Þjóðviljinn - 27.05.1983, Page 11
Föstudagur 27. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Rætt við Jóhannes Atlason landsliðsþjálfara um leikinn við Spánverja á sunnudag:
Græt ekki Juan Jose!
,Allt getur skeð ef áhorfendur og leikmenn standa saman
..Undihúninpur fvrir lands- Sterka VÖrn 02 COtt miðvallarspil en — Var erfitt velia í<clpn«ka leikmen
11
„Undibúningur fyrir lands-
leikina við Spánverja um helgina
hefur gengið bærilega en þó er sá
gaili á að þrír atvinnumannanna
mæta ekki fyrr en á iaugardag, þeir
Sævar Jónsson, Ragnar Margeirs-
son og Lárus Guðmundsson. Þeir
eru að leika annað kvöld (í kvöld)
en Arnór Guðjohnsen og Pétur
Pétursson fengu sig hins vegar
lausa og eru komnir heim“, sagði
Jóhannes Atlason iandsliðsþjálfari
í knattspyrnu í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær. Hann undirbýr nú A-
landsliðið og 21 árs liðið fyrir heig-
ina fyrir leikina gegn Spánverjum
hér á landi um hclgina. Yngri liðin
mætast í Kópavogi annað kvöld kl.
20 og A-Iiðin á Laugardalsvellinum
á sunnudag kl. 14. Báðir leikirnir
eru liðir í Evrópukeppni landsliða.
„Það hefur talsverð uppstokkun
átt sér stað í íslenska liðinu, eink-
um vörninni", sagði Jóhannes.
„Þrír þeirra sem hafa myndað af-
burða sterka vörn undanfarin þrjú
ár, Marteinn, Trausti og Om, eru
allir frá vegna meiðsla. Gamli
kjarninn er að riðlast en breiddin
að aukast og val á iandsliði hefur
sjaldan verið erfiðara. Ég er ekki
smeykur við Spánverjana, ef við
náum góðum leik og áhorfendur og
leikmenn eru vel með á nótunum
getur allt skeð en áhorfendur og
leikmenn þurfa að standa saman.
Þegar við lékum á Sikiley gegn
Möltu í fyrra var stemmningin
hrikaleg og leikmenn Möltu tví-
efldust við það“.
- Jóhannes, nú varst þú á Möltu
á dögunum og sást Spánverja vinna
þar nauman sigur, 3-2. Hvernig líst
þér á spænska liðið?
„Það er lítið breytt frá því í haust
þegar við töpuðum 1-0, nema hvað
Juan Jose er ekki með vegna
meiðsla og það græt ég ekki. Hann
er stórhættulegur sóknarbak-
vörður sem gerði mikinn usla.
Spænska liðið er vel spilandi með
Frí í 1.
deild og 2.
Ekkert verður leikið í tveimur
efstu deildum íslandsmótsins í
knattspyrnu um helgina vegna
landsleikja íslendinga og Spán-
verja. í 3. deild verður hins vegar
heil umferð sem hefst í kvöld með
leik Ármanns og Selfoss kl. 20 á
Melavelli.
Á morgun, laugardag, leika
Skallagrímur-Víkingur Ól,
Grindavík-HV, ÍK-Snæfell,
Austri-Magni, HSÞ-Valur Rf,
Tindastóll-Þróttur Nes, og
Huginn-Sindri. Allir leikirnir hefj-
ast kl. 14. Keppni í 1. og 2. deild
verður síðan fram haldið á þriðju-
dagskvöld.
/
Armenning-
ar halda
námskeið
í sumar heldur fimleikadeild Ár-
;nanns þrjú fimleikanámskeið,
bæði fyrir byrjendur og lengra
komna. Það fyrsta verður dagana
1.-18. júní, annað frá 20. júní til 8.
júlí og það þriðja frá 11.-29. júlí.
Æft verður tvisvar og þrisvar í viku
og verða æfingar í íþróttahúsi Ár-
manns við Sigtún. Upplýsingar eru
gefnar í síma 38140 eftir kl. 18.30.
sterka vörn og gott miðvallarspil en
því gengur illa að skora mörk,
framlínan er ekki sérlega beitt“.
- Var erfitt aö velja ísienska
landsliðshópinn?
