Þjóðviljinn - 29.06.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.06.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN I Miðvikudagur 29. júní 1983 Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra Samnmgar um minna en 20 mlU (55 aura) þýða meðgjöf tfl Alusuisse Þjóöviljinn sneri sértil Hjörleifs Guttormssonar fyrrverandi iðnaðarráðherra ítilefni þeirra samningaviðræðna, sem nú eru hafnar við Alusuisse, og bað hann um að segja álit sitt á málsmeðferð og stefnu ríkisstjórnarinnar. Hjörleifur sagði: Flest er afar óljóst um þessar samninga- viðræður. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt minnsta lit á að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um mála- búnað og sniðgengur þannig full- trúa yfir 40% þjóðarinnar. Ráð- herrarnir gefa heldur ekki neinar marktækar upplýsingar um það, hvaða kröfur eigi að reisa gagnvart Alusuisse í þessum viðræðum. Sverrir hefur falið Jóhannesi Nordal alla forsjá Það eina sem skýrt Iiggur fyrir er það, að Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra hefur falið Jó- hannesi Nordal seðlabankastjóra alla forsjá í þessu máli og nánustu samverkamönnum hans úr Seðla- bankanum og stjórn Landsvirkjun- ar raunar einnig allt það er máli skiptir um stóriðjumálefni. Þetta sést vel af vali manna í stjóriðju- nefndirnar, sem skipaðar voru um daginn. Sverrir leggur ekki einu sinni til ritarann í „samninganefnd um stóriðju“, heldur fær Jóhannes að taka þar með húskarl sinn, Garðar Ingvarsson, sem er starfs- maður Seðlabankans. Iðnaðar- ráðuneytið og stofnanir þess eins og Iðntæknistofnun eiga greinilega ekki að vera að vasast í orkusölu og orkunýtingu og gögn og vitneskja um þetta stóra áhugamál iðnaðar- ráðherrans safnast fyrir bak við luktar dyr Seðlabankans. Það er rétt að menn gefi því gaum, að Jó- hannes Nordal er ekki í samning- anefndinni sem fulltrúi stjórnar Landsvirkjunar, a.m.k.hefur þess ekki verið getið við skipun hans, enda er það íslenska ríkisstjórnin sem er hér að semja við Alusuisse en ekki Landsvirkjun. Ýmsir munu hins vegar velta fyrir sér í hvaða gervi Jóhannes Nordal sé í þessum samningum. Fangar sinnar eigin fortíðar Ég þykist sjá þess merki að Steingrímur Hermannsson og Geir Hallgrímsson hafi við stjórnar- myndunina gengið frá þessu í aðal- atriðum og tekið hús á Sverri, án þess hann kæmi þar vörnum við eða hafi sett sig inn í málin. Ál-samningarnir við Alusuisse voru strax frá upphafi „viðreisnar" á sjöunda áratugnum fóstur Jó- hannesar og þess arms í Sjálfstæð- isflokknum, sem Geir Hallgríms- son og Birgir ísleifur eru nú fulltrú- ar fyrir. Þeim hefur alltaf verið mjög annt um þetta afkvæmi sitt og virðast stjórnast meir af fortíðinni og þráhyggju við að verja fyrri gerðir í stað þess að líta á málið út frá nýjum forsendum í nútíð og framtíð. Nú þegar ber á óljósum og mót- sagnakenndum yfirlýsingum af hálfu íslenskra ráðamanna og greinileg viðleitni er til að segja sem minnst um markmiðin af Is- lands hálfu í samningaviðræðum. Morgunblaðið leggur hins vegar heilu síðurnar undir viðtöl við for- ystumenn Alusuisse, fyrst dr. Celio 29. maí sl. og síðar dr. Ernst nú rétt fyrir fyrsta samningafundinn í síð- ustu viku. Talsmenn auðhringsins