Þjóðviljinn - 06.05.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.05.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Byggingarnefnd um niðurrifið á Selbrekkum: Brot á byggíngarlögum Bygginganefnd fordæmdi ein- róma á fundi sínum á miðvikudag heimildarlaust niðurrif á húsunum við Vesturgötu 66-68, sem venju- lega eru ncfndar Selbrekkur. A fundi nefndarinnar var lögð fram beiðni hreinsunardeildar borgarinnar um leyfi til að rífa hús- in en deildin hafði hafist handa daginn áður um að rífa þau. í bók- uninni segir að nefndin „telji það vítavert enda gróft brot á bygging- areglugerð og byggingalögunt að rífa hús án leyfis bygginganefndar. Væntir nefndin þess að slíkt komi ekki fyrir aftur, allra síst af hálfu borgaryfirvalda, sem eiga að sjálf- sögðu að ganga á undan með góðu fordæmi." t Selbrekkum hafa undanfarin ár búið leigutakar Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar. Á árinu 1980 var gerð áætlun um að rýma húsin enda voru þau þá talin óí- búðarhæf af heilbrigðiseftirlitinu. F>að var þó ekki fyrr en nú í vor að síðustu tveimur íbúunum var fund- ið annað húsaskjól og þá var ekki beðið boðanna, heldur sett jarðýta á húsin. Fyrir nokkrum vikum barst beiðni frá björgunarsveit til borg- arráðs þar sem óskað var eftir því að sveitin fengi að fela brúður í húsunum áður en þau yrðu rifin og ríota þau síðan til að æfa leit í brak- inu. Borgarráð sendi þessa beiðni til afgreiðslu hreinsunardeildar ‘og virðist svo sem hjálparsveitinni einni hafi verið tilkynnt um að til stæði að rífa húsin. Selbrekkurnar voru reistar árið 1920 af Alliansinum, fyrsta togar- aútgerðarfélaginu á landinu og ætl- aðar sem verbúðir. Ekki tókst Þjóðviljanum í gær að afla ná- kvæmra upplýsinga um byggingu húsanna, en sögur hafa verið um að þau hafi verið flutt frá Keflavík eða að þau hafi verið byggð úr gömlu. Ein teikning e'r til af húsunum í fórunt byggingafulltrúa. Sú er ó- stimpluð og frá árinu 1920. Höf- undar er ekki getið. -ÁI Niðurrifsöflin hafa látið til sin taka. Sölu- íbúðir fyrir aldraða á 3 lóðum Borgarráð hefur úthlutað þremur lóðum til bygginga söluíbúða í þágu aldraðra. Þess- ar lóðir eru á svseði við Ból- staðarhlíð, sunnan við Æfinga- kennaraskólann, í Nýja miðbæn- um og á miðsvæði Eiðsgranda. Borgarráð féllst ekki á tillögu framkvæmdanefndar stofnana í þágu aldraðra um lóðaúthlutun norðan Tennis- og badminton- félagsins í Laugardal Á fundi bygginganefndarinn- ar í byrjun apríl þar sem á- kveðið var að sækja um framan- greindar lóðir var samþykkt að halda kynningarfund og verk- taka sem áhuga kunna að hafa á byggingu söluíbúða fyrir aldr- aða. Auk þess að leita álits á allsherjarútboði hjá Arkitekt- afélagi íslands, Félagi ráðgjaf- arverkfræðinga og Verkfræð- ingafélagi íslands. Deilur á aðalfundi Hreyfils um bílamál framkvæmdastjórans „Á fundinum voru brotin öll fund- arsköp og höfð í frammi valdníðsla hin mesta. Ég mun leita réttar míns hjá opinberum aðilum. Ég er neyddur til þess“, sagði Birgir Sig- urðsson leigubílstjóri hjá Hreyfli í samtali við Þjóðviljann í.gær, en á aðalfundi Hreyfils sem haldinn var í fyrrakvöld, meinaði formaður fé- lagsins Birgi um að bera upp til- lögu, er snertir launakjör fram- kvæmdastjóra félagsins. „Málið er þannig vaxið”, sagði Birgir, „að framkvæmdastjóranum hefur verið útvegaður bíl! og bif- reiðastyrkur frá félaginu. Það átti helminginn í bílnum og á stjórnar- fundi í febrúar sl. var ákveðið að auka eignarhluta félagsins i bílnum í 64%. Þessi ráðstöfun hefur mætt mikilli óánægju meðal félags- manna. Við sem rekum stærstu bif- reiðastöð í landinu getum ekki séð samhengið í því að keypt sé einka- bifreið undir starfsmann félagsins. Slíkt er mikil öfugþróun á sama tíma og önnur fyrirtæki sjá sér hag í því