Þjóðviljinn - 19.07.1983, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 19.07.1983, Qupperneq 2
• 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN, Þriðjudagur 19. júlí 1983 Skák Karpov að tafli - 170 Karpov mætti Spánverjanum Mart- in í 10. umferð skákmótsins í Las Palmas. Hann var þá með 8 vinninga af 9 mögulegumj Eftir að hafa byggt upp vænlega sóknarstöðu lét heimsmeistarinn til skarar skríða í þessari stööu: Karpov - Martin. 27. Bxf6! gxf6 28. Rgcf6+ Bxf6 29. Rxf6+ Kf8 30. fxg6 hxg6 31. Dg4 Df7 32. Dxg6 Rce5 33. Rh7+! - Svartur gafst upp. Einfaldast eftir 33. - Ke7 er 34. Rg5! t.d. 34. - Rxg6 35. Hxf7+ Kd8 36. Hxd6+ og mát í næsta leik. Bridge * Landslið okkar hélt utan um síð- ustu helgi, til þátttöku í E.M. í Wiesba- den, V-Þýskalandi. Og meðan þeir „mala" andstæð- ingana á meginlandinu skulum við rifja uþp nokkur „níðingsverk" sem þeir hafa fra'mið gegn mörlandanum nýverið. Látum Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson hefja leikinn: Isl. mót í tvímenning '83. Urslit: Norður S A7 H 72 T A832 LAD862 Vestur S D5 H G109 T DG964 L KG4 Suður S K84 H AK6 T K1075 L 1073 Jón sat í suður og Sævar í norður. Sagnir gengu. Valið á Þórarni Sigþórssyni og Guðmundi Páli Arnarsyni í landslið var óumdeilanlegt. Það er þó með þá eins og t.d. vinið; ein árgerðin er betri en önnur, þó uppskriftir breytist ekki. 1983 hefur verið gott ár fyrir þetta mikla tvimennings par, sveitakeppni ekki undanskilin. Austur S G109632 H D8543 T - L 95 Orslit Isl.móts í sveitak. V gefur, A-V á hættu: Norður S AK873 H 73 T D53 L 843 Vestur Austur S- SD10 HKDG109862 H- T A7 T KH642 LD105 LAKD962 Suður S G96542 H A54 T 1098 L 7 Leikbrúðuland fær mjög góða dóma í Finnlandi: „Búnar að sprengja utan af okkur húsnœðiðu - spjallað við Bryndísi og Helgu - „Við erum búnar að sprengja utanaf okkur húsnæðið og vitum satt að segja ekki hvar við sýnum næsta vetur. Sýningin sem við æfðum fyrir Vasa -hátíðina er of viðamikil tii að hægt sé að sýna hana á Fríkirkjuveginum, en við munum að sjálfsögðu nota aðstöðuna þar áfram, þótt við þurfum stærra húsnæði fyrir þessa sýningu. Það er ekki um auðugan garð að gresja í Reykja- vík þegar húsnæði fyrir ieikstarf- semi er annars vegar. En við von- um að við finnum húsnæði fyrir haustið“, sögðu þær Bryndís Gunnarsdóttir og Helga Steffen- sen hjá Leikbrúðulandi, þegar við spjölluðum við þær á dögun- um, en í vor fóru þær á alþjóðlega brúðuleikhúshátíð í Vasa í Finn- landi. Sýningin sem þær frumsýndu þar samanstendur af 4 nýjum leikþáttum og fékk hún mjög góða dóma. Stærsta dagblaðið í Finnalandi (Helsingin Sanomat) segir m.a. um sýningu Leikbrúðulands: Helsingin Sanomat (stærsta dag- blað í Finnlandi); 11.6.’83: Leikbrúðuland frá íslandi var með skemmtilega sýningu frá sjónrænu sjónarmiðli og tækni- lega hugmyndaríka. Sýningin var sería af tröllasögum. Þessi sýning á rætur sínar í íslenskri þjóðsagn- ahefð og var í grundvallaratr- iðum ef til vill frumlegasta sýning mótsins og efnislega skemmti- legust - mest spennandi. Tæknileg framkvæmd brúðu- leikhússins hjá íslendingunum var hugmyndarík. Hinar ýmsu tegundir brúðuleikhúss sam- ræmdu íslendingarnir af snilld allt frá notkun svarts leikhúss til þráða og hanskabrúða. Kirsikka Siikala (einn þekktasti leikhúsgagnrýnandi Finna)“. Við spurðum þær stöllur hvort þær hefðu haft tækifæri til að ferðast mikið erlendis með sýn- ingar sínar: „Já, við höfum gert það, enda er leikbrúðulistin mjög alþjóðleg og byggir yfirleitt meira á sjónræn- um áhrifum en texta. Flest allir brúðuleikhúshópar ferðast því mjög mikið. Við höfum t.d. farið 'visvar til Chicago, tvisvar til Finnlands, tvisvar til Luxemb- urgar og einnig til Noregs og fleiri landa.