Þjóðviljinn - 29.06.1983, Blaðsíða 9
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. júní 1983
Miðvikudagur 29. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
I þessu húsi Menntaskólans á Egilsstöðum eru bæði heimavistir og kennslustofur. í framtíðinni verður húsið einungis notað undir heimavistir
Myndin sýnir hvernig umhorfs er í hinum nýju tveggja hæða vistarverum nemenda ME. Slíkar vistarverur
eru ætlaðar fyrir þrjá nemendur
Nemendur semja sjálfir
stundaskrána að hluta
- Nýveriö er lokiö fjóröa starfsári Menntaskólans á
Egilsstöðum. Skólinn var settur í fyrsta skipti haustið
1979. Þaö haföi lengi veriö Austfiröingum og
Héraðsbúum kappsmál aö fá menntaskóla til
Austurlands. Höföu þeir, þartil aö Menntaskólinn á
Egilsstööum tók til starfa, þurft aö sækja
framhaldsmenntun útfyrir fjóröunginn, — til Akureyrar
eöa Reykjavíkur. Einsog títt er um nýjar stofnanir hefur
ME lengst af búiö viö þröngan húsakost. í uppbyggingu
skólahúsnæöis hefur áhersla veriö lögö á heimavistir
nemenda. Er nú svp komið aö heimavistir er aö heita
má fullfrágengnar. í haust, í fyrsta skipti í sögu skólans,
verður aö öllum líkindum hægt aö veröa viö óskum allra
þeirra sem æskja heimavistar
Skólaumræða
- Annað atriði sem áberandi er í
starfi ME og reyndar er einkenn-
andi fyrir nýjar stofnanir með
ómótaðan starfsstíl er sú umræða
meðal kennara og annarra
aðstandenda um eðli skólans,
markmið og leiðir. Hafa spurning-
ar um þessa þætti alltaf vérið
áleitnar og iðulega torleystar. Hef-
ur kennurum skólans á stundum
verið farið einsog Þormóði Kol-
brúnarskáldi þegar hann hafði étið
uldinn fogl og notið mærinnar
Lúku á Grænalandi, að þeir spyrja
sjálfa sig þessarar hrikalegu spurn-
ingar: „Hví em ek hér?“ Menn
greinir á um hvort þetta sé góð eða
slæm spurning, - hvort heldur sem
er hjá Þormóði eða starfsliði
Menntaskólans á Egilsstöðum.
Kostir hennar eru að hún vekur
undantekningarlaust umræður sem
taka til kjarna málsins. Gallarnir,
að við henni eru sjaldnast einhlít og
endanleg svör.
„Opið kerfi“
- Ein afleiðing skólaumræðu
starfsliðs ME er sú tilraun með
nýja kennsluhætti sem gerð var á
síðustu önn og er í daglegu tali
kennd við opið kerfi. í þessu opna
kerfi var kennt samkvæmt hefð-
bundinni stundaskrá þrjá daga vik-
unnar, þ.e. mánudaga miðviku-
daga og föstudaga. A þriðjudögum
og fimmtudögum var nemendum
hinsvegar gefið frjálst val hvaða
greinar þeir stunduðu. Útbúin var
sérstök viðveruskrá þar sem hverj-
um kennara var úthlutaður staður
og stund. Nemendur gátu síðan
samkvæmt þessari skrá haft uppá
kennurunum í þeim greinum þar
sem þeim þótti þörfin mest. í venj-
ulegum þriggja eininga áfanga (6
kennslust. á viku) fóru 90 mín. á
viku í þessa opnu kennslu.
Aðalreglan á þessum opnu dög-
um var sú, að námið færi fram að
frumkvæði nemandans, - að nem-
Þorsteinn Gunnarsson um opna kerfið:
„Skólinn hefurskyldur
við aUa nemendur.“
- Þorsteinn Gunnarsson hefur verið kennari við ME allt frá stofnun
skólans. Síðastliðin tvö ár hefur hann gegnt stöðu áfangastjóra
fyrirframhaldsskóla á Austurlandi. Mikið mæðir því á Þorsteini í
skólamálum Austfirðinga og Héraðsbúa.
