Þjóðviljinn - 06.05.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.05.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. maí 1983 Skúli Thoroddsen um bráðabirgða- lög um húsaleigu: „Mikil bót að lögunum“ Hinn 22. apríl sl. gengu í gildi bráðabirgðalög um húsaleigu, sem fylgir breytingum vísitölu húsnæð- iskostnaðar. Lög þessi voru sctt í kjölfar mikillar óánægju og um- ræðu um þá miklu hækkun sem varð á vísitölu húsnæðiskostnaðar hinn 1. apríl sl.. Skúli Thoroddsen, starfsmaður Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar, er formaður Húsaleigunefndar Reykjavíkur, hverrar hlutverk er m.a. að fylgjast með framkvæmd húsaleigumáía og afla upplýsinga um þau. Við báðum Skúla að út- skýra hvað hin nýju bráðabirgða- lög hafa í för með sér. En fyrst víkjum við talinu að húsaleigu- nefndinni. „Húsaleigunefndin tók til starfa í ágúst 1979 skv. lögum nr. 44 1979“, sagði Skúli Thoroddsen. „Nefndin lét það verða sitt fyrsta hlutverk að kanna ástand leigumála í borginni. íbúðareigendur notuðu gjarnan samningseyðublöð frá Húseig- endafélagi Reykjavíkur eða eyðu- blöð frá dagblöðunum, leigum- iðlanir voru margar og samningar mjög margvíslegir. Lögin um húsa- leigusamninga fjalla um samskipti leigutaka og leigusala og hvernig gera skuli samninga, þeirra í millum. í lögunum var gert að skil- yrði, að samningar væru skriflegir og öll önnur samningsform voru aflögð. Þegar nefndin tók til starfa voru samningseyðublöð ekki til í félagsmálaráðuneytinu, en um ára- mótin ’79-’80 varð þar breyting á. Kynningarherferð á þessu samn- ingsformi fór í gang á síðasta ári og þá af hálfu Húsnæöismálastofnun- ar. Húsaleigunefnd Reykjavíkur hafði þá gert tillögu um slíkt til fé- lagsmálaráðuneytisins en haföi sjálf ekki úr þeim fjárráðum að spila, sem þurfti í slíka kynningu." - Hefur orðið mikil bót á stöðu lcigjenda með tilkomu þessara laga? „Alveg tvímælalaust hefur orðið á þeirri stöðu stórkostleg bót. Lögin eru mjög skýr og þar koma fram öll helstu atriði sem máli skipta. Fólk var fyrst í stað tor- tryggið í garð þessara laga og nokk- uð var um það að ekki væri farið eftir þeim. Hins vegar varð fólki smám saman ljóst, að húsaleigu- samningar losa það við ýmis óþægindi og leiðindi, sem geta hugsanlega skapast í þessum mál- um, og ég tel það nokkuð almennt, að eftir þessum lögum sé nú farið þegar samningar eru gerðir. Hins vegar var hvergi í þessum lögum minnst á húsaleiguna eða hámarksverð og hækkanir á leigu. Þetta hafa verið meginágreinings- efnin, sem til nefndarinnar hafa komið, en því miður gátum við ekkert gert í þeirn málum og urðum að vísa þeim frá okkur, þá kannski fyrst og fremst til Hagstofunnar, sem gefur út tölur um hækkun húsaleigukostnaðar. Einnig vís- uðum við í viðskiptaráðuneytið og Verðlagsstofnun. Enginn þessara aðila treysti sér til að gefa út reglur um húsaleigu, einfaldlega vegna skorts á lagaheimildum um það efni. Það er fyrst núna með þessum bráðabirgðalögum, sem forsætis- ráðherra gerði tillögu um, að gerð er tilraun til að setja ákveðnar regl- ur um hækkanir á húsaleigu eins og hún hafi verið um samin í upphafi af leigusala og leigutaka.” Skúli Thoroddsen, formaður Húsa- leigunefndar Reykjavíkur. - Geturðu gefið okkur dæmi um þessar reglur? „Samningur sem gerður var fyrir 1. apríl 1982 um 4000 krónur á mánuði, til að mynda, mátti hækka og má liækka samkvæmt vísitölu húsnæðiskostnaðar um 51,04 prós- ent hinn 1. apríl sl., eða fara upp í krónur 6.041,60 nú. Samningur sem gerður var á tímabilinu júlí-september 1982 um 400- 0' krónur á mánuði má ekki vera hærri eftir 1. maí en sem nem- ur 32 prósentum, eða fara upp í 5.280 krónur. Samningur, sem gerður var á tímabilinu jan.-mars 1983 um 4000 krónur má ekki vera hærri eftir 1. maí en sem nemur 10 prósentum, sem þýðir að leigan skal nú vera 4.400 krónur." í bráðabirgðalögunum kemur ennfremur fram, að frá og með júní 1983 kemur ársfjórðungsleg til- kynning frá Hagstofunni um verð- bótahækkun húsaleigu í stað vísi- tölu húsnæðiskostnaðar. Vísitala húsnæðiskostnaðar verður því ekki reiknuð út lengur, heldur skulu leigusalar og leigutakar bíða eftir tllkynningu frá Hagstofunni í júní. - Attu von á því, Skúli, að leigu- salar fari almennt eftir þessum lögum? „Ég á fastlega von á því. íslend- ingar eru löghlýðnir og reynslan af húsaleigulögunum frá 1979 sýnir að mínu mati að engin ástæða er til að ætla annað en að þessum lögum verði fyigt.