Þjóðviljinn - 19.07.1983, Page 3

Þjóðviljinn - 19.07.1983, Page 3
Þriðjudagur 19. júlí 198á j ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 í veðurblíðunni undir Ólafsvíkurenni þar sem áður skall brim á land. Hreppsnefndir Neshrepps utan Ennis og Ólafsvíkurhrepps stilltu sér upp til myndatöku skömmu áður en bflalestin frá plássunum beggja vegna hins nýja vegar óku af stað. hinn nýi Ennisvegur Það var margt um manninn undir Ólafsvíkurenni sl. sunnudag þegar þar var opnaður nýr vegur til bráðabirgða. Heimamenn prúðbjuggust og mynduðust langar bílaraðir frá Ólafsvík annars vegar og Hellissandi og Rifi hins vegar auk þess sem sjá mátti bifreiðar hvaðanæva að af Snæfellsnesi. Nýi vegurinn er gífurleg sam- göngubót og mátti vel sjá á heima- mönnum að þetta var stór dagur. Vegurinn liggur í fjörunni neðan undir Ólafsvíkurenni, um 2.2 kfló- metra á lengd. Gamli vegurinn er um 20 ára gamall og liggur uppi í Enninu og hefur umferð um hann ætíð verið hið mesta hættuspil vegna grjóthruns og snjóflóða- hættu. Hinn nýi vegur á sér skamman aðdraganda og verkið tók undra skamman tíma. Það var árið 1981 sem þáverandi samgönguráðherra ásamt þingmönnum Vesturlands- kjördæmis, hafði forgöngu um að í Opnaður til bráða birgða sl. sunnudag nýjan veg yrði ráðist undir Enninu. Varð niðurstaða verkfræðinga og heimamanna sú að hagkvæmast væri að leggja nýja veginn í fjör- unni þar undir. Á síðasta ári var veitt 6.9 miljón- um króna til undirbúnings- og til- raunaframkvæmda, sem vinnu- flokkar Vegagerðarinnar önnuðust sl. haust. Hannaði síðan Jón Helgason verkfræðingur hjá Vega- gerðinni veginn og í vor var megin- hluti verksins boðinn út. 10 tilboð bárust og var hið lægsta frá Hag- virki hf., um 36.8 miljónir króna og reyndist það aðeins vera um 53% af áætlun Vegagerðarinnar. Var þá gerður samningur við Hagvirki hf. og að viðbættri grjótvörn og öðru Nýi Ennisvegurinn Tímamót sagði Skúli Alex- andersson alþingis maður „Eg fagna alveg sérstaklega þessum áfanga og er sannfærður um að þessi nýi vegur muni tengja enn bet- ur en nú er byggðarlögin hér á Nes- inu og stuðla að eflingu atvinnulífs og félagslífs hér“, sagði Skúli Alex- andersson alþingismaður í tilefni af bráðabirgðaopnun hins nýja Ennisvegar á sunnudag. Skúli Alexandersson: Opnun nýja vegarins á eftir að stórefla allt félags- og atvinnulíf hér um slóðir. „Það má segja að með þessum áfanga sé Neshreppur utan Ennis loksins kominn í almennt vegasam- band. Mér finnst sérstök ástæða til var samið um verkið fyrir 40.3 milj- ónir króna. í upphaflegum útboðsgögnum var gert ráð fyrir að vegurinn yrði opnaður til bráðabirgða 1. desem- ber í ár, en Hagvirkismenn kusu þann kost að flýta verkinu eins og hægt væri til að unnt yrði að sinna framkvæmdum við Sultartanga- stíflu fyrir Landsvirkjun. Áætlun Hagvirkis við gerð Ennisvegar hins nýja hefur staðist fullkomlega. Ernú um 72% verks- ins lokið en í haust er í ráði að ljúka gerð brimvarnar sjávarmegin við veginn. Næsta sumar er í áætlun að Ieggja á hann slitlag og ljúka öðr- um frágangi. Er þá lauslega áætlað að heildarkostnaður verði orðinn um 80-85 miljónir króna á núver- andi verðlagi. Yfirumsjón með verkinu hafði Vesturlandsumdæmi Vegagerðar ríkisins en Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. annaðist eftirlit. - v. að þakka Vegagerðarmönnum og starfsmönnum Hagvirkis fyrir vel unnið verk því þar hafa menn svo sannarlega látið hendur standa fram úr ermum“, sagði Skúli enn- fremur. „Þessi áfangi er aðeins einn af mörgum í samgöngumálum Snæ- fellinga og allra íbúa Vesturlands. Það var myndarlega að verki staðið árið 1956 þegar vegurinn fyrir Jök- ul var lagður en í mikið ráðist árið 1963 þegar gamli Ennisvegurinn var brotinn í bergið. Hann hefur dugað okkur vel í þessa tvo áratugi en ég er sannfærður um að Enni- svegur hinn nýi á eftir að reynast okkur enn betur“, sagði Skúli Al- exandersson alþingismaður að lokum. - v. Þurfum samfelld segir Jóhann Berg- þórsson forstjóri Hagvirkis hf. I ræðum þeirra sem fögnuðu hin- um nýja vegi undir Ólafsvíkurenni sl. sunnudag kom skýrt í Ijós þakk- læti til verktakans, Hagvirkis