Þjóðviljinn - 29.06.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐYILJINN Miðvikudagur 29. júní 1983
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Tilkynning frá skrifstofu
Alþýðubandalagsins
Frá og með mánudeginum 13. júní til 1. september verða skrifstofur
okkar að Hverfisgötu 105 opnar frá kl. 8 árdegis til kl. 4 síðdegis mánudag til
• föstudags.
Fastur viðtals- og símatfmi framkvæmdastjóra flokksins er frá kl. 9-11
árdegis.
Bakkafjörður - almennur fundur
Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á almennum
fundi, miðvikudagskvöldið 29. júní kl. 20.30.
Allir velkomnir. Stjórnin.
Egilstaðir
Almennur stjórnmálafundur
Almennur stjórnmálafundur með Svavari Gestssyni formanni Alþýðubanda-
lagsins verður haldinn í Valaskjálf, mánudaginn 4. júlí kl. 21.00.
Einnig verða á fundinum alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Gutt-
ormsson. Fundurinn er öllum opinn.
Alþýðubandalagið.
Sumarmót AB -
Norðurlandskjördæmi eystra
Sumarmót AB í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið í Hrísey dagana
8.-10. júlí. Gist verður í tjöldum. Fólk hafi með sér grilltól. Fastar ferðir frá
Árskógsströnd föstudag og laugardag. Dagskráin í stórum dráttum: Útsýnis-
ferð um eyjuna, kvöldvaka á laugardag með tónlistaleikverki (musikteater)
„Aðeins eítt skref" með Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara og Jóhönnu Þórhalls-
dóttur söngkonu. Fleira verður sér til gamans gjört. Varðeldur og fjöldasöngur
með mararorganundirspili. Upplýsingar gefa Steinar í 21740, Erlingur í 25520
og Hilmir í 22264.
Neskaupstaður
Almennur stjórnmálafundur
Almennur stjórnmálafundur verður haldinn með Svavari Gestssyni formanni
Alþýðubandalagsins í Egilsbúð þriðjudaginn 5.júlf 20.30.
Einnig verða á fundinum alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttorms-
son. Fundurinn er öllum opinn. - Alþýðubandalagið.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Tilkynnið aðsetursskipti
Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík skorar á þá félagsmenn sem flutt hafa á
árinu að tilkynna skrifstofu félagsins um aðsetursskiptin.
Stjórn ABR
Önnur skógræktarferðin í Heiðmörk
verður farin fimmtudaginn 30. júní. Lagt af stað kl. 20.00. Þetta verður síðasta
gróðursetningarferðin í sumar. Félagar! Vinnið að paradís á jörðu (eða amk.
smábletti í Heiðmörk). Mæting við gróðurreitinn. Þeir sem ekki vita hvar hann er
mæti við bæinn Eiliðavatn.
Upplýsingar í símum 71367 Arnór og 78411 Ingólfur.
Stjórnir Breiðholts- og Árbæjardeilda ABR.
Sumarfrí og samvera á Laugarvatni
Enn pláss 4.-10. júlí
Enn er hægt að fá pláss í sumarfrí og samveru Alþýðubandalagsins á Laugar-
vatni vikuna 4. til 10. júlí næstkomandi, en ekki er ráðlegt aö draga pantanir
lengur. Uppselt er síðustu tvær vikurnar í júlí.
Þeir sem hug hafa á að panta dvöl á Laugarvatni vikuna 4. til 10. júlí eru
vinsamlega beðnir að snúa sér til flokksmiðstöðvar Alþýðubandalagsins að
Hverfisgötu 105, Reykjavík, sími 17500, persónulega eða í síma, og festa sér
pláss.
Dvalarkostnaður fyrir fullorðna er kr. 2800, kr. kr. 1600 fyrir börn á aldrinum 6 til
12 ára og kr. 300 fyrir börn fyrir börn að sex ára aldri.
Innifalið í verðinu er fullt fæði, gisting í 2-3ja manna herbergjum (með rúmföt-
um), leiðsögn í ferðum, barnagæslu, miðar í sund og gufubað, og margskonar
skemmtan og fræðsla.
