Þjóðviljinn - 25.06.1983, Blaðsíða 13
Helgin 25.-26. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
mektarmennirnir í búnaðarfé-
laginu og hótuðu jafnvel að ganga
úr því ef þessi glópska yrði sam-
þykkt. Og Björn minn á Rangá
sagði: „Það hlustar nú enginn á
kommúnistavaðalinn í honum
Sigga í Heiðarseli". Flestir smærri
bændurnir fylgdu mér að málum og
jafnvel einn af þeim stærri líka. En
tillagan var felld. Þá tókum við
okkur til, fjórir ungir menn, og
stofnuðum hlutafélag um kaup á
traktor. Pöntuðum hann á nafn
búnaðarfélágsins til þess að fá
styrkinn. En á fundi í búnaðarfé-
laginu árið eftir héldu sumir þeirra
miklar lofræður um traktorinn,
sem andvígastir höfðu verið
kaupunum. Já, þannig gengur það
nú stundum.
Yfirleitt hafði ég mikla ánægju af
því að vinna með ungu fólki. Eg var
í ungmennafélagi, fótboltafélagi,
oft í stjórnum þeirra og stundum
formaður. Eitt af því sem við
tókum okkur fyrir hendur var að
koma upp samkomuskála þarna í
Hróarstungunni. Var hann not-
aður í mörg ár og víst er að þar hafa
margir skemmt sér vel. Félagslíf
var mikið og gott þarna á þessum
árum og tók ég eins mikinn þátt í
því og ég gat og hafði mikla ánægju
af.
Flutt til Hveragerðis
Árið 1947 ákváðum við að hætta
búskapnum og flytjast suður. Sett-
umst þá að hér í Hveragerði.
Kunningi minn einn gat útvegað
okkur húsnæði nákvæmlega á þess-
um stað þar sem þetta hús stendur,
sem við búum nú í. Þrátt fyrir all-
langan búskap eystra komum við
hingað eiginlega allslaus. Ég varð
aldrei mikill peningamaður, kunni
einhvernveginn ekki á það og kon-
an ekki heldur. Og þó höfum við
verið nokkuð dugleg að vinna. En
það er eins og það nægi ekki alltaf.
Við komum okkur fljótlega upp
gróðurhúsi og rákum það lengi.
Það kom nú einkum i hlut konunn-
ar að sjá um það en ég var að dútla
við miðstöðvarlagnir bæði hér í
þorpinu og út um sveitir. Byggði
líka töluvert hér og svo fór ég að sjá
um Grænu matstofuna í Kvenna-
skólanum.
- Nú já, fórstu að reka mötu-
neyti?
- Nei, ekki var það nú beinlínis
heldur var málið þannig vaxið að
þáverandi landlæknir o.fl. beittu
sér fyrir því að koma þarna upp
leirbaðstofu. Ég sá um rekstur
hennar í 6 ár og hæli mér af því að
hafa læknað marga. Til að byrja
með var þessi rekstur á vegum
Landspítalans, síðan tók hreppur-
inn við honum og nú er það hælið.
Ég lenti svo hér inni í verka-
lýðsmálunum. Var formaður
verkalýðsfélagsins í 20 ár. Þar vildu
nú skiptast á skin og skúrir en alltaf
kusu þeir mig. f sambandi við af-
skipti mín af verkalýðsmálum
eignaðist ég marga góða vini eins
og Björgvin Sigurðsson á Stokks-
eyri og ýmsa fleiri, þótt ekki verði
þeir nefndir hér.
Ég hef alltaf verið róttækur svo
að sumum hefur jafnvel þótt nóg
um. Ég las allt sem ég komst yfir og
fylgdist með þjóðmálabaráttunni
svo sem frekast var kostur. Mér
varð snemma ljós hinn mikli
aðstöðumunur fátækra og ríkra.
Börnum stórbóndans voru gefin
lömb, mér ekkert fyrr en fátæk
vinnuhjú sáu aumur á mér. Kann-
ski byrjaði þetta þá?
Fyrir austan fékk ég fljótlega
stuðning frá ýmsum ungum
mönnum. Framsóknarmennirnir
voru í þá daga róttækir, margir
hverjir. Þarerorðinn mikill munur
á. Sumum þótti þá ekki alltaf
auðvelt að greina á milli þeirra og
kommúnistanna. Á því eru nú
varla erfiðleikar lengur.
