Þjóðviljinn - 07.04.1983, Page 16

Þjóðviljinn - 07.04.1983, Page 16
mODVIUINN Fimmtudagur 7. apríl 1983 Aðalsfmi Þjóðvlljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag tll föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins f síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 snjóhúsi. Næsta dag hélt hann af staö í átt til Esjufjalla en komst ekki nema 3 km. vegna veðurs og byggði þá nýtt snjóhús. Á páska- dag gekk hann frá húsi þessu í námunda við Grímsvötn í átt til Esjufjalla og áði norðan við þau eftir 9 klst. göngu í þoku og 20 m. skyggni. Sagðist hann hafa geng- ið á skíðum eftir áttavita, og hefði hann getað haldið um 15 km. hraða á klst. Það tafði hins vegar að bindingarnar á skíðunum bil- uðu hvað eftir annað, og endan- lega brotnaði annað skíðið norð- an Esjufjalla. Mánudagurinn og þriðjudagurinn voru erfiðastir, þar sem hann þurfti að ganga nið- ur sprunginn Breiðamerkurjök- ul, og gaf hann á tímabili upp alla von um að ná til byggða. En niður komst hann kl. 1 aðfaranótt miðvikudagsins og var tekinn upp af flutningabíl á þjóðveginum á Breiðamerkur- sandi á miðvikudagsmorgni og kominn til Reykjavíkur kl. 18 í gærkvöldi. Roger var veðurbar- inn en virtist óþreyttur. Fætur hans voru reifaðir og kalblöðrur voru á fingrum. Þegar við spurðum hann hver hefði verið tilgangurinn með ferðinni var svarið: „Tilgangur? Ég er fjall- göngumaður, það er allt og sumt.“ - ólg Þá greip mig undarleg Franskur höfuösmaður kominn til byggöa eftir 11 daga hrakningaferö yfir Vatnajökul „A hádcgi á þriðjudaginn var ég örmagna cfst í Brciðamerkur- jökli. Stormurinn var svo mikill að ég gat ckki gcrt snjóhús og ég var allur orðinn blautur og farinn að.kala. Eg skreið í svefnpokann og trúði að hér myndi ég deyja. Þá greip mig undarleg tilfinning. Eg sá konu mína og son. Þau ræddu við vini mína sem fluttu þeim frcgnir af dauða mínum. Þá hugsaði ég mcð mér: Þú átt ekki ncma 20 kin. cftir, og þótt þú vcrðir að skríða þá átt þú að geta það. Ég lagði af stað kl. 12.30 í hvassviðri og skafrenningi yfir sprunginn jökulinn og sökk upp á læri í hverju spori. Ég var kominn niður af jöklinum kl. 1 um nóttina eftir að hafa dottið einu sinni hálf- ur ofan í sprungu. Síðasta hlut- ann fór ég að mestu á 4 fótum. Þetta var hræðileg reynsla og ég myndi ekki leggja aftur upp á jök- ulinn nú þótt þið byðuð mér tugi miljóna franka.“ Þetta sagði Pichon Roger, 32 ára gamall höfuðsmaður úr franska hernum í viðtali við Þjóð- viljann í gærkvöldi, nýkominn úr lífsháska á Vatnajökli eftir 12 daga hrakninga. Roger lagði upp frá Reykjavík laugardaginn 26. mars og fór í Fljótsdal, þaðan sem bændur flutlu hann á snjó- sleða upp að Snæfelli á sunnudag- inn. Það tók hann 4 daga að kom- ast þaðan upp í Kverkfjöll þar sem hann hreppti svo illt veður að hann varð að setjast að í snjóhúsi. Pichon Roger höfuðsmaður var kalinn á fingrum eftir hrakningana á Vatnajökli. Hér bcndir hann á kalblöðrurnar. Ljósm. Atli. Roger var 5 daga á Vatnajökli. Grímsvatna en gat ekki fundið í fyrsta áfanga ætlaði hann til þauvegnaillviðris. Hannsvafþáí Innflutningsbann á hráu kjöti en: Mðdð af smyghiðu kjötí í vershuium „Það er satt best að segja ýmislegt sem bendir til þess að hér sé á markaði og þá á ég við í almennum matvöruverslunum umtalsvert magn af smygluðu kjöti,“ sagði Hermann Guðmundsson fulltrúi tollgæslustjóra þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann í gær. Nýstofnuö leitardeild innan Tollgæslunnar fór á miðvikudegi fyrir páska í könnunarferð í tvær verslanir í Reykjavjk sem valdar voru af handahófi. Önnur verslun- in sem er í Nóatúni hafði á boðstól- um eftirfarandi smyglvarning: 112 kíló af