að selja sína einkabíla og nota leigubíla. Á aðalfundinum bar ég því fram tillögu þess efnis að eignahluti félagsins í umræddri bif- reið yrði seldur og hætt yrði að greiða framkvæmdastjóranum bifreiðastyrk. Formaður félagsins tilkynnti þá að þessi tillaga yrði ekki rædd á aðalfundinum þar sem umrætt mál heyrði undir stjórn en ekki aðal- fund. Slíkt gat ég alls ekki sætt mig við og fleiri fundarmenn og stóð í þrefi sem endaði með því að ég yfirgaf fundinn. Ástæðan fyrir því að formaður neitaði að ræða málið er ugglaust sú að hann vissi að til- laga ntín yrði samþykkt á fundin- um. Ég get alls ekki fallist á þá skoðun formanns að stjórn sé æðri aðalfundi í þessu efni. Það er aðal- fundur sem setur stjórn starfsregl- ur og önnur fyrirmæli til að fara eftir. Ég mun ekki láta hér við sitja heldur leita réttar míns í þessum efnum“, sagði Birgir. Birgir Sigurðsson bílstjóri. , V aldníðsla hln mesta’ -•g- Einar Magnússon formaður Hreyfils: „Heyrir undlr stjómlna” „Ég sé ekki ástæðu til að ræða þessi mál við dagblöð“, sagði Einar Magnússon formaður Hreyfils í samtali við Þjóðviljann í gær, en hann vísaði tillögu Birgis Sigurðs- sonar frá á aðalfundi félagsins í fyrrakvöld, sem sagt er frá annars staðar á síðunni. „1 okkar lögum er gert ráð fyrir ai framkvæmdastjóri sé ráðinn a stjórn félagsins og hún á því að sji um öll þau mál sem snerta hann Annars tel ég ekki ástæðu til a< ræða þetta að öðru leyti“, sagð Einar. -*g „Það er einfalt að segja að þetta hafi verið ónýtt drasl, þegar búið er að brjóta allt og bramla,“ segir Magnús Skúlason. Aðfarirnar í Selbrekkum: Hneyksli segir Magnús Skúla- son, arkitekt „Þessar aðfarir eru hneyksli, hvernig sem á er litið, auk þess sem það er skýlaust brot á byggingalögum að gefa fyrst skipun um niðurrif og sækja svo uin leyfi til þess að rífa daginn eftir“, sagði Magnús Skúlason, fulltrúi Alþýðubandalagsins í bygginganefnd. „Undir ' venjulegum kringunr- stæðum hefðu húsin verið rnæld upp.teiknuð og ljósmynduð og Ár- bæjarsafni gefirín kostur á að hirða úr þeim allt nýtilegt áöur en þau hefðu veriö rifin," sagði Magnús. „Það er hins vegar ekki sjálfgefið að sú hefði orðið niðurstaðan ef sótt hefði verið urn niðurrifsleyfi á eðlilegan hátt." „Mér er kunnugt unr að menn höfðu sýnt áhuga á að kaupa húsin í þeim tilgangi að gera þau upp og eins hefði mátt selja þau til niður- rifs þannig að nýta mætti viðina og annað heillegt í stað þess að brjóta allt og bramla. Það eru heilmikil verðmæti í þessum gömlu húsum og ég hélt satt best að segja að við hefðum ekki efni á því að fara svona með hlutina á þessum síð- ustu og verstu tímum“, sagði Magnús. Nú voru húsin mjög illa farin og heilsuspillandi. Máttu þau ekki hverfa? „Ekki á þennan hátt, nei. Húsin voru aldrei skoðuð með tilliti til endurbyggingar eða viðgerðar. Það er einfalt að segja að þetta hafi verið ónýtt drasl þegar búið er að brjóta allt og bramla. Og það er enginn vandi að gera hús heilsu- spillandi og óíbúðarhæf með því að vænrækja allt viðhald áratugum saman eins og Reykjavíkurborg hefur gert hvað varðar þessi hús og reyndar fleiri.“ „Á síðasta kjörtímabili var höfð í heiðri sú vinnuregla að leyfa aldrei niðurrif húsa fyrr en sýnt væri fram á hvað koma ætti í staðinn. Þessi regla var brotin nú nýlega í sam- bandi við niðurrif Hafnarbíós og aftur á Vesturgötunni. Það liggur ekkert fyrir um aðra nýtingu lóðanna þar. Það er hlutverk bygg- inganefndar að standa vörð um heildarútlit borgarinnar og götu- myndir geta verið mjög mikilvægar hvað það snertir. Þess vegna er þessi verklagsregla nauðsynleg og ég harnta það ef menn ætla að halda áfram að hundsa hana. Þessi fordæmi bæði eru hættuleg í því til- liti“, sagði Magnús að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.