Þjóðviljinn - 29.06.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.06.1983, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 29. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþróttir Víðir Sigurösson Blissett í sólina á Ítalíu KS-menn komust í gegn Luther Blissett, blökkumaður- inn marksækni hjá Watford sem varð markakóngur 1. deildar en- sku knattspyrnunnar sl. vetur, leikur næsta keppnistímabil með hinu fræga ítalska félagi AC Mi- lano. Félagið hefur átt í erfiðleikum sl. þrjú ár í kjölfar þess að það var dæmt niður í 2. deild vegna mútu- hneykslis. Það vann sig strax upp í 1. deild, féll aftur en sigraði síðan með glæsibrag í 2. deildinni sl. vet- ur. Blissett lék sína fyrstu landsleiki fyrir England á síðasta keppnistím- abili og skoraði m.a. þrjú mörk í einum þeirra, gegn Luxemburg í Evrópukeppni landsliða. Tvöfalt hjá KS frá Siglufirði tryggði sér sœti í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu ígærkvöldi með því að sigra Völsung 3:2 ífjörugum leik á Húsavík. Staðan í hálfleik var jöfn, 2:2. KS mœtir Fylki í Reykjavík í 16-liða úrslitunum. Hafþór Kolbeinsson skoraði fyrsta markið, 0:1 fyrir KS, en Jón- as Hallgrímsson jafnaði. Björn Ingimarsson kom Siglfirðingum aftur yfir en Jónas var búinn að jafna á ný innan hálfrar mínútu. Óli Agnarsson skoraði síðan sigur- mark KS í síðari hálfleik. Tinda- stóll er einnig kominn áfram, vann Leiftur 3:1 á Ólafsfirði sl. fimmtu- dagskvöld og fœr Keflavík í heim- sókn. Knattspyrnu- skóli Knattspyrnudeild Breiðabliks stendur í sumar fyrir knattspyrnu- skóla á Smárahvammsvelli í Kópa- vogi. Verður skólanum skipt í tvennt og hefst fyrri hlutinn 4. júlí en sá síðari 18. júlí. Kennari verður Kristján Halldórsson og er öllum knattspyrnuáhugamönnum, strák- um og stelpum, 12 ára og yngri, velkomið að taka þátt. Þátttöku- gjald er 300 krónur og er innritun í síma 41985 milli 11 og 12 til 1. júlí. Skotskórnir voru heima ísland og Færeyjar gerðu markalaust jafntefli í drengja- landsleik í knattspyrnu sem fram fór í Götu í Færeyjum í fyrrakvöld. Sömu úrslit urðu í leik liðanna í Klakksvík á sunnudaginn. Oddur Sigurðsson, hlauparinn kunni úr KR, sigraði í tveimur greinum á Meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum sem var haldið áfram á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi. Oddur vann í 400 m hlaupi karla, hljóp á 49,3 sek, Egill Eiðs- son, UÍA, varð annar á 49,6 og Guðmundur Skúlason, Ármanni, þriðji á 50,7. í 100 m hlaupi sigraði Oddur eftir harða baráttu, hljóp á 10,87 sekúndum, Þorvaldur Þórs- son, ÍR, á 10,94 og Jóhann Jó- hannsson, ÍR, á 11,07. Guðrún Ingólfsdóttir sigraði ör- ugglega í kringlukasti kvenna, kastaði 46,14 metra. Margrét Þ. Óskarsdóttir, ÍR, varð önnur með 41,82 og Soffía Gestsdóttir, HSK, þriðja með 35,50 m. Sigríður Kjartansdóttir, HSK, varð fyrst í 400 m hlaupi kvenna á 58,70 sekúndum. Valdís