fá þannig að kynna sinn boðskap og sjónarmið í þessu aðalmálgagni ríkisstjórnarinnar á meðan íslensk- ir ráðherrar segja sem minnst. En hvaða atriði eru það sem þú telur að ríkisstjórnin hefði átt að leggja skýrar fyrir nú? Það er einkum þrennt sem eðli- legt væri að lægi skýrt fyrir nú í byrjun viðræðna: Við þurfum ekki að óttast gerðardóm í fyrsta lagi varðandi skattadeil- una, sem Alusuisse hefur vísað til gerðardóms. Er af íslands hálfu sóst eftir því að taka málið úr þeim farvegi? Þannig mátti skilja um- mæli Jóhannesar Nordal í útvarpi sl. föstudag, og Sverrir iðnaðarráð- herra slær úr og í. Og hvert er við- horf Alberts fjármálaráðherra, sem ábyrgð ber á þessum þætti málsins? Ætlar hann að láta Jó- hannes Nordal tala þar fyrir sína hönd? Hér er ekki um að ræða neina smáupphæð heldur viðbótar álagn- ingu á Isal upp í 10 miljónir banda- ríkjadala eða 275 miljónir íslenskra króna, þ.e. talsvert hærri upphæð en álverið greiðir Landsvirkjun fyrir raforku á einu ári. Alusuisse er augljóslega mikið í mun að koma þessu máli í annan farveg, en við höfum enga ástæðu til að taka undir slíkt. Ef Alusuisse hættir ein- hliða við gerðardóminn, er fyrir- tækið að viðurkenna þennan við- bótarskatt sem fjármálaráðuneytið hlýtur þá að innheimta lögum sam- kvæmt. Staðhæfingar Jóhannesar Nor- dal um að það sé svo dýrt og taf- samt að fá niðurstöðu fyrir ICSID (Alþjóðastofnina til lausnar fjár- festingadeilum) eru út í hött og eins hitt að meðferð þessa máls fyrir gerðardómi þurfti að tefja viðræð- ur um endurskoðun samninga. Málsaðilum er í lófa lagið að stuðla að því að hraða meðferð málsins fyrir þessum gerðardómi, sem hef- ur alþjóðlega viðurkenningu. Ég man heldur ekki betur en stjórna- randstaðan og Morgunblaðið klif- uðu á því í tíð fyrrverandi ríkis- stjórnar, að setja bæri skattadeil- una í gerð.'Þá er einnig rétt að minna á, að samningamenn íslands gerðu á sínum tíma við undirbún- ing álsamninganna 1965-66 tillögu um ICSID-gerðardóminn og hví skyldum við nú hafa á móti því að á hann reyni? Málefnaleg staða okk- ar er afar traust í þessari deilu, ef rétt er á haldið. Þreföldun orkuverðs er lágmark í öðru lagi er það raforkuverðið. Hvert er markmið ríkisstjórnarinn- ar varðandi leiðréttingu á orku- verðinu til ísal miðað við núver- andi stærð álversins? Ætlar rfkis- stjórnin og iðnaðarráðherra að sætta sig við eitthvað minna en að fá a.m.k. framleiðslukostnaðar- verð fyrir raforkuna, sem þýðir þreföldun frá núverandi verði eða 20 mill (55 aurar) fyrir kílówatt- stundina? Því verður ekki trúað að óreyndu, því að þá væri verið að dæma íslenska raforkunotendur bæði heimilin og innlendan atvinn- urekstur til að greiða áframhald- andi styrk til álversins með hærra raforkuverði. Og ekki geta menn farið að borga með Landsvirkjun úr ríkissjóði eins og gert var við endurskoðun álsamninganna 1975 með því að létta á skattgreiðslum ísal. Alusuisse vill tvö- falda verksmiðjuna í þriðja lagi er það stækkun ál- versins í Straumvík. Þar ganga menn beint í snöru auðhringsins með því að gera það hagsmunamál Alusuisse, sem slík stækkun er, að baráttumáli af íslands hálfu án þess að nokkuð liggi fyrir um það raf- orkuverð og skattgreiðslur, sem