Þjóðviljinn - 06.05.1983, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Atvinnuleysið í Bandaríkjunum
hefur margar undarlegar afleiðing-
ar - ein þeirra er sérstæður klúbb-
ur atvinnulausra forstjóra og fyrr-
vcrandi stjórnenda, sem stofnaður
hefur verið í Chicago og heitir 40
plús.
Þessi sérstæði klúbbur minnir
meðal annars á þá stéttaskiptingu
sem heldur áfram út í atvinnu-
leysið. Þeir einir geta orðið með-
limir, sem geta sannað með tíu
meðmælabréfum að þeir hafi verið
eða geti verið frábærir stjórnendur
fyrirtækja, deilda, útibúa og höfðu
ekki minna en svarar 760 þúsund
krónur í árslaun áður en þeir urðu
atvinnulausir. Nafn klúbbsins vísar
og á það sérkenni hans, að meðlim-
ir hans verða að vera orðnir fer-
tugir.
Viöbrögdin
Verkamenn og skrifstofufólk
hefur haft löng kynni af vofu
atvinnuleysis, en lengi vel datt eng-
Hér fá aðeins þeir atvinnuleysingjar inngöngu sem höfðu amk. 750 þúsund krónur í árslaun.
Sérstæður klúbbur í Chicago:
Þegar forstjórarnir
verða atvinnulausir
um í hug að forstjórar ýmiskonar
væruíhættu líka. En þaðer einmitt
í þeim hring sem draga má í hugan-
um um Chicago, að þeir eru flestir:
þar hefur verið gífurlegur sam-
dráttur í bílaiðnaði, stáliðnaði,
efnaiðnaði, fjöldi fyrirtækja hefur
farið á höfuðið eða skorið niður
starfsemi sína og þessu öllu fylgdi
mesta uppsagnabylgja í best
launuðum störfum sem sögur fara
af í Bandaríkjunum. Og forréttindi
þessara manna áður fyrr verða
meðal annars til þess, að þessi nýja
tegund atvinnuleysingja lítur á
hlutskipti sitt sem enn meira stór-
slys og óréttlæti en þeir sem í raun
og veru eru miklu verr settir - enda
hafa hinir „hefðbundnu" atvinnu-
leysingjar ekki upp á gilda varasjóði
eða eignir að hlaupa.
Feluleikur
Einn meðlima í 40 plús í Chicago
var áður fyrir sölustjóri hjá stál-
hring og hafði um 1,8 miljón króna
í árstekjur. Hann segir í viðtali við
þýska vikuritið Spiegel, að þegar
hann missti vinnuna hafi honum
fundist að hann væri fullkomlega
glataður maður. Við höfum komið
skrifstofum klúbbsins fyrir niður í
kjallara, segir hann, til þess að eng-
inn geti stokkið út unt gluggann.
Þessi maður á það sameiginlegt
með mörgum öðrum meðlimum
Bjallan hringir þegar einhver hefur
dottið í lukkupottinn.
klúbbsins, að hann heldur því
leyndu fyrir vinum og fjölskyldu,
að hann er atvinnulaus. Sá leikur
getur staðið misjafnlega lengi.
m. a. fer það eftir varasj óðum hvers
og eins og svo því hve lengi for-
stjórinn fyrrverandi heldur launum
hjá sínu gamla fyrirtæki. Klúbbur-
inn starfar líka þannig meðal ann-
ars, að það er eins og líkt sé eftir
starfi. Meðlimir hans fara snemma
á fætur, aka „í vinnuna". Þar vinna
þeir að því að setja saman starfsfer-
ilsskýrslur sínar, fjölfalda þær, og
senda í ýmsaj áttir - því fyrst og
fremst er klúbburinn vinnumiðlun-
arskrifstofa. Þeir skiptast á að
svara í sínra og gegna öðrum skrif-
stofustörfum. Þeir stúdera
kauphallartíðindi. Og svo halda
þeir fundi, þar sem hver og einn
skýrir frá atvinnuleit sinni og næstu
áformum. Stundum æfa þeir sig í
því að tala við hugsanlega vinnu-
veitendur - t.d. með því að einn
leggur fyrir annan hæpnar spurn-
ingar: Væruð þér tilbúinn að ljúga
fyrir fyrirtækið?
Eitt af því sem gerir forstjórun-
um atvinnulausu lífið leitt er það,
að þeir koma kannski úr stórfyrir-
tækjum og reyna fyrir sér hjá þeim
smærri - ogfá að heyra það, að þeir
séu eiginlega „alltof vel til starfans
hæfir“ og því rnuni þeir ekki verða
„hamingjusamir" í nýju starfi - og
vertu sæll góði.
Bænheyrsla
Þegar undrið mikla skeður og
einhver af meðlimum klúbbsins
hefur verið ráðinn, þá er hringt
bjöllu sem er fest uppi yfir áletrun-
inni „Bænir þínar heyrðar". Sá
hamingjusami hefur allur hrestst,
honum finnst hann vera maður
með mönnum aftur - og hann held-
ur kveðjupartí fyrir félagana,
splæsir kaffi og kökum. Blaðamað-
ur Spiegels segir að þetta minni á
þau tíðindi í fangelsum, þegar ein-
hver hefur afplánað sinn dóm og
samfangarnir halda upp á frelsi
hans sem er partur af þeirra von.
En, segir h'ann - það gerist líka oft í
Klúbbi 40 plús hið sama og í fangels-
um: sá sem slapp er fyrr en varði
kominn í klefann sinn aftur.
(áb tók saman).
Þegar íþróttamenn neyta örv-
andi og vöðvabyggjandi lyfja til að
magna sig til afreka verða öll líffæri
þeirra, lifrin jafnt sem kynfærin,
hjartað jafnt sem heilinn, fyrir
tjóni.
Svo segir í merkri athugun sem
júgóslavneskur íþróttalæknir, dr.
Stanojevic, hefur birt.
Það'-'er ekki leyndarmál, að nú
um alllangt skeið hefur ekki verið
hægt að setja heimsmet í lyfting-
um, kringlukasti og kúluvarpi
nema með aðstoð vöðvauppbyggj-
andi lyfja, svonefndra anabolika,
sem hafa verið mjög á dagskrá í
aldarfjórðung. Hlauparar hafa
einnig framið ýmsar syndir á þessu
sviði, en verst er ástandið í ýmsum
þeim greinum þar sem mest reynir
á kraftana. Upp hafa komið mörg
hneykslismál. Eftir Ólympíu-
leikana í Montrfeal 1876 urðu tveir
gullmedalíuhafar í lyftingum, Pól-
verjinn Kaczarek og Búlgarinn
Valentin Khristof, að skila verð-
launum sínum aftur eftir að hafa
fallið á anabolikaprófi. Bandaríski
kringlukastarinn Ben Plucknett
Lyftingagarpurinn Khristoff: varð að skila aftur gullverðlaununum
Lyfjanotkun íþróttamanna:
Oll líffæri verða
fyrir varanlegu tjóni
missti af heimsmeti sínu ekki alls
fyrir löngu.
Rottur og menn
íþróttalæknirinn júgóslavneski
hefur gert tilraunir sínar á hvítum
rottum sem bregðast um margt við
með svipuðum hætti og menn.
Rottur sem fengu „íþróttalyfin" án
þess að þurfa að reyna mikið á sig,
gátu melt þau án þess að verða fyrir
verulegu tjóni. En þær rottur sem
voru á pillukúrum ströngum og
voru látnar reyna mikið á sig líka
urðu fyrir því að hjartað stækkaði
háskalega, lifrin skemmdist og
eitrunarhætta kom upp, vefir í kyn-
færum karldýra þykknuðu og þau
urðu ófrjó. Auk þess gerðist það,
sem einatt hefur komið fyrir íþrótt-
astjörnur: félagsleg hegðun til-
raunadýranna breyttist mjög til
hins verra. Þau hrundu öðrum rott-
um frá fóðurdollum af mililli
grimmd og fyrir kom að þær réðust
á þær sem minni máttar voru og átu
þær. (byggt á Spiegel)
/ tilefni fimm ára afmœlis:
Fimm nemenda
tónleikar Nýja
tónlistarskólans
Nýi tónlistarskólinn á fimrn ára
afmæli um þessar mundir og eru í
því tilefni haldnir fimrn opinberir
nemendatónleikar. Fyrst eru
samspils- og einleikaratónlcikar,
sem fara fram í skólanum á morg-
un, laugardaginn 7. maí kl. 17. Á
sama stað eru svo tónleikar á sunn-
udaginn kl. 17. Þar verða fluttar
aríur og dúettar úr þýskum og ít-
ölskum óperum og einnig ljóðafl-
okkurinn Líf og ást konu eftir
Scnhumann.
Á þriðjudag, 10. maí kl. 20.30
verða haldnir að Kjarvalsstöðum
hljómsveitar- og einleikstónleikar.
Flutt verða tvö verk - annað heitir
„í dýragarðinum“ eftir Gunnar
Reyni Sveinsson og er skrifað fyrir
strokhljómsveit skólans. Hitt er
Svíta í fintm þáttum eftir Ragnar
Björnsson og er verkið skrifað fyrir
12 sellónemendur skólans. Ungir
einleikarar skólans koma fram
með hljómsveitinni og ung söng-
kona Oytur aríu eftir Gluck.
Á miðvikudaginn kemur verður
Vetrarferðin, lagaflokkur Schu-
berts, fluttur í skólanum sjálfum.
Oddur Sigurðsson, bassi, syngur
lagaflokkinn, en við píanóið er
Ragnar Björnsson. Á föstudags-
kvöldið eru svo einleikaratónleikar
í húsnæði skólans, Ármúla 44.
Tónleikarnir eru öllum opnir án
endurgjalds.
í Nýja tónlistarskólanum eru
tæplega 300 nemendur. Kennarar
eru 20, skólastjóri er Ragnar
Björnsson.
DJOÐVIUINN
blaðið
sem vitnaðerí
) Er ekki tilvalið
að gerast áskrifandi?
Síminn er
81333