Þjóðviljinn - 28.04.1983, Side 3

Þjóðviljinn - 28.04.1983, Side 3
BLAÐAUKI Finuntudagur 28. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Nauðsynlegt er að gefa arkitektum og byggingarfyrirtækjum kost á, að byggja upp í litlum grúppum eða götum, þar sem fjölbreytni mannlífs og stíibragð arkitekta fá að njóta sín. um hugmyndir sínar, ef þeir hafa einhverjar. Þeir geta ekki enda- laust ætlast- til þess, að fram- leiðendur eltist við þá. Það er þeirra að sannfæra framleiðendur um ágæti hugmynda sinna, eins og það er hlutverk framleiðenda að sannfæra viðskiptavini. Ég hef á til- finningunni, að arkitektar hafi fyrir atvinnu að teikna eldhúsinnrétt- ingar og heil hús undir leiðsögn húsmæðra. Það er því miður mín skoðun, að arkitektar hafi hingað til brugðist tréiðnaðinum og einnig byggingaiðnaðinum. Þeir sleppa allt of létt frá þessum hlutum. Nýr vettvangur í byggingariðnaði Talið er að þróun á íbúðaþörf verði einkum stærri íbúðir á þess- um áratug. Þetta er að vísu stað- bundið, en sýnir samt hvers ber að gæta. Af þessunr sökum verðum við að mæta þessum nýju kröfum. Innflutt hús eru í þessum stærðar- flokki og yfirleitt einingahús. Þarna er nýr vettvangur fyrir aðila í byggingaiðnaði og þarna verðum við að standast erlendu samkeppn- ina. Framleiða vönduð einingahús, sem standast hvaða samkeppni sem er, um gæði, hönnunog arki- tektúr. Þá tel ég alls ekki fullreynt, að byggingar á steinhúsum, bæði sem einingahús og/eða með hefð- bundnum aðferðum, þá á ég við stöðluð steypumót. Tel raunar að hægt sé að byggja mun hagkvæm- ara, heldur en nú er gert. Þá reynir auðvitað á skipulag í sveitarfé- lögum og ekki síst á arkitekta. Ég tel nauðsynlegt, að gefa ark- itektum og byggingafyrirtækjum kost á, að byggja upp í litlum grúppum eða götum, þar sem fjöl- breytni mannlífs og stílbragð arki- tekta fá að njóta sín í höndum sér- hæfðra byggingafyrirtækja. Ég er viss um, að slíkar grúppur eiga eftir að njóta vinsælda í framtíðinni sem verðug samkeppni við innflutning og þar sem hægt er af sveitarfé- lögum að gera kröfu um leiksvæði fyrir börn og fleiri skipulagsatriði. Góð hönnun og strangar gæðakröfur Að lokum vil ég segja þetta: • Nauðsynlegt er að hamla inn- flutning á trévörum, þá sérstak- lega á innfluttum húsum. • Nauðsynlegt er að gera mjög strangar gæðakröfur til allra ein- ingahúsa og mjög skilmerki- legar og greinilegar leiðbeining- ar verða að fylgja með húsunum um það, hvernig skuli reisa slík hús og það skuli gert undir eftir- liti. Til eru dæmi um, að hús eru beinlínis eyðilögð í uppsetn- ingu. • Gera verður kröfur til arkitekta að þeir sinni þessum iðngrein- um. Þeir verða sjálfir að sann- færa framleiðendur um ágæti vinnu sinnar og hversu nauðsyn- leg hún er. Þeir verða sjálfir að beita nauðsynlegri sölu- mennsku, því það er öruggt, að góður arkitektúr og góð hönnun er ódýr vinna og skilar sér aftur. • Þið sérfræðingar í því að vera ekki sérfræðingar, eins og sagt hefur verið um sveitastjórnar- menn, fulltrúa almennings, verðið að vera ykkur grein fyrir, að byggingariðnaður er atvinnu- vegur, til þjónustu við fólkið í byggðinni ykkar. Nýtið ykkur sérhæfni þeirra, sem við hann vinna, gefið arkitektum og byggingaiðnaðarmönnum tæki- færi til að starfa saman að skipu- lagi lítilla byggðakjarna. Það er nýr valkostur og ekki sá lakasti. Álformar eru æ oftar notaöir í stað heföbundinna efna í bygg- ingum, sérstaklega í hurðir, glugga og framhliöar húsa. Sapa Front álformar hafa alla þá eiginleika sem arkitektar, verktak- ar og húseigendur óska eftir og eiga fullan rétt á. Öruggt efni, góð hönnun og ekkert viöhald. Einangrun gleymist ekki. Hún er steypt inn í álformana. Ný aöferð sem uppfyllir ströngustu kröfur. í fáum orðum sagt: Sapa Front álformar er byggingakerfi. Heilsteypt, sveigjanlegt og hagkvæmt, Efni sem stenst tímans tönn, heldur formi og er fjárfesting sem skilar aröi í mörg ár. Allt eiginleikar sem krafist er af byggingarefni í samfélagi nútímans og framtíöarinnar. Gluggasraiöjan Gissur Símonarson Síðumúli 20, Reykjavík Símar: 38220 og 81080

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.