„Mjög svo, ekki síst „íslensku"
Spænska llðið
Spænska liðið er skipað eftir-
töldum lcikmönnum;
Markverðir:
Luis Arconada, Real Sociedad
Francisco Buyo, Sevilla
Varnarmenn:
Jose Antonie Camacho, Real Ma-
drid
Salvador Garcia, Real Zaragoza
Antonio Goicoechea, Athl. Bilbao
Antonio Maceda, Sporting Gijon
Jose Nimo, Sevilla
Miðjumenn:
Ricardo Gallego, Real Madrid
Francisco Jose Guerri, R. Zar-
agoza
Rafael Gordillo, Real Betis
Victor Munoz, Barcelona
Juan Antonio Senor, Real Zar-
agoza
Framherjar:
Carlos Santillana, Real Madrid
Francisco Carrasco, Barcelona
Hipolito Rincon, Real Betis
Manuel Sarabia, Athl. Bilbao
Markvörðurinn frægi, Arcon-
ada, er leikreyndastur, hefur 49
landsleiki að baki. Næstir koma
Camacho og GordUIo með 39 og
SantiUana, aldursforsetinn, þrí-
tugur, með 38 landsleiki. Fjórir
nýliðar eru í hópnum, Buyo,
Garcia, Nimo og Guerri og sex
aðrir hafa leikið örfáa landsleiki.
Spánverjar stokkuðu upp hjá sér
landsliðið eftir slakt gengi í
heimsmeistarakeppninni sl. sum-
ar og nýjasta stjarnan er fram-
herjinn Carrasco sem skoraði tvö
mörk í 3-2 sigrinum á Möltu fyrir
skömmu. Landsliðseinvaldur er
Miguel Munoz.
-VS
u
leikmennina, þ.e. þá sem leika
hér heima. Liðin hér eru svo jöfn,
jafnari en fyrir nokkrum árum þeg-
ar 3-4 góðir leikmenn báru þau
uppi. Við getum tekið Víkingsliðið
sem dæmi, þar eru ágætir spilarar í
öllum stöðum en styrkur þess felst í
jafnri liðsheild og svo er um fleiri
lið. Að vori til er líka erfitt að velja,
maður hefur séð of lítið af leikjum
og þá er mikið byggt á frammistöðu
leikmanna haustið áður. Síðan get-
ur allt breyst þegar líða fer á sumar-
ið og margir leikmenn sem ekki eru
í hópnum nú koma örugglega til
greina síðar á árinu“.
Byrjunarlið íslands hefur ekki
verið tilkynnt, það verður varla
fyrr en annað kvöld, en við leyfum
okkur að spá og undirritaður getur
sér þess til að Jóhannes tilnefni
eftirtalda ellefu Ieikmenn: Mark-
vörður: Þorsteinn Bjarnason. Bak-
verðir: Viðar Halldórsson og
Ólafur Björnsson. Miðverðir: Jan-
us Guðlaugsson og Sævar Jónsson.
Miðjumenn: Arnór Guðjohnsen,
Pétur Pétursson, Gunnar Gíslason
og Ómar Torfason. Framherjar:
Lárus Guðmundsson og Ragnar
Margeirsson. Þá eru eftir Guð-
mundur Baldursson, Sigurður Lár-
usson, Ómar Torfason, Árni
Jóhannes Atlason: „Styrkur Vík-
inga og fleiri islenskra liða felst í
jafnri Iiðsheild“.
Sveinsson og Sigurður Björg-
vinsson.
Eins og áður sagði hefst leikur
A-liðanna kl. 14 á sunnudag á
Laugardalsvellinum. Þar verðum
við að ná upp góðri stemmningu til
að hjálpa íslensku strákunum gegn
sterku spænsku liði. Gleymum
ekki heldur yngra liðinu, það tap-
aði naumlega, 0-1, fyrir Spánverj-
um ytra, rétt eins og A-Iiðið, og er
til alls líklegt á Kópavogsvellinum
annað kvöld.
-VS
Stórsigur Man. Utd á Brighton í úrslitum
'WÉUm ensku bikarkeppninnar:
Sá stærsti í 80 ár!
Manchester United varð í gær-
kvöldi enskur bikarmeistari í
knattspyrnu eftir stórsigur á Brigh-
ton, 4:0, á Wembley-Ieikvanginum
í London. Stærsti sigur í úrslitaleik
keppninnar í heil 80 ár, árið 1903
vann Bury Derby County 6:0 í úr-
slitum en stærstu sigrar síðan hafa
verið með þriggja marka mun.
