Þjóðviljinn - 19.07.1983, Side 12

Þjóðviljinn - 19.07.1983, Side 12
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. júlf 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra Að þessu sinni liggur leiðin í sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra á einn fegursta og sérkennilegasta stað landsins: gljúfrin í þjóðgarðinum við Jökulsá á Fjöllum: Hljóðakletta, Hólmatungur og Ásbyrgi. . Ferðin hefst fyrir hádegi Iaugardaginn30. júlíog er miðað við sameiginlega brottför frá Varmahlíð kl. 10. Hópferðir verða frá öllum þéttbýlisstöðum a Norðurlandi vestra og veita umboðsmenn ferðarinnar upplýsingar á hverjum stað. Farið verður um Akureyri, Mývatri og Grímsstaði, Asbyrgi og þaðan upp með Jökulsá vestan megin. Gist verður tvaer nætur í tjöldum viö Hljóðakletta og efnt til fagnaðar eins og venja er með dagskrá og fjöldasöng. Nægur tími ætti að gefast til skoðunarferða um Gljúfrin á sunnudeginum en á mánudag verður ekið um Tjörnes og Húsavík heim á leið. Þátttakendur hafi með sér tjöld, nesti og annan viðlegubúnað. Þátttökugjald er kr. 1000 en hálft gjald fyrir þátttakendur 14 ára og yngri. Umboðsmenn ferðarinnar eru: Siglufjörður: Svava Baldvinsdóttirs. 71429, Sigurlína Þorsteinsd. s. 71406. Sauðárkrókur: Bragi Skúlason, s. 5245, Rúnar Backmann, s. 5684 og 5519. Hofsós: Gísli Kristjánsson s. 6341. Varmahlíð: RagnarArnaldss.6128. Blönduós: Sturla Þórðarson s. 4356 og 4357, Vignir Einarsson s. 4310. Skagaströnd: Ingibjörg Kristinsd. s. 4790. Hvammstangi: Eyjólfur Eyjóifsson s. 1348, ElísabetBjarnadóttirs. 1435. Þátttaka er öllum heimll Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi 23. júlí Eins dags gönguferð frá Oddsdal í Norðfirði um Grákoll tii Viðfjarðar (15-20 km). Fararstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Nauðsynlegur útbúnaður: Góðir gönguskór, hlífðarföt og nesti fyrir daginn. Gisting: Aðkomufólk sem óskar eftir gistingu þarf að panta hana með fyrirvara í Hótel Egilsbúð, Neskaupstað, sími 7321. Ef óskað er eftir svefnpokaplássi þá tilkynnið það við skráningu. Tjald- stæði er yst í Neskaupstað. Þátttaka tilkynnist (m.a. vegna bátsferðar) til einhvers eftirtalinna eigi síðar en 18. júlí: Einar Þórarinsson í síma 7606 eða Valur Þórarinsson í síma 7690 Nes- kaupstað. Margrét Oskarsdóttir í síma 6299 Eskifirði. Jóhanna Þóroddsdóttir í síma 4134 Reyöarfirði. Anna Þóra Pétursdóttir í síma 5283 Fáskrúðsfirði. Jóhanna lllugadóttir í síma 1622 Egilsstöðum. , Ferðaáætlun: Þátttakendur koma í bílum (einkabílum eða rutum, ef a þarf að halda) að brúnni á þjóðvegi innarlega á Oddsdal. Frá Neskaupstað verður lagt af stað frá Egilsbúð kl. 8:30. Lagt af stað í göngu frá þjóðvegi kl. 9 stundvíslega. Að á völdum stöðum á leiðinni til Viðfjarðar og eftir dvöl þar siglt með bátum til Neskaupstaðar um kvöldið, þaðan sem menn fá ferð til að nálgast einkabíla sína á Oddsdal, Ábending um landabréf: Uppdráttur íslands, blað 114 „Gerpir". Öllum heimil þátttaka - Alþýðubandalagið. Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Rangárþingi verður haldinn fimmtudaginn 21. júlí kl. 21.00 að Geitasandi 3 Hellu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð Sigurður Guðgeirsson Fáein kveðjuorð Sú óvænta harmfregn barst okk- ur til Danmerkur nú fyrir nokkrum dögum, að Sigurður Guðgeirsson væri þungt haldinn og vart hugað líf, svo síðar að hann hafi látist s.l. miðvikudag. Okkur setti hljóð við þessa helfregn, því að ekki áttum við þess von, að dauðann bæri svo brátt að, þó að við vissum, að Sig- urður hefði ekki gengið fullkom- lega heill til skógar undanfarið. Með Sigurði Guðgeirssyni er genginn til feðra sinna langt um aldur fram fágætur drengskapar- maðurog óvenju heilsteyptur pers- ónuleiki, einn þeirra manna, sem maður veit að marga slíka hittum við ekki á lífsleiðinni. Kynni við Sigurð urðu öllum ávinningur. Hér verða ekki rakin störf Sig- urðar eða æviferill, þar sem ég er nú staddur skortir til þess alla að- stöðu, enda veit ég, aðtilþess verða aðrir. Þessi fáu fátæklegu orð eiga aðeins að