Þorsteinn tekur í öllum aðalat-
riðum undir með þeim sem halda
því fram að opna kerfið hafi marga
augljósa kosti. Nefnir hann í því
sambandi aukna möguleika til ein-
staklingskennslu og sveigjanlegri
kennsluhætti. En Þorsteinn leggur
jafnframt mikla áherslu á að full
ástæða sé til að fara sér hægt í til-
raunum sem þessum. Að sögn Þor-
steins gerir opna kerfið mun meiri
kröfur til ytri aðstæðna s.s. hús-
næðis og kennslugagna en hefð-
bundin kennsla, og við ME er því
reyndar þannig farið að bygging
Egilsstaðir
andinn kæmi til kennarans með sín
vandamál og ekki öfugt. Eftilvill
má segja að grunnhugsunin í þessu
opna kerfi hafi verið að þröngva
sjálfsábyrgð og sjálfsforræði uppá
nemendur. Frá aðalreglunni voru
þó nokkurfrávik. Gertvarráðfyrir
að kennara væri heimilt að loka
tímum sínum á opnum degi, - þ.e.
að skylda nemendur í ákveðnum
áfanga til þess að mæta. Þetta á þá
aðeins við um undantekningartil-
felli, og að öðru leyti gilti algjört
mætingafrelsi á opnum dögum.
Önnur undantekning var, og
skiptir sú meira máli, að gert var
ráð fyrir að kennarar hefðu mögu-
til vissrar stýringar á þeirri
„Hver nemandi sem ekki nær árangri í skólanum er gífurleg sóun á
kröftum skólans og hæfileikum viðkomandi ncmanda," segir Þorstcinn
Gunnarsson áfangastjóri.
vinnu sem fram færi á opnum degi.
í mörgum greinum fór þessi stýring
þannig fram, að lögð voru fyrir
verkefni í bundnum tímum og síð-
an boðið upp á aðstoð við úr-
vinnslu í opnum tíma. Varð þetta
form nokkuð ráðandi, einkum þeg-
ar leið á önnina. Svipar þessu að
miklu til kennsluhátta sem notaðir
hafa verið í menntaskólum um
langa hríð, t.d. í stærðfræði, að
skipta tímum í teoríutíma og dæm-
atfma.
Þegar lagt var af stað með opið
kerfi í upphafi vorannar 1983 skipt-
ust viðhorf manna nokkuð í tvö
horn. Mikill meirihluti kennara og
nemenda var mjög jákvæður og
trúðu að hér væri komið kerfi sem
myndi skila sér í stórbættum náms-
árangri. Fámennur en öflugur
minnihluti áleit að opna kerfið
leiddi beint til glötunar. Að svo
miklu leyti sem hægt er að láta ný-
afstaðin próf segja til hér um virð-
ast báðir þessir hópar hafa rangt
fyrir sér. Niðurstöður prófanna var
ívið betri en endranær, - þó engan-
veginn það miklu betri að það eitt
nægi til að kveða uppúr um ágæti
hins opna kerfis.
Aukið
sjáifsforræði
- Sem fyrr segir er meginmark-
mið opna kerfisins að auka sjálfs-
forræði nemenda. Samkvæmt
helstu „hugmyndafræðingum"
kerfisins stuðla þessir kennsluhætt-
ir að því að gera nemendur sjálfa
ábyrga fyrir eigin gerðum. Nem-
andinn skipuleggur að hluta til
sjálfur sína vinnu, - bæði hvað
viðkemur tíma og tilhögun. Opna
kerfinu er ætlað að vera einhvers-
konar aðlögunarstig milli þeirrar
hins eiginlega kennsluhúsnæðis er
ekki ennþá hafin. Þetta telur hann
vera að hluta til skýringuna á því,
að opna kerfið hefur nýst samfé-
lagsgreinum verr en öðrum.
