Þjóðviljinn - 12.08.1983, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. ágúst 1983
NODVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Jtitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, .Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannés Harðarson
Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bilstjóri: Ólöf Siguröardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Til varnar
viðskip tafrelsin u
• Þeir segja okkur margir íhaldsmenn, að aukið frelsi í
viðskiptum sé allra meina bót í efnahagsmálum, og
þannig muni ríkisstjórnin okkar kljást við efnahags-
vandann. Þessu trúum við mæta vel, og sjáum reyndar
þegar við lítum í kringum okkur, að viðskiptafrelsið
dafnar sem aldrei fyrr, þrátt fyrir auraleysi og barlóm
almennings sem aldrei veit hvað honum er fyrir bestu.
• Hornsteinar viðskiptafrelsisins, bankarnir, sýna lofs-
vert frumkvæði. Peningaleysi almennings aftrar þeim
ekki frá sókn til uppbyggingar. Peir opna ný útibú og
byggja yfir gömul af meiri myndarbrag en nokkru sinni
fyrr. Þannig stefnir í það, að bankakerfið hafi 200 af-
greiðslustaði í landinu, útibú á hverja 1000 íbúa. Geta
menn hugsað sér frelsið öllu meira og betra? 200 útibú
að velja á milli!
• Ráðherra bankamála, Matthías Á. Mathiesen hefur
líka skilning á gildi frelsisins í bankamálum og hefur lýst
yfir því, að ráðuneytið eigi ekkert að vera að skammta
útibú, bankarnir eigi að ráða þessu sjálfir.
• Olíufélögin eru líka hornsteinar viðskiptafrelsis og
samkeppni. Þau eru í harðri keppni um það hver sé
bestur að selja olíuna, sem skipað er upp úr því rúss-
neska olíuskipi, er til landsins kemur hverju sinni. Þau
leggja sín lóð á vogarskálar viðskiptafrelsisins með því
að byggja bensínstöðvar sem aldrei fyrr. Pað hlýtur að
gleðja almenning í landinu, að þótt hann hafi kannski
heldur minni peninga til að kaupa bensín en áður, þá
getur hann nú keypt það á miklu flottari bensínstöð, og
jafnvel farið í Hagkaup og keypt Tommaborgara í
leiðinni - ef peningarnir leyfa.
» Pessi hugsjón viðskiptafrelsis skín einnig út úr
aðgerðum ráöherra Tívolístjórnarinnar. Hún var á
feröinni þegar felldur var niður skattur á ferðamanna-
gjaldeyri, með einhverjum vafasömustu bráðabirgða-
lögum í sögu lýðveldisins. Þessi sama frelsishugsjón
fékk heilbrigðisráðherra til að fella niður þátttöku
ríkisins í tannlácknakostnaði, enda slíkt ástæðulaus af-
skipti af frjálsum viðskiptum tannlækna og þeirra sem
koma sér upp tannpínu og geta engum öðruin um
kennt. Að vísu gaf ráðherrann þá skýringu að hann
hefði ekki peninga til að borga þátt ríkisins, en það var
bara fyrirsláttur. Ríkissjóður er búinn að sleppa tekjum
fyrir margfalda þá upphæð sem þetta hefði kostað, t.d.
með niðurfellingu skatts á ferðamannagjaldeyri. Þessi
sama frelsishugsjón fær ráðherrana líka til að segja
námsmönnum að þeir skuli bjarga sér sjálfir og hætta
að treysta á lán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna.
• Síðast en ekki síst segir ríkisstjórnin okkar, að í nafni
frelsisins skuli launþegar og atvinnurekendur semja
sjalfir um kaup og kjör, án afskipta ríkisvaldsins. Þeir
skuli ráða því hve mikið kaupið hækkar og hvort samið
verður um verðbætur á laun. Ríkisvaldinu komi þetta
ekki við. - Nei annars, þetta síðasta á ekki að vera með.
Það kemur viðskiptafrelsinu ekkert við.
Heil mánaðarlaun
• Hækkun á raforku almennings frá því ríkisstjórnin
tók við völdum nemur nú u.þ.b. heilum mánaðar-
launum á ári hjá þeim sem kynda hús sfn með rafmagni,
og hálfum mánaðarlaunum hjá öðrum. Þegar ríkis-
stjórnin samþykkti að skerða laun launþega um
fjórðung boðaði hún mildandi aðgerðir svonefndar.
