Þjóðviljinn - 19.07.1983, Síða 7
Þriðjudagur 19. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 7
„Hægribylgjan” í Evrópu
er borgaraleg óskhyggja
Eftir kosningar í Vestur-
Þýskalandi og Bretlandi hafa marg-
ir skrifað um það fagnandi í hægri-
sinnuð blöð að úrslitin væru stað-
festing á því að hægribylgja mikil
og góð væri risin í Evrópu og mundi
væntanlega skola kratisma og
marxisma á haf út.
En þegar litið er yfir kosningar í
Vestur-Evrópu á þessu ári og tveim
næstliðnum árum, þá kemur það
helst í ljós, að hægribylgjan er varla
annað en borgaraleg óskhyggja.
Sumar kosningar benda til vinstri-
sveiflu, aðrar til hægrisveiflu og
enn eru þess dæmi að miðjuöflin
sæki fram. Stundum er reyndar erf-
itt að gera grein fyrir því hvað er á
seyði. Mjög algengt er svo, að
kosningar láti fyrst og fremst í ljós
vissa pólitíska þreytu og þar með
óánægju með þá sem með völdin
fóru - hvort sem valdhafarnir töld-
ust til hægri eða vinstri.
Þýskaland og Bretland
Kosningarnar í Vestur-
Þýskalandi fyrr á árinu sýnast bera
vitni hægrisveiflu þar í landi:
Kristilegir demókratar unnu 4.3%
atkvæða en sósíaldemókratar töp-
uðu 4.7% atkvæða. En þegar við
rifjum það upp í leiðinni, að Kristi-
legir unnu fyrst og fremst fylgi af
samstarfsaðila sínum borgara-
legum en sósíaldemókratar töpuðu
til Græningja, sem í fyrsta sinn
náðu þeim 5% atkvæða sem þarf til
að komast á þing, þá verður vís-
bendingin um hægrisveiflu þar í
landi miklu óljósari en margir frétta
skýrendur vilja vera láta.
I Bretlandi var svo alls ekki um
fylgisaukningu fhaldsflokksins að
ræða, þótt hann kæmi vel út úr
skiptingu þingsæta. íhaldsflokkur-
inn tapaði 1.5% atkvæða frá næst-
síðustu kosningu. Verkamanna-
flokkurinn tapaði 9.5% - en frá
báðum fór fylgið inn til miðjunnar,
til bandalags Frjálslyndra og Sósí-
aldemókrata. Einmenningskjör-
dæmakerfið gefur Thatcher mikinn
þingstyrk, en landsmenn þokuðu
sér til miðju ef nokkuð var.
Aðrar kosningar
Nokkru síðar var kosið á Ítalíu.
Þar tapaði hinn stóri hægriflokkur,
Kristilegir demókratar, allmiklu
fylgi. Vinstriflokkarnir unnu hins-
vegar ekki á, heldur var óvenju-
mikið um auð atkvæði og auk þess
bættu smáflokkarnir í miðjunni við
sig fylgi. Ítalía mun því teljast til
þeirra Evrópulanda þar sem smá-
vægileg miðjubylgja reis. Hið sama
má segja um Finnland - þar unnu
sósíaldemókratar á en kommúnist-
ar töpuðu - sigurvegarar kosning-
anna urðu svo þeir sem hömruðu
mest á spillingu og dugleysi gömlu
flokkanna, Dreifbýlisflokkurinn
svonefndi.
í Portúgal lá straumurinn hins-
Pflagrímur sýnir lotningu ,,karlmannsrót“ á frjósemishátíð i Nagoja.
Vilja eiga
inni hjá
mörgum
guðum
Japan er þéttbýlt land - bæði
að guðum og mönnum.
Samkvæmt opinberum
skýrslum telja 98 miljón
Japana sig vera Shintotrúar,
ensá átrúnaður,
forneskjulegur mjög um
margt, var ríkistrú fram til
1945. Svo telja 88 miljónir
Japana sig vera Búddista og
14 miljónir eru kristnir eða
fylgja ýmsum smærri
trúarbrögðum.
Þessar tölur eru út af fyrir sig
hagskýrsluundur: samtals eru
trúaðir um 200 miljónir en Japan-
ir eru hinsvegar 117 miljónir!
Ástæðan er sú að Japanir eru
hagsýnir menn og þeir leita sér
trausts og halds í fleiri en einum
trúarbrögðum samtímis. Þetta
þýðir líka, að kristni á nokkuð
erfitt uppdráttar - bæði er að Jap-
anir eiga erfitt með að sætta sig
við að öll sannindi séu í einni trú
fólgin og svo er það, að kristnar
kirkjur hafa einatt lagt mikla
áherslu á umbun handan við gröf
jTrúarlíf Japana:
Stríðið gegn stjórn Nicaragua:_
CIA vill tvöfalda
gagnbyltingarhermn
Bandaríska leyniþjónustan CIA
hefur gert áætlanir um að
stórauka stuðning sinn við þær
gagnbyltingahersveitir sem reyna
að steypa stjórn Sandinista í
Nicaragua. Um leiðerað
líkindum í uppsiglingu togstreita
milli Reagans forseta og þingsins
um þennan stuðning við
gagnbyltingarmenn.
Washington Post skýrði frá því
í sl. viku að CIA hefði gert áætlun
um stuðning við gagnbyltingaher
sem teldi 12-15 þúsund menn.