um gæti samist. Er þó ljóst að raf- orkuverðið þyrfti að vera nær 25 en 20 mill fyrir kílówattstund til að standa örugglega undir fram- leiðslukostnaði frá nýjum virkjun- um, og til að tryggja lágmarksarð af auðlindinni. Auðvitað er það Alusuisse sem ætti að sækja á um slíka stækkun og gerir það líka ósvikið með því að lýsa áhuga á helmingsstækkun á verksmiðjunni og vilja auka fram- leiðslugetu hennar úr 85 þús. tonn- um á ári í allt að 200 þúsund tonn. Dr. Ernst segir m.a. í viðtali við Morgunblaðið 23. júnísl.: „Þáværi stækkun verksmiðjunnar auðvitað þjóðhagslega hagkvæm fram- kvæmd fyrir íslendinga. Raforku- sala myndi stóraukast til fyrirtækis- ins og síðan myndi stækkun sem þessi skapa töluverðan fjölda atvinnutækifæra". Morgunblaðinu dettur hins vegar ekki í hug að inna þennan aðalforstjóra Alusuisse eftir því, hvaða verð hringurinn sé reiðubúinn að greiða fyrir orkuna, allt er varðar orkuverð er bannorð þessa dagana á þeim bæ. - Og til að kalla á betri undirtektir við stækk- un vísa þeir dr. Ernst og Ragnar Halldórsson starfsmönnum sem sagt hefur verið upp í Straumsvík á stækkun álversins sem einu vonina til að þeir geti fengið vinnu áfram, og þá þarf að hafa hraðan á! Ánnars er Morgunblaðsviðtalið við dr. Ernst m.a. birt til að Alu- suisse gæfist kostur á að „leiðrétta" annan og enn háttsettari talsmann auðhringsins, dr. Celio, sem hafði misst það út úr sér í viðtali við sama blað aðeinsmánuði áður, að álver- ið í Straumi hafi þegar borgað sig. „Slíkt er misskilningur", segir dr. Ernst, og þóttu engum tíðindi nú, þegar fyrirtækið er að hefja samn- ingaviðræður við gamla kunningja. Geta ekki dulið gleði sína Ekki er síður athyglisvert að tals- menn auðhringsins geta ekki dulið gleði sína yfir hinum nýju viðmæl- endum sínum hérlendis, að lokn- um þessum fyrsta samningafundi. Þetta kemur m.a. fram í viðtali við Tímann 25. júní sl. þar sem segir frá blaðamannafundi: „Dr. Múller var spurður hvaða ástæðu hann hefði fyrir meiri bjart- sýni nú en áður og svaraði hann þá: „Það er einfaldlega niðurstaða þessa fundar og þetta eru jú aðrir herramenn sem við semium nú við.““ Ramminn um þessar viðræður og þær fréttir sem fram hafa komið til þessa af fyrsta samningafundi Alusuisse og íslenskra stjórnvalda í tíð ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar gefa því miður ekki til- efni til bjartsýni um framhaldið. Það er margt annarlegt í kringum þessar viðræður, en við skulum vona að lyktirnar verði skárri en nú horfir. Ráðherrarnir hljóta að átta sig á því að málið á eftir að koma fyrir Álþingi áður lýkur og ekki er víst að þingmenn, jafnvel úrstjórn- arliðinu, verði ginnkeyptir fyrir að staðfesta samninga, nema nauð- synleg leiðrétting sé tryggð. Það þýðir ekki lengur að bera fram blekkingar á borð við þær sem fylgdu endurskoðun álsamning- anna 1975. Við erum reynslunni ríkari og vitum nú margt betur um Alu- suisse, um áliðnað almennt og eigin forsendur en fyrir nokkrum árum. -k. Frá samningafundinum þann 24. júní s.l. Jóhannes Nordal og aðrir fulltrúar íslensku ríkisstjórnarinnar hægra megin við borðið. Alu- suissemenn á vinstri hönd með sínum innlendu fulltrúum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.