Leikurinn var fjörugur, hraður
og oft á tíðum vel leikinn og tölurn-
ar segja ekki nærri því allt um gang
hans. Brigthon var síst lakari aðil-
inn á löngum köflum, einkum
fyrstu 20 mínúturnar og síðari hluta
síðari hálfleiks. United hafði að
vísu fyllilega efni á að slaka á eftir
að fjögurra marka forystu hafði
verið náð 27 mínútum fyrir
leikslok.
United skoraði nánast úr sinni
fyrstu hættulegu sókn, Bryan Rob-
son stórglæsilega eftir undirbúning
Norman Whiteside og Alan Davi-
es. Davies lagði síðan upp annað
markið fjórum mínútum síðar þeg-
ar Whiteside skallaði fallega í net-
ið. Þriðja markið, tveimur mínút-
um fyrir leikhlé, batt endi á vonir
Brighton, Robson skoraði af ör-
stuttu færi eftir að Stapelton hafði
skallað fyrir mark Brighton.
Fjórða markið, á 63. mínútu, kom
síðan úr vítaspyrnu. Gary Stevens
braut á Stapleton og Muhren fram-
kvæmdi spyrnuna af öryggi.
United var vel að sigrinum kom-
ið, var betri aðilinn, en leikmenn
Brighton sýndu mikinn baráttu-
vilja og gáfust aldrei upp. Robson
átti mjög góðan leik á miðjunni hjá
United og Gary Bailey sýndi snilld-
artilþrif í markinu. Stapleton var
sívinnandi og með mikla yfirferð
og í vörninni stóð Gordon McOue-
en uppúr. Ekki má gleyma þætti
hins unga Davies, hann átti góða
kafla og lagði upp tvö markanna.
Aftur var Gary Stevens í aðal-
hlutverki hjá Brighton og fyrst fé-
lag hans er fallið í 2. deild hlýtur
eitthvert 1. deildarliðanna að
kaupa hann í sumar. Steve Foster
bar sterkur við hlið hans í vörninni
og Graham Moseley góður í mark-
inu þrátt fyrir mörkin fjögur. Mike
Robinson og Gordon Smith voru
hættulegir frammi, einkum framan
af, og United-vörnin átti oft fullt í
fangi með að stöðva þá.
Manchester United er enskur
bikarmeistari í fimmta skiptið í
sögu félagins, langþráður titill eftir
sex ár þar sem annað og þriðja sæt-
iö í stórmótum hefur oftast orðið
hlutskiptið.
- VS
Fleiri koma í stjörnuleikinn:
Lárus, Búbbi og Sævar
Einnig Gary Rowell og Piet Schrijvers
Jóhannes Eðvaldsson, Búbbi,
fyrrum fyrirliði íslenska lands-
liðsins, leikur með stjörnuliðinu
gegn Stuttgart.
Lárus Guðmundsson, Sævar
Jónsson og Jóhannes Eðvaldsson,
þrír atvinnumenn okkar í knatt-
spyrnu, leika með stjörnuliðinu
gegn Stuttgart á Laugardalsvellin-
um þann 11. júní. Lárus mun
einnig leika með sínum gömlu fé-
lögum í Víkingi þegar þeir mæta
Stuttgart tveimur dögum áður.
Nokkrir erlendir leikmenn
koma í leikinn, meðal þeirra Arie
Haan, Hollendingurinn frægi,
eins og við sögðum frá í gær. Þá
eru allar líkur á að landi hans,
markvörðurinn reyndi frá Ajax,
Piet Schrijvers, verji mark stjömu-
liðsins. Gary Rowell, aðal-
markaskorari enska 1. deildar-
liðsins Sunderland kemur einnig
og tveir ungir Englendingar,'
Hamilton frá Sunderland og
Anglais frá WBA. Einnig er
væntanlegur Roger Henrotay,
fyrrum belgískur landsliðsmaður
sem lék með Charleroi á sama
tíma og Guðgeir Leifsson fyrir
nokkrum árum. Portúgalski snill-
ingurinn Eusebio leikur með Vík-
ingum eins og áður hefur komið
fram. -VS