Evrópu, bæði vígbún- aðaruppbyggingu Atlantshafs- bandalagsins og Varsjárbandalags- ins um baráttuaðferðir friðar- hreyfinganna, tengsl þeirra við stjórnmálaöfl í Vestur-Evrópu og Austur-Evrópu, barátta andófsafla stöðvaandstæðinga hafa skapað víðtækan skilning á málstað okkar erlendis, skilning sem við áður átt- um ekki vísan. Það er einnig nýtt í sögu andófsins gegn hernaðar- brölti hér á landi, að til er orðin stuðingur frá hundruðum þúsunda manna erlendis við okkar baráttu hér. Enn fremur er forystusveit evrópsku friðarhreyfingarinnar mjög vel að sér í okkar stefnumál- um - og hefur aðgang að reynslu okkar. Við höfum fundið fyrir djúpri samstöðu með okkar mál- stað og baráttu hér á landi. - Hins vegar hefur nokkuð á það skort að á sama tíma hafi tekist að breikka nægilega vel grundvöll lingar sem hafa viljað leggja þess- um málstað lið þó að forystusveitir flokkanna hafi enn sem komið er ekki viljað draga eðlilegan lærdóm af þessari þróun. Þegar ég hóf að kynna baráttukröfu friðarhreyfing- anna hér á íslandi árið 1981 sér- staklega haustið 1981 bæði með blaðagreinum og á Alþingi þá risu íhaldsöfin upp með Morgunblaðið, NATO-þingmenn Sjálfstæðis-' flokksins og aðra í broddi fylkingar og réðust harkalega gegn þessum málstað. Þær árásir eru nú ekki lengur daglegt brauð og menn hafa klætt andstöðuna í annan búning en engu að síður þá blasir við brýnt verkefni á næstu misserum, að FRIÐARBARATTAN A ISLANDI TENGIST EVRÓPU að tengja baráttu okkar við starf friðarhreyfinganna á Norðurlönd- um og er Island nú orðið með í kröfu norrænu friðarhreyfinganna um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Þá hafa íslenskir herstöðva- andstæðingar tekið þátt í samstarfi annarra friðarhreyfinga í Evrópu. Og síðast en ekki síst hefur tekist að vekja athygli á hættunni á kjarn- orkuvígbúnaði á hafinu og afla samstöðu með kröfu okkar um tak- mörkun og bann við slíkum vígbún- aði á Norður-Atlantshafinu. Upphafíð á Álandseyjum - Álandseyjarráðstefnan 1981 markaði með vissum hætti tímamót í þessari samtengingu okkar. Þar var í fyrsta skipti sem nauðsyn þess að ísland, Grænland og Færeyjar yrðu hluti af kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. - Jú, það er rétt ég flutti þarna fyrirlestur um þetta efni. Auk mín töluðu þau Jens Evensen, Johan Galtung, Eva Nordland og fleira ágætisfólk. Þessi erindi voru svo gefin út í bók í Svíþjóð sem kom út á síðasta ári. Hún er tileinkuð Ölvu Myrdal sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra. - Við fulltrúar íslendinga höfum hvarvetna á norrænum vettvangi lagt áherslu á að eyríkin í norðri væru með í baráttu friðarsinna fyrir kjarnorkuvopnalausum Norður- löndum og varað við hættunni á því að skilja þessi ríki út undan. Um leið höfum við bent rækilega á og tímaritum eins og t.d. í síðasta hefti „Forsvar“, sem er helgað Grænlandi og hlut þess í banda- ríska vígbúnaðarkerfinu. Sameiginleg stefna norrænna friðarhreyfinga - Við höfum lagt áherslu á að mótuð yrði sameiginleg stefna nor- rænna friðarhreyfinga og þá sér- staklega vegna kröfunnar um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Fyrir hálfu öðru ári áttum við Jón Ásgeir Sigurðs- son fund með Erik Alsen og fleiri .