Þar munaði mest um lækkun húshitunarkostnaðar.
Hinar mildandi aðgerðir vega þó ekki meira en svo í
verðhækkanaskriðunni, sem stjórnin hefur heimilað,
að hækkunin á raforku til ljósa og hitunar hefur hækk-
að, sem nemur liðlega 9000 krónum á ári, eða því sem
næst mánaðarlaunum láglaunamanns. Sér er nú hver
mildin. eng.
Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra hefur eng- Albert Guðmundsson, heildsala, sem þó er hluti af
in tengsl við... persónulegum fjárhag fjármálaráðherra
Skattamál fjármálaráðherra,
Alberts Guðrriundssonar, hafa
vakið verulega athygli að undan-
förnu. En svo sem menn vita, þá
snýst málið um það, að fjármála-
ráðherra lætur ekki taka skatta af
launum sínum hjá ríkinu, heldur
eru þeir greiddir gegnum Albert
Guðmundsson, heildverslun,
sem selur ríkinu drjúgt af varn-
ingi. Áður hafði fjármálaráð-
herra lýst því yfir að hann hefði
hætt öllum afskiptum af fyrirtæk-
inu. í viðtali við Þjv. í fyrradag
segir hann um tengsl fjármála-
ráðherra og Albert Guðmunds-
son heildverslun:
„Þetta fyrirtæki er ekki hluta-
félag, heldur er það rekið í mínu
nafni, og framtal þess er því hluti
af mínu persónulega framtali“.
Og þar með er Ijóst að fyrirtæki
sem flytur inn áfengi og tóbak,
sem selt er í verslunum sem fjár-
málaráðherra ræður yfir, það er
hluti af persónulegum fjárhag
fjármálaráðherra. Tengslin
semsé eins náin og þau geta
verið.
Annað hvort þetta
er eðlilegt mál
Þetta vekur að sjálfsögðu
margar spurningar. Gjald-
heimtustjóri er m.a. spurður um
það hvort þetta tíðkist og svarar
að hann „myndi ekki til þess að
svona dæmi hefðu komið upp
áður“, og klykkir út mjög kurteis-
lega: „það er annað hvort þetta er
eðlilegt mál eða ekki, ég legg eng-
an dóm á það“.
Ráðherrann með
hattinn
Ólafur Ragnar Grímsson fjall-
ar um þetta mál í DV grein og fer
á kostum.
Starfar fjármálaráðherra Al-
bert Guðmundsson hjá
Heildverslun Alberts Guðmunds-
sonar? Eða rekur fjármálaráð-
herra Albert Guðmundsson
kannski sjálfur Heildverslun Al-
berts Guðmundssonar á meðan
hann er í embætti ráðherrans? En
Heildverslun Alberts Guðmunds-
sonar er samkvæmt lögform-
legum skilgreiningum hreint per-
sónulegt einkafyrirtæki Alberts
sjálfs en ekki hlutafélag. Er fjár-
málaráðherra Albert Guðmunds-
son og heildsalinn Albert Guð-
mundsson í einum og sama manni
í senn fulltrúi kaupenda og selj-
enda þegar viðskipti fjármála-
ráðuneytis og heildverslunarinn-
ar fara fram? En ríkið er eins og
kunnugt er einhver stærsti
viðskiptavinur umræddrar
heildverslunar...
og
Aðgætum þá sérstaklega að
heildsalinn Albert Guðmundsson
er samkvæmt skilgreiningu fjár-
málaráðherrans sjálfs enn í fullu
starfsfjöri á sviði margvíslegra
viðskipta við ríkið. Einkafyrir-
tækið Heildsala Alberts
Guðmundssonar selur fjármála-
ráðherranum og Albert
Guðmundssyni áfengi og tóbak í
ríkum mæli. Söluaukning í ríkis-
versluninni á Kent-sígarettum,
White Horse-viskíi, Hennessy-
koníaki, margvíslegum rauðvín-
um og kampavínum, Dubonnet
og Cinzano, líkjörunum Cointre-
au og Bénédictine ásamt mörgu
öðru, eykur stórlega umboðstekj-
ur fjármálaráðherra/heildsalans
Alberts Guðmundssonar. Tollaf-
greiðslur og innflutningsgjöld
gera viðskiptamunstrið hjá sama
manni enn skrautlegra.
