Þjóðviljinn - 07.04.1983, Síða 15

Þjóðviljinn - 07.04.1983, Síða 15
Fimmtudagur 7. apríl 1983 |ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 barnahorn Handleggs- brotni Kínverjinn RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Árna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð : Ragnheiður Jóhannsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Branda li- tala og villikettirnir“ eftir Robert Fisker. 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forust- ugr. dagbl. (útdr.). Iðnaðarmál Um- sjón: Sigmar Ármannsson og Sveinn Hannesson. 10.50 „Ekkjan við ána“, Ijóð eftir Guð- mund Friðjónsson á Sandi Guðrún Ara- dóttir les. 11.00 Við Pollinn Gestur E. Jónasson velur og kynnir léfta tónlist (RÚVAK). 11.40 Félagsmál og vinna 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Fimmtudagssyrpa - Ásgeir Tómasson. 14.30 „Húsbóndi og þjónn“ eftir Leo Tol- stoj Þýðandi: Sigurður Arngrímsson. Klemenz Jónsson les (6). 15.00 Miðdegistónleikar 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Hvítu skipin“ eftir Johannes Heggland. 16.40 Tónhornið Stjórnandi: Anne Marie Markan. 17.00 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árna- sonar. 17.45 Neytendamál Umsjónarmenn: Anna Bjarnason, Jóhannes Gunnarsson og Jón Ásgeir Sigurðsson. Klemcnz Jónsson les í dag 6. lestur sinn á sögu Leos Tolstojs: „Húsbóndi og þjónn“ í þýðingu Sigurðar Arngrímssonar. 17.55 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Fimmtudagsstúdíóið - Útvarp unga fólksins Stjórnandi: Helgi Már Barða- son (RÚVAK). . 20.30 Spilað og spjallað Sigmar B. Hauks- son ræðir við Gest Þorgrímsson. 21.30 Einsöngur í útvarpssal Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur lög eftir Pál ísólfs- son, Sigfús Einarsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Árna Thorsteinsson, Jón Laxdal, Karl O. Runólfsson, Emil Thoroddsen og Jón Ásgeirsson; Olafur Vignir Albertsson leikur á píanó. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Náið stríð. Þáttur um dönsku skáld- konuna Bente Clod. Umsjónarmenn: Nína Björk Árnadóttir og Kristín Bjarn- adóttir. Lesari með umsjónarmönnum: Álfheiður Kjartansdóttir, 23.05 Kvöldstund með Sveini Einarssyni. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. frá lesendum 1. Mjólkin kemur úr mér. Ég hefi júgur og fjóra spena. Hver er ég? 2. Eg segi mamma, ef ýtt er á bakið á mér. Hver er ég? 3. Ég er kringlótt skífa. Á mér eru tölustafir og tveir vísar. Hvað heiti ég? ' 4. Ég er stór skál. A mér eru tveir kranar. Stundum er vatn í mér. Hver er ég? 5. Ég er skaft með hvítum hárum á öðrum endanum. Ég heimsæki oft munn barnanna. Hver er ég? Gátur 6. Þegar ég er tóm er ég lítil. Ef ég er blásin upp, get ég orðið nokkuð stór. Hvað heiti ég? 7. Ég er stór og stend á götuhorn- um. I mér eru þrjú ljós, eitt rautt, eitt jgult og eitt grænt. Hver er ég? 8. Eg hlýja höndum úti í vondum veðrum. Hver er ég? 9. Þegar vorið kemur vex ég upp úr moldinni. Þegar sólin verður heit á sumrin vaxa á mig falleg krónublöð. Hver er ég? 10. Hvað er hnöttótt, dálítið hart, ekki mjög stórt og hoppar upp, ef því er kastað niður? 11. Hvaðerglærtálitinn,enverður hvítt ef mjólk er sett í það? 12. Éger stór. Éghef fjórafætur. Á hverj um fæti hef ég hóf. Ég hef bæði tagl og fax. Hver er ég? Furðulegar aðfarir Eftirfarandi bréf barst okk- ur frá Kristjáni Péturssyni á Patreksfirði rétt um það leyti, sem páskahelgin gekk í garð. Þó að úr einhverju hafi nú ver- ið bætt, sem þar er gagnrýnt, þykir rétt að birta bréf Krist- jáns og kemur hér fyrri hluti þess. Hinn bíður morguns. Ég er einn þeirra, sem mjög illa fóru út úr snjóflóðunum, sem féllu hér á Patreksfirði þann 22. jan. sl. Við bjuggum þrjú hér í húsinu, Aðalstræti 79, ég, móðir mín og bróðir. Húsið fór í spón, móðir mín og bróðir dóu