Þjóðviljinn - 19.04.1983, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 19.04.1983, Qupperneq 3
Þriðjudagur 19. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Skoðanakannanir í þremur blöðum: S j álf s tæðisf lokkurínn Æ n. r JB r eða 1200 manns. P stefnir á stórsigur Qqmh\r‘jutnf cknXonotnnniinnm í KrÞmur KIóAiirrs cpm Kirtnct nm f vrir \ Samkvæmt skoðanakönnunum í þremur blöðum sem birtust um og fyrir hclgina er líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn vinni sigur í kosningunum á laugardag og nái algjörri lykilstöðu í íslenskum stjórnmálum. Er honum spáð frá 24-27 þingmönnum, samhliða því að atkvæðadreifing á aðra flokka myndi gefa honum völd umfram þetta. Skoðanakannanir birtust í Helg- Tafla 1: Hlutfallslegt fylgi flokkanna. arpóstinum, Morgunblaðinu, en sú könnun var unnin af Hagvangi og í DV. í meðfylgjandi töflum má sjá, að fylgi Sjálfstæðisflökksins í öllum könnunum virðist vera frá u.þ.b. 25-27 menn, ef sérframboð á Vest- fjörðum er tekið með. Alþýðubandalaginu er spáð frá 7 og upp í 10-11 þingmenn í þessum könnunum. Hagvangskönnunin er sú fyrsta af sínu tagi, og hefur því ekki viðmiðun við fyrri kannanir. Hjá Helgarpósti og DV sýnir nið- urstaðan fylgisaukningu hjá Al- þýðubandalagi, miðað við síðustu könnun. Alþýðuflokknum er spáð 4-5 þingmönnum, Framsóknarflokki 8-16 þingmönnum, en tvær kann- anir hafa hann með u.þ.b. 13 þing- menn. Bandalagi jafnaðarmanna og Kvennalistunum er spáð töluverð- um byr og 8-11 þingmönnum sam- tals. Könnun Hagvangs í könnun Hagvangs var stuðst við 1300 manna úrtak úr Þjóðskrá. Þar afnáðistí 1044, ogafþeim tóku 824 afstöðu til stjórnmálaflokka, 79% af nettóúrtaki, en 63% af brúttóúrtaki. Fáir neituðu að svara, en um 18% þeirra sem náðist í voru óákveðnir. Könnun DV Könnun DV er unnin með þeim hætti, sem áður hefur verið, nema hvað úrtakið er helmingi stærra, Helgarp. Hagvang. DV Alþýðuflokkur 9,5% 7,3% 7,3% Framsóknarfl. 13.2% 16,8% 17,9% Bandalag jafn. 11,6% 9,9% 10,9% Sjálfstæðisfl. 43,1% 44,9% 41,0% Alþýðubandalag 15,3% 13,1% 15,0% Kvennalistar 6,3% 7,2% 7,2% T-listi 0,7% 0,8% 0,3% BB-listi 0,3% Tafla 2: Þingmannafjöldi flokka í skoðana- könnunum. Alþýðuflokkur Framsóknaril. Bandalag jafn. Sjálfstæðisfl. Alþýðubandalag Kvennalistar Helgarp. 5 8 7 27 9 4 Hagvang. 4 13 5 27 7 4 DV 4 12-13 6 24-25 9 4 NB: Fulltrúi T-listans á Vestfjörðum er talinn með Sjálfstæðisflokki. . Par er þó ekki um sambærilegan hlut við Hagvangs- könnun að ræða, þar sem DV bæt- ir inn í úrtakið ef ekki næst í fólk. Það sem er nýtt í könnun DV er það, að þar er reynt að spá í hina óákvéðnu og þá sem ekki svara með hliðsjón af fráviki fyrri kann- ana frá raunverulegri niðurstöðu. Munar þar mest um frávikið í kosn- ingunum 1979, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði niður stóra sigr- inum síðustu daga fyrir kosn- ingar. Samkvæmt þeim út- reikningi, sem Þorvaldur Búason hefur unnið, fá Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur meira en skoðanakannanir gefa þeim, en Sjálfstæðisflokkur minna. Svona umreikningur er þó mjög um- deilanlegur og erfitt að miða við fyrri sögu, enda vart líklegt að sagan endurtaki sig nákvæmlega. Það sem við blasir er því, að Sjálfstæðisflokkurinn á möguleika á stórsigri. Alþýðubandalagið á möguleika á að halda sínum hlut, ef vel er staðið að verki síðustu dagana. Þingsæti þeirra Ólafs Jó- hannessonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar hanga á bláþræði. cng. Áfengisvarnar- nefnd Selfoss: hefurlög aö engu Bæjarstjórn Selfoss hefur á fundi 13. apríl samþykkt til- lögu Guðmundar Kr. Jóns- sonar og Guðmundar Sig- urðssonar, bæjarfulltrúa, þess efnis, að um leið og kosið verður til Alþingis hinn 23. apríl vcrði kosið um hvort leyfa skuli að opna áfcngisút- sölu á Selfossi. Vakin er athygli á, að bæjarstjórn hafði að engu 30. gr. 2. mgr. áfengislaga er kveður á um að áfengisvarn- arnefnd eigi að fjalla um og vera ráðgefandi hvað varðar mál þetta. Áfengisvarnar- nefnd Selfoss fékk málið í hendur sama dag og það var tekið fyrir í bæjarstjórninni. Umfjöllun varð því ekki við komið hjá nefndinni þar sem bæjarstjórn gaf ekki tíma til slíks. Svo er að sjá sem hér sé um að ræða einkaframtak flutn- ingsmanna. Ekki er vitað til að í bænum hafi verið f gangi hreyfing er gæfi tilefni til þess sem hér hefur verið lýst. Nefndin