Kaupandi og seljandi eru í einum
haus undir sania hatti.
Og blöðin fá líka að heyra, að
þau hafi ekki staðið sig sem
skyldi:
Skattgreiðslur fjármálaráð-
hcrrans eru í slíkum sérflokki.
Þær hefðu í öðrum lýðræðisríkj-
um valdið tröllauknum jarð-
skjálfta í opinberri umræðu.
Fjölmiðlar hefðu keppst við að
knýja fram svör við fjölda grund-
vallarspurninga sem vakna við
slíka frétt. Hér er þögn Morgun-
blaðsins, DV og ríkisfjölmiðlanna
beggja æpandi vitnisburður um
hvernig valdsmönnum tekst að
drepa frjálsa umræðu í dróma.
Grœðir hann
á þessu?
Nýr flötur á málinu kemur
fram hjá Ólafi Ragnari, og einnig
í Sandkorni DV. Ólafur Segir:
Höfum að lokum í huga að fyr-
irskipunin til gjaldheimtustjór-
ans færir Albert stórfelldan gróða
vegna gjaldfrestsins sem gildir er
heildverslunin annast greiðslurn-
ar. Með því að banna Gjald-
heimtunni að taka skatta af
launum sínum 1. hvers mánaðar
og láta heildverslunina inna
greiðsluna af hendi 15. næsta
mánaðar fær Albert Guðmunds-
son rúmlega 40 daga greiðslufrest
í hvert sinn. Þennan tíma getur
hann síðan notað til að ávaxta
mánaðarkaupið á margvíslegan
hátt, t.d. á verðtryggðum reikn-
ingum. Þegar um er að ræða 80
þúsund krónur í mánaðarkaup og
verðbólgan rúllar í kringum
100% skilar þessi aðferð Albert
sjálfum á ári hverju mörgum þús-
undum króna í hreinan hagnað
umfram það sem aðrir launa-
menn fá frá ríkinu.
Um þetta segir í Sandkorni:
Starfsfélagar Alberts hjá rík-
inu hugðu gott til glóðarinnar.
Klókur hagfræðingur sá sér þarna
leika á borði. Enda þótt gjalddagi
skattanna sé 1. ágúst er ekki byrj-
að að reikna dráttarvexti fyrr en
um miðjan september. Gekk
hagfræðingurinn á fund gjald-
heimtustjóra og hugðist feta í fót-
spor Alberts, fá fé sitt til baka,
setja á bankareikning sinn, græða
mánaðarvexti og greiða svo ríkis-
sjóði prívat áður en farið væri að
reikna dráttarvexti.
Gj aldheimtustjóri sagði þvert
„nei“ við málaleitan hagfræðing-
sins og hélt hann þar með á braut.
Sitthvað er Jón og séra Jón.
eng.
ocj skoriö
Kratahöfðingi
segir frá
í Noregi hefur vakið mikla at-
hygli sjálfsævisaga Tronds Hegna
sem nefnist „Min version“.
Trond Hegna hefur lengi verið
atkvæðamaður innan Verka-
mannaflokksins norska, sat á
þingi fyrir þann flokk á árunum
1950-1965. Hann var andvígur
inngöngu Noregs í Nató 1949 og
einn þeirra sem tókst að koma í
veg fyrir að Noregur gengi í Efna-
hagsbandalagið.
Trond Hegna sem nú er 85 ára
gamall segir í nýlegu viðtali við
Ny tid á þessa leið:
„Við ( í Verkamannaflokkn-
um) höfum ekki getað mótað
stefnu sem mæti nýjum kröfum.
Og sjálfur tel ég að það sé nátengt
því að við gengum í Nató og höf-
um orðið háðir Bandaríkjunum.
Ég hefi ekki breytt um afstöðu
í grundvallaratriðum frá því ég
barðist gegn inngöngu Noregs í
Nató árið 1949. Það sem ég hélt
og held enn er, að þegar verk-
lýðshreyfingin mælti með Nató,
þá hafi hún afsalað sér hluta af
sjálfstæði sínu og grafið undan
þeim grunni sem hún stendur á.
Og pólitíkin snerist til hægri...
Það versta við aðild að Nató
var það með henni ummyndaðist
stefna okkar á þann veg, að við
glutruðum niður möguleikanum
á að gera eitt eða neitt upp á eigin
spýtur, eitthvað sjálfstætt...“
áb.