Þjóðviljinn - 12.08.1983, Page 6

Þjóðviljinn - 12.08.1983, Page 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. ágúst 1983 Minningarorð Sigurður Thoroddsen verkfrœðingur Við Sigurður Thoroddsen verk- fræðíngur vorum mjög jafnaldra menn; þó við hefðum um stundar- - sakir í ;esku verið samtímis við nám og ættum mart sameiginiegra kunníngja, þá leið á laungu áðuren við yrðum málkunnugir; vorum aðeins uppá kollkínk á götu. Við vorum báðir því nær að vera alda- mótabörn, fæddir 1902. Siguröur þræddi reglulegar brautir í námi, sjónæmur einsog alt það fólk, hugði á læknisnám fyrst í stað, en sneri sér síðan að verkfræði og út- skrifaðist sem slíkur í Kaupmanna- höfn. Mér hafði fyrst sýnst hann ekki altof auðtekinn í viðkynníngu fremuren sumir aðrir Thorodd- senar, og svo leið og beið að við þektumst og þektumst ekki allar götur frá æskuárum og þángaðtil rás viðburðanna hagaði því svo til að við vorum orðnir svilar. Við átt- um sjaldan laung samtöl í einrúmi, en það sem mér þótti máli skifta í fari hans þau fjörutíu ár sem við vorum í fjölskyldu var að sjá hann stundum hlæa lítillega að þeim hlutum sem menn hafa mesta til- hneigíngu til að býsnast yfir. Um- burðarlyndi hans við aðra menn og umhverfi sitt var lángt umfram það sem flestum mönnum er gefið, og heyrðist oft sagt af kunnugum að þar mundi honum kippa í kynið til Skúla Thoroddsens föður síns, sem er sagður verið hafa allra manna lausastur við ótímabæra afskifta- semi í kríngum sig, og verkuðu ekki á hann ulmennar .yfirtroðslur náúngans nema til voða stefndi. Heppni mín var sú að ég hafði á úngum árum verið heimagángur um skeið í frændliði hans í Reykja- vík meðan móðir hans, frú Theo- dora, ekkja Skúla Thoroddsens, enn bjó í Vonarstræti 12 með stálp- uðum börnum sínum hinum ýngri. Þar var fróðlegur og hollur viðkomustaður ekki aðeins þjóðfrægra öldúnga, heldur einnig úngra manna sem stefndu til afreka og frama á ýmsum sviðum menta; og þar kyntist ég við Jón skáld Thoroddsen bróður Sigurðar, eitt mesta skáldsefni sem þá var á landinu, og náði að gefa út nokkur frumverk sín sem bentu þokkafull frammá þann veg sem aldrei var farinn. Hér samanstóð hið borgaralega hús frú Theodoru af menta- mönnum og embættismönnum, og voru róttækir eftir skilgreiníngu þeirra tíma og áttu rót sína að rekja til þjóðvakníngar, frelsisbaráttu og mannúðarstefnu sem alt hafði fyrir sitt leyti upptendrast í Kaup- mannahöfn á dögum Fjölnis- manna; og síðan liðsins kríngum Jón Sigurðsson. Þjóðfrelsisgarpar, hugsjónamenn, lærdómsmenn og skáld áttu hér sögulegt menníngar- heimili í Vonarstræti 12: nokkurs- konar róttækur borgaralegur og háskólamentaður andfætlíngur við Unuhús; liðsafnaður í því orsaka- sambandi sem kvaddi menn til dáða á afdrifaríkum tímamótum í íslenskri stjórnmálasögu. Hversu mjög Sigurði Thorodd- sen var hinn forni þjóðdraumur ís- lands, sjálfstæðisbaráttan, hug- leikið mál ævilángt, er það dæmi talandi vottur, að ekki eru nema nokkrir dagar síðan hann tók inni- lega boði Ríkisútvarpsins um að segja frá þeim degi 14. júní 1913, þegar honum var :.em smásveini af þjóðernissinnuðum vinum Vonar- strætis falið að skera niður á Stjórnarráðinu hinn ágæta fána Dannebrog. Hafði ekki feingist annar og betri fáni löggiltur og urð- um við enn um sinn að halda áfram að draga upp danska fánann á há- tíðum og tyllidögum. Þennan fána skar þessi litli dreingur niöur um hábjartan dag, þá 11 ára. Það er áhrifamikið að hugsa til þess nú mánuði seinna, að Sigurð- ur Thoroddsen skyldi einsog fyrir guðlega forsjón lifa þá stund að koma í útvarpið og kveðja þjóð sína með því að vekja upp hjá okk- ur þessa endurminníngu. Halldór Laxness Með hverjum degi fækkar sam- ferðamönnum okkar á lífsieiðinni. Aðfaranótt 29. júlí andaðist Sig- urður Thoroddsen verkfræðingur en hann og Bolli bróðir hans voru æskuvinir mínir. Vorið 1914 lukum við allir inntökuprófi í Mennta- skólann og um haustið settumst við í 1. bekk. Sigurður var á 13. ári og yngstur í bekknum. Við sátum 4 ár í skólanum, en veturinn 1918-1919 lásum viö og aðrir fleiri utan skóla námsefni 5. og 6. bekkja og tókum stúdentspróf um vorið 1919. Með þessu græddum við eða spöruðum okkur eitt ár. Nú skildu leiðir. Um haustið 1919 sigldi Bolli til Kaupmanna- hafnar og hóf þar nám í verkfræði, en viö Sigurður hófum nám í Há- skólanúm og lukum heimspeki- prófi vorið 1920 Um haustið 1920 sigldi Sigurður til Kaupmannahafnar og hóf nám við Verkfræðiskólann (D.T.H.) og lauk prófi í byggingarverkfræði vorið 1927. Þá fór hann heim og hóf verkfræðistörf hjá Reykjavíkurhöfn. Frá 1927 og allt til síðustu ára hefur Sigurður unnið á ýmsan hátt við hin margvíslegu verkfræðistörf, stór og smá. Auk þess kenndi hann um árabil í ýms- um skólum. Og þingmaður var hann í 4 ár. Skýrsla um störf hans tekur 2 þéttprentaðar síður í verk- fræðingatalinu. í febrúar 1921 kom ég til Kaupmannahafnar. Þá hitti ég Sig- urö og skaut hann skjólshúsi yfir mig og var ég þar fram í apríl. Það var skemmtilegur tími, þó að fjár- hagurinn væri stundum bágborinn. Mjög gestkvæmt var hjá Sigurði, þar voru íslenskir stúdentar og var þar oft glatt á hjalla, þó að margir væru auralitlir. En alit bjargaðist. Dvöl minni hjá Sigurði og hjálp- semi hans og Bolla gleymi ég ekki. Að afloknu verkfræðiprófi 1927 fór Sigurður heim og hóf störf við Reykjavíkurhöfn eins og áður sagði. Ári síðar kvæntist hann Jakobínu Tuliníus. Börn þeirra eru Dagur, Bergljót, og Signý. Þau skildu samvistum. Hinn 7. nóvember 1947 gekk Sigurður að eiga Ásdísi Sveinsdótt- ur. Börn þeirra eru Jón Sigurður, Halldóra Kristín, Guðbjörg og Ásdís. Leiðir okkar Sigurðar skildu að nokkru eftir að hann kom heim. Við störfuðum hvor að sínu en hitt- umst öðru hvoru við ýmis tækifæri, og það var alltaf gaman. Og nú síð- ustu árin leit Sigurður oft jnn til okkar hjónanna og spjallaði við okkur um gamla daga og nýja daga, en hann var ákaflega fróður um menn og málefni fyrr og síðar og sagði skemmtilega frá og jafn- framt dútlaði hann við pípuna sína, alltaf gamansamur og glaður, vel- viljaður og hjartahreinn. Ég man, það er stutt síðan hann kom hér í síðasta sinn. Þegar ég fylgdi honum til dyra og sá hann hverfa inn í bílinn sinn, hugsaði ég hvað hann væri duglegur og kjark- aður að aka bíl, rétt að verða 81 árs. Ekki datt mér þá í hug að þetta væri í síðasta sinni að við sæjum hann. En nú er hann dáinn. Við hjónin þökkum fyrir að hafa átt hann að tryggum vini og vottum eiginkonu og öllurn ástvinum hans innilega samúð okkar. Rósa Guðmundsdóttir Einar Magnússon. Vinátta okkar Sigurðar Thor- oddsen hófst í Menntaskólanum í Reykjavík er ég kom þangað í fyrsta bekk haustið 1915. Þótt við Sigurður værum jafnaldra var hann þegar kominn upp í annan bekk. Fimmta og sjötta bekk tók hann svo á einu ári og varð stúdent tveimur