nautakjöti, 61 kíló af öndum, 52 kíló af kalkún, 5 kíló af spægipylsu og 2 kíló af skinku. „Það fór ekkert á milli mála að hér var á ferðinni smyglvarningur, því umbúðirnar voru erlendar. Þetta var allt saman hrátt kjöt nema skinkan og „innflutningur" þess stangast því á við lög frá 1928 sem leggja blátt bann við innflutningi á hráu kjöti vegna hættu á gin- og klaufaveiki." I hinni vershjninni var til muna minna magn af smygluðum varn- ingi eða 7 kíló af skinku. Hermann sagði að eftir að kjötið hafði verið gert upptækt hefði verið kallað á menn frá heilbrigðiseftirlitinu og þeir hefðu athugað það. „Það var á starfsmönnum eftirlits- ins að skilja að hefðu þeir verið kallaðir beint á vettvang án þess að kjötið hefði veriö gert upptækt hefðu þeir hreinsað alla verslunina út,“ sagði Hermann. „Og þann hátt ætlum við okkur að hafa á í framtíðinni að kalla á eftirlitið þeg- ar upp kemst að versLanir selja smyglvarning." Hermann sagði að þeir kaup- menn sem hlut ættu að máli hefðu gefið þá skýringu á þessari for- boðnu vöru að einhverjir menn hefðu bankað upp hjá þeim og boðið þeim kjötið til kaups. „Maður gleypir þá skýringu þeirra ekki alveg hráa,“ sagði liann. Niðri í Tollgæslu eru nú miklar birgðir af smygluðu hráu kjöti. Sverrir Lúterssson tollvörður hjá Tollgæslunni sagði að undanförnu hefðu komið inn um 2 tonn af hráu kjöti, að mestu leyti úr matvöru- verslunum á höfuðborgarsvæðinu. -hól. hk- Sýnishorn af því smyglgóssi sem starfsmenn Tollgæslunnar hafa vcrið að tína úr matvöruverslunum að undan förnu. Tollgæslan geymir um 2 tonn af ólöglega innlluttu hrámeti. Ljósm.: —Atli. Árni Hjartarson, Ástríður Karlsdóttir og Vigfús Geirdal á blaðamanna- fundi í gær. (Ljósm. Atli). Samtök herstöðvaandstæðinga: Stórfundur á sunnudag Ekkert lát er á baráttu friðar- hreyFinganna á meginlandi Evrópu og ekkert lát mun vcrða á starfsemi Samtaka herstöðvaandstæðinga á næstunni. Fyr-r utan hina hefðbundnu bar- áttu gegn her og NATO rnunu .SHA á næstu mánuðum leggja áherslu á baráttu fyrir kjarnorku- vopnalausu svæði á Norðurlönd- unt. Formlega hefst sú barátta á stórfundi, sem haldinn verður í Háskólabíói nk. sunnudag, 14. apríl, kl. 14. Á fundinum verða flutt ávörp um þetta efni og þeir stjórnmálaflokkar, sem bera mál- efnið fyrir brjósti, munu kynna við- horf sín. Auk þess koma fram leikarar og tónlistarmenn, m.a. hljómsveitin Q4U. Kjörorð fund- arins eru: Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Fundarstjóri verður Valgeir Guðjónsson. Kosningahelgina 23.-24. apríl verður haldinn í Norræna húsinu samráðsfundur norrænna friðar- hreyfinga. Þar verður formlega samþykkt og kynnt samræmd stefna hreyfinganna varðandi kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Tiltekin verður stærð svæðisins, þær reglur, senr þar skulu gilda og þær baráttu- leiðir, sem farnar verða í sókninni að þessurn markmiðum. Gert er ráð fyrir að 2-3 fulltrúar frá hverju Norðurlandanna sæki fundinn og verði í þeim hópi fræg nöfn úr friðarbaráttunni á Norður- löndurn. Skandinavískir fjölmiðlar eru þegar farnir að sýna sam- ráðsfundinum áhuga og vitað er um allmarga fréttamenn, sem hyggjast korna hingað til lands og fylgjast rneð umræðum, jafnframt því sern þeir munu vafalaust gefa íslensku kosningunum gaunt. SHA vinna nú, ásamt fleirum, að undirbúningi undirskriftaher- ferðar fyrir hinu kjarnorkuvopna- lausa svæði. Stefnt er að hefja hana í kjölfar samráðsfundarins. Margt fleira er á döfinni hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga. Nánari upplýsingar um samtökin og starf þeirra fást á skrifstofunni við Frakkastíg 14, sírni 17966. -mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.