ÍEHDSPSCIALREPO: HE NUCLEAR stöðvaandstæðingar höfum tekið þátt í. - I næsta mánuði verður fundur samstarfsnefndarinnar norrænu haldinn hér á íslandi, þar sem gengið verður frá sameiginlegri stefnu norrænu friðarhreyfinganna þar með talin samtök herstöðva- andstæðinga á ísiandi, um af- stöðuna til yfirlýsingarinnar um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Vígbúnaður á N-Atlantshafí - Sl. tvö ár höfum við haft sífellt nánara samstarf við friðarhreyfing- ar í öðrum löndum Evrópu. I apríl 1982 var haldin ráðstefna á vegum skosku friðarhreyfingarinnar um afvopnun í Evrópu. Þar flutti ég erindi um sögu baráttunnar gegn bandarísku herstöðinni hér á landi, vígbúnaðaruppbygginguna í Norður-Atlantshafi á undanförn- um áratugum. Þessi vígbúnaður krefst þess að friðarhreyfingar í viðkomandi löndum taki höndum saman. Lagði ég til að efnt yrði til ráðstefnu til að fjalla um sameigin- lega baráttu þeirra gegn vígbún- aðinum í N-Atlantshafi. Og nú er hefur skoska friðar- hreyfingin boðað til slíkrar ráðstefnu 7.-10. apríl n.k. um víg- búnað á Norður-Atlantshafi. Ráð- stefnan sem haldin er í Glagow ber yfirskriftina Kj arnorkuvopnalaust Norður-Atlantshaf. Skoska friðarhreyfingin gaf þenn- an bækling út um vígbúnað í Norður-Atlanshafi sl. haust. Þarna eru tvö erindi eftir Ólaf Ragnar og Angus McCormack ásamt formála eftir E.P.Thompson. - Það er ekki síður mikilvægt að berjast gegn hinum miklu vígbún- aðaráformum á hafinu, einsog því sem áformað er á landi. Fyrir liggja áform um fjölgun kjarnorkukaf- báta og þúsundir stýrieldflauga sem koma á fyrir í skipum og kaf- bátum. Þess vegna er baráttan gegn vígbúnaði í hafinu í okkar heimshluta eitt brýnasta verkefni Eftir friðarfundinn á Álands- eyjum var gefin út bókin Okkar rödd er vald, norræn innlegg í friðarumræðuna. Haraldur Ofstad og Marlene Öhberg ritstýrðu bók- inni, en meðal þeirra sem eiga í henni efni eru Hannes Alfvén, Frank Barnaby, Jens Evensen, Jo- han Galtung, Maj-Britt Theorin og Ólafur Ragnar Grímsson. friðarhreyfinganna á næstu árum. Þetta stendur íslendingum máske næst, sem lifa af gæðum sjávarins. Greinilegt er að æ fleiri gera sér þessa yfirvofandi hættu ljósa. VÁR RÖST. Hofth'fiKa i»ú<i9g í fr*<I»debatten Redaktloo: Hördd Oietad ooh Meíiene öhberg Híums AHwlh, V«h*im Autxwt, ftftok C3r«etiaii B»,, OtÞán »on BomáOfU. Jenc tvwnm, Johso (Ullone, OWv< Evs Hordl*^, OtMad. • Mai-Brd’ Monrtk wn Wríaht ðch Jart Obo*® Herstöðvaandstæðingar afhenda forsctanum friðarkeflið. - Það er auðvitað ánægjulegt og hlýtur að skoðast m.a. sem árangur af starfi okkar, að víðtæk alþjóðleg ráðstefna verður haldin í apríl. Þarna verða fulltrúar frá löndunum sem liggja að N-Atlantshafi, full- trúar frá Bandaríkjunum, Sovét- ríkjunum, Kanada og fleiri löndum. Því miður er hætt við því að kosningaundirbúningur verði í há- marki einmitt þá daga sem ráðstefn- an er haldin, þannig að menn geti ekki tekið jafn mikinn þátt í henni og æskilegt væri. Á ráðstefnunni verður m.a. rætt um tengsl vígbún- aðarins á Norðurslóðum við vopna- kerfið almennt. Þá verður rætt um þátt vígbúnaðarins í hagkerfinu og efnahags einstakra landa. Þarna koma saman forystumenn úr verkalýðshreyfingum, læknar og vísindamenn, kennarar og blaðamenn og fjölmargir aðrir og bera saman bækur sínar. - íslenskir herstöðvaand- stæðinjgar komu víða við á sl. ári erlendis. Þannig talaði Pétur Reimarsson á hálfrar miljón manna fundi í Hyde Park í Eng- landi sl. sumar og á friðarfundinum mikla í Gautaborg var einnig tals- Imaður frá íslenskum herstöðva- andstæðingum. Friðarhreyfingarn- ar