hf. fyrir einstaklega vel unnin störf. Kom fram hjá mönnum að fram- kvæmd vcrksins hefði verið afar skjótlega af hendi leyst og fyrir aðeins rúmlega helming þeirrar fjárhæðar sem hönnuðir Vega- gerðarinnar höfðu áætlað að þyrfti til. Við spurðum Jóhann Bergþórs- son forstjóra Hagvirkis hvernig þetta væri hægt: Jóhann Bergþórsson forstjóri Hag- virkis: Samstæður hópur duglegra manna átti stærstan þáttinn í að við lögðum Ennisveg hinn nýja á svo skömmum tíma. „Þar skipta margir þættir máli en ég vil þó sérstaklega nefna afar samstilltan og duglegan hóp starfs- manna, óvenju stórvirk vinnutæki og að síðustu það að okkur tókst að vinna verkið á lágmarkstíma", sagði Jóhann. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að hægt væri að lækka stórkostlega kostnað allan við meiri háttar mannvirkjagerð á íslandi ef sér- hæfðum verktökum á borð við okkur væri gefinn kostur á sam- felldum verkefnum árið um kring. Okkar stærsta vandamál eru sveifl- urnar í verkefnum. Við ráðum til okkar tugi starfsmanna, þjálfum þá til sérhæfðra verkefna og kaupum til landsins dýr og afkastamikil vinnutæki. Oft vill þá svo verða að þegar einu verki er lokið tekur ann- að ekki strax við og afleiðingarnar hljóta allir menn að sjá. Ég vil því nota tækifærið og skora á opinbera aðila og aðra þá sem að stórvirkum framkvæmdum vinna að sjá til þess að framkvæmdir séu í samfellu þannig að verktakar í þessari atvinnugrein hafi næg verkefni árið um kring. Það er þjóðhagslega hagkvæmt, á því leikur ekki nokk- ur vafi“. - v. Yfirlit um gæðamat þorsks: . .... —ET " ; Lakari fiskur hjá netabátunum Út er komin skýrsla þjá Fiski- félagi íslands, sem Jónas Blöndal hefur unnið og var hún kynnt i gær á blaðamannfundi. Hér er um að ræða yfirlit um gæðaflokkun þorsks og tekur það til innanlandslandana. Byggt er á uppgjörum skipa og vinnslustöðva og á matsniður- stöðum framleiðslueftirlits sjávarafurða. í skýrslunni er að finna sam- anburð á milii báta og veiðar- færa og virðist mega ráða af henni að gæðin minnki þegar notuð eru net. Þorsteinn Gísla- son hjá Fiskifélaginu benti þó á að tíðarfar spilaði hér einnig inn í, en tíð var mjög erfið hjá neta- bátum í vetur. Þeir Fiskifélags- menn bentu einnig á að fiskur- inn væri verri á dýpi en á grunnslóð. Þeir vildu ekki draga of víðtækar ályktanir af þessari skýrslu og vildu setja ýmsa fyrirvara: í gæðamálum væri alltaf um að ræða persónu- bundið mat og ekki væri til ein- hlítur mælikvarði í þeim efnum; þeir bentu þó á breyttar aðstæð- ur og stórvirkari veiðarfæri sem eina skýringu á minnkandi gæðum þorskafla og sömuleiðis væri hugarfarið rangsnúið hjá sumum - meira væri hugsað um magn en gæði þegar landað væri innanlands og myndu gæðin ár- eiðanlega aukast ef menn vönd- uðu sig jafn mikið þegar þeir landa hér heima og þegar landað er á erlendum höfnum. Þeir félagar lögðu áherslu á að hér væri um tilraun að ræða, hina fyrstu sinnar tegundar, sem væri til komin vegna allrar þeirrar umræðu sem undanfarið hefur verið um þessi mál. - gat. Frost til fjalla í fyrrinótt Það fór víst ekki framhjá neinum sem var á ferðinni undir miðnættið á sunnudagskvöldið, að það var ansi napurt. „Haustið er komið“ sögðu þeir svartsýnustu, „án þess að við höfum fengið nokkuð sum- ar“. Þessa nótt komst hitinn, eða kuldinn öllu heldur, niður undir frostmark víða í uppsveitum, en á Hveravöllum varð 2ja stiga frost. Hér í Reykjavík var hitinn 2.8 gráður. Trausti Jónsson á Veður- stofunni sagði að þetta væri sjald- gæft á þessum árstíma og ekki sá hann neitt sem benti til þess að úr þessu rættist að ráði hér á Suður- landi. Að vísu hlýnar eitthvað, en verður skýjað. Fyrir norðan er hins vegar útlit fyrir góða daga, sól og sæmilegan hita. ÞS FÁNASTENGUR fnf Höfum til afgreiðslu strax fánastengur úr áli í lengdum 6-8-10-12-14-16 metra. -y Fánastengurnar eru með öllum fylgihlutum, hún, nál, línu og jarðfestingu. 4 Uppsetning er auðveld, leiðbeiningar fylgja með. siam Ólafur Kr. Sigurðsson HF Suðurlandsbraut 6, sími 83499 iAuglýsið í Þjóðviljanum [|ll|l)iiilllTTTIIP)il

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.