en af því að ég var nýgenginn upp á efri hæð hússins, komst ég lífs af. Að vísu fékk ég mikið högg og stóran skurð á höfuðið, með þeim afleiðingum, að ég hef misst nokkuð heyrn og minni dofnað. Allt fór auðvit- að sem maður átti þarna innanhúss. Ég stóð bara uppi í skyrtunni og buxunum og skólaus var ég þarna í krapa- elgnum, sem tók mér upp á herðar, þannig að höfuðið eitt stóð upp úr og þar var köld vist. Eftir að ég svo hafði ver- ið grafinn upp úr þessari písl- argryfju var farið með mig í sjúkrahúsið og gert að sárum mínum. Þar var ég framundir miðnætti. Og það kvöld var hið lengsta, sem ég hef nokkru sinni lifað. Þó að læknar og annað starfsfólk væri elskulegt í alla staði þá var hugurinn hjá þeim nán- ustu. Hver urðu afdrif þeirra? Ég fylgdist með hverjum manni, sem kom inn í sjúkra- húsið, en aldrei komu mæðginin, móðir mín og bróðir. En oft er skammt á milli lífs og dauða, eins og sannaðist í þetta skiptið. Ég sá þau aldrei framar lífs. Og víst er, að lífsreynsla þess fólks, sem lenti í þessum hamförum en lifði þær af, er gífurleg. En hvað hefur svo verið gert fyrir þetta fólk, sem þarna missti allt sitt? Jú, lof- orðin voru mörg og fögur, bæði hjá forráðamönnum hér á Patreksfirði og stjónvöld- um. Allir áttu að vera komnir í húsnæði eftir þrjá daga og öllum að líða eins vel og frek- ast var kostur. Þannig voru nú fréttirnar, sem maður las í blöðunum. Allt átti að bæta, sem hægt var að bæta. Það getur svo sem verið gott að heyra og sjá fögur lof- orð en það verður blátt áfram andstyggilegt þegar ekki er staðið við neitt. Það var mágur minn, sem hringdi til mín í sjúkrahúsið og bauð mér til sín, og það var Vestmanna- eyjabær, sem bauð tvö Viðlagasjóðshús og er ég nú í öðru þeirra. Það var hinsveg- Frá Patreksfirði ar látið liggja hér á hafnar- bakkanum í heila viku án þess að nokkuð væri aðhafst, áhug- inn var nú ekki meiri en þetta. Ég var búinn að tala við full- trúa í sveitarstjórninni um að láta setja húsið upp. En ekk- ert rak né gekk þótt oddviti og sveitarstjóri væru búnir að segja að það gengi fyrir öllu að útvega húsnæði. Þegar svo húsið loks komst upp var þar ekki neitt til neins, engin elda- vél eða önnur nauðsynleg áhöld og tæki, ég var ekki einu sinni að því spurður, hvort ég hefði einhver rúmföt til þess að sofa við. Það er engu líkara en að okkur komi þetta ekkert við enda fáum við ekkert að vita. Nú, þegar þetta er skrifað, laust eftir miðjan mars, er ég engan eyri búinn að fá vegna þessa tjóns, sem ég varð fyrir. Innbúið var að vísu óvátryggt en allt átti að bæta. Einhver feluleikur var þó í kringum það. Jú hreppsnefndin lét okkur skrifa upp þessar eigur okkar, eftir minni, á öðrum eða þriðja degi, meðan fólkið var enn algjörlega miður sín eftir það, sem fyrir það hafði komið. Síðan var metið eftir þessum listum og matið sent til Reykjavíkur án þess að við fengjum nokkra vitneskju um hvert það var, öllu varð að halda leyndu, einnig fyrir þeim, sem beinan hlut áttu að máli. En ekki gekk allt sem skyldi og í síðustu viHu sendu stjórnvöld hingað tvo menn til þess að meta allt upp. Þessir sendimenn virtust þó vera mannlegir og höfðu engan feluleik í frammi. Kall var að keyra bíl. Svo datt hann útúr bílnum. Þá keyrði annar bíll yfir hann og hann handleggs- brotnaði. Síðan var hann látinn í skip. Þá var hann settur í sjúkrarúm í Vestmannaeyjum, því allir sáu að hann var handleggsbrotinn. Mamma hans kom þegar hann var kominn með hendina aftur. Hann var gulingi. Hann var Kínverji. Andrés í Hveragerði Hann Andrés í Hveragerði sendi Barnahorninu þessa fínu mynd og með fylgdi sagan af Kínverjanum sem handleggsbrotnaði, en hann rná sjá (gulur að lit auðvitað!) efst í hægra horni myndarinnar. Og við þökkuin Andrési kærlega fyrir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.