á Norðurlöndunum komu sér saman um að afhenda þjóð- höfðingjum landa sinna friðarkefli tii að vekja athygli á friðarbarátt- unni og afhentu íslenskir her- stöðvaandstæðingar forseta ís- lands friðarkeflið nú skömmu fyrir áramót. - í desember 1981 var efnt til fundar evrópsku friðarheyfing- anna í Brussel og sótti ég þann fund. Þarvarm.a. rætt umnauðsyn þess að evrópsku friðarhreyfing- arnar beindu einnig meiri athygli til vígbúnaðarins á hafinu. Ætli kjör- orðið um kjarnorkuvopnalausa Evrópu frá Póllandi til Portúgals - og frá íslandi til Ítalíu hafi ekki orðið til þarna? - Sett var á laggirnar 12 manna samstarfsnefnd, þarsem ég átti m.a. sæti. Sú nefnd á að tengja saman málefnagrundvöll og bar- áttu hreyfinganna í Evrópu. Berlínarráðstefnan I maí - Á vegum þessarar samstarfs- nefndar var svo haldin fyrsta Evr- ópuráðstefnan friðarhreyfinganna í Brussel á síðasta ári og sótti Einar Karl Haraldsson hana og gerði þar grein fyrir málstað íslendinga. Síð- an hefur samstarfsnefndin ásamt ýmsum öðrum talsmönnum evróp- skra friðarhreyfinga unnið að því undanfarna mánuði að undirbúa mikla ráðstefnu í Berlín í maímán- uði. Þ§ssi evrópuráðstefna friðar- hreyfinganna eða kjarnorkuvopn- unarráðstefna Evrópu eins og hún heirir formlega verður í Berlín í maí og á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að ítarlegri dag- skrá fyrir þessa ráðstefnu. Á hana í Austur-Evrópu fyrir friði og lýðræði, efnahagsleg- og félagsleg áhrif vígbúnaðarkapphlaupsins, tengsl friðarhreyfinganna við þriðja heiminn og fjölmargt annað. Nýtt í sögu herstöðvaand- stæðinga - Ég hef rekið hér nokkra drætti í samskiptum íslenskra friðarsinna við hliðstæða hreyfingar erlendis. Þessi nýju tengsí íslenskra her- baráttunnar hér heima og hagnýta þau margvíslegu alþjóðlegu sam- bönd og þann mikla og víðtæka alþjóðlega skilning sem nú er á okkar baráttumálum. Þó hefur um- ræðan innan kirkjunnar borið þó nokkurn árangur og sýnt vakningu sem ekki var áður fyrir hendi og sam’a gildir um umræðu meðal ým- issa kvennahreyfinga. - Ennfremur er athyglisvert að innan NATO-flokkanna sérstak- lega Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins hafa verið einstak- plægja jarðveginn fyrir þessi sjónarmið hér á landi. - Barátta fyrir lífínu - Að lokum vil ég aðeins minnast á það atriði, sem ekki má gleymast í okkar baráttu. Um þessar mundir eru 34 ár frá því meirihluti alþingis samþykkti aðild íslands að hern- aðarbandalagi. Og andófið gegn hersetunni hefur staðið enn lengur. Allt frá upphafi lögðu hérstöðva- andstæðingar áherslu á, að sú hætta væri fyrir hendi að íslensk þjóð aðlagaðist með tímanum hernum og því sem honum fylgir. Þau varnaðarorð hafa ekki verið mælt af ástæðulausu einsog er að sannast þessa dagúnna, þegar við þurfum að horfa í bakið á fyrrver- andi talsmenn herstöðvalauss ís- lands. - Baráttan gegn vígbúnaði, gegn her og hernaðarbandalögum er í senn þjóðleg og alþjóðleg. Einsog horfir í dag, þar sem okkur berast reglulega fréttir af nýjum drápstól- um, verður andófið en mikilvæg- ara. Með tilkomu fjöldahreyfing- anna í Evrópu og Bandaríkjunum sem heyja þessa sameiginlegu bar- áttu fyrir friði, aukast vonir mann- kynsins um áframhaldandi líf á jörð. í þeirri baráttu fyrir lífinu get- ur enginn skorast undan. Þetta er mál sem kemur öllum við. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.