Bíður leyniþjónustan eftir því að
forsetinn leggi blessun sína yfir
þennan stuðning, sem bæði verð-
ur veittur í vopnum og peningum.
Þessi áform fela í sér stór-
aukinn stuðning við þau öfl sem
leitast við að steypa stjórn Sand-
inista í Nicaragua. Ekki er nema
rösk vika síðan, að haft var eftir
bandarískum embættismönnum
að gagnbyltingarherinn teldi um
átta þúsundir manna. í grein um
þetta mál í Washington Post er
bent á það, að hér sé um her að
ræða, sem sé allmiklu stærri en
skæruherinn vinstrisinnaði í E1
Salvador. En hin opinbera rétt-
læting Bandaríkjastjórnar á
stuðningi við það lið sem herjar á
Nicaragua er sú, að með því móti
eigi að stöðva stuðning frá Nicar-
agua við vinstrisinna í E1 Salv-
ador.
Gagnbyltingarmennirnir sjálf-
ir hafa aldrei dregið dul á það, að
markmið þeirra sé að steypa
stjórn Sandinista. En CIA heldur
sig við fyrri formúlur og segir að
tilgangurinn með því að hjálpa
andstæðingum Sandinista sé „að
þvinga fram breytingar í stefnu
stjórnar Nicaragua og þ.á.m. á
aðstoð við vinstriskæruliða í E1
Salvador“.
Útskýringin á því að CIA held-
ur sig við slíka formúlu er m.a.
sú, að í fyrra samþykkti banda-
ríska þingið lög sem banna
stjórninni að veita aðstoð sem
notuð sé til „að steypa stjórninni í
Nicaragua eða ögra til hernaðar-
árekstra milli Nicaragua og
Honduras". En hægrisinnar hafa
bækistöðvar í Honduras eins og
kunnugt er.
áb.
vegar greinilega til vinstri, í þeim
kosningum sem þar voru haldnar í
sumar. Blökk miðju- og hægri-
manna, sem þar hefur farið með
völd (Lýðræðisbandalagið) tapaði
29 þingsætum, sósíalistar urinu
hinsvegar 25 þingsæti og urðu
stærsti flokkur landsins - Komm-
únistaflokkurinn vann þar einnig
nokkuð á.
1982 og 1981
í fyrra fóru fram þingkosningar í
þrem Evrópulöndum. Úrslitin í
Hollandi eru dálítið erfið í túlkun
vegna þess hve sérkennilegt
flokkakefið þar er - þó munar þar
mestu um allverulegan sigur hæg-
risinnaðs Frelsisflokks. En í Sví-
þjóð náðu sósíaldemókratar og
kommúnistar hreinum meirihluta
atkvæða og hröktu borgaralega
stjórn frá völdum og á Spáni unnu
sósíalistar stórkostlegan sigur,
fengu 48.7% atkvæða og hlutu
hreinan meirihluta á þingi.
í hitteðfyrra gerðist það svo, að
sósíaldemókratar bæði í Noregi og
Danmörku urðu fyrir nokkrum
skakkaföllum. Aftur á móti unnu
vinstrimenn þá eftirminnilega
kosningasigra bæði á Grikklandi
og í Frakklandi, en bæði ríkin
höfðu óralengi búið við hægri-
stjórnir. Þess skal um leið getið að
því er Danmörku varðar, að um
leið og sósíaldemókratar þar urðu
fyrir skakkaföllum vann Sósíalíski
alþýðuflokkurinn góðan sigur, og
því varð tilfærslan milli blakka þar í
landi næsta lítil.fáD byggði á yfirliti
í Infornration.)
og dauða. Japanir vilja hinsvegar
hafa hag af guðum sínum - hér og
nú.
Furðu algengt er að Japanir
leiti á víxl til hinna ýmsu trúar-
bragða eftir því hvað tilefnið er.
Flest börn eru skírð að hætti
shintotrúarmanna, hjónabönd
eru tengd annaðhvort að shinto-
sið eða á kristna vísu (vegna þess
að hvítur brúðarkjóll þykir fall-
egur). Dauðanum er svo mætt á
búddíska vísu, vegna þess að sú
trú þykir Japönum huggunarík-
ust á erfiðum stundum.
Hlýðniboð sterk
Sumum kann að virðast, að
japanskt trúarlíf beri vott um
fyrirmyndar umburðarlyndi. Það
er að sönnu rétt, að shintotrú og
búddismi hafa lengi lifað hlið við
hlið í landinu án þess að til trúar-
bragðastyrjalda kæmi. Hitt er
annað mál, að prestar beggja trú-
arbragða gengu rækilega fram í
ríkishollustu - einnig á þeim tím-
um þegar Japan fylgdi fasískri út-
þenslustefnu. Shintoklerkar
boðuðu hatur á óvinunum og
skilyrðislausa baráttu - þeir
lögðu meðal annars blessun sína
yfir sjálfsmorðsflugmennina
frægu (kamikaze).
Afstaða Japana til trúarbragða
er líka partur af velgengni þeirra í
viðskiptum. Það er til dæmis
mjög til siðs hjá japönskum stór-
fyrirtækjum að senda starfsmenn
sína í hugleiðsluþjálfun í
klaustur, ekki síst klaustur zen-
búddista. Þar læra væntanlegir
sölustjórar að tæma hugann í
hugleiðslu og síðan er hann fyllt-
ur með fyrirlestrum um efni eins
og „trú og hlýðni við yfirboðara",
eða „hvers vegna er ég stoltur af
Japan“.
- áb endursagði.