Þjóðviljinn - 27.05.1983, Síða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. maí 1983
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagskonur athugið!
Minnum ykkur á stofnfund Friðarhreyfingar íslenskra kvenna \
Norræna húsinu kl. 17.00 í dag, föstudag. Sænski þingmaðurinn
Maj Britt Theorín flytur ræðu. Fjölmennið á stofnfundinn.
Starfshópur ABR
Kveðja
Magnús Konráðsson
Hinn 18. þessa mánaðar lést
Magnús Konráðsson, rafvirkja-
meistari, eftir harða baráttu við
erfiðan sjúkdóm. Magnús var einn
af aðalhvatamönnum að stofnun
Samtaka gegn astma og ofnæmi og
var kjörinn fyrsti formaður þeirra.
Embætti formanns gegndi hann
síðan fimm fyrstu árin eða frá 1974
til 1979. Sem aðalmerkisberi sam-
takanna á fyrstu árum þeirra vann
hann ötullega að málefnum astma-
og ofnæmissjúklinga og byggði
traustar undirstöður undir það
starf sem samtökin inna af hendi í
dag. Öll störf sín fyrir samtökin
vann Magnús af miklum áhuga og
sérstakri alúð og kom í örugga höfn
mörgum brýnum málum öllum
astma- og ofnæmissjúklingum til
hagsbóta.
Etir að Magnús lét af starfi for-
manns, gegndi hann til dauðadags
embætti formanns minningar- og
styrktarsjóðs samtakanna. Með
Magnúsi hafa samtökin misst
mætan félaga og baráttumann og
um leið og við þökkum honum frá-
bær störf í þágu okkar, sendum við
eftirlifandi eiginkonu og börnum
innilegar samúðarkveðjur.
Stjórn samtaka
gegn astma- og ofnæmi.
Ný og fersk Æska
Barna- og unglingablaðið Æskan
hefur tekið stakkaskiptum. Bæði
hefur alit útlit blaðsins verið fært í
nýtískulegri búning og eins hefur
efnisvalið verið stokkað upp að
verulegu leyti.
í nýjasta tbl. Æskunnar eru við-
töl við frægar barna- og unglinga-
stjörnur fyrirferðamikil. í því sam-
bandi nægir að telja upp viðtöl við
Bubba Morthens, Ragnhildi Gísla,
Línu langsokk, Ómar Ragnarsson
og Björgvin Halldórsson.
Af föstum þáttum í blaðinu má
nefna: Ævintýr; sögur; Æskupóst;
poppþátt; krossgátu; þrautir; leiki;
skrýtlur o.m.fl.
Þá stendur Æskan fyrir margvís-
legum uppákomum, s.s. áskrif-
endagetraun með glæsilegum vinn-
ingum; Bókaklúbb Æskunnar,
Æskuskemmtun þar sem hljóm-
sveitir spila, ókeypis veitingar eru í
boði, bingó o.m.fl.
Æskan kemur út 9 sinnum á ári.
Hún er 56 siður (nema jólablað.
Það er 72 síður). Þar af eru 12 lit-
síður.
Gjafir tfl Færeyinga
Við vígslu Norðurlandahússins í
Færeyjum 8. þ.m. afhenti Ingvar
Gíslason, menntamálaráðherra,
stofnuninni Ijósrit af Skarðsbók að
gjöf.
Þá skýrði hann frá þeirri ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar að veita 150
þúsund krónur á þessu ári til efling-
ar menningarsamstarfi íslendinga
og Færeyinga. Myndi verða lagt til
við Alþingi að framvegis yrði ár-
Stóra ferðahappdrættið
Gerið skil sem aílra fyrst.
Hægt er að greiða gíróseðla í öllum bönkum og póst-
húsum.
Rauður:
þríhymingur
=Viðvörun
Gera aukaverkanir lyfsins
sem þú tekur þig hættulegan
í umferðinni?
yu^FEHOAR
Ibúar í
Vesturbæ syðri
lega í fjárlögum tilsvarandi fjár-
hæð. Hluta af þessu fé á að verja til
að styrkja færeyskan námsmann til
háskólanáms á íslandi en að öðru
leyti til að efla samskipti milli ís-
lands og Færeyja á sviði myndlist-
ar, leiklistar, tónlistar o.fl.
Landstjórn Færeyja og forráða-
menn Norðurlandahússins í Fær-
eyjum munu gera tillögur um ráð-
stöfun fjárhæðarinnar.
Fjöru-
hreinsun
Laugardaginn 28. maí munu
íbúasamtök Vesturbæjar syðri
gangast fyrir hreinsun í hverfinu,
þar sem lausu rusli, sem safnast
hefur saman í vetur í fjörunni fram
af Ægisíðu, Sörlaskjóli og Faxa-
skjóli, svo og á opnum svæðum í
hverfinu, verður safnað saman og
því ekið á hauga. Borgin mun
ileggja til ruslapoka, sem menn geta
tekið eftir hádegi á laugardaginn
við þrjár verslanir í hverfinu,
KRON við Dunhaga, Melabúð og
Skjólakjör. Pokana, svo og annað
rusl, má svo skilja eftir við gang-
stéttarbrún og mun hreinsunar-
deild borgarinnar sjá um af-
ganginn. I frétt frá samtökunum
segir m.a.:
„íbúasamtök Vesturbæjar syðri
taka til hverfanna sunnan Hring-
brautar, frá Eiðsgranda austur að
Vatnsmýri. Tilgangur samtakanna
er að leita samstarfs við og aðstoða
bæjaryfirvöld í þeim málum, sem
þessi hverfi varða. Upphaflegt bar-
áttumál samtakanna, verndun fjör-
unnar við Ægisíðu, Sörla- og Faxa-
skjól, er ennþá ókomið í höfn; að
vísu tókst að forða því að fjaran
yrði gerð að losunarstað fyrir mold
úr húsagrunnum á Eiðsgranda, en
hins vegar er ógengið frá formlegri
friðlýsingu hennar og frárennsli-
mál eru ennþá í ólestri: þar eru
mörg skolpræsi alltof stutt, sem
veldur því að fjaran er talin
heilsuspillandi og óæskilegur
leikvangur fyrir börn. Þessi fjara er
hin eina á allri strandlengju
Reykjavíkur sem ósnortin er að
mestu, og ríður á að vernda hana
og gera að þeirri paradís útivistar
og náttúruskoðunar sem margir
borgarbúar erlendis mundu aka
tugi km til að njóta á fögrum degi. í
sumar hyggjast samtökin standa
fyrir gönguferðum um fjöruna með
leiðsögn náttúrufróðra manna um
jarðfræði, fugla- og smádýralíf“.
Leikfélag
Reykjavíkur
í 50. skipti
í kvöld (föstudagskvöld) og á
sunnudagskvöld verða sýningar
hjá Leikfélaginu á hinu nýja leikriti
Per OIov Enquist ÚR LÍFIÁNAM-
AÐKANNA en leikritið hefur vakið
mikla athygli hér sem annars stað-
ar. Aðalpersónurnar eru ævintýra-
skáldið H.C. Andersen og leikkon-
an Jóhanna Lovísa Heiberg. Þau
eru leikin af Þorsteini Gunnarssyni
og Guðrúnu Ásmundsdóttur. Sýn-
ing Leikfélagsins hefur hlotið ágæt-
ar umsagnir, var í gagnrýni sögð
„einn mesti viðburður þessa
leikárs...“ „metnaðarfull og vönd-
uð“ og leikararnir þykja skila hlut-
verkum sínum afbragðsvel. Auk
Þorsteins og Guðrúnar leika þau
Steindór Hjörleifsson og Margrét
Olafsdóttir en leikstjóri er Haukur
J. Gunnarsson.
Á laugardagskvöldið er 50. sýn-
ing á leikriti Kjartans Ragnars-
sonar SKILNAÐI og eru nú aðeins
eftir örfáar sýningar á verkinu. Þar
eru Guðrún Ásmundsdóttir, Soffía
Jakoþsdóttir, Valgerður Dan,
Aðalsteinn Bergdal, Jón Hjartar-
son og Sigrún Edda Björgvinsdóttir
í hlutverkum.en leikstjóri er Kjart-
an Ragnarsson.
Á laugardagskvöld er enn ein
miðnætursýning á HASSINU
HENNAR MOMMU eftir Dario
Fo en ekkert lát er á aðsókn þessa
verks. Trúlega verður ekki unnt að
hafa nema eina til tvær sýningar í
viðbót. Gísli Halldórsson og Mar-
grét Ólafsdóttir eru þar í stærstu
hlutverkum.
Punktakerfið afnumið
Sérgæðingshátturmn
tekur aftur við
- Nú tekur sérgæðishátturinn
aftur við í lóðaúthlutun Reykjavík-
urborgar, sagði Sigurjón Pétursson
á síðasta fundi borgarstjórnar,
þegar punktakerfíð við ióðaúthlut-
un var aflagt.
Sigurjón Pétursson sagði að regl-
urnar um punktakerfið hefðu
reynst gallaðar og öðru hvoru hefði
þurft að gera undanþágur frá þeim
í borgarráði. Þó væri það nú svo, að
jafnvel gallaðar reglur væru skárri
heldur en þau kunningjasambönd
sem hefðu ráðið lóðaúthlutun áður
fyrri og íhaldið vildi nú taka aftur
upp.
Davíð Oddsson sagði að afnám
punktakerfisins væri áfangi í frjáls-
ræðishátt. Nýju reglurnar væru
ekki jafn flóknar og þær gömlu,
enda hefði þurft að breyta þeim á
hverju ári. Punktakerfið hefði ekki
gert annað en taka ábyrgð af borg-
arfulltrúum, sem þeir vel risu
undir.