Hall- grímsdóttir, KR, hljóp á 59,44 og Berglind Erlendsdóttir, Breiða- bliki, á 62,58. Eggert Bogason, FH, þeytti sleggjunni lengst, 45,64 metra. Annar varð Jón Ó. Þormóðsson, ÍR, með 42,76 og þriðji Jón H. Magnússon, ÍR, með 38,60. Oddný Árnadóttir, ÍR, varð fyrst í 100 m hlaupi kvenna á 12,20 sek. Þá kom Helga Halldórsdóttir, KR, á 12,59 og síðan Svanhildur Kristjánsdóttir, Breiðabliki, á 12,76. Bryndís Hólm, ÍR, sigraði með yfirburðum í langstökki kvenna eins og vænta mátti. Þar flaug hún 5,91 metra, Jóna B. Grétarsdóttir, Ármanni, 5,25 og Birgitta Guð- jónsdóttir, HSK, 5,22 metra. Helga Halldórsdóttir, KR, varð fyrst í 100 m grindahlaupi kvenna á 14,2 sekúndum, þá kom Valdís Hallgrímsdóttir, KR, á 15,1 og þriðja Birgitta Guðjónsdóttir, HSK, á 16,2 sek. Þorvaldur Þórsson og félagi hans úr ÍR, Stefán Þór Stefánsson háðu mikið einvígi í 110 m grindahlaupi karla. Þorvaldur varð á undan, fékk tímann 14,4 sek, gegn 14,5 hjá Stefáni. Hjörtur Gíslason, KR, varð þriðji á 15,8 sek. Vésteinn Hafsteinsson, HSK, kastaði kringlu lengst af körlum, 57,94 m. Erlendur Valdimarsson, ÍR, kastaði 55,18 og Eggert Boga- son, FH, 48,92. Eyfirðingurinn Kristján Hreins- son kom sá og sigraði í hástökki karla, sveif yfir 2,03 metra. Stefán Oddi Þór Stefánsson, IR, stökk 2 metra og Stefán Friðleifsson, UÍA, 1979. Ragnheiður Ólafsdóttir, FH, sigraði í 1500 m hlaupi kvenna á 4:26,54 sekúndum. Súsanna Helg- adóttir, FH, varð önnur á 5:00,15 og Guðrún Eysteinsdóttir, einnig FH, þriðja á 5:11,77. Guðmundur Sigurðsson, UM- SE, stökk lengst í þrístökki, 14,16 m. Sigurður Einarsson, Ármanni, stökk 13,64 og Stefán Þ. Stefáns- son, ÍR, 13.60 m. Gunnar Páll Jóakimsson, ÍR, sigraði í 1500 m hlaupi karla eftir gífurlega keppni við Magnús Har- aldsson, FH, og Hafsteinn Óskars- son, ÍR. Gunnar Páll hljóp á 4:00,0, Magnús á 4:00,1 og Haf- steinn á 4:01,4 í blaðinu í gær gleymdist ein grein frá því í fyrrakvöld, Ragn- heiður Ólafsdóttir, FH, sigraði á 800 í hlaupi kvenna á 2:08,03 mín, Hrönn Guðmundsdóttir, ÍR, varð önnur á 2:15,44 og Súsanna Helga- dóttir, FH, þriðja á 2:21,26 mínút- um. Karla- og kvennalandsliðin fyrir Kalott-keppnina voru valin í gær en birting á þeim verður að bíða morguns. - VS íslandsmótið í knattspyrnu — 1. deild kvenna: Víkingssigur í fallslagnum Leikið í kvöld Tveir leikir verða í 1. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu í kvöld. Akurnesingar mæta Keflvíkingum á Akranesi og flautar Ragnar Orn Pétursson dómari til leiks kl. 20 stundvíslega. Þá hefur því heyrst fleygt að Þróttur og Brciðablik leiki á Laugardalsvelli en það mun háð veðri og vallarskilyrðum. Víkingsstúlkurnar náðu dýr- mætum stigum í fallbaráttu 1. deildar kvenna í knattspyrnu í gær- kvöldi er þær sigruðu Víði 2-1 í Garðinum. Víðir hafði forystu í hálfleik, 1-0, en Víkingur snéri síð- an blaðinu við og sigraði sann- gjarnt. Leikurinn, sem fór fram á gras- vellinum í Garði, var jafn framan af og Víðir náði forystu um miðjan fyrri hálfleik, Auður Finnboga- dóttir skoraði með lausu skoti. Víkingsstúlkurnar voru mjög á- kveðnar eftir markið og sóttu lát- laust. Á 16. mínútu síðari hálfleiks jafnaði Valdís Birgisdóttir og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Inga Lára Þórisdóttir sigurmark Víkings. Hún fékk að líta gula kortið hjá dómaranum í leiknum. Liðin voru nokkuð áþekk innbyrðis en best á vellinum var Alda Rögnvaldsdóttir sem sýndi nokkrar skemmtilegar syrpur. Jafnt á KR-vellinum KR og Valur gerðu jafntefli, 1-1 á KR-vellinum í fyrrakvöld í leik sem frekar var hljótt um, fjölm- iðlar ekki látnir vita um breyttan leikdag. Sigrún Norfjörð mark- vörður Vals meiddist eftir aðeins korter, fór útaf, og landsliðskonan Erna Lúðvíksdóttir skellti sér í markið og lék vel þar. Aðeins sex mínútum fyrir leikslok komst KR yfir með marki Kolbrúnar Jó- hannsdóttur en það dugði ekki til, Kristín Anþórsdóttir jafnaði á lok- amínútunni fyrir Val, 1-1, eftir þvögu í vítateig KR. -MHM „Þú kannt þetta ennþá, Hemmi. Blessaðúr farðu að æfa aftur og skora mörk fyrir okkur.“ Guð- mundur Þorbjörnsson (nr. 10) gleðst heldur betur innilega yfir glæsilegu marki félaga hans fyrr- verandi í Valsliðinu, Hermanns Gunnarssonar, fyrrum marka- kóngs og núverandi útvarpsmanns. Þeir félagar léku saman í Valsliðinu frá 1976, Islands- og bikarmeistur- unum það ár, gegn Valsliðinu 1983 í fyrsta opinbera stórleiknum á fal- legum Valsvellinum í gærkvöldi og Hermann opnaði leikinn fyrir „öldungana“ með gullfallegu marki sem minnti á gömlu góðu dagana. Leikurinn var fjörugur og endaði 7:6 fyrir yngra liðið. Þar skoraði Pétur Ormslev tvö, Valur Valsson, Guðni Bergsson, Hilmar Harðar- son, Magni Pétursson og Hilmar Sighvatsson. Hemmi gerði tvö fyrir ’76, Atli Eðvaldsson, Úlfar Hróars- son, Guðmundur og Magnús Bergs • eitt hver. - Mynd: eik. Austri hafði betur Austri vann erkióvininn, Þrótt frá Neskaupstað, 1:0 þegar félögin mættust á Eskifjarðarvelli í topp- baráttu B-riðils 3. deildar í knatt- spyrnu. Austramenn voru ívið sterkari aðilinn í leiknum og eru nú komnir i efsta sætið. Engu munaði að Austri næði for- ystunni strax á 10. mínútu, Sigur- jón Kristjánsson átti þá þrumuskot í þverslána og þaðan skaust knött- urinn niður á marklínuna. Eina mark leiksins kom síðan seinni part síðari hálfleiks, Bjarni Kristjáns- son skoraði úr vítaspyrnu eftir að Þróttari hafði handleikið knöttinn innan eigin vígateigs. Staðan í B-riðli Austri................6 5 0 1 14:5 10 Tindastóll............5 4 1 0 12:3 9 Þróttur N...............6 4 0 2 9:7 8 Huginn..................6 3 1 2 8:7 7 Magni...................4 2 0 2 4:3 4 ValurRf.................5 2 0 3 5:7 4 HSÞ.....................6 1 0 5 5:12 2 Sindri..................6 0 0 6 4:17 0 - vs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.