Þjóðviljinn - 29.06.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.06.1983, Blaðsíða 5
Sumarferð ABR: Miðvikudagur 29. júnf 1983 i ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 í gullnu sólskini var Jónsmessuhátíð Alþýðubandalagsins í Reykjavík haldin í Viðey s.l. sunnudag. Tókst hún enda með miklum ágætum og mátti þekkja Viðeyjarfara daginn eftir á götum Reykjavíkur því að andlit þeirra voru eins og rauðar sólkringlur. Veðurguðirnir hljóta að hafa velþóknun á Allaböllum því að rigningardagar fóru fyrir og eftir þessum ágæta sunnudegi. Um 400 manns sóttu hátíðina og undu sérvel viðsöng, leik, fræðslu, matargerð yfir langeldi, sólbað og gönguferðir. Viðey er kjörin fyrir slíkar útihátíðir. Björn Th. Björnsson listfræðingur hóf dagskrána með því að flytja tölu um sögu Viðeyjar og fór á kostum enda vandfundinn betri frásagnarmaður. Vonumst við til að geta birt ræðu hans hér í blaðinu inna tíðar. Síðan var gengið til kirkju og stofu en Hjör- leifur Stefánsson arkitekt sagði byggingar- sögu þessara fornu og merku bygginga. Aðalmótstaðurinn var undir Heljarkinn og þar höfðu er hér var komið sögu verið kyntir fjórir langeldar undir blaktandi fán- um. Já, langeldar voru þeir kallaðir til að 1 brekki Un",austurafHe//arW( nn sat fólk °9 naut só,ar, matar Jónsmessuhátíð í Viðey að hitt hefði dregið undan brekku. Tókst ekki að skera úr því deilumáli. Eftir þetta fóru börn og unglingar í reiptog og barst leikurinn um víðan völl og höfðu ýmsir betur. Um kl. 3 fór meiri hluti hópsins í göngu- ferð austur að Stöð og þar skýrði Guðjón Friðriksson blaðamaður sögu Sundbakka og aðrir kunnugir fylltu frásögnina. Komið var aftur að mótsstaðnum um kl. 5 og síðan var unað við söng, sólbað, gönguferðir og aðra skemmtan. Hafsteinn Sveinsson fór nú að ferja fólk til baka og munu þeir síð- ustu hafa farið úr eynni um kvöldmatar- leytið. forðast hið ljóta nafn grill. Reyndar komu fleiri tillögur um nafngift á slíkum eldum svo sem grél, algrindur, eldgrindur o.s.frv. Steiktu hátíðargestir mat sinn yfir eldum þessum og síðan var mörg skemmtan uppi höfð undir stjóm Guðrúnar Hallgrímsdótt- ur verkfræðings. Gunnar Guttormsson deildarstjóri og Árni Björnsson þjóðhátt- afræðingur leiddu fjöldasöng en Elías Da- Hlauplð í skarðið. dóttir leikari var í hópnum og brá hún sér í gerfi Línu langsokks við mikinn fögnuð barna og söng eitt lag. Þá var gengið til leikja, hlaupið í skarðið og framið reiptog. Tryggvi Þór Aðalsteins- son og Þorbjörn Broddason skipuðu í lið. Eftir mikinn reipdrátt og langan tókst liði Tryggva að draga hitt yfir mörkin og komu liðsmenn Þorbjarnar óðar með þá skýringu víðsson tónskáld og kerfisfræðingur lék undir á harmoníku. Kristín Ólafsdóttir söng nokkur lög við undirleik Kolbeins Bjarnasonar, Guðmundar Hallvarðssonar og Ársæls Mássonar. Sigrún Edda Björns- Um borð (Skúlaskeiði Hafstelns Svelns- sonar. Lára Þorsteinsdóttir með Steinunni dóttur sína en aftar er Sigríð- ur Hauksdóttir. Haukur Einarsson prentari nýtur sól arbtíðunnar. Ársæll Másson, Guðmundur Hallvarðsson, Kolbeinn Bjarnason og Kristín ÓlafS' dóttir skemmta með spili og söng. Gunnar Ólafsson verkfræðingur grillar á einum langeldinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.