Þjóðviljinn - 06.05.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.05.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. maí 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Fundur kjördæmisráðs Alþýðu bandalagsins á Austurlandi veröur haldinn í Félagslundi Reyöarfiröi laugardaginn 7. maí og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Kosningastartið og kosningaúrslit. 2. Stjórnmálaá- standiö og starfið framundan. 3. Önnur mál. Meðal framsögumanna verða alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson. Fulltrúar í kjördæmisráði og umboðsmenn G-listans eru eindregið hvattir til að mæta. Aðrir félagar eru einnig velkomnir á fundinn. Stjórn Kjördæmisráðs G-listinn Reykjanesi Raddbandið Húllumhæ í Snekkjunni Hafnarfirði Föstudagskvöldið 6. maí veröur dansleikur og skemmtun á vegum Alþýöu- bandalagsins í Hafnarfirði í Snekkjunni. Húsið verður opnað kl. 22.00 Dagskrá: 1) Stutt ávarp. Elsa Kristjánsdóttir 2) Leynigesturinn 3) Jón Björgvinsson steinaspilari leikur nokkur lög á íslenskt grjót 4) Raddbandið syngur og leikur nokkur lög. Kynnir á skemmtuninni verður Bergljót Kristjánsdóttir. Dansað á eftir. Diskótek hússins. Reyknesingar fjölmennið. Stjórn ABH. Alþýðubandalagið í Kópavogi Kosningahappdrættið Skrifstofan í Þinghóli verður opin i dag frá kl. 17-20. Við minnum á heimsenda happdrættismiða og hvetjum félaga til að gera skil á skrifstof- unni á ofangreindum tíma, sími 41746. Sýnum samstöðu! ABK Stóra ferðahappdrættið Geriö skil sem allra fyrst. Dregiö veröur 10. maí n.k. Hægt er aö greiða gíróseðla í öllum bönkum og póst- húsum. [) Auglýsið í Þjóðviljanum <J Mis- skilningur leiðréttur Framlciðsluráð landbúnaðarins vill koma því á framfæri að nokk- urs misskilnings gæti mcðal bænda á þeirri ákvörðun stjórnvalda og Framleiðsluráðs að færra hluta áburðarverðshækkunarinnar yfir á kjarnfóðrið. Fram hefur komið, að það kjarn- fóðurgjald, sem nota á í þessum tilgangi, sé tekið af kaupi bænda. Svo er ekki. Sá hluti kjarnfóður- gjalds, sem notaður verður til að lækka verð tilbúins áburðar, kem- ur inn í verðlag búvara á sama hátt og verð annarra rekstrarvara. Kjarnfóðurgjaldið er nú 33,3% af cif verði innflutts kjarnfóðurs. Fram til 1. júní er þetta gjald ekki í verði sauðfjár- og nautgripaaf- urða. Frá 1. júní verða 60% af kjarnfóðurgjaldinu inni í verði þessara afurða, auk þess sem sér- takt álag kemur á þessar sömu afurðir sumarmánuðina vegna inn- heimts kjarnfóðurgjalds í apríl og maí. Áhrif þessarar ákvörunar koma fram í nokkurri lækkun áburðar frá því, sem annars hefði verið, og verulegri lækkun þess kjarnfóðurgjalds, sem tekið er af kaupi bænda. - mhg Mysa til skyrgerðar Nýtt og næringar- rikara skyr Á aðalfundi Mjólkurbús Flóa- manna, sem haldinn var fyrir nokkru upplýsti Birgir Guðmunds- son, framleiðslustjóri Mjólkurbús- ins að betur horfði nú með nýtingu á mysu en verið hefði. Með þýskri aðferð hefur tekist að ná mestu af vatninu úr mysunni og framleiða mysuþykkni, sem blandað hefur verið saman við skyr með góum árangri. Skyrið heldur bragðinu en næringargildi þess eykst. Þess er vænst að hægt verði að hefja framleiðslu á þessu nýja skyri í sumar cða sncmma á næsta hausti. Taldi Birgir þetta eina mcrkustu nýjung, sem fram hefði komið í mjólkuriðnaði á síðari árum. Eggert Ólafsson á Þorvaldseyri, formaður stjórnar MBF, taldi rangt að skerða mjólkurverð hjá. þeim bændum, sem framleiddu umfram búmark þar sem mjólk vantaði á 1. sölusvæði. 64 fram- leiðendur fengu skerðingu á svæði MBF sl. ár, en hjá flestum var hún frekar lítil. Grétar Símonarson, mjólkur- bússtjóri, sagði innvegna mjólk hjá MBF 2,3% minni fyrstu 3 mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra en heildarinnleggið á sl. ári var 2% meira en 1981, eða 34,4 milj. ltr. Á svæði búsins voru 753 mjólkurinn- leggjendur unr síðustu áramót og hafði fækkað um 13 áárinu. Mjólk- urkúm fækkaði um 206 en á sl. tveimur árum hefur þeim fækkað um 420. Meðalkúafjöldi á fram- leiðanda var 16,14 og meðalmjólk- urmagn frá hverjum innleggjanda var 51.024 Itr. Meðaltal eftir hverja kú var 3.162 ltr. Kýr Árnesinga reyndust drýgstar, mjólkuðu að meðaltali 3.246 Itr. Meðalflutn- ingskostnaður á hvern Itr. til búsins var 37,5 aurar en frá búinu til Reykjavíkur 14,0 aurar á kg. Stærstu innleggjendurnir voru nú, sem nokkur undanfarin ár: Laugardælabúið með 305 þús. ltr., félagsbúið í Holti í Stokkseyrar- hreppi 301 þús. lítr., búið á Ármóti í Rangárvallahreppi 228 þús. ltr. og bilið á Þorvaldseyri með 223 þús. ltr. - mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.