Laugarvatn og umhverfi þess er kjörið til sumarleyfisdvalar og útivistar. I
sumarfríi og samveru AijDýðubandalagsins verður farið í sameiginlegar göngu-
ferðir undir leiðsögn heimamanna, farið í skoðunarferð um uppsveitir Suður-
lands, efnt til fræðslufunda um staðinn og til spilakvölda og skemmtikvölda, þar
sem þátttakendur og góðir gestir munu standa fyrir dagskránni. Á Laugarvatni
er báta- og hestaleiga, og aðgangur að íþróttamannvirkjum. Síðast en ekki síst
er það samveran með góðum félögum sem gerir Laugarvatnsdvöl ánægjulega
og rómað atlæti hjá Rúnari Jökli Hjartarsyni bryta og starfsfólki hans í Héraðs-
skólanum.
Svavar Gísli B. Birglr Þorbjörg
Alþýðubandalagið Austurlandi
Ráðstefna á Hallormsstað 2. - 3. júlí
Efni: Alþýðubandalagið - störf, stefna, skipulag.
Ráðstefnan hefst á laugardagsmorgun kl. 9 og meðal dagskrárliða eftir hádeg-
ið er framsöguerindi Svavars Gestssonar formanns Alþýðubandalagsins og
nokkrar ábendingar Gísla B. Björnssonar um kosningastarf. Þá ræðir Birgir
Stefánsson um ný viðhorf og skipulagsbreytingar. Þá mun Þorbjörg Arnórs-
dóttir fjalla um uppeldi, skóla og jafnrétti. Ráðstefnunni lýkur kl. 16 á sunnudag.
Þátttaka tilkynnist til Einars Más Neskaupstað, s. 7468, Jórunnar Bjarnadóttur
Eskifirði, s. 6298 eða Kristins Árnasonar Egilsstöðum s. 1286. Ýtarleg dagskrá
ráðstefnunnar hefur birst í Austurlandi. Stjórn Kjördæmlsróðs.
Röðull
Okkur hefur borist 2. tbl. Röðuls
þ.á., - en hann er blað Alþýðu-
bandalagsins í Borgarnesi og nær-
sveitum. Hefst það á 1. maí ávarpi
en að öðru leyti er efni blaðsins
þetta:
Sagt er frá bændanámskeiði á
Hvanneyri og starfi Norræna fé-
lagsins í Borgarnesi. Birtar eru
hringborðsumræður um verkalýðs-
mál, sem Röðull efndi til í tilefni af
1. maí. Tóku þátt í þeim Magnús
Jósepsson, verkamaður, Laufey
Jónsdóttir, þroskaþjálfi, Jónína M.
Árnadóttir, skrifstofumaður og
Þorsteinn Gunnarsson, mjólkur-
fræðingur. Umræðunum stjórnaði
Baldur Jónsson. Ríkharð Brynj-
ólfsson, kennari á Hvanneyri,
skrifar um úrslit sfðustu alþingis-
kosninga. Þórunn Eiríksdóttir seg-
ir frá störfum Sambands borg-
firskra kvenna og sýningu
Ungmennafélags Reykdæla á
leikriti Kjartans Ragnarssonar,
Blessað barnalán. Sagt er frá marg-
háttuðum störfum fræðslustjóra og
fræðsluskrifstofunnar í Borgarn-
esi. Baldur Jónsson greinir frá
aðalfundi og ýmsum viðfangsefn-
um Verkalýðsfélags Borgarness.
Birt er fjárhagsáætlun Borgarness-
hrepps eins og hún lítur út að lok-
inni annarri umræðu í hreppsnefn-
dinni. Þá er íþróttaþáttur. Rætt er
við Hönnu Marinósdóttur, sem
safnað hefur 3 þús. eldspýtustokk-
um af ýmsum stærðum og gerðum.
Og loks er gamanbragur, sem
Bjartmar Hannesson orti og flutti á
árshátíð Alþýðubandalagsins í
Borgarnesi í vor.
- mhg
Úr Hornvík - maður á elntall vlð náttúruna
Sumarferð Alþýðubandalagsins
á Vestfjörðum 8.-10. júlí
Farið verður á Hornstrandir
Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður að þessu
sinni farin norður í Hornvík í Sléttuhreppi. Lagt verður af stað með Djúp-
bátnum Fagranesinu frá ísafirði, föstudaginn 8. júlí klukkan 2 eftir hádegi og
komið til baka á sunnudagskvöld, 10. júlí. Farið verður á Hornbjarg og í
gönguferðir um nágrennið undir leiðsögn kunnugra manna. Dvalið verður í
tjöldum, og þurfa menn að leggja sér til allan viðleguútbúnað og nesti.