bendir á að ástand í áfengismálum í bænum mætti gjarnan vera betri en raun ber vitni um. Þá bendir nefndin og á, að í bænum er í gangi all- kröftug fjáröflun til stuðnings SÁÁ og verður ekki séð að hér sé á ferðinni framlag til stuðnings því málefni. Nefndin skorar á íbúa Sel- foss að mæta á fund í Selfoss- bíói 21. þessa mánaðar kl. 20.30, þar sem mál þetta verð- ur til umræðu. (Fréttatilkynning frá Áfengisvarnarnefnd Selfoss.) Áskorendaeinvígin: Kortsnoj mætir Kasparov Viktor Kortsnoj vann Ungverj- ann Lajos Portisch í níundu og síð- ustu skák einvígis þeirra sem lauk í Bad Kissingen um helgina. Kort- snoj sigraði því í einvíginu með sama mun og næsti mótstöðu- maður hans í keppninni, Harry Kasparov. Kasparov vann landa sinn Alexander Beljavskí 6:3 í ein- vígi sem lauk í Moskvu fyrir rúm- um mánuði. Hann gat því hafíð undirbúning undir einvígi sitt við Kortsnoj með góðum fyrirvara, því sýnt var hvert stefndi er Kortsnoj hlaut 3'h vinning úr fyrstu fjórum skákum einvígisins. Yfirburðasigur Kortsnojs nú kemur talsvert á óvart, því bæði var Portisch mun hærri á Elo- skákstigunum og að auki hafði Kortsnoj gengið mjög illa á skák- mótum fyrir einvígið. Er þar skemmst að minnast klénnar fram- mistöðu hans á mótinu í Wijk aan Zee, er hann hlaut aðeins 6 vinn- inga af 13 mögulegum. Kasparov Þrátt íyrir góðan sigur Kortsnojs er Kasparov talinn hafa alla möguleika í einvíginu við Kort- snoj. Kasparov er með 2690 Elo- stig, en Kortsnoj með 2600 stig. Þeir hafa einu sinni mæst áður yfir skákborðinu, á Ólympíumótinu í Luzern, en þar bar Kasparov sigur úr býtum í frægri skák. Frá Alicante á Spáni spyrjast þau tíðindi, að Ungverjinn Zoltan Ribli hafi tögl og hagldir í einvígi sínu við Filippseyinginn Eugenio Torre. Torre bað um frest á 7. ein- vígisskákinni sem átti að fara fram síðastliðinn laugardag, en þá var staðan 4:2, Ribli í hag. Fyrstu fjó- rum skákum þessa einvígis lauk með jafntefli, en Ribli vann 5tu og 6tu skák. Ribli er til alls líklegur í heimsmeistarakeppninni nú, því enn hefur hann ekki tapað skák í henni. Hann var taplaus í svæðamóti A- Evrópuríkjanna í 21 skák, taplaus á millisvæðamótinu í Las Palmas á síðasta ári og enn taplaus í einvígj- unum. Um tuttugu ár eru liðin frá því að Tigran Petrosjan tryggði sér réttinn til að skora á þáverandi heimsmeistara, Botvinnik. Tefldi hann 68 skákir til að ná réttinum og tapaði aðeins einu sinni. Sigri Ribli, mun hann mæta sig- urvegaranum úr einvígi Húbners Kortsnoj og Smyslovs, sem enn stendur yfir í Veleden í Áusturríki. Þeir voru jafnir að loknum 10 skákum og þurfa því að tefla fjórar til viðbót- ar. Tveim fyrstu skákunum í auka- einvíginu lauk með jafntefli, svo staðan er enn jöfn, 6:6. - hól. Tryggið ykkur miða í Stóra ferða- happdrættinu Fimmtíu glæsilegir ferða- vinningar Viltu komast til Rimini eða upp í Borgarnes fyrir 100 krónur? Það er aldrei að vita nema þín verði lukkan ef þú tryggir þér miða í Stóra ferðahappdrættinu, sem Framkvæmda- stofnun: VUI sitt Þjóðviljanum hefur borist eftir- farandi stjórnarsamþykkt Fram- kvæmdastofnunar ríkisins frá 4. mars sl. „Stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins samþykkir sem lokasam- þykkt, að af 20% aflahlut nýs fiski- skips Hraðfrystihúss Breiðdælinga renni 1,5% til Byggðasjóðs. Jafnframt ítrekar stjórn stofnun- arinnar þá ófrávíkjanlegu kröfu sína, að af aflahlut hinna svo- nefndu raðsmíðaskipa renni 1,5% af 20% aflahlut til Byggðasjóðs, þegar þar að kemur“. Alþýðubandalagið hefur hleypt af stokkunum, til aðfjármagna yfírstandandi kosningabaráttu. Að sögn Óttarrs Magna Jó- hannssonar sem veitir happdrætt- inu forstöðu er búið að senda miða til félaga og stuðningsmanna Al- þýðubandalagsins í Reykjavík og dreifa stóru upplagi til flokksfélaga um allt land. Álls eru 50 glæsilegir ferðavinningar í boði, bæði hér innanlands og úti um allan heim. Þeir sem ekki hafa tryggt sér miða geta fengið keyptan miða, og einnig tekið í umboðssölu, hjá aðalskrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105 og hjá flokksfé- lögum um land allt. Kosningabarátta er dýr og því eru allir félagar og stuðningsmenn hvattir til að kaupa og selja öðrum miða í Stóra ferðahappdrættinu. Kaupið sjálf, seljið vinum ykkar, vandamönnum og vinnufélögum og ekki síst andstæðingum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.