Þorsteinn bendir ennfremur á
þær hættur sem eru því samfara, ef
í ljós kæmi, að opna kerfið hentaði
ginungis fámennum hópi
úrvalsnemenda. „Við megum ekki
gleyma því“, segir Þorsteinn
Gunnarsson, „að skólinn hefur
skyldur við alla nemendur og nem-
endur þessa skóla eru u.þ.b. 30%
fólks á aldrinum 16-20 ára í þessum
fjórðungi. í hvert skipti sem ne-
mandi kemur í skóla án þess að ná
einhverskonar árangri er það gífur-
leg sóun, - bæði á kröftum skóians
og hæfileikum viðkomandi nem-
anda. Við verðum að gæta okkar
að gera ekkert sem gæti gert þenn-
an hóp nemenda stærri en þegar er
orðið,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Nýjung í
kennslu-
háttum viö
Mennta-
skólann á
Egilsstöðum
ákveðnu stýringar sem fram fer í
grunnskólum og hins vegar aka-
demísks frelsis. Á það er bent að
jafnvel þótt akademískt frelsi með
engri mætingarskyldu sé tæplega til
lengur, þá standi nemandinn óneit-
anlega frammi fyrir því vandamáli
þegar kemur á háskólastig að þurfa
að velja og hafna og þurfa sjálfur
að skipuleggja sína vinnu. Úndir
þessi vandamál þurfa framhalds-
skólar að undirbúa nemendur sína,
og þar hafa þeir ekki staðið sig
nógu vel samkvæmt formælendum
opna kerfisins við ME.
Annar kostur við opna kerfið
sem haldið hefur verið á lofti er að
innan þess gefist mun meira svig-
rúm til einstaklingskennslu. Kenn-
arinn hafi í opnu kerfi möguleika á
því að aðlaga kennsluna að hverj-
um nemanda fyrir sig. Á það hefur
oft verið bent að nemendur eru
jafn ólíkir og þeir eru margir. Þetta
á ekki einungis við um námsgetu,
heldur er mjög mismunandi hvaða
framsetning námsefnisins hæfir
hverjum einstökum nemanda. í
opnu kerfi gefast kennaranum
lauknir möguleikar að koma til
móts við þessar ólíku þarfir nem-
andenna. Þetta er m.a. ástæða þess
að kennarar vona að opna kerfið
muni hafa í för með sér bættan
námsárangur.
Gallar
opna kerfisins
Strax við upphaf vorannar 1983
þegar farið var af stað með opna
kerfið heyrðust nokkrar gagnrýnar
raddir bæði meðal nemenda og
kennara. Þar var því haldið fram,
að þeir gallar sem fylgdu opnu kerfi
væru fleiri og stærri en kostirnir.
Þessir gallar væru m.a. þeir að ekki
væri hægt að ná eðlilegri framvindu
náms í opnu kerfi, - þ.e. að opnu
dagarnir myndu höggva á þá sam-
fellu sem nauðsynleg er í kennslu.
Gagnrýnendur opna kerfisins álitu
að opna kerfið hefði í för með sér
aukna lausung og mætingarfrelsið
skilaði sér í lélegri ástundun og
vinnubrögðum nemenda. Að lok-
inni einni önn í opnu kerfi munu
allflestir sammála um að þessar
áhyggjur hafi verið ástæðulausar.
Það sem þyngst vegur í gagnrýn-
inni sem fram hefur komið á opna
kerfið og hefur orðið öllum þeim
sem vinna í kerfinu umhugsunar-
efni er einkum tvennt: í fyrsta lagi
hefur komið í ljós (sem reyndar var
að hluta reiknað með) að þeir
kennsluhættir sem tíðkaðir eru í
opnu kerfi henta námsgreinum
mismunandi vel. Það er nokkuð
samdóma álit að opna kerfið falli
vel að kennslu í raungreinum og
tungumálum en verr að samfélags-
greinum. í öðru lagi er ljóst að
nemendur eru mjög mismunandi í
stakk búnir að mæta þeim kröfum
sem til þeirra eru gerðar í opnu
kerfi. Því hefur verið haldið fram,
að einungis lítið brot nemenda
hefði þann þroska og sjálfsöryggi
sem þarf ef þeir eiga að geta verið
sjálfs sín herrar. Þannig muni opna
kerfið falla vel þeim sem standa vel
að vígi á meðan að það hrindir frá
þeirn nemendum sem standa höll-
um fæti. Skóli sem iðkar opið kerfi
muni þróast í nokkurskonar „elítu-
skóla“ sem taki hliðsjón af tiltölu-
lega fámennu úrvali nemenda, en
gleymi þörfum hins almenna nem-
anda.
Framtíð
opna kerfisins
- Að kennslu lokinni nú í vor
hafa kennarar fundað og reynt að
gera upp dæmið með opið kerfi.