Munið að vera vel klædd.
Kvöldvaka og kynning á Hornströndum.
Verð fyrir fullorðna kr. 980.- hálft gjald fyrir 12 til 15 ára unglinga og frítt fyrir
börn innan 12 ára aldurs. I verðinu er innifalin ferð til ísafjarðar frá öllum
þorpum á Vestfjörðum og heim aftur.
Öllum heimil þátttaka.
Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst einhverjum eftirtalinna manna:
Isafjörður: Þuríður Pétursdóttir, sími 4082, Hallur Páll sími 3920, Elín
Magnfreðsdóttir, sími 3938.
Bolungarvík: Kristinn H. Gunnarsson, sími 7437.
Inndjúpshreppar: Elínborg Baldvinsdóttir, Múla Nauteyrarhreppi.
Súðavík: Ingibjörg Björnsdóttir, sími 6957.
Súgandafjörður: Þóra Þórðardóttir, sími 6167.
Önundarfjörður: Jón Guðjónsson, frá Veðrará, sími 7764.
Dýrafjörður: Davíð H. Kristjánsson, Þingeyri, sími 8117.
Arnarfjörður: Halldór Jónsson, Bíldudal, sími 2212.
Tálknafjörður: Steindór Halldórsson, sími 2586.
Patreksfjörður: Bolli Ólafsson, sími 1433.
Austur-Barðastrandarsýsla: Gisela Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhóla-
sveit, sími 4745.
Strandasýsla: Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Pálmi Sig-
urðsson, Klúku, Bjarnarfirði, Sigmundur Sigurðarson, Steinadal, Kollafirði,
sími 3343, Hörður Ásgeirsson, Hólmavík, sími 3123.
Reykjavík: Guðrún Guðvarðardóttir, símar 81333 og 20679.
Sumarfrí 4. júlí-5. ágúst
Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður lokuð veqna sumarlevfa frá
4. júlí til 5. ágúst.
Skrifstofa flokksins verður opin þennan sama tíma daglega kl 8-16
Stjórn ABR
Æskulýðsfylking
Alþýðubandalagsins
Þórs*
merkur
ferð
1 .<3. júlí
Áfram með hinn vinsæla spurningaleik. Þessi Ijósmynd iðar af lífi og fjöri, enda
tekin í Þórsmerkurferð í fyrrasumar. Það er sunnudagur, sólin I hádegisstað og
verið er að taka viðlegubúnaðinn saman. Ekki er þó allt sem sýnist, enda snýr
barnið í forgrunni myndarinnar sér hneykslað undan. Hvað veldur þvi?
a) Matarvenjur Arthurs Morthens, sem hér teygar súrmjólk af stút.
b) Ólafur Ástgeirsson, undirbúandi handahlaup um grundir Húsadals.
c) Lélegir leikhæfileikar Halla Jóns, sem hefur sett sig í einhverskonar kengúr-
ustellingu...
Krossið við líklegasta svarið og hafið auglýsinguna meðferðis í Þórsmerkurferð
Æskulýðsfylkingarinnar um næstu helgi. Á kvöldvökunni mun Halli sjáflur
endurtaka atriðið. Vegleg verðlaun í boði fyrir rétt svar.
Um Þórsmerkurferðina er þetta að segja:
Lagt verður af stað frá Flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105
föstudagskvöldið 1. júlí klukkan hálf níu stundvíslega.
Nauðsynlegur farangur: Góða skapið og gönguskórnir, tjald og svefnpoki,
nesti og hlífðarföt.
Eftir hádegi á laugardag verður farið í gönguferðir um Þórsmörkina, síðdegis
verður kveikt upp í grillinu og að kvöldverði loknum er lofað ógleymanlegri
kvöldvöku. Hvað þar verður sér til gamans gert veit nú enginn (eða vill ekki
upplýsa) fyrirfram, en hinu skal ekki leynt að hinn óviðjafnanlegi Tarsan mun
hafa gítarinn meðferðis.
Heimleiðis verður haldið síðdegis á sunnudag, undir ábyrgri fararstjórn.
Við þurfum að vita hvað þarf stóra rútu. Skráið ykkur því sem fyrst í Þórsmerkur-
ferð ÆFAB í síma 17500.
Ferðin kostar krónur 500 (sem er gjafverð).
Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins.