Þjóðviljinn - 19.04.1983, Side 15

Þjóðviljinn - 19.04.1983, Side 15
Þriðjudagur 19. aprfl 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 RUV 0 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur Áma Böðvarssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: Hólmfriður Pétursdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Branda litla og villikettirnir" 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). „Áður fyrr é árunum'1 Ág- ústa Bjömsdóttir sér um þáttinn. 11.05 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.30 Vinnuvernd Umsjón: Vigfús Geirdal. 11.45 „Farkennarinn“, smásaga eftlr Elísa- betu Helgadóttur Höfundurinn les. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. Veðurfregnir. Tilkynningar. Þriðjudagssyrpa - Páil Þorsteinsson og Þorgeir Ástvaldsson 14.30 „Vegurinn ai brúnni" eftir Stefán Jónsson Þórhallur Sigurðsson les þriðja hluta bókarinnar (6). 15.00 Miðdegistónleikar 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög bama. 17.00 „SPÚTNIK". Sitthvað úr heimi vísind- anna Dr. Þór Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Sjóndeildarhringurinn Umsjónarmaö- ur: Ólafur Torfason (RÚVAK). 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.45 Tilkynningar. 19.50 Bama- og unglingaleikrit: „Með hetj- um og forynjum f himinhvolfinu" eftir Maj Samzelius - 5. þáttur. (Áður útv. 1979). Þýðandi: Ásthildur Egilson. Leikstjóri: Brynja Bpnediktsdóttir. Leikendur: Bessi Bjamason, Kjartan Ragnarsson, Edda Björgvinsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson, Gunn- ar R. Guðmundsson, Kristín Jónsdóttir, Jón Sigurbjömsson, Klemenz Jónsson, Hanna Maria Karlsdóttir, Ása Ragnarsdóttir, Sig- urður Sigurjónsson, Glsli Alfreðsson, Flosi Ólafsson, Bjami Steingrimsson, Eyvindur Ertendsson, Sigurveig Jónsdóttir, Þórunn M. Magnúsdóttir og Ólafur Öm Thoroddsen. 20.35 Kvöldtónleikara.Píanókonsertib-moll eftir Xaver Scharwenka. Earl Wild og Sin- fóníuhljómsvertin í Boston leika; Erich Leinsdort stj. b. Varsjárkonsertinn eftir Ric- hard Addinsell. Leo Litwin og Boston Pops hljómsveitin leika; Arthur Fiedler stj. c. Konsert fyrir fjóra gítara og hljómsveit eftir Joaquin Rodrigo. „Los Romeros" og Sin- fóníuhljómsveitin í San Antonio leika; Victor Alessandro stj. - Kynnir: Knútur R. Magn- ússon. 21.40 Útvarpssagan: Ferðaminnlngar Svelnbjarnar Egilssonar Þorsteinn Hann- esson les (3). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Saxófónsóló", smásaga eftir Ágúst Borgþór Sverrisson Höfundurinn les. 22.55 Vínariónlist Sinfóníuhljómsveit Vínar- borgar leikur lög eftir Robert Stolz; Höfund- urstj. 23.15 Tveggja manna tal Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Þorstein Svörfuð Stefánsson svæfingartækni. 23.45 Fréttir. Dagskráriok. Menningar- bylting og vísindi Spútnik-þættir þeir, sem dr. Þór Jakobsson hefur samið og flutt í Útvarpið í vetur, hafa verið hinir eftirtektarverðustu. Þeim fer nú að fækka um sinn og er að þeim eftirsjá. Þó flytur dr. Þór þá vikulega maímánuð út en þá fer Spútnik í sumarleyfi. Kl. 17.00 í dag fjallar dr. Þór um tvennt: í fyrsta lagi vísinda- starfsemi í Kína og áhrif menn- ingarbyltingarinnar á hana. í annan stað fjallar svo dr. Þór um olíu og olíuvinslu og hvernig olíuleitin tengist rannsóknum á ýmsum sviðum öðrum og hefur áhrif á þær. mhg RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Dýrin i Fagraskógi Barnamynd frá Tékkóslóvakíu. 20.45 Derrick 1. þáttur. Jóhanna. Þýskur sakamálaflokkur, framhald fyrri þátta um Derrick, rannsóknarlögregluforingja i Munc- hen, og störf hans. Aðalhlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper ásamt Lilli Palmer. Þýðandi Veturliði Guðnason. 21.50 Reykjavík Sjónvarpsumræður fulltrúa allra framboðslista i kjördæminu. Bein út- sending. Umræðum stýrir Ingvi Hrafn Jóns- son, fréttamaður. 22.55 Dagskrárlok. fr Ringul- reið í skóla- málum í Kópa- vogi Kæru lesendur. Við erum nemendur í Víghóla- skóla í Kópavogi en hann er skóli fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Þessi skóli hefur starfað í 20 ár og er oðinn rótgróinn í bænum. í honum eru um það bil 350 nem- endur. Nú í vetur hefur ýmislegt verið gert sem ekki hefur áður gerst í skólanum. Meðal annars hefur verið komið á fót mötuneyti og í fyrsta skipti í sögu skólans var haldin verkefnavika, sem tókst geysi vel og unnu margir nem- endur að því að gera skólann vist- legri, með smíði og saumaskap. Einnig var loksins hægt að stytta viðverutíma okkar í skólanum og gera hann samfelldan, því að þetta er fyrsti veturinn, sem skólinn er einsetinn. Við viljum koma því á fram- færi, að þessi vetur hefur verið Krakkar í Víghólaskóla með líkan af skólanum sínum. Mynd: -eik vita það hvað er að gerast hér í Kópavogi. Hér eru ýmsir kennarar, sem munu jafnvel missa stöður sínar og einnig fjölmargir krakkar, sem munu missa vináttubönd vegna þess að þeim verður dreift á hina og þessa skóla. Við biðjum þig, sem lest þetta nú, að veita okkur lið í baráttunni gegn myrkraverkum bæjarstjórn- ar Kópavogs, í baráttunni um líf Víghólaskóla, með því að tjá þig um málið. Við þökkum blaðinu kærlega fyrir birtinguna. Virðingarfyllst, Magnús Árni Magnús'son 8-F, Kristján Pétur Vilhelmsson 7-H, Gunnar Guðmundsson 7-N, Flosi Þorgeirsson 8-C, Sváfnir Sigurðsson 7-E, Halldór Gunn- arsson 9-B, Hjörleifur Finnsson 7- G, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir 8- D, Jón Eyþórsson 9-D, Örn Árnason 7-F, Þórhildur Þórhalls- dóttir 8-E. mjög góður, t.d. hefur skólinn sjaldan komið eins vel út í sam- ræmdu prófunum og einnig öðr- um prófum. Nú virðist okkursem bæjaryfirvöldum finnist einsetinn skóli vera algjört bannorð hvort sem skólanum vegnar betur þeg- ar hann er einsetinn eður ei. Þau eru komin með það á heilann að einsetinn skóli sé skóli, sem ekki er fullnýttur og nú ganga okkar háttvirtu yfirmenn í bæjarstjórn með þá flugu í hausnum að það sé góð úrlausn á húsnæðisvanda- málum skólanna hér í Kópavogi, (en þau eru í hinum mesta ólestri hér í bæ vegna þess að Mennta- skólinn í Kópavogi hefur einung- is vesaldarlegt þak yfir höfuðið) að leggja niður skólann okkar og lofa MK að fá húsnæði Víghóla- skóla. Okkur, nemendum Víg- hólaskóla, yrði svo dreift á barna- skólana hér í Kópavogi, sem yrðu þá aftur tví- og þrísetnir. Við erum á þeirri skoðun að þetta sé engin lausn. Hér ér aðeins verið að auka á vandamálið, ekki að leysa það. Einnig viljum við vekja athygli á því, að við teljum að bæjar- stjórnin viðhafi hér mjög ólýð- ræðisleg vinnubrögð því að meinið er, að hér í Kópavogi vita mjög fáir um þessar fyrirhuguðu framkvæmdir. Það er stutt síðan okkur var sagt frá þessu og sagt, að þetta væri í þann veginn að verða samþykkt. Þetta kom því sem reiðarslag yfir okkur og for- eldra okkar, sem einnig vissu ekkert um þetta mál. Við viljum eindregið hvetja alla, hvort sem þeir búa í Kópa- vogi eða ekki, að tjá sig um málið og veita okkur lið. Það er á hreinu að við munum ekki yfir- gefa skólann okkar með góðu og án þess að leyfa almenningi að Útvarpsfrétt á dögunum Eiginkona forsetans Gömul kona á. Húsavík hringdi: Eftirfarandi mátti heyra í út- varpinu nýlega. „Sýslumaður Árnesinga var mættur á sýslumörkunum til að taka á móti Vigdísi Finnboga- dóttur ásamt eiginkonu sinni.“ Vill þessi góði fréttamaður, ekki upplýsa okkur nánar um þessa eiginkonu forsetans? Þegar limir líkamans vildu ekki vinna Limir líkamans urðu einhverju sinni leiðir á því að þjóna hver öðrum og ásettu sér að hætta því. Fæturnir sögðu við hina limina: „Því skyldum við einir bera ykkur? Útvegið ykkur fætur sjálf- ir, ef þið viljið ekki ganga“. Hendurnar sögðu: „Því eigum við að vinna fyrir öllum? Fáið ykkur sjálfír hendur, ef þið viljið láta vinna.“ Munnurinn möglaði: „Ég væri mikill einfeldningur ef ég alla jafna væri að tilreiða mat fyrir magann, svo hann geti fengið hann eftir vild sinni; hann verð- ur sjálfur að útvega sér munn.“ Augununum þótti það einnig mjög hart, að þau yrðu ein að vera á verði fyrir allan líkamann og vísa honum leið. Á líkan hátt mæltu allir hinir aðrir limir og sögðu upp þjónustunni hver af öðrum. En hvernig fór? Þegar fæturnir vildu ekki ganga, hendurnar ekki vinna, munnurinn ekki éta, augun ekki sjá, þá tók líkaminn allur að morkna og dragast upp. Sáu limirnir þá, að þeir höfðu breytt ó- hyggilega og urðu ásáttir um, að gjöra slíkt aftur. Tóku limirnir nú að þjóna hver öðrum og fengu við það brátt aftur hið fyrra fjör og þroska. Þessa fínu mynd sendi hann Daði Georgsson á Flúðum okkur en þar má sjá merina Jöldu og væntanlcga hann Daða sjálfan til vinstri á myndinni. MERIN JALDA „Daði Georgsson er 7 ára og hann á meri sem heitir Jalda. Jalda er orð sem þýðir meri. Jalda er rauð-glófext með blesu. Hún er 6 vetra. Daði eignaðist hana þegar hún var folald og hann á 2. ári. Þó að Daða finnist mikið til hennar koma þá vildi hann teikna hana í þessum þörfu líkamsstellingum. “ Þannig segir í bréfi sem okkur barst með þessari ágætu mynd eftir hann Daða Georgsson sem á heima á Flúðum í Hrunamann- ahreppi. Og við þökkum kær- lega fyrir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.