“ „Er meira um konur en karl- menn í brúðuleikhúshópunum?“ „Nei, alls ekki. Þó virðist meira um konur þar sem brúðulistin á erfitt uppdráttar, en meira um karlmenn þar sem hún er viður- kennd. í Vasa voru t.d. hópar frá Spáni og Frakklandi og þar voru karlmenn í miklum meirihluta," sögðu þær að lokum. Á hátíðinni í Vasa kenndi einn íslendingur, Messíanna Tómas- dóttir, en námskeið voru haldin í tengslum við hátíðina. Leikþættirnir 4 sem gerðir voru fýrir Vasa-hátíðina heita „Eggið“ og „Risinn draum- lyndi“, eftir Helgu Steffensen, „Búkolla" byggt á þjóðsögunni og „Ástarsaga úr fjöllunum“ byggt á sögu Guðrúnar Helga- dóttur. Leikstjóri var Þórhallur Sigurðsson. Hallveig Thorlacius, Bryndís Gunnarsdóttir og Helga Steffensen reka Leikbrúðulandið. „Ástarsaga úr fjöllunum“ byggt á sögu Guðrúnar Helgadóttur. „Styðjið lítil- magn- ann“ Það eru margir sem eru tilbún- ir að styðja við bakið á lítilmagn- anum. Það sannast best á söfnun- inni „Ný sjónarmið“ sem hefur safnað fé til að reyna að rétta illan fjárhag Álversins í Straumsvík. Þessa klausu rákumst við á í blaðinu Eystra-horn, sem geflð er út á Hornafirði. Styðjum Alusuisse í verki, segir starfsfólk Hafnarhrepps. Starfsfólk skrifstofu Hafnar- hrepps hefur ákveðið að verða við tilmælum um samskot til handa Álverinu í Straumsvík. Eftirtalir aðilar gefa: Árni Kjartanss. lOOkwst. JónS.Friðrikss.,skrifst.stj. lOkwst. Þorsteinn L. Þorsteinss. hitav.stj. 100 kwst. Ragnar Imsland, eldv.eftirlitsm. 10 kwst. Hákon Valdimarss., bygg.meist. 100 kwst. Björn Kristjánss., sveitarstj. 10 kwst. Gísli O. Aras., heilbr. ftr. og safnv. 10 kwst. Ásta H. Guðmundsd. húsm. og gjaldk. lOkwst. Svandís Valdimarsd. húsm. og skrifst.t. lOkwst. Samtals gerir þetta 360 kwst., sem hér með afhendist söfnun- arnefndinni. Gjört á Höfn 29. mars 1983. Þetta er þó nýtt undir sólinni. Sólarraforkuver í Frakklandi. Grasnytjar sr. Björns í Sauðlauksdal Fyrir 200 árum kom út í Kaup- mannahöfn bókin Grasnytjar eftir sr. Björn Halldórsson í Sauðlauksdal. Hann var mikill áhugamaður um ræktun og bætta búnaðarhætti og í þeim efnum mjög á undan sínum samtíðar- mönnum. Meðal annars má telja hann upphafsmann kartöflu- ræktar á Islandi. Sr. Björn ritaði allmargar bækur. Kunnust þeirra mun Atli vera, hið merkasta rit. í Gras- nytjum sínum fjallarsr. Björn um 190 tegundir jurta, til margra hluta nytsamlegar, svo sem til matar og drykkjar, skepnu- fóðurs, lækninga, handavinnu ýmiss konar, bygginga, eldiviðar o.fl. Nú hefur bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri látið ljós prenta Grasnytjar ásamt skýr- ingum og fylgir henni nafnaskrá, sem tekin er saman af Helga Hallgrímssyni, náttúrufræðingi. Er þetta mikið sómastrik hjá bókaforlaginu. -mhg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.