Þjóðviljinn - 27.05.1983, Síða 5

Þjóðviljinn - 27.05.1983, Síða 5
Föstudagur 27. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Nýja ríkis- stjórnin Ráðherraval Sjálfstæðisflokksins þykir sæta miklum tíðindum og jafnvel verá sprenging einsog það var orðað í gáleysi á dög- unum. Samkvæmt heimildum blaös- ins, gekk ráðherrakjörið í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins þann- ig fyrir sig, að fyrst var úthlutað lista með nöfnum allra þing- manna og formanns flokksins. Því næst var stungiðupp á mönnum til að gegna ráðherra- dómi. Margir voru nefndir til starfans. Þegar þeim tilnefning- um lauk, var þingmönnum gjört Hin nýja ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ásamt forseta íslands, Vigdfsi Finnbogadóttur, skömmu eftir valdatökuna á Bessastöðum í gær. Ljósm. Atii. 4 „Verður hrópuð niður“ að krossa við nöfn sex manna. Seðlunum síðan safnað saman einsog í sex ára bekk og talning hófst. Ráðherrarnir núverandi fengu flest atkvæði - en mikla at- hygli vekur hver varð sjöundi í þessari atkvæðagreiðslu; nefni- lega Friðjón Þórðarson. Þegar þessari atkvæðagreiðslu lauk héldu ráðherrarnir með sér sérstakan fund og skiptu á milli sín ráðuneytum. Sú saga hefur gengið íbænum að „bankamafían í Sjálfstæðisflokknum" hafi harð- lega mótmælt þeim áformum að Albert Guðmundsson yrði við- skiptaráðherra og þarmeð yfir- maður bankamála í landinu. Hef- ur sú saga komist á kreik að banka- stjórarnir Jóhannes Nordal og Jónas Haralz hafi hótað að segja at' sér yrði Albert viðskiptaráð- herra. Sá síðarnefndi er meirað- segja sagður hafa hótað úrsögn úr Sjálfstæðisflokknum. Matthías Á. Mathiesen af flokkshollustu og værukærð (viðskiptaráðuneytið þykir rólegt ráðuneyti) brá við Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Enginn yng-, ri mannanna nærri því að verða ráðherra. skjótt og bauðst til að taka þenn- an kaleikinn. Albert gat svo með góðu móti sætt sig við embætti fjármálaráðherra. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu margir hverjir fyrst um ráðuneyt- Friðjón Þórðarson, sjöundi í at- kvæðagreiðslunni. mun Steingrímur sjálfur hafa stungið uppá mönnum til að gegna ráðherradómi og hreyfðu engir mótmælum. Þykir mönnum næsta ótrúlegt hversu rýr ráðu- neyti Framsóknarflokkurinn Jónas Haralz. Hótaði að segja af sér ef Albert yrði yfirmaður hans. isskiptinguna £ fréttum hljóðvarpsins. Greip þá mikil örvænting um sig meðal áhrifa- manna. Hjá Framsóknarflokknum fékk í sinn hlut og eru margar skýringar á lofti. Ein er sú að Steingrímur hafi viljað leggja mikið í sölurnar til að losna við þá sem gegnt hafa ráðherradómi fyrir flokkinn að undanförnu - og talið það því vænlegt að losna við ráðuneyti sem þessir menn hafa veitt forstöðu. Það yrði þarmeð auðveldara fyrir þá að sætta sig við mannvirðingamissinn. Ólafur Jóhannesson tekur nú að full- orðnast og ekki líklegt að hann vilji sitja lengi sem óbreyttur þingmaður úr þessu. Tómas Árn-| ason mun fá forstjórastarfið hjá Framkvæmdastofnun í sárabætur fyrir ráðherrastólinn. Hefðu þeir Sverrir Hermannsson þarmeð sætaskipti. Tómas hefur haldið forstjorastólnum volgum alla sína ráðherratíð. Ingvar Gíslason hlýtur að fá einhverjar auka- mannvirðingar við fyrsta tækifæri samkvæmt þessu. En með því að skipta út öllum ráðherrunum varð þetta allt auðveldara fyrir Steingrím heldur en ef einhver þeirra hefði setið eftir. „Vinstri“ öflin í Framsóknar- flokknum hafa allt til þessa sett traust sitt á Steingrím Hermans- son til að kljást við þá gömlu, en með þessari ríkisstjóm, mannvali og ráðuneytaskiptingu fer sá stuðningur þverrandi. Þeir heng- du haus og gengu álútir til verka sinna „vinstri mennirnir" í gær. Fólkið á götunni heilsar ekki þessari ríkisstjórn með neinum fögnuði í hjarta, allavega ekki þeir sem em með miðlungstekjur og þar fyrir neðan. Þessi ríkis- stjóm verður hrópuð niður á haustmánuðum, sagði þing- maður þegar hann hafði jafnað sig eftir upptalningu ráðherranna í gær. Og þarf ekki að leita til stjórnarandstöðu til að finna andúð fólks og vantrú á þessa ríkisstjórn. Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn í verkalýðs- ■ hreyfingunni hrópuðu ekki húrra í gær - og hvernig er svo ástatt í sjálfum þingflokkunum? Getur verið að ein skýring þess að enginn „yngri“ mannanna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins varð ráðherra, sé sú, að margir hafi setið hjá við atkvæðag- reiðslurnar eða þá ákveðið að láta flokkinn og þjóðina fá það óþvegið, kolsvart íhaldið? _5g Allt á sömu bók hjá meirihluta borgarstjórnar Samkomulaginu víð Árbæjarsafnið riftað Tillaga Sigurjóns Péturs- sonar um að fresta afgreiðslu á tilslökunum fyrir húsin Reyðar- kvísl nr. 17 og 19-25 var felld með hjásetu Sjálfstæðisflokks- ins á síðasta borgarstjórnar- fundi. Þarmeð er brotið sam- komulag sem gert hafði verið við Árbæjarsafn um bygginga- skilmála húsanna við safn- svæðið. Sigurjón Pétursson vísaði til bókunar sinnar í borgarráði, þar- sem bent er á, að við skipulagningu á íbúðabyggð í nágrenni við Arbæj- arsafn hafi þess verið vandlega gætt að hafa náið samráð við borgar- minjavörð og Árbæjarsafnið. Hafði náðst samkomulag, þarsem gert er ráð fyrir ströngum bygg- ingaskilmálum raðhúsanna við Reyðarkvísl sem næst liggja safn- inu. Nú hefði málið verið tekið upp að nýju í skipulagsnefnd og hjá Borgarskipulagi og þar ákyeðið að falla frá byggingaskilmálunum, - án þess að nokkurt samráð hefði verið haft við Árbæjarsafn. Það hefði ekki einusinni verið leitað álits safnsins hvað þá að freistað hefði verið að ná samkomulagi um breytingar á skilmálum. Sagði Sig- urjón að þetta væru að sjálfsögðu ótæk vinnubrögð og því legði hann til að afgreiðslu málsins yrði frest- að á meðan leitað væri álits Árbæj- arsafns. Davíð Oddsson borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins sagði að þetta væri tilbúið vandamál. Það væri engin ástæða fyrir Árbæjarsafn að vera með umkvartanir vegna þessa. Byggingaskilmálarnir væru bjánalegir, tilkomnir í friðþæg- ingaskyni. Þessi raðhús sæjust ekki einu sinni frá safninu, - og hvað gerði það til þó þvottur fengi að hanga úti á snúrum og fólk sæist á svölunum? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að með því að falla frá skil- málunum, væri borgin að ganga á gerða samninga, án þess svo mikið sem reyna að gera tilraun til sam- komulags. Slík vinnubrögð væru dæmigerð fyrir borgarstjórn. Svona nokkuð væri yfirleitt kallað valdníðsla. Þá sagði Sólrún að það væri einkennandi að þegar mál- staður borgarstjórans vaéri ekki góður, þá brygði hann ævinlega á það ráð að reyna að vera fyndinn. Oftar en ekki væri holur tónn í því gamni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for- maður skipulagsnefndar sagði að byggingasvæði þessara húsa hefði upphaflega verið ætlað safninu en síðasti meirihluti hefði ákveðið það fyrir íbúðabyggingar. Bygginga- skilmálarnir á húsunum hefðu ver- ið eins konar dúsa upp í safnið - og hefði verið mikil skammsýni. Nú væri þessum skilmálum aflétt - eiginlega ættu breytingarnar bara við um svalir og timburveggi í þá átt sem sneri að safninu. Allt væri þetta mál einkennandi fyrir af- stöðu flokkanna. Fyrri borgar- stjórnarmeirihluti hefði ævinlega sett þrönga skilmála fyrir fólk og það væri verkefni núverandi meirihluta að veita undanþágur frá slíkum skilmálum. Guðrún Jónsdóttir ítrekaði þá afstöðu, að ekki ætti að ganga á gerða samninga og sjálfsagt og eðlilegt væri að leita samráðs við Árbæjarsafn um svona breytingar. Benti hún á að sú afstaða hefði ver- ið einróma samþykkt í umhverfis- ráði á dögunum. Davíð Oddsson sagði að það væri reginmisskilningur að borgin væri að brjóta einhverja samninga. Og alveg útí hött að ætla að borgar- minjavörður eigi einhverja heimt- ingu á viðræðum vegna þessa máls. Borgarminjavörður væri bara einn fjögurra starfsmanna Árbæjar- safns - og hann eins og þeir heyrði undir borgarstjórn. Þetta er starf- smaður borgarinnar - og því ekki samninga á óskildra aðila að ræða. Hér væri því um misskilning á upp- byggingu borgarinnar að ræða hjá minnihlutafulltrúum. Eins og áður sagði var frestunar- tillaga Sigurjóns felld með hjásetu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. -óg Norræni sumarháskólinn: Aðalfundur á þriðjudag Aðalfundur Norræna sumarháskólans verður haldinn þriðjudaginn 31. maí í Norræna húsinu kl. 16.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Rætt um ferð á væntanlegt sumarmót/

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.