Fór í framboð
- Ef ég man rétt þá varst þú í
framboði eystra fyrir eina tíð.
- Jú, það gerðist nú nokkuð
óvænt. Vorið 1933 var ég einn
góðan veðurdag að plægja með
hestum heima í Heiðarseli. Þá bar
þar að garði Gunnar Benediktsson
og Stefán Pétursson. Erindið var
að biðja mig að vera ásamt Gunn-
ari í framboði í Norður-Múlasýslu
við alþingiskosningar þær, sem þá
stóðu fyrir dyrum. Ég var nógu vit-
laus til að fallast á þetta. Og nú
þurfti að hafa hraðar hendur við að
afla meðmælenda. Við riðum í
hvellinum af stað á einhverjum
bikkjum, sem ég átti. Fórum
eitthvað þarna um nágrennið og
svo í Jökulsárhlíðina, því þeir á-
kváðu að standa með mér á Sleð-
brjót. Á því flakki munaði litlu að
við dræpum okkur og hefði það
verið slæm byrjun á kosningaferða-
lagi. Ég var vanur að ferj a yfir Lag-
arfljót en ekki Jökulsá, sem er
miklu straumþyngri og munaði
ekki hársbreidd að við lentum
undir holbakka. Einhverja fleiri
fengum við nú þarna í Jökulsár-
hlíðinni.
Síðan ætluðum við að fara í
Gauksstaði á Jökuldal að hitta
Þórð. Það er óraleið. Þegar við
komum í Hofteig sagði Bensi að
það væri ekkert vit í því fyrir okkur
að vera að þvælast alla leið fram í
Gauksstaði eftir einu nafni. Hann
skyldi bara skrifa á listann senr
meðmælandi þótt hann kysi okkur
ekki. Og það gerði hann. Síðan
tóku við fundahöld í öllum
hreppum.
Ég var svo aftur í franrboði við
kosningarnar 1934. Þá átti Áki Jak-
obsson að vera með mér en hann
kom aldrei. Ég var því einn og leist
ekki á blikuna. En Páll minn Her-
mannsson sagði að ég hefði bara
staðið mig vel. Ég ætlaði nú ekkert
á Fljótsdalshéraðið að þessu sinni
því því ég vissi ekki til að við ættum
þar nema eina stelpu. En kunningj-
ar mínir hvöttu mig til að fara að
það reyndist ekki verra. Ég var svo
einhverntíma seinna í framboði
með Jóhannesi Stefánssyni og jafn-
vel hér syðra líka. Auðvitað stóð
maður ekki í þessu af því að þing-
sæti væri í augsýn heldur af því að
við hlutum að skipa okkar lista eins
og aðrir hvort sem atkvæðavonin
var meiri eða minni á hinum eða
þessum staðnum. - Ó-já, það er nú
ýmislegt orðið öðruvísi í pólitíkinni
nú en fyrir 50-60 árum en ég hef
ekkert breyst, það máttu bóka.
Rússlandsferð
- Er það ekki rétt að þú hafi ein-
hverntíma farið í Rússlandsreisu?
- Jú, ég varð reyndar svo frægur
að komast til Rússlands 1963 eða
fyrir20 árum. Það stóð þannigáþví
að Alþýðusambandið átti kost á að
senda mann en hann varð ekki
gripinn upp í skyndinu. Þá gellur í
Möggu Auðuns: „Við sendum bara
hann Sigga Árna“. Og ég fór. Við
vorum nokkur, sem héldum hóp-
inn. Það voru 5 Finnar, 3 Danir, 3
ítalir, 2 Norður-Kóreumenn og svo
við Þorsteinn heitinn Jónsson frá
Hólmavík. íslenskur strákur var
með okkur sem túlkur, en
leiðsögumaður og fararstjóri var
rússneskur kvenmaður, mikil
myndar- og prýðis kona. Við ferð-
uðumst um Leningrad og Moskvu
og fórum svo til Kiev. Hún var í öll í
rúst austan fljótsins eftir styrjöld-
ina. Var okkur sagt að þar væri
aðeins eitt hús óskemmt og var
okkur sýnt það. Ég sá nú ekki betur
en að á því væru kúlugöt. í Kiev er
minnismerki um sigurinn í styrjöld-
inni, geysi há súla og undir henni
logar stöðugt eldur.
Okkur var boðið í einskonar
skógarferð í Kiev og haldin þar
veisla í húsakynnum náttúrlækn-
ingahælis. Ég efast nú um að
veislan hafi verið í samræmi við
reglur hælisins því þarna var veitt
vín og urðu ítalirnir fljótlega blind-
fullir og Danirnir raunar líka. Ann-
ars sáum við þarna aldrei vín á
manni. Norður-Kóreumennirnir
voru ákaflega ljúfir, háttprúðir og
góðir ferðafélagar, um það bar öll-
um saman. Og Rússarnir virtust
mérvera mjög vingjarnlegt og gott
fólk. Ferðin tók hálfan mánuð,
fróðleg og skemmtileg og hafi
Magga Auðuns þökk fyrir uppá-
stunguna.
Jæja, mér finnst á lyktinni að
konan sé að baka kleinur. Eigum
við ekki að koma fram í eldhús og
fá okkur kaffisopa og kleinubita
því ég ætla ekki að vera heima á
afmælisdaginn.
-mhg
Ferðamál á íslandi”
Spá 7 % fjölgun
Nokkrar sveillur hafa orðið í ferðainannastraumuuin til landsins á undan-
förnum áruin eins og hér sést.
Ferðamál á íslandi nefnist bæk-
lingur sem samgönguráðuneytið
hefur gefið út, en þar er fjallað um
þjóðhagslega þýðingu ferðamála,
spá um þróun fram til 1992 og til-
lögur um ferðamálstefnu.
Er hér um að ræða niðurstöður
nefndar sem skipuð var í lok ársins
1981 „til að gera úttekt á þjóðhags-
legri þýðingu íslenskrar ferða-
mannaþjónustuogspá um þróun
hennar á næstu árum". í nefndinni
sitja Birgir Þorgilsson markaðs-
stjóri Ferðamálaráðs íslands,
Helgi Ólafsson, framkvæmdstjóri
áætlanadeildar Framkvæmda-
stofnunar ríkisins og Ólafur S.
Valdintarsson. skrifstofustjöri
samgönguráðuneytisins, sem jafn-
framt var formaður nefndarinnar.
I bæklingi þessum, sem er all
umfangsmikill, er fjallað ýtarlega
um þróun ferðamála á íslandi og
horfur. Fjöldamörg línurit, spár og
töflur eru í ritinu. Meðal þeirra er
spá um fjölgun erlendra ferða-
manna og er gert ráð fyrir að á
þessu ári nemi hún um 7% en eftir
það 3,5%. Hún byggist á eftirfar-
andi atriðum:
a) Ný bíla- og farþegaferja,
Edda, á vegum Farskips h.f.
tók upp vikulegar feröir til ís-
lands um mánaðamótin maí-
júní n.k. með viðkomu í
Reykjavík, Newcastle og
Bremerhaven.
b) Ný bíla- og farþegaferja,
Norröna, tók við af Smyrli.
bæði stærra og hraðskreiðara
skip.
c) Arnarflug hóf áætlun til Am-
sterdam, Dússeldorf og Zúrich
og það seint á síðasta ári, að
árangur markaðsstarfsemi fé-
lagsins kom þá ekki að fullu í
ljós, en ætti að gera það á
þessu ári.
d) Reiknaö er meö fjölgun er-
lendra farþega með Flug-
leiöum, einkanlega á leiðinni
New York-Reykjavík.
mHðmm'AMt
/eeett!
30.000 kr. afslátt
af fyrstu sendingunni á Skoda ’83
Hefur bú efni á að bíða?
: .Skoda
fáanlegur fyrir aöeins
meöan fyrsta sendingin endist
Skoda 105 kr. 134.700
Skoda 120L kr. 147.900
Skoda120LS kr. 163.400
Skoda 120GLS kr. 177.400
Skoda Rapid kr. 196.800
Verö miðað við tollgengi júnímánaðar.
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600
<h