Þjóðviljinn - 12.08.1983, Side 8

Þjóðviljinn - 12.08.1983, Side 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. ágúst 1983 Sigurður Thoroddsen Listmálarinn Framhald af 7. siöu. sem í jafn ríkum mæli og Sigurður Thoroddsen hafa lifað lífinu eftir hinu forna heilræði Glaður og reifur skyli gumna hverr uns sinn bíður bana. Að geta það er hverjum manni mikil gæfa. Sigurður Thoroddsen var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Jako- bína Margrét Tuliníus. Þau slitu samvistum; eignuðust fjögur börn. Síðari kona hans er Asdís Sveinsdóttir, og lifir hún mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra. Við Jóna vottum frú Ásdfsi, börnum þeirra og börnum Sigurðar af fyrra hjónabandi innilega samúð. Blessuð sé minning Sig- urðar Thoroddsen. Jakob Björnsson. Félagi okkar Sigurður Thorodd- sen verkfræðingur er látinn. Hann varð nýlega áttatíu og eins árs og hafði því lifað og verið virkur þátt- takandi í mesta breytingarskeiði ís- lensks þjóðlífs, þegar þjóðfélagið umhverfðist úr tiltölulega einföldu hægfara samfélagi frumyrkja í margslungið meira og minna tölv- ustýrt iðnaðarævintýri, þar sem fæstir geta gert sér grein fyrir breytingum og þróun næsta árs, hvaðjíá lengra fram. Hvort mann- líf á Islandi hefur batnað að sama skapi er þó meira álitamál. Til þess að halda áttum í slíkum gjörning- urn þarf víst bjargfasta trú á mál- stað manneskjunnar hér í heimi. Sigurður fæddist á Bessastöðum á Álftanesi 24. júlí 1902, þriðji vngstur þrettán barna þeirraTheo- dóru og Skúla Thoroddsens, og að honum gengnum er systkinahópur- inn allui. Haustið 1908 fluttist fjöl- skyldan í Vonarstræti 12 og þaðan átti Sigurður flestar bernskuminn- ingar, sem hann rifjaði reyndar oft upp. Þar mótuðust margar þeirra hugmynda og þau lífsviðhorf, er hann taldi best. í Vonarstræti var látlaus samkeppni, þar sem togast var á um flest málefni sem ein- hverju þóttu varða, og þeir sem minna máttu sín í orði eða æði urðu vægðarlítið að gjalda. Slíkt gleymdist Sigurði aldrei. Hann vildi vera fremstur meðal jafn- ingja. Skólabrautin upp í gegnum menntaskóla þótti víst sjálfsögð á heimilinu þótt hverjum og einum væri nokkuð í sjálfsvald sett hvað hann gerði. Hvað síðan tæki við var hins vegar óljósara, og ekki minnt- ist Sigurður á að neitt sérstakt hefði orðið til þess að hann valdi verk- fræði. Sigurður kom heim 1927 að loknu námi í byggingarverkfræði og hóf þegar störf. Akur verk- fræðinnar var þá lítt plægður og því nauðsyn góðrar yfirsýnar í fræðun- um og ekki síður yfir landshætti. Árið 1932 hóf Sigurður Thorodd- sen rekstur eigin verkfræðistofu og var hann brautryðjandi á því sviði hérlendis. Reyndar hafði hann svo lítið að gera fyrstu tvö árin, að hann las læknisfræði með vinn- unni. Stofu þessa rak Sigurður síð- an sleitulaust í 43 ár til 1975, þótt með ýmsum mikilsverðum breytingum væri. Þannig stofnaði hann ásamt samstarfsmönnum sín- um' sameignarfélag um rekstur Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sens árið 1962. Hann var fram- kvæmdastjóri félagsins til 1975, er því var breytt í hlutafélag, Verk- fræðistofu Sigurður Thoroddsens hf. Sigurður hætti að mestu af- skiptum af verkfræðistörfum 1977 eftir 50 ára starf. Sigurður var snjall verkfræðing- ur, en sýslaði auk þess við býsna margt. Hann var gæddur stálminni og svo athugull var hann að fátt fór fram hjá honum. Hann hafði þann hátt á að setja vandamál í undirvit- undina, og vitja lausna þegar á þurfti að halda. Hann var marg- fróður í náttúrufræðum, skógrækt- armaður og umhverfisverndar- sinni, þótt hið síðarnefnda vægist stundum á við virkjanafrumkvöð- ulinn. Hann var teiknari góður, málaði mikið í tómstundum og hélt nokkrar málverkasýningar. Sig- urður var jafnan í ljúfu skapi og stundum leiftrandi fyndinn, en hann átti sér sitt einka orðfæri sem ekki hentar öðrum. Samkomu- maður var hann góður og jafnan hrókur alls fagnaðar þar sem við átti. Sigurður kom nær daglega á Verkfræðistofuna, allt fram á síð- asta dag. Jafnvel kvöldið, sem hann var fluttur á sjúkrahúsið, reis hann