Þjóðviljinn - 12.08.1983, Síða 5
Föstudagur 12. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
s
Afram nú, Þórarinn!
Ritstjórar Þjóðviljans hafa
eignast skæðan keppinaut. Þór-
arinn á Tímanum er brðinn ein-
hver skeleggasti stjórnarand-
stæðingurinn í landinu. Viku eftir
viku afhjúpar hann gagnsleysi og
ranglæti efnahagsstefnu hinnar
nýju ríkisstjórnar.
Þórarinn er á svo góðri leið
með að afgreiða Steingrím, Geir
og félaga sem dómadags bullu-
kolla að lítiðeitt er eftir nema
smiðshöggið sjálft. Ritstjórar
Þjóðviljans mega aldeilis halda
vel á spöðunum, ef þeir ætla að
fylgja Þórarni eftir í gagnrýnis-
skrifum. Ríkisstjórnin verður
brátt með sama áframhaldi að
fara að auglýsa eftir stuðnings-
mönnum. Kannski í Lögbirtinga-
blaðinu.
Hœkkanirnar eru
dauðadómur.
Upp úr miðjum júlímánuði hóf
Þórarinn harða atlögu að linku
ríkisstjórnarinnar gagnvart
hækkanakröfum opinberra fyrir-
tækja. Næðu hækkanirnar fram
að ganga væri „allt viðnám gegn
verðbólgu fokið út í veður og
vind“ að dómi Þórarins og
„gamla víxlhækkana vitleysan þá
komin aftur til sögunnar“. Rit-
stjórinn áréttaði svo sérstaklega
að við jákvæða afgreiðslu ríkis-
stjórnarinnar á hækkana-
beiðnum fyrirtækjanna „myndi
verðbólgan taka mikið stökk“ og
stjórnarstefnan gæti því „leitt til
hreinnar upplausnar og gert illt
verra“.
Eftir slíkan dauðadóm yfir
verðbólguaðgerðum ríkisstjórn-
arinnar hefði mátt halda að
gamla framsóknarkempan Þórar-
inn á Tímanum, sem í nær hálfa
öld hefur látið sig hafa það að
verja margvísleg fólskuverk for-
ingja flokksins, myndi nú taka sér
hvíld í árásum á ríkisstjórn Stein-
gríms Framsóknarformanns.
Nei, ekki aldeilis. Strax í byrj-
un ágústmánaðar hélt Þórarinn
Ólafur
Ragnar
Grímsson
skrifar
áfram afhjúpunum á gagnsleysi
efnahagsaðgerðanna. Fyrsta
sunnudagsgrein Tímans í nýbyrj-
uðum mánuði var helguð nýrri
árás á ríkisstjórnina. Ráðherrar
flokksins eru víst algjörlega gátt-
aðir á ritstjóranum. En almenn-
ingur í landinu er að kynnast
nýrri hlið á Þórarni. Kannski er
óttinn við feigðarflan Steingríms
með Framsóknarflokkinn orðinn
foringjahollustu ritstjórans yfir-
sterkari?
„Ekkert réttlœti“.
í aðalstjórnmálagrein helgar-
innar kveður Þórarinn upp eftir-
farandi dóm um vísitölustefnu
ríkisstjórnarinnar:
„Nokkurt spor var stigið til
afnáms vísitölukerfisins með
bráðabirgðalögunum í maímán-
uði. Kaupgjaldið var tekið úr
sambandi við vísitöluna. Mikill
hluti vísitölukerfisins stendur þó
eftir, eins og vísitölutrygging á
sparifé, búvöruverði o.fl. Hætta
er á, ef þessi hluti vísitölutrygg-
ingar helst áfram, að verðbólgan
verði illviðráðanleg.
Hreinlegast er að losa sig við
vísitölukerfið til fulls, enda ekki
réttlæti í öðru eftir að vísitölu-
tryggingu launa er hætt. Ef stór
hluti vísitölukerfisins helst
áfram, verður ekki staðið gegn
því með sanngirni, að vísitölu-
trygging kaupgjaldsins verði
tekin upp aftur. Það er ekki hægt
að skipa vinnunni í einhvern
undirmálsflokk“.
Þórarinn sér að afnám vísitölu-
bindingar á laun, eins og ríkis-
stjórnin hefur framkvæmt stefn-
una, skipar vinnunni í hreinan
undirmálaflokk en hefur
auðmagnið og hagsmuni atvinnu-
rekenda til skýjanna. Meginað-
gerð ríkisstjórnarinnar dæmir rit-
stjórinn á þann veg að í henni
felist „ekkert réttlæti" og
aðgerðarleysi stjórnarinnar á
öðrum sviðum muni „gera verð-
bólguna illviðráðanlega'*. Gæti
nokkur yfirlýstur stjórnarand-
stæðingur á ritstjórn Þjóðviljans
orðað betur afdráttarlausa ford-
æmingu á efnahagsstefnunni?
