Þjóðviljinn - 25.06.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.06.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. júní 1983 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- 'ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. ritstjórnararcin Viðskilnaðurinn og ríkissjóður • Þegar ríkisstjórn kveöur eftir aö hafa setið við völd nær heilt kjörtímabil er eölilegt að spurt sé um viö- skilnað hennar. Hvernig hefur hún staöiö sig og hverju skilar hún af sér? Um þetta deila menn aö sjálfsögöu nú, þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen hefur kvatt og ný ríkisstjórn hefur tekiö viö völdunum. • Hinir nýju stjórnarherrar hafa reynt að verja hinar óvenju harkalegu aögeröir sínar með fullyrðingum um slæman viöskilnaö síðustu stjórnar, og utanríkisráð- herra Geir Hallgrímsson talaði jafnvel um versta við- skilnað í sögu lýöveldisins. Þeir hafa einkum og sér í lagi eytt miklu púöri í að telja fólki trú um að staða ríkissjóðs sé mjög slæm. Sú áhersla stafar af því, að hin góða frammistaða Ragnars Arnalds í fjármálaráðu- neytinu hefur verið þeim mikill þyrnir í augum, en hann sneri botnlausum hallarekstri ríkissjóðs í tíð Matthíasar Á. Mathiesen og síðar Tómasar Árnasonar yfir í halla- lausan rekstur á ríkissjóði öll sín fjármálaráðherraár. • Hitt er svo rétt, að nokkur umskipti til hins verra hafa orðiö í afkomu ríkissjóðs á þessu ári, en því fer fjarri að afkoma ríkissjóös nú sé eitthvað afleit. í grein í Þjóð- viljanum í dag sýnir fyrrverandi fjármálaráöherra fram á það, að staða ríkissjóös í maí 1983 er ekki hótinu lakari en í meðalári, þótt hún sé nokkru lakari en hún var þau þrjú heilu ár sem hann fór með fjármál ríkisins. • Afkoma fyrirtækjanna í landinu er ntjög mismun- andi. Sum standa vel, önnur illa eftir atvikum. Þessa dagana berast okkur t.d. fréttir af góðri afkomu ýmissa stórfyrirtækja í fyrra. Þar má t.d. nefna Hafskip. Einnig hafa talsmenn frystihúsanna látið hafa eftir sér, að af- koma þeirra hafi verið viðunandi í fyrra og það sem af er þessu ári. Utgerðin er hinsvegar í vanda, og kemur þar til minnkandi afli, verri aflasamsetning o.fl.. • En þar sem fréttir berast af erfiðri afkomu, t.d. hjá SÍS, tengjast þeir erfiðleikar oftast nær óbærilegri vaxtabyrði. Sambandið, sem sýndi tugmiljóna tap í fyrra, hefði komið vel út ef fjármagnskostnaður þess hefði fylgt verðlagi í landinu, en þess í stað þrefaldaðist hann. Heimilin og vaxtakjörin • Það þrengir að heimilunum í landinu, þótt um þau megi að ýmsu leyti segja svipaða sögu og fyrirtækin, að afkoman er mjög misjöfn. Þau eiga einnig við þann sama draug að glíma, sem er vaxtabyrðin, og er að ganga af andlegu jafnt sem fjárhagslegu heilbrigði margra heimila dauðu. • Þegar hávaxtastefnan var tekin upp varaði Alþýðu- bandalagið við ákveðnum afleiðingum hennar, sem hlytu að koma okkur í koll ef ekki yrði farið mjög varlega í verðtryggingu lána. • Við bentum á, að útflutningsatvinnuvegirnir hlytu að Ienda í klípu þegar þeir þyrftu að bera margfalt meiri fjármagnskostnað heldur en samkeppnisaðilar þeirra í nálægum löndum. • Og við bentum á, að vandi húsbyggjenda hlyti að verða nánast óleysanlegur þegar frá liði. • Allt hefur þetta reynst á rökum reist. Versnandi afkoma heimilanna tengist ekki hvað síst vöxtum og verðbótum. Vandi fyrirtækjanna er nátengdur tröll- auknum fjármagnskostnaði. Þetta á ekki síst við um útgerðina, sem ekki má við slíku ofan á aflabrestinn. Og þessu háu vextir auka á gengisfellingarþörfina með tvennum hætti. Annars vegar í gegnum fjármagns- kostnað fyrirtækjanna, og hinsvegar þannig að launþegar þurfa að gera meiri launakröfur en ella til að halda lífi á þessum hávaxtatímum. • Og hámark vitleysunnar er síðan sú þróun, að láta lánskjaravísitöluna æða upp óhefta, þegar vísitölubæt- ur á laun eru skertar stórlega. eng. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson Lúövik Geirsson, Magnús H, Gislason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson. Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur p. Jónsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson. Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdottir Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavik, símí 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. úr almanakinu Það eyðist sem af er tekið Það er skrítið hvað veðrið hefur mikil áhrif á mann og hvaða hugs- anir og tengingar það vekur. Þann- ig hafa Landmannalaugar, af öllum stöðum, verið mér ofarlega í huga þessar síðustu suddavikur, - ekki það að ég hafi ekki verið þar í sól og blíðskaparveðri, heldur hitt að þegar ég kom þar fyrst sást ekki út úr augum fyrir þéttu og mildu regni. Tjaldbúskapur er ekki auðveld- ur í slíku veðri, síst ef fólk er með mörg börn og býr um sig til viku dvalar. Það var líka greinilegt að hann hafði tekið óheyrilega á taugar tveggja fjölskyldna sem „bjuggu" rétt hjá okkur, fyrst þeg- ar ég kom í Laugarnar. Daginn eftir að við komum gáfust þær upp og voru fleiri klukkutíma að taka niður rennblaut hústjöldin, blauta sólstóla og borð, smala saman krökkunum og hrúga öllu, fólki og dóti inn í tvo Bronco-jeppa með G-númeri. Svo voru þau farin. Eftir stóð bælt grasið undan tjöld- unum og tveir eða þrír stórir svartir plastpokar, hálffullir af rennblautu rusli, m.a. umbúðum utanaf leik- föngum, glerjum, niðursuðudós- um og matarleifum. Það tók okkur hálfan daginn að brenna upp þessu rennblauta rusli Bronco- eigendanna og koma restunum í tunnu. Satt best að segja hef ég ailtaf séð eftir því að hafa ekki bara druslað pokunum með mér í bæ- inn, labbað mig upp að fínu einbýl- ishúsunum í Garðabænum og skilað fólki því sem það „gleymdi" í Landmannalaugum. En kjarkinn brast. Þarna voru tvær íslenskar fjöl- skyldur á ferð, vonandi ekki dæmi- gerðar fyrir allan fjöldann, en því miður ekki einsdæmi. I Land- mannalaugar koma þúsundir yfir örfáar vikur sumarins og ef allir hegðuðu sér eins og þetta fólk yrði lítið eftir af fegurð Lauganna, sorp- lykt og ruslahaugar eru ótrúlega fíjótir að skyggja á fagra fjallasýn og viðkvæm grös. Skálinn í Landmannaláugum var fullur þessa helgi fyrir nokkrum árum, enda rigndi eins og hellt væri úr fötu. Þar voru tvær konur, skála- verðir, örþreyttar orðnar og biðu þess eins að helgin væri búin og það gæfist eins eða tveggja daga hlé til að þrífa og brenna og kannski sofa svolítið líka. Kröfurnar sem gerðar eru til landvarða á stöðum sem þessum eru ekki litlar. Allt of margir haga sér eins og séu þar til þess eins að þjóna gestum og gang- andi, sörvera kaffi og búa um! Því miður á þetta ekki síst við um landann sem líka finnst nauðsyn- legt að taka með sér slatta af víni og detta ærlega í’ða þegar komið er út fyrir bæjarlækinn heima. Álfheiöur Inqadóttir skrifar Landverðir, leiðsögumenn, rútu- bílstjórar og aðrir sem tengdir eru ferðaþjónustunni hér á landi hafa á undanförnum misserum unnið mikið og gott starf og upplýsingum þeirra og áróðri vil ég þakka að nú er loks búið að taka af skarið og setja ákveðnar hömlur við hóp- ferðum útlendinga um landið. En við megum ekki einblína á flísina í auga bróður okkar eins og sagt er: íslendingar eru ekki barnanna bestir í umgengni við náttúru landsins. Reglugerðin sem fráfarandi samgönguráðherra Steingrímur Hermannsson setti um eftirlit með hópferðum útlendinga um landið og einnig sú sem fráfarandi fjár- málaráðherra Ragnar Arnalds setti um takmörkun á innflutningi vista og bensíns erlendra ferðamanna eru mikilvæg spor í rétta átt. Og ég á bágt með að skilja þær raddir (sem þótt undarlegt megi virðast, hafa heyrst hvað hæstar frá ferða- málaráðsmönnum), sem segjá að með þessum reglugerðum sé verið að loka landinu fyrir erlendum ferðamönnum og eyðileggja orðspor íslands sem ferðamanna- lands. Ég get ekki séð að erlendir náttúruunnendur láti það aftra sér frá íslandsferðum að leiðsögu- maður þeirra þurfi að hafa íslenskt atvinnuleyfi, ferðaskrifstofan að borga hópferðatryggingu og kaupa . þurfi eitthvað af vistum, þjónustu og bensíni hér á landi þann tíma sem ferðin stendur. Þetta er ná- kvæmlega það sem íslenskir ferða- menn og nær allir erlendir ferða- menn hafa látið sér lynda til þessa og finnst sjálfsagður hlutur! Það er nefnilega sem betur fer aðeins lítill hópur erlendra ferða- manna sem kemur hingað á vegum hinna svokölluðu „sjóræningja-. ferðaskrifstofa"; ekur eftirlitslaust um landið, flytur með sér allan búnað og vistir og forðast manna- byggðir og tjaldstæði eins og heitan eldinn. En í hópi þeirra hafa menn orðið uppvísir að því að skipu- leggja Islandsferðir beinlínis til þess að auðvelda mönnum að nálg- ast egg, fugla og steina sem eru alfriðaðir. Og það skyldi enginn halda að þessar ferðir væru eitthvað ódýari en ferðir sem opin- berar ferðaskrifstofur selja. Þvert á móti eru þær oft dýrari enda auglýstar sem ævintýraferðir um vegleysur og óspillta náttúru sem engar aðrar ferðaskrifstofur bjóði uppá. Ávinningurinn af því að koma í veg fyrir slíkar sjóræningjaferðir til íslands er mikill, það eyðist sem af er tekið og það á jafnt við um dauða náttúru þessa lands og þá sem lifir. Á þessum hjara veraldar, - sem manni finnst á vetrum eins og í vet- ur og í rigningartíð síðustu vikna vera alveg á mörkum hins byggi- lega heims, - á viðkvæmur gróður hálendisins erfitt uppdráttar og sé hann eitt sinn rifinn upp með rót- um og beðurinn sjálfur ristur djúp- um hjólförum fjallatrukka tekur það hann áratugi að gróa. Þetta ættu þeir hjá ferðamálaráði að vita og hætta að amast út í reglu- gerðirnar áðurnefndu. Þær eru fyrsta skrefið; næst er að kenna okkur sjálfum að umgangast landið og náttúru þess. Það verkefni er ærið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.