árum á undan mér. Báðir fórum við til Kaupmanna- hafnar til verkfræðináms, Sigurður í byggingarverkfræði, ég í raforku- verkfræði. Um það bil er ég kom heim, tveim árum á eftir Sigurði, var fremur lítið að gera hjá verk- fræðingum bg þeir allir starfandi hjá því opinbera, Sigurður hjá vita- og hafnarmálastjóra. En um þetta leyti dró vita- og hafnarmálastofan saman seglin og sagði Sigurði upp vinnunni. Hann átti þá ekki annars kost en að setja sig niður sem sjálf- stæður verkfræðiráðunautur. Þetta var ekki álitlegt þá, en Sigurður tók fljótt þá ákvörðun að láta á það reyna hvernig þetta tækist og synj- aði tilboðum frá opinberum stofn- unum um að ráða sig hjá þeim. Þetta tókst og verkfræðiskrifstofa Sigurðar varð fyrsta sjálfstæða ráðgjafaverkfræðistofan hér á landi. Ég veit að aðrir en ég munu skrifa ýtarlega um störf Sigurðar Thoroddsen og verkfræðistofu hans. Þau eru, sem kunnugt er, mikil og markverð. Meðal þeirra eru rannsóknir og áætlanagerðir á sviði orkumála, einkum vatnsork- unnar. Sigurður gerði m.a. yfirlits- áætlun um vatnsafl landsins í heild. Slíka heildaráætlun hafði Jón Þor- láksson sett Íauslega fram þegar vatnalögin á sínum tíma voru til meðferðar. Síðan höfðu bættst við miklar rannsóknir og mælingar, sem Sigurður studdist við. Slík yfir- litsáætlun um heildarvatnsafl landsins var því orðin mjög tíma- bær og var mikið við hana stuðst við áframhaldandi virkjunarrann- sóknir víðsvegar um landið. Svo mikill sem hlutur Sigurðar Thoroddsen var í orkurannsóknum og virkjunaráætlanagerð, gat ekki hjá því farið, að hann hefði mikil mök við Orkustofnunina (áður Raforkumálaskrifstofan) og mér er ljúft að minnast þess, að samvinna þessarra aðila hefur alltaf verið hin besta. Sigurður gerði sér einatt far um að vanda vel til allra verka, sem hann tók að sér. Hann var jafn- framt léttur í lund, vel ræðinn og þægilegt að eiga samstarf við hann. Hann var, svo sem kunnugt er, fjölhæfur maður, söngvinn og lék vel á píanó, og ofan á allt annað þekktur og afkastamikill list- málari. Meðan Sigurður vann að verk- fræðistörfum, fyrst á sinni eigin verkfræðistofu og síðan á VST, jókst vinnsla rafmagns úr vatns- orku hér á landi úr um það bil 5 MW í tæp 1000 MW. f þeim brautryðjendastörfum sem þarna lágu á bak við átti Sigurður Thor- oddsen drjúgan þátt með verk- fræðistörfum sínum og áhuga á góðri nýtingu orkulinda landsins. Ég er Sigurði þakklátur fyrir vin- áttu og gott samstarf á langri æfi og við hjónin vottum Ásdísi og fjöl- skyldu þeirra allri innilega samúð við fráfall Sigurðar. Jakob Gíslason. „Þá verða símtölin ekki fleiri við Sigurð Thoroddsen", varð mér að orði er andlátsfregnin barst mér til eyrna. Fyrir atbeina ísfirðinga átti Sig- urður sæti á Alþingi á Nýsköpunar- árunum. Hann starfaði í milliþing- anefnd að raforkumálum. Raf- orkulögin frá 1946 kveða svo á: „Raforkumálastjóri hefur umsjón með vatnsrennslismælingum í fall- vötnum landsins". Bæði sökum stjórnunarþekkingar Sigurðar og verkfræðimenntunar hans, en þó ekki hvað síst vegna brennandi áhuga hans á könnun og nýtingu vatnsorkunnar, komst á og hélst náið og gott samband á milli Raf- orkumálaskrifstofunnar (nú Ork- ustofnun) og Sigurðar Thorodd- sens verkfræðings. Á bernskuárum vatnamælinga hér á landi var sér- lega gott að leita til Sigurðar með eitt og annað, þar mætti maður í senn þekkingu, greind og góðvild. Sigurður var hinn mikli