„Meiriháttar gengis-
felling framundan “.
En Þórarinn heldur áfram að
höggvá niður ríkisstjórn landsins.
Hann boðar umbúðalaust að
stjórnarstefna Steingríms og fé-
laga hafi í för með sér „að nú
bíður augljóslega mciriháttar
gengisfelling framundan“.
I háttvísi sinni hikar Tímarit-
stjórinn við að minna lesendur á
að einungis rúmir tveir ntánuðir
eru liðnir síðan forsætisráðherr-
ann nýi sagði aö stöðugt gengi
væri frumforsenda stjórnarstefn-
unnar. Frekari lækkun gjald-
miðilsins á þessu ári jafngilti skip-
broti stjórnarstefnunnar!
Velkominn í hópinn.
Strax í fyrstu vikunum eftir
valdatöku ríkisstjórnarinnar
bentum við ýmsir í blaðagreinunt
á sömu þverbresti í stjórnarstefn-
unni og Þórarinn ritstjóri Tímans
fjallar nú um í leiðurum og helg-
argreinum. Góður liðsmaður er
því hér með boðinn velkominn í
hóp raunverulegra stjórnarand-
stæðinga. Við sendum göntlu
kempunni í ritstjórnarstóli
Tímans bestu baráttukveðjur frá
samherjum hans í Alþýðubanda-
laginu.
Kosningarnar
í Nígeríu
Shagari
forseti
endur-
kjörinn
Eftir langa talningu og stranga
eru úrslit kunn í forsetakosning-
unum í Nígeríu. Shagari forseti
var endurkjörinn meö um tólf
miljónum atkvæöa en helsti
keppinautur hans Obafemi Aw-
olowo, sem er höfðingi sinnar
þjóðar, fékk um átta miljónir.
Um tíma leit svo út sem forset-
inn mundi tapa kosningunni.
í Nígeríu búa margar þjóðir og á
sumum svæðum hafa einstakir
frambjóðendur fylgi nær hvers
mannsbarns. Til dæmis fékk Awol-
owo 95% atkvæða í Ogunhéraði.
Kosningarnar þykja hafa tekist
allvel í þessu helsta viðskiptalandi
fslendinga í Afríku. Ofbeldisverk
voru ekki mörg framin. Þó hafa
tveir frambjóðendur kvartað
vegna kosningasvindls. Annar er
Azikiwe, fyrsti forseti landsins,
Shagari forseti: tiltölulega friðsam-
legar kosningar.
sem segir að flokkur forsetans hafi
einokað margar kjörnefndir og
svipt um miljón manns tækifæri til
að kjósa. Ibrahim frá Þjóðflokki
Stór-Nígeríu segir að stuðnings-
menn hans í Bornou hafi ekki feng-
ið að kjósa.
Nígeríu hefur gengið furðuvel að
græða sár borgarastyrjaldarinnar
sem reis út af Biafra um árið. For-
ingi aðskilnaðarmanna í Biafra,
Ojukwu, hefur fengið að snúa
heim til Nígeríu, og hefur boðið sig
fram til þings fyrir flokk Shagari
forseta, NPN.
Verðbólga, fjármálaspilling,
atvinnuleysi og verðfall á olíu - allt
þetta hefur leikið Nígeríumenn
grátt að undanförnu. En flokkur
forsetans vann samt sigur, mest
vegna þess að sögn, að aðrir fram-
bjóðendur þóttu ekki líklegir til
stórræða í breytingum.
Norræn friðarganga
hófst í New York
Um það bil hundrað konurfrá
Norðurlöndum söfnuðust
saman í New York á þriðjudag-
inn til að hefja friðargöngu til
Washington.
Haft er eftir einni af talskonum
göngunnar, Torill Eide frá Noregi,
að konurnar vilji reyna að koma
því til skila við Bandaríkjamenn,
að Evrópumenn óski ekki eftir því
að taka við bandarískum meðal-
drægum eldflaugum hjá sér.
Á bláðamannafundi kom fram,
að ýmsir frjálslyndir bandarískir
stjórnmálamenn fylgjast grannt
með konunum norrænu og telja að
sjónarmið þeirra fari að mörgu
saman við þau sjónarmið sem þeir
sjálfir hafa að því er varðar ný
vopnakerfi heima fyrir.
Á þriðjudag héldu konurnar, en
tvær þeirra eru frá íslandi, fund
með Cuellar aðalritara Sameinuðu
þjóðanna. Þær ákváðu einnig að
senda franska sendiráðinu mót-
mæli vegna tilrauna Frakka með
kjarnorkuvopn í Kyrrahafi.
(Info).
Drögum vel úr ferð
við blindhæðir og brýr.
GOÐAFERÐ!
Konurnar sem ætla að ganga til Washington stilla sér upp fyrir framan
byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York.
-áb.