Meginniðurstöður þessara funda
hafa verið, að þrátt fyrir ýmsa agn-
úa sem komið hafi í ljós, sé rétt að
halda áfram á sömu braut. Reynt
verður að hnika til þeim þáttum
sem síst hafa tekist. Þannig er
meiningin að auka námsráðgjöf,
og hefðbundin kennsla samkvæmt
stundaskrá mun næsta haust fara
fram alla daga vikunnar, en opnir
tímar flytjast á tímana eftir hádegi
á þriðjudögum, miðvikudögum og
fimmtudögum. Með þessu er
leitast við að finna lausn á þeim
vanda sem er samfara opnu kerfi,
um leið og þeirri meginhugsun
hinna nýju kennsluhátta að
þröngva ábyrgð, forræði og frum-
kvæði yfirá nemendur er við
haldið.
- Óháð því hvað segja má um
opið kerfi sem slíkt, hefur það nú
þegar haft einn augljósan ávinning
í ME. Umræðan um eðli fram-
haldsskóla á íslandi, um möguleika
hans, markmið og leiðir, hefur ver-
ið lifandi bæði meðal nemenda og
kennara. Spurningin „Hví em ek
hér?“ hefur hljómað oft, lengi og
mikið. Spurning sem auðveldlega
gleymist þegar kerfi með upphaf-
legan tilgang hættir að þjóna mark-
miðum sínum og fer að lifa sjálf-
stæðu lífi.
Vilhjálmur Einarsson rektor ME:
Opna kerfið
vekur fólk til
umhugsunar
1
- Vilhjálmur Einarsson hefur verið rektor Menntaskólans á
Egilsstöðum frá stofnun. í þeirri skólaumræðu sem farið hefur
fram við ME og í tilraunum með breytta kennsluhætti hefur
Vilhjálmur tekið virkan þátt.
Vilhjálmur Einarsson rektor hefur mikla trú á möguleikum hinna nýju
kennsluhátta.
Rætur þeirra breytinga sem urðu á sem einnig ætti að bæta starfsskilyrði
kennsluháttum á nýliðinni önn má skólans.
að sögn Vilhjálms rekja allt aftur til
stofnunar skólans. Úmræður um Vilhjálmur viðurkennir fúslega að
breytmgar voru þá þegar mtkið á sú hætta sé fyrir hendi þegar gerðar
dagskrá meðal kennara. Það, að eru sifkar breytingar að menn láti
látið var til skarar skríða á síðustu ákveðnar hugsjónir slá sig blindu.
önn, helgast af því, að þá virtist Þannig sé t.d. hugsanlegt að
stemmningin hjá nemendunt og aðstandendur opna kerfisins hafi of-
kennurum vera mjög jákvæð. Það metiö möguleika nemenda til sjálf-
teiur Vilhjálmur vera skilyrði þess að stæðis og forræðis. Undir þann leka,
vel megi takast til með tilraunir eins ef einhver er, verður sett með þeim
og þá sem felst í opna kerfinu. Vil- breytingum sem gerðar verða á opna
hjálmur teiur að opna kerfið hafi kerfinu í haust. „En,“ segir Vil-
marga og afgerandi kosti framyfir hjálmur. „langflest þeirra vanda-
gamia kerfið. Þá helstu telur hann málasemkomiðhafauppísambandi
vera að hlutureinstaklingskennslu sé við opna kerfið eru vandamál sem
aukinn stórlega á kostnað svokall- voru fyrir í gamla kerfinu. Eini mun-
aðrar meðaltalskennslu (kennslu urinn er, að þar voru þau dulin. Með
sern tekur mið af tilbúnum meðalhóp uikomu opna kerfisins hafa nernend-
eða meðalnemanda, sent ef tti vill er ur og foreidrar tekið til umfjöllunar
hvergi tii staðar í raunveruleikan- ýmsar grundvailar-spurningar nem-
u.m). Þetta á að öllu jöfnu að ietða til ancjans og skólans sem annars hefðu
bættrar kennslu og þ.a.l. betri árang- iegið (þagnargildi.“ Þetta telur rekt-
urs. Þá nefnir Vilhjálmur, að í opnu orinn tvímælalaust vera einn mesta
kerfi verði öll samskipti nemenda og ávinninginn með því að breyta kenn-
kennara fjölbreyttan og lífrænni, sluháttum skólans.