flytja síðustu kveðju okkar hjóna og fjölskyldu okkar fyrir áratuga vináttu sem aldrei bar skugga á og treystist með hverju árinu sem leið, vináttu þar sem við vorum fyrst og fremst þiggjendur en hann og hans ágæta kona veitendur. Þá minnumst við ekki síður einstakrar hjálpsemi hans ávalt er eftir var leitað. Kynni okkar Sigurðar hófust fyrir alvöru fyrir tæpum 19 árum, þegar ég hóf störf hjá Verkamannasambandi íslands, en hann hafði þá fyrir skömmu tekið við forstöðu nýstofnaðs Styrktar- sjóðs Dagsbrúnarmanna. Alltaf síðan og fram í júní s.l. hefur okkar daglegi vinnustaður verið að Lind- argötu 9 og samstarf okkar verið einstaklega náið og ánægjulegt, enda byggt á gagnkvæmu trausti og trúnaði. Ekki hvað síst var þetta samstarf ánægjulegt meðan ég ann- aðist bókhald styrktarsjóðsins og síðar er við önnuðumst sameigin- lega afgreiðslu atvinnuleysisbóta vörubifreiðastjóra. Sigurður var skjalavörður og skrifstofustjóri allra þinga Verka- mannasambands Islands og naut sín þar til fulls reglusemi hans og vandvirkni. Meðferð fjármuna var í höndum Sigurðar með þeim hætti sem best verður á kosið, enda naut hann í þeim efnum fullkomins trausts og virðingar. Okkur, sem nánust dagleg sam- skipti höfðum við Sigurð, finnst svo stórt skarð fyrir skildi að vart verði fyllt og áreiðanlega mun langur tími líða, þar til við höfum til fulls áttað okkur á, að ekki sé lengur hægt að leita til hans ekki aðeins með málefni og vandamál hins daglega starfs, heldur og ekki síður hins persónulega vinar, sem gott var að leita til og leita ráða hjá. Nú hljómar ekki lengur hressandi og glaðvær hlátur hans á góðri stund. En þó að okkur vinum hans og samstarfsmönnum finnist að við höfum mikils misst er það þó lítil- fjörlegt hjá því mikla áfalli, sem eftirlifandi eiginkona hans, synir, tengdadætur, barnabörn og síðan og ekki síst aldraðir foreldrar, hafa orðið fyrir. Við hjónin og fjöl- skylda okkar sendum þeim öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum allar góðar vættir að styrkja þau í þungri raun. Vertu sæll kæri vinur. Hafðu þökk fyrir vináttuna og dreng- Iyndið. Þórir Daníelsson Gott framtak á Húsavík Það er margt gert til þess að laða að ferðamenn, sumt af viti og annað miður einsog gengur. Á fjörur okk- ar rak nýlega dæmi um ágætt fram- tak Húsvíkinga hvað þetta varðar. Olíusala Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík hefur gefið út kort af bænum og eru þar merkt inn á ýms- ar þær stofnanir og byggingar sem ferðamönnum getur komið vel að vita hvar eru staðsettar. Þá er stutt ágrip af sögu bæjarins, bæði á ensku og íslensku. Ábyrgðarmaður bæklingsins er KORT AF HÚSAVÍK VIÐ SKJÁLFANDA OLÍUSALA KÞ NAUSTAGIL élanitn viMlun itnmr U Jónas Egilsson og liggur upplýs- ingaritið frammi hjá Olíusölu Kaupfélagsins á Húsavík. SIMI 53468 smuatt Séð yflr Slglufjörð, en þar munu félagar í sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandl meðal annars staldra við. Alþýðubandalagið á Vesturlandi um verslunar- manna- helgina Það verður lagt af stað frá Borgarnesi, laugardaginn 30. júlí og komið heim að kvöldi mánudags 1. ágúst. Farið verður um Húnavatnssýslur, um Skagafjörð og til Siglufjarðar. Gist báðar nætur að Húnavöllum. Svefnpokapláss og hótelherbergi eftirvali. Leiðsögurriaður er Magnús H. Gíslason frá Frostastöðum. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst til þessara manna: Akranes: Guðbjörg Róbertsdóttir, sími 2251, Ingunn Jónasdóttir, sími 2698. Borgarnes og nærsveitir: Ríkard Brynjólfsson, sími 7270, Halldór Brynjúlfsson sími 7355. Snæfellsnes sunnan heiðar: Jóhanna Leópoldsdóttir, sími 7691. Hellissandur: Sigríður Þórarinsdóttir, sími 6616. Ólafsvík: Anna Valversdóttir, sími 6438. Grundarfjörður: Ingi Hans Jónsson, sími8811. Stykklshólmur: Guðrún Ársælsdóttir, sími 8234. Búðardalur: Kristjón Sigurðsson, sími 4175. Reykjavík: Magnús H. Gíslason, sími 81333. Tilkynnið ykkursemfyrst. Ferö fyríralla fjölskylduna! Öllum heimil þátttaka! Kjördæmisráð.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.