“ ast. Frumsýning í Þjóðleikhúsinu í kvöld: Fröken Júlía og Cavallería Góðir gestir eru staddir hér á landi þessa dagana í tilefni frum- sýningar í Þjóðleikhúsinu í kvöld á tveimur meiriháttar verkum, ball- ettinum Fröken Júlía og óperunni Cavalleria Rusticana. I óperunni, sem flutt er undir leikstjórn Bene- dikts Árnasonar, kemur fram rúm- enski tenórsöngvarinn Konstantin Zaharia. Ballettin er saminn af Birgit Cullberg, sem er einn fræg- asti núlifandi danshöfundur og stjórnar hún uppfærslunni hér. Sonur hennar, Niklas Ek, dansar hlutverk Jeans, en Ásdís Magnús- dóttir dansar Júlíu. Birgit hefur sett þetta verk upp í einum 13 löndum, en ballettinn byggist á hinu fræga verki Strindbergs. Stjórnandi beggja verkanna er Je- an Pierre Jacquillat, en Sinfóníuhljómsveit íslands leikur. Leikmynd og búninga í Cavalleria Rusticana teiknar Birgir Engil- berts, en önnur hlutverk eru í höndum Ingveldar Hjaltested, Sig- ríðar Ellu Magnúsdóttur, Halldórs Vilhelmssonar og Sólveigar Björ- ling. Niklas Ek og Ásdís Magnúsdóttir í hiutverkum Jeans og Júlíu í ballett- inum Fröken Júlía. Síðar mun Per Arthur Segerström taka við hlut- verki Jeans. Rúmenski tenórinn Konstantin Zaharia á æfingu í Þjóðleikhúsinu ásamt Þjóðleikhúskórnum. Stór saga úr réttarkerfinu: Eru kynferðisafbrot gegn börnum ekki hættuleg? „Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu, að skilningslcysi yfir- valda í svona málum væri eins mikið og ég hefi fengið að reyna í þessu máli. Mér liggur við að segja að þau séu alls áhugalaus. Það er enga hjálp að hafa nokk- urs staðar og ntálið hefur nú verið „í skoðun“ eins og það er kallað í heila fimm mánuði. Á mcðan gcngur maðurinn laus og guð einn veit hvað hann hefur fyrir stafni. Eitt er víst að yfirvöld vita það ekki.“ Þetta eru orð móður þrettán ára gamallar telpu sem varð fyrir því áfalli fyrir fimm mánuðum að komast að því, að fullorðinn maður hafði haft mök við telpuna um nokkurn tíma. Vinkonur hennar lentu í þessu sama. Við rannsókn málsins kom ennfrem- ur í ljós, að þær munu vera hátt á þriðja tug ungu telpurnar, sem maður þessi hefur stundað þessa iðju við á undanförnum tíu árum. Telpurnar hafa verið á aldrinum 12 til 15 ára. Maðurinn fékk telpu konunn- ar, sem ræddi við mig, og vinkon- ur hennar til sín fvrst í stað nteð peningum og alls kyns furðu- sögum um kynlífið og fram- ganginn í þeim málurn. Síðan dugðu hótanir um að segja til þeirra manninum til frekari aðgerða. Vart þarf að greina ítarlega frá því hvaða skelfilegu áhrif jafn hryllileg reynsla og þessi hefur á stúlkubörnin sem í þessu hafa lent. „Auðvitað er ekkert í lagi hjá dóttur minni eða vínkonum hennar. Og það verður aldrei neitt í lagi“, sagði móðirin. Og vart þarf heldur að taka fram líðan foreldra og annarra ástvina, sem þurfa að horfa upp á börnin í andlegum þrengingum þeirra. Viðbrögð opinberra yfirvalda hafa síður en svo bætt líðanina. í stað þess að fá þegar í stað nokkra uppreisn æru eru málin þögguð niður, dregin á langinn og sektarkennd skapast smám saman - hjá röngum aðilum. Eins og áður sagði er málið bú- ið að vera í skoðun hjá ríkissak- sóknara í nær fimm mánuði. Játn- ing mannsins lá strax fyrir, þann- ig að sönnunargögnin ættu ekki að þæfa málið. Hann sætti tveggja vikna varðhaldi og rann- sóknarlögreglan fór fram á lengra varðhald. Ríkissaksóknari synj- aði - á þeirri forsendu að maður- inn væri ekki hættulegur! Viðurlög við því athæfi, sem hér greinir frá, eru með þeim þyngstu sem um getur í lögum - varðhald allt að tólf árum. Aðeins morð er talið þyngra á metunum. „Mér finnst algjört lágmark, að yfirvöld svari til um það hvers vegna þau telja þennan mann ekki hættulegan”, sagði móðirin. „Af hverju í ósköpunum fær hann að ganga enn laus? Eiga þessir menn ekki dætur sjálfir?” Fulltrúi sá, sem undirrituð ræddi við hjá ríkissaksóknara, kvað mál af þessu tagi viðkvæm og því þyrfti að fara að með allri gát. Hann kvaðst ekki geta svar- að því hversu langan tíma mál þetta tæki eða önnur af svipuðu tagi. Eitt ár? Tvö ár? „Ég get engu svarað til um það. Við erum allir af vilja gerðir til að reka svona mál af hörku. .Erfiðleikar eru oft á tíðum með sönnunar- gögn, en þetta á að geta gengið fljótt fyrir sig.“ Móðirin kvaðst þeirrar skoðunar, að inn í þeSsi embætti þyrftu að koma konur til að sinna málum af þessu tagi. Hún kvaðst hafa orðið vör við undarlegan barnaskap, skilningsleysi og jafn- vel kæruleysi af hálfu velflestra aðila, sem um málið hefðu fjallað — -allt karlar. Við spyrjum að lokum eins og móðirin, og vonumst þá eftir skýrari skriflegum svörum en þau munnlegu hafa verið: Hvers vegna er maðurinn ekki talinn hættulegur? ast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.