virkjana- hönnuður íslands. Hann leysti far- sællega mörg erfið og vandasöm verkefni. Havð eftir annað hlaut hann viðurkenningu fyrir, hve vel mannvirki, sem hann hannaði, féllu að umhverfinu. Reykvíkingar og íbúar nágrannabyggða hafa Hit- aveitugeimana í Óskjuhlíðinni daglega fyrir augunum. Útlit þeirra skiptir því miklu máli. Efnt var til samkeppni um útlitshönnun þeirra. Sigurður hlaut 1. verðlaun, að því er mig minnir. Ég vil nefna annað dæmi í sama dúr. Þegar veg- urinn um Skriðdal og Velli á Fljóts- dalshéraði er ekinn, er ómaksins vert að gefa því gaum, hve Gríms- árvirkjun fellur vel að landslaginu. Sigurður á þar drjúgan hlut að máli. Við lestur fyrstu orðanna í línum þessum munu þeir, sem þekktu Sigurð Thoroddsen lítt, e.t.v. draga af þeim þá ályktun, að hann hafi legið langdvölum í símanum. Það væri helber misskilningur, allt hvað ég veit. Síintölin voru stutt og hnitmiðuð, en þrátt fyrir erfiði og amstur dagsins, lét hann leiftrandi perlur fjóta með. Hann bar von um háleita þjóðlífsvernd fyrir brjósti og léttur húmor lá honum á tungu. Eftir hvert samtal fann ég mig ör- lítið ríkari en áður. Slíkur persónu- leiki gleymist ei þótt sambandið rofni. Sigurjón Rist Hann Siggi Thór er dáinn. Hann var á níræðisaldri og þá er dauðinn víst ekki lengur neitt óvæntur gestur. Og þó. Sigurður var kominn um sjötugt þegar við kynntumst honum. Fyrstu verulegu fréttirnar sem við fengum af persónu Sigurðar voru frá unglingspilti sem orðinn var heimagangur þar á heimilinu. Hann sagði frá því - með óbland- inni hrifningu - að þessi virðulegi borgari ætti það til að skemmta börnum í afmælisveislum með því að ganga útá mitt gólfið og draga maginn inn með snöggum rykk svo buxurnar duttu í einu svipleiftri niðrá hæla. Svo kynntumst við Sigurði og komumst þá að því að hann var einn þeirra fágætu manna sem hélt virðingu sinni þó hátíðleikanum sleppti - líklega vegna þess að hann missti ekki niðrum sig nema hann vildi það. Kynni okkar við Sigurð byrjuðu með því að hann þurfti að fá að koma í Vonarstræti 12 að rifja upp fyrir sér húsakynni bernskuslóða sinna. Smámsaman kom svo í ljós að hann var að skrifa minningar sínar og við fengum Iíka að lesa þann ágæta texta okkur til fróð- leiks og mikillar skemmtunar. Vonandi fá þær bækur að kom- ast á prent sem fyrst. Vélfróðir menn segja að ævistarf Sigurðar við rafvæðingu og verk- fræðiþjónustu aðra sé annálsvert afrek. Þá annála skrifa þeir efa- laust. Mörgum er tamt að seilast bara í slökkvarann og kveikja ljós- ið án þess að hugsa frekar útí þann galdur. Nema vitaskuld að bölva rafmagnsreikningnum. Sigurður Thoroddsen var sonur þeirra Theódóru og Skúla, hefur í vöggugjöf fengið nokkuð harðsnú- ið peningavit föður síns en móðirin var hinsvegar þónokkur bóhem í sér. Samt mun vandfundinn betur agaður bóhem en sá sem Theódóra geymdi þó lifandi með sér til ævi- loíca. Þannig var heimanfylgja Sig- urðar gott efni í afreksmann. Von- arstrætið var á sínum tíma nánast almennur samkomustaður heilu kynslóðanna undir stjórn Theó- dóru. Nú óma þau miklu húsa- kynni af klaufasparki alþingis- manna. En sleppum því og hugum frekar að hinu: Érönsk vísít, hvað er nú það? Hugtak úr gamla Vonarstræti. Með húmor er vísað til þess franska siðar að fara í örstutta heimsókn til elskunnar sinnar þó átt sé við hverslags vísít sem hlítir móral hins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.