Þjóðviljinn - 06.05.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.05.1983, Blaðsíða 1
UOWIUINN Kosningahátíð G- listans í Reykjanes- kjördæmi verður haldin í Snekkjunni, Hafnarfirði í kvöld. Sjá 12 imaí 1983 föstudagur 99. tölublað 48. árgangur Fjármunamyndun árið 1982: 523 miljónir í verslunina 339 miljónir í fiskvinnslu Sjóðir Seðlabankans og fjárfestingarbraskaranna blómstra í kreppunni í ársskýrslu Seðlabankans fyrir síðasta ár koma m. a. fram upplýsingar um fjármunamyndun hérlendis á síðsta ári. Þar er frá því greint að fjármunamyndun undir liðnum Verslun, skrif- stofur, veitingahús o. fl. hefur verið 523 miljónir króna, en fjármuna- myndun hjá fyrirtækjum sem annast vinnslu sjávarafurða hins vegar aðcins 339 miljónir króna. Með öðrum orðum fyrir hverjar tvær miljónir, sem hér var varið til uppbyggingar fiskvinnslufyrirtækja, þá var þremur miljónum og gott betur ráðstafað í verslunar- og skrifstofuhúsnæði og veitingahús. í fyrradag var frá því skýrt hér í blaðinu að samkvæmt upplýsingum Seðlabankanshafi „eigiðfé" bankans aukist úr412miljónum krónaí 1312 miljónir á síðasta ári, sem þýðir að þetta „eigið fé“ bankans hefur vaxið á einu ári um 900 miljónir að krónutölu og um nær 700 miljónir að raungildi. Það er fróðlegt að bera þessa tölu saman við fjármunamyndunina hjá þeint atvinnugreinum, sem bera uppi allan reksturþjóðfélagsins. Það sem tölurnar sýna m. a. er það, að „eigið fé“ Seðlabankans hefur á árinu 1982 aukist að raungildi um helmingi hærri upphæð en nemur allri fjármyndun hjá fiskvinnslufyrirtækjunum hringinn í kringum landið á sama tíma! Samanlagt hefur fjármunamyndun í verslun og skyldum greinum að viðbættri raunaukningu á „eigið fé“ Seðlabankans numið 1200 miljónum króna á árinu 1982. A sama tíma var fjármunamyndun í öllum okkar almenna iðnaði 670 miljónir, og fjármunamyndun í almenna iðnaðinum og fiskiðnaðinum samanlagt rétt um 1000 miljónir. Við höldum að þessi ráðstöfun á peningum í okkar þjóðfélagi sé ekki til fyrirmyndar og þurfi að breytast ef leysa á efnahagsvandann. - k. ííítt! v- ' tí : ' ' ' ' « , Vorverkin eru byrjuð af fullum krafti. Þessi mynd var tekin við Kvistaborg í Fossvoginum. Ljósm. Atli, S t j órnarmyndunin: Málin eru að skýrast sagði Geir Hallgrímsson í gær eftir fund með Framsókn Þriggja manna nelndir Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins héldu áfram stjórnar- myndunarviðræðum sínum í gær í Alþingishúsinu. Fundurinn stóð í rúma tvo tíma og sat Jón Sigurðs- son forstjóri Þjóðhagsstofnunar fundinn og gaf upplýsingar um sitt- hvað varðandi stöðu þjóðarbúsins. Ég tel að málin hafi skýfst nokk- uð á þessum fundi, enda fengum við afar gagnlegar upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun. Að þeim fengn- um hef ég hugsað mér að hafa sam- band við fleiri aðila en Framsókn- arntenn, sagði Geir Hallgrímsson að loknum fundinum. Matthías Á. Mathiesen sagði að eiginlegar stjórnarmyndunarvið- ræður væru ekki hafnar. Hér væri fyrst og fremst um gagnasöfnun að ræða og að menn hefðu aðeins rætt hvernig hægt væri að bregðast við þeim vanda er við blasti. Ég tel að sú gagnasöfnun og sú vinna sem innt hefur verið af hönd- um nú í vikunni muni koma öllum stjórnmálaflokkunum að gagni, ef ekki dregur saman með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, sagði Matthías. Mjög hörð gagnrýni hefur verið að birtast undanfarna daga í „Tímanum" á að Framsóknar- flokkurinn myndi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Raddir hafa ver- ið uppi um að Páll Pétursson fyrr- um formaður þingflokks Fram- sóknar væri í þeim hópi er teldi ekki rétt að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Páll var í gær inntur álits á stjórnarmynduninni og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið í „Tímanum11 á hana. Ég hef lesið eitthvað af henni en vil ekki tjá mig neitt um málið, mitt álit á eftir að koma í Ijós, var það eina sem Páll vildi segja. Ljóst er af samtölum við þing- menn að ekki er eining innan þing- flokka Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokksins um þær stjórnarmyndun- artilraunir sem nú standa yfir milli flokkanna og þeim fjölgar sem telj a hæpið að þær takist, alla vega í þessari lotu. _ S.dór 35 sagt upp - Það er óvissa framundan og þess vegna höfum við orðið að segja samningum lausum hjá 35 starfs- mönnum, sagði Björn Guðmunds- son forstjóri Sportvers, en einsog kunnugt er hefur fóikinu verið sagt upp störfum frá og með 1. ágúst. Sportver rekur saumastofu og blm. spurði Björn hvort fyrirtækið flytti einnig inn tilbúinn fatnað. Hann kvað svo vera. Þá var Björn spurður hvort hann teldi rétt að beita harðari aðhaldsaðgerðum gagnvart innflutningi. _ Hvað gerist nú? Það er búið að kjósa en það er ekki búið að mynda stjórn, sagði Björn. Það mætti lýsa því yfir að ísland væri vanþróað ríki og ætti að njóta sérstakra hlunninda, sagði Björn þegar blm. ítrekaði spurningu sína. Siumut í Grænlandi fer áfram með landsstjórnina í Grænlandien nú með stuðningi nýja flokksins INUIT Ataqatigiit. Kj arnorkuvopna- laus Norðurlönd - valkostur við ógnarjafnvægið. Sjá grein og viðtal í opnu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.