Guðrún Jónsdóttir sagði að
punktakerfið hefði verið gallað.
En meðal þeirra breytinga sem
gerðar væru á lóðaúthlutun væri
slíkar, sem fælu í sér greiðslu á
gatna- og holræsagerð langt fram í
tfmann. Auðsætt væri að þær
nægðu ekki fyrir framkvæmdum
við ný hverfi. Það þýddi svo í fram-
tíðinni að skorið yrði niður annars
staðar og ef meirihlutinn væri sjálf-
um sér líkur myndi niðurskurður
bitna fyrst og fremst á félagsmálag-
eiranum. Voru síðan nýju reglurn-
ar samþykktar með 12 atkvæðum
gegn 5.
-óg
Undanþága um að leyfa
bifreiðastöður á gangstéttum
Gengið á rétt
gangandi fólks
Með þessari undanþáguheimild
er gengið á rétt gangandi vegfar-
enda sagði Guðrún Jónsdóttir á
síðasta fundi borgarstjórnar er ver-
ið var að ræða breytingar á lög-
reglusamþykkt Reykjavíkur, þar-
sem veitt undanþáguheimild frá
banni við að leggja ökutækjum á
gangstétt.
Guðrún Jónsdóttir borgarfull-
trúi Kvennaframboðs gagnrýndi
harkalega þessa breytingartillögu.
Benti hún á að á einum stað í borg-
inni hefði undanþága verið leyfð
frá reglunni, við Landakotsspítala
og væri einsog fleiri væru á leiðinni.
Þessi breyting fæli í sér mikla hættu
fyrir börn og hjólreiðafólk, fyrir
fólk með barnavagna sem kæmist
ekki eftir gangstéttum leiðar sinnar
og fyrir blinda og sjóndapra. Áður
hefðu hjólreiðar verði leyfðar á
gangstéttum sjálfsagt til að spara
gerð hjólreiðabrauta. Venjan væri
sú að allt væri til sparað fyrir gang-
andi vegfarendur á meðan einka-
bfllinn nyti forgangs í öllu tilliti.
Undanþáguheimildin væri á sömu
nótum, hún væri ódýr lausn á
kostnað gangandi fólks.
Lagði Guðrún fram bókun frá
fulltrúum Kvennaframboðsins þar-
sem auk ofanritaðs kemur fram að
réttara sé að leysa umferðaröng-
þveiti borgarinnar með öðrum
hætti svo sem með bættri og ódýr-
ari aímenningsvagnaþjónustu. Var
málinu svo vísað til 2. umræðu.
-óg
Náttúruvernd fær litla náð___
Misskflið upphlaup
Sagði borgarstjórinn í Reykjavík
Þetta er misskilið upphlaup sagði
borgarstjórinn í Reykjavík um þá
athugasemd borgarfulltrúa
minnihluta, að ekki hefði verið haft
samband við Náttúruverndarráð
vegna framkvæmda við Grafarvog.
Grafarvogur er á náttúruminja-
skrá.
Sigurjón Pétursson benti á að
Grafarvogur væri á náttúruminja-
skrá og að honum væri nær að
halda að þessi framkvæmd væri
lögbrot. Hafði Sigurjón ásamt
Guðrúnu Jónsdóttur mælt með því
í borgarráði að borgarverkfræðingi
væri falið að hafa náið samráð með
Náttúruverndarráði um þessar
framkvæmdir með það fyrir augum
að vernda lífríki vogarins einsog
föng eru á. Þessi tillaga Guðrúnar
og Sigurjóns fékk engan stuðning
Sjálfstæðismanna í borgarráði sem
létu bóka að Náttúruvemdarráð
hefði fengið upplýsingar um „meg-
inframkvæmdir tengdar nýju
skipulagi". Sigurjón kallaði þessa
afgreiðslu slys í borgarráði og bað
borgarstjórn endurskoða þessa af-
stöðu með því að styðja tillögu um
náið samráð við Náttúruverndar-
ráð.
Davíð Oddsson sagði að hér væri
um misskilið upphlaup að ræða.
Það hefði verið haft samband við
Náttúruverndarráð um þessar
framkvæmdir hins vegar væri engin
ástæða til þess að hafa samband við
ráðið í hverju tilviki.
Stjórnarandstaðan í borgar-
stjórn lýsti sig samþykka tillögu
Sigurjóns og vitnuðu menn til bréfs
Náttúruverndarráðs þar um. Hefði
borgarverkfræðingur þurft að kalla
á fulltrúa Náttúruverndarráðs til
að fylgjast með framkvæmdum
þessum ef fylgt væri laganna
hljóðan. Tillaga Sigurjóns um
frestun og samráð var felld með
hjásetu Sjálfstæðisflokksins í borg-
arstjórn. - óg