Þjóðviljinn - 19.04.1983, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. aprfl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
.
\ 'XiíHHSim
*»««<» utiiin 1
uunúutmMm
u»n*4t»
ituttuntt
iiitmnum
tiitntiiiim
iuatntiniuiii
ííM*ti*«*í*IMíi
:*»«♦« tHHtiitU
Hvað er til ráða þegar tapið eykst og eykst? Nú auðvitað að stækka!
Oskabörnin túlka tap álversins og umreikna það yfir í grænar flöskur!
Ljósm. Atli.
Söngsérframboðið, sem skipar 13., 5., 21. og 12. sæti G-listans: Sigrún
Valbergsdóttir, Grétar Þorstcinsson, Silja Aðalsteinsdóttir og Margrét
Pála Ólafsdóttir. Ljósm.-Atli.
Og frambjóðendur skemmtu sér líka vel. Frá hægri: Arnór Pétursson,
Guðrún Hallgrímsdóttir,.Ólafur Ragnar Grímsson, Guðrún Helgadóttir,
Álfheiður Ingadóttir, Margrét Björnsdóttir og Svavar Gestsson.
Ljósm.-Atli.
„Engir tvístraðir, sundraðir og stefnulausir smáflokkar munu stoðva
íhaldsins eftir kosningar. Alþýðubandalagið eitt er fært um að veita
launafólki þá forystu sem nú er þörf á,“ sagði Guðmundur J. Guðmunds-
son. Ljósm. Atli.
Fleygjum ekki sjálfstæði þjóðarinnar fyrir
ameríkanismann og erlendan auðhring
Úrslitin
ráðast í
Reykjavík
Tryggjum fjóra þingmenn fyrir
Alþýðubandalagið í Reykjavík
- Getur það verið að kjósendur meti einskis þá féiagslegu þjónustu sem hefur
verið byggð upp við þroskahefta en íhaldið hótar nú að mola niður?
- Getur það verið að fjöldi fóiks meti einskis að hér hefur verið full atvinna
undanfarin þrjú ár meðan atvinnuleysi hefur herjað á grannþjóðir okkar? Getur
það verið að fólk vilji atvinnuleysi? Vonandi enginn vísvitandi.
- Getur það verið að menn meti einskis félagslegrar íbúðabyggingar? Getur
það verið að fólk vilji aftur vísa fátækasta hluta Reykvíkinga í kjallaraholur og
hermannabragga eins og var hlutskipti þúsundanna í Reykjavík fyrr á árum.
- Getur það verið að menn meti einskis ókeypis fræðslu skólakerfisins? Vilja
menn heldur greiða námsbækur barnanna að fullu þannig að sá geti lært sem á
fjármuni - hinn sitji hjá eins og í menntakerfi yfirstéttanna í Bretlandi?
- Getur það verið að ákvörðun borgarstjórnaríhaldsins um að borga börnin
inn á gæsluvellina meðan fasteignaskattarnir eru Iækkaðir sé meirihluta manna
að skapi?
- Vilja menn ekki ókeypis heilsbrigðisþjónustu - vilja menn heldur borga
fyrsta daginn á sjúkrahúsinu sem kostar nú um 7.000 kr?
- Vilja menn ekki verðlagsetirlit? Vilja menn frekar 170% hækkun hita-
veitunnar og frelsi til að okra á lífsnauðsynjum almennings?
- Vilja menn gefast upp fyrir Alusuisse? Vilja menn frekari útfærslu hernáms-
ins?
- Þessar spurningar bar Svavar
Gestsson fram í upphafi ræöu
sinnar í Háskólabíói á laugardag-
inn á kosningafundi G-listans.
Spurningarnar sagði Svavar fram
komnar vegna úrslitanna í skoð-
anakönnun Morgunblaðsins sem
birt var á laugardaginn en þar
kom fram að hægri öflin eru í
stórsókn.
Þegar hægri öflin sameinast er
fráleitara en nokkru sinni fyrr að
vinstriöflin tvístri sér. Þau eiga
heldur enga samleið með ópólit-
ískum kvennalista sem ekki þorir
að taka afstöðu í herstöðvamál-
inu, efnahagsmálum og atvinn-
umálum né heldur með gervirót-
tækni Vilmundar sem hefur
stofnað bandalag um ekki neitt.
Ekki dettur nokkrum manni í hug
að þessir aðilar verji þjóðina fyrir
árásum afturhaldsins á lífskjör
allrar alþýðu. Ekki dettur
mönnum í hug að Framsóknar-
flokkurinn sé. samastaður fyrir
vinstrimenn; þar hafa hægri öflin
tekið völdin. Og Alþýðuflokkur-
inn hefur engan innri styrk.
Alþýðubandalagið er eini
flokkurinn sem heill og óskiptur
gengur fram í baráttunni gegn
hægri öflunum.
Andspænis árásum hægri
aflanna er Alþýðubandalagið
eina aflið sem dugir.
Annars er valdataka íhaldsins,
liiUgri aflanna, yfirvofandi í næstu
viku. Alþýðubandalagið ætlar að
stöðva framsókn hægri aflanna
hvað sem það kostar.
Að lokum sagði Svavar
Gestsson:
Látunr ekki eitt augnablik ó-
notað - það er aðeins ein vika
eftir þar til kosið verður.
Látum vita að við teljum að
það hafi verið rétt að stofna
lýðveldi á íslandi 17. júní 1944.
Látum koma fram að við vilj-
um ekki fleygja sjálfstæði þjóðar-
innar fyrir ameríkanismann og
erlenda auðhringa.
Látum aðvörunarorð ókkar
heyrast hvarvetna í þessu fjöl-
mennasta kjördæmi landsins, því
úrslitin ráðast í Reykjavík.
Láttu finnast að blóð þitt er
rautt og heitt og lifandi!
Fram til baráttu, starfa og sig-
urs fyrir G-listann!
Tryggjum fjóra þingmenn fyrir
Alþýðubandalagið í Reykjavík.
Haukur Helgason og Ólafur Ragnar Grímsson. Ljósm.-ívar.
Ólafur Stefánsson, Svavar Gcstsson og Sigurður Breiðfjörð.
Ljósm.-ívar.