upp í Ármúlanum og hafði við orð, að ekki kæmi hann víst við á stofunni í það skiptið. Stofan verður ekki söm eftir að Sigurður er hættur að koma við. En / vfð'Vbnúm að arfurinn eftir þann fágæta mannkostamann megi endast okkur sem þar störfum og þeim sem taka við. Við þökkum þá gæfu að hafa átt Sigurð Thorodd- sen að félaga og vini, og vottum vandamönnum hans dýpstu samúð okkar. Starfsfélagar á Verkfræðistofunni. Sigurður Thoroddsen er látinn 81 árs að aldri. Með honum er genginn einn af frumkvöðlum ís- lenskrar atvinnusögu, fyrsti ís- lenski verkfræðingurinn sem bar titilinn ráðgjafarverkfræðingur með rentu. Æviferill Sigurðar verður ekki rakinn hér, aðeins staldrað við hlutdeild hans að fé- lagsmálum ráðgjafarverkfræðinga. Sigurður var fæddur að Bessa- stöðum 24. júlí 1902. Hann setti á fót eigin verkfræðistofu árið 1932 og á grunni hennar starfar enn verkfræðistofa, sem ber nafn hans. 25 árum síðar finnst Sigurði vera orðið tímabært að sameina ráðgjaf- arverkfræðinga í sérstöku félagi að erlendri fyrirmynd. Hann stóð í bréfaskriftum um þetta hugðarefni sitt við danska ráðgjafarverk- fræðinginn Sören Rasmussen og FIDIC - alþjóðafélag ráðgjafar- verkfræðinga - þegar á árinu 1958. Á þessum árum hafði Sigurður nánast einn þá stöðu hér á landi og starfsferil að baki sem samrýmst gat kröfum FIDIC um sjálfstæði, reynsluog þekkingu. Ensporgöng- umennirnir voru að slíta barns- skónum sem sjálfstæðir ráðgjafar- verkfræðingar. Þann 26. febrúar 1961 var félagið stofnað af þrem verkfræðingum. Fyrst í stað bar það heitið Félag verkfræðilegra ráðunauta, en tveim árum eftir stofnun félagsins var nafni þess breytt í Félag ráðgjafarverk- fræðinga. Sigurður varð fyrsti for- maður félagsins og gegndi því starfi í sex ár. Tengslin við alþjóðafélagið FI- DIC rofnuðu aldrei, enda var Sig- urður þeirrar skoðunar að íslensk- um ráðgjafarverkfræðingum væri mikill akkur í að tengjast félags- böndum við erlenda starfsbræður. Þegar haustið 1962 sat Sigurður fyrsta samráðsfund norðurlandafé- laga innan FIDIC. Félag ráðgjaf- arverkfræðinga varð hins vegar ekki fullgildur aðili að FIDIC fyrr en á aðalfundi þess félags í París í maí 1964. Sigurður sat það ár aðal- fund FIDIC í fyrsta sinn. Félag ráðgjafarverkfræðinga gerði Sigurð Thoroddsen að heiðursfélaga árið 1979 fyrir for- göngu hans að stofnun félagsins. Að leiðarlokum kveðja ráðgjafar- verkfræðingar brautryðjanda með virðingu og þökk. Félag ráðgjaf- arverkfræðinga sendir eiginkonu Sigurðar og öðrum aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur. Félag ráðgjafarverkfræðinga. Minning Ingólfur kennari Þórðarson Fæddur 19. jan. 1921 Dáinn 4. ágúst 1983 Hann var alinn upp við sjó, ungan dreymdi um skip og sjó Árið 1945,þegar ég hóf kennsluí Stýrimannaskólanum í Reykjavík, kenndi ég aðeins í fyrsta bekk, en síðla næsta skólaárs varð ég að taka að mér kennslu í efri bekkjum vegna veikinda samkennara míns, Einars Jónssonar. Á munnlegu prófi í farmannadeild þá um vorið veitti ég athygli nemanda sem ég hafði ekki séð í tímum hjá mér en stóð sig ágætlega. Þessi nemandi hét Ingólfur Þórðarson. Ástæðan fyrir því að hann hafði ekki sést í tímum var sú að hann var svo slæm- ur í baki að hann treysti sér ekki til að sitja langtímum í skólastofu í kennslustundum. - þá var því mið- ur aflagður sá siður að skrifa stand- andi við púlt. Fyrst Ingólfur gat ekki setið í tímum brá hann á það ráð að fara á sjó en lesa jafnframt námsefni far- manna til prófs. Um þetta leyti var veidd að vetri til síld í Hvalfirði og hér á Sundunum við Reykjavík. Það var því ekki langt að fara á sjóinn. Arið 1944 hafði Ingólfur Iokið fiskimannaprófi, hafði áður gagnfræðapróf frá Neskaupstað. Um þetta leyti voru fiskveiðar að eflast hér við land og aðsókn vax- andi að Stýrimannaskólanum. Haustið 1947 gerðist Ingólfur stundakennari við skólann í stýr- mannafræðum en var sumarið 1948 við framhaldsnám í Fanö Navigation-skole í Danmörku. Hann lauk þó ekki prófi þar vegna slæmsku í baki, fékk þar þó nokkra bót á því meini. Ingólfur var síðan fastur kