Þjóðviljinn - 25.06.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.06.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 2S.-26. júní 1983 Birgir að leiðbeina krökkunum sínum. „Einn fyrir alla og allir fyrir einn46 Glöð á góðri stund. Birgir Sveinsson og hluti af hljómsveitinni. mhg ræðir við Birgi Sveinsson, stjórnanda Skólahljóm- sveitar Mosfellssveitar, en hún hyggur á Ítalíuför. - Þúspyrö um upphafiö. Áttu þá viö upphafið að þátttöku minní í lúörasveitarleikeöa upphafiö aö Skólahljómsveit Mosfellssveitar? - Ersvoauðveltaðgreina þarámilli? - Nei.atvikinhafanúhagaö því svo, að þaö er e.t.v. ekki auðvelt. En þá getum viö líka sagt, aö upphafsins sé að leita austur í Neskaupstað. Hjá blaöamanni situr Birgir Sveinsson og þeir eru aö rabba um Skólahljómsveit Mosfellssveitar, eins og fram hefur raunar komiö. Frá Neskaupstað til Mosfellssveitar - Og hvernig er þá háttaö tengslunum þarna á milli? - Jú, á þeim árum þegar þeir Bjarni heitinn Þórðarson og félagar hans voru að leggja undir sig Nes- kaupstað.ef svo má að oröi komast, þá fannst þeim þeir þurt'a að koma á fót prentsmiðju.Varð úr að Ingv- ar Bjarnason kæmi með prent- smiðju austur. Hann var tónlistar- maður og leið ekki á löngu þar til hann hafði stofnað lúðrasveit í Neskaupstað. Nokkru síðar kom Haraldur Guðmundsson prentarí einnig austur og upphófst nú mikið blómaskeið í tónlistarlífinu í Nes- kaupstað. Nú, ég fór fljótlega að spila þarna í lúðrasveitinni og til þessa er að rekja afskipti mín af tónlistarmálum. Þegar ég fór frá Neskaupstað hvarf ég til Vestmannaeyja þar sem ég lærði í tvo vetur hjá Oddgeiri heitnum Kristjánssyni. Frá Vest- mannaeyjum lá leiðin til Reykja- víkur, og þar spilaði ég í Lúðrasveit verkalýðsins í 4 ár, og lærði jafn- framt hjá þeim Jóni Sigurðssyni og Birni Guðjónssyni. Eftir að hafa lokið kennaraprófi 1960 flutti ég mig í Mosfells- sveitina. A þriðja dvalarári mínu þar, eða 1963, gekkst ég svo fyrir stofnun skólahljómsveitarinnar og hef stjórnað henni síðan. Og hún varð í rauninni upphafið að Tón- listarskóla Mosfellssveitar.Nú geri ég ráð fyrir því að hljómsveitin hefði verið stofnuð án míns atbeina þótt það hefði kannski dregist eitthvað. Atvikin höguðu því á hinn bóginn svo, að það kom í hlut manns, sem tók sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni austur í Nes- kaupstað og því tel ég að þráðinn að stofnun hljómsveitarinnar megi rekja þangað. Hljómsveitin starfar í tengslum við Tónlistarskólann og er raunar liður í starfi hans. Á faraldsfœti - Hvað eru margir í hljóm- sveitinni? _ - Féiagar hennar eru um 80 og eru þeir frá 9 ára aldri og allt fram yfir tvítugt. Sá elsti er 24 ára og hefur verið með frá 8 ára aldri. En við skiptum sveitinni gjarnan niður í hópa eftir aldri og getu. - Ekki efa ég að það sé ærið starf að æfa og stjórna 80 manna hljóm- sveit en grun hef ég nú samt um að ekki sé það þitt eina eða aðalstarf. - Nei, ekki er það nú. Ég er yfir- kennari við barnaskólann og hljómsveitarstjórnin er bara auka- starf. Og ég er engan veginn einn við að kenna hljómsveitinni. Lárus bróðir minn leggur einnig hönd að því. - Gerir hljómsveitin mikið að því að leika opinberlega? - Já, ég held að svo megi segja. Við höldum reglulega tónleika einu sinni á ári. Auk þess spilum við við ýmis tækifæri, bæði utan sveitar og innan, m.a. oft í Reykja- vík. Vorum m.a. með fjöimenna skemmtun á Hótel Sögu í vetur. Við höfum ferðast mikið um landið og farið m.a. tvær hringferðir. Að sjálfsögðu höfum við leitað upp- hafsins og farið til Neskaupstaðar. Og þegar þangað er komið borgar sig ekki að snúa við, heldur halda bara áfram, hringinn. Það stóð nú einu sinni svo á þeg- ar við komum til Neskaupstaðar að þar voru allir á kafi í vinnu sem oftar og sáum við fram á að fólk ætti örðugt með að sækja hljóm- leika. Þá drifum við okkur bara í salthúsið hjá Síldarvinnslunni og spiluðum þar fyrir fólkið. Árið 1980 fórum við til Svíþjóð- ar og Danmerkur og fléttuðum því ferðalagi inn í vinabæjaheim- sóknir í þessum löndum. Við för- um eitthvað árlega og ferðalögin eru stór þáttur í þessari starfsemi. - Eru skólahljómsveitir starfandi víða um land? - Já, þær eru það og það er mikil gróska í lúðrasveitarleik hjá ungu fólki. Ég hygg að í þessum hljóm- sveitum sé aldrei undir 1000-1200 manns. Mótahald - Um síðustu mánaðamót fór fram í Vestmannaeyjum landsmót skólahljómsveita. Ér eitthvað um j3að að hljómsveitirnar haldi þann- ig sameiginleg mót? - Já, við byrjuðum með svona mót árið 1969. Þá mættu fjórar hljómsveitir: Hljómsveitin okkar úr Mosfellssveitinni, hljómsveitir frá Sandgerði, Hafnarfirði og Sel- tjarnarnesi. Mótið var haldið á Sel- tjarnarnesinu, í umsjá skólamanna þar og þeir sáu einnig um næstu mótin. Síðan hafa þau verið hér og þar en aldrei þó í Reykjavík. Og eins og þú sagðir þá var síð- asta mótið í Vestmannaeyjum, 28. og 29. maí sl. Foreldrafélagið í Vestmannaeyjum og Lúðrasveitin þar undirbjuggu mótið og stóðu fyrir því af mikilli prýði og myndar- skap. í þessu móti tóku þátt 18 hljómsveitir. Ég var þarna með 30 krakka á aldrinum 9-12 ára. Tón- leikarnir fóru fram í íþróttahúsinu og var sérstök áhersla lögð á að flytja verk eftir Oddgeir heitinn Kristjánsson. Er lokið var innan- hússhljómleikunum skiptist hópur- inn í tvær fylkingar, sem fóru urn bæinn og staðnæmdust svo á Stakkagerðistúni,en þar er minnis- varði um Oddgeir heitinn. Þar voru leikin 3 lög eftir hann og mót- inu síðan slitið. Oddgeir heitinn var einstakur indælismaður og mikill listamaður. Ég tel mér það mikil Itapp að hafa kynnst honum, Annars er það um þessi mót að segja að þau eru sífellt að verða stærri og umfangsmeiri og á þeim kemur það greinilega í ljós, að krakkarnir spila alltaf betur og bet- ur, framförin hefur bæði verið mik- il og stöðug. En gildi mótanna er einnig og ekki síður fólgið í því að auka og efla kynningu og tengsl með, þeim sem í þeim taka þátt og það er mikils virði fyrir þá sem starfa á sama vettvangi og vinna að sameiginlegum áhugamálum. Nú er í undirbúningi að efna til námskeiðs fyrir stjórnendur lúðra- sveita. Er ætlunin að það verði norður í Hafralækjarskóla nú í ág- úst. Meiningin er að mynduð verði lúðrasveit með þátttakendum víðsvegar að af landinu, sem stjórnendurnir síðan æfa sig á, en leiðbeinendur verða þeir atvinnu- menn, sem við eigum besta á þessu sviði. Ítalíuför - Nú hef ég heyrt því fleygt, að þið séuð að undirbúa ferðalag allt til Ítalíu. - Já, það er rétt, við erum að því, og það er nú stærsta átak okkar til þessa. Þetta yrðu 35 manns, frá 12 ára aldri og uppúr. Hugmyndin er að fara 12. júlí og að ferðin taki hálfan mánuð.Þetta verður svona jöfnum höndum skemmti- og tón- leikaferð og meiningin að spila mikið. Við munum fara til Fen- eyja, skreppa til Austurríkis og svo í styttri ferðir út frá aðalbæki- stöðinni,sem verður í Ligniano. Þetta ætlum við okkur að fara sem mest á eigin spýtur en njótum að- stoðar Útsýnar. - Með aðstoð Útsýnar, segirðu, en veitir enginn aðili ykkur beinan styrk til þessarar Bjarmalands- ferðar, nú hlýtur hún áð vera æði kostnaðarsöm og þurfa mikinn undirbúning? - Það er rétt að þetta kostar gíf- urlegan undirbúning og vinnu en foreldrafélagið og krakkarnir sjálf- ir vinna að því baki brotnu að afla peninga. Krakkarnir vinna t.d. við hreinsun og tiltektir bæði á Ala- fossi og Reykjalundi og allt sem þau innvinna sér, fer beint í ferðasjóð- inn. Margir íbúar hér í sveitinni og fyrirtækin leggja okkur líka mikið lið og kunnum við þeim al- úðarþakkir fyrir. Ég sagði áðan að þessi Ítalíuför ætti að vera hvorttveggja í senn hljómleika- og skemmtiferð og það verður hún vonandi. En þá er ónefndur sá þátturinn,sem ekki er hvað þýðingarminnstur og það er sú félagslega þjálfun, sem ungling- arnir öðlast við það að vinna þann- ig saman að settu marki og sú sam- kennd, sem það skapar. Hér vinn- ur einn fyrir alla og allir fyrir einn og það er alveg ótrúleg orka sem leysist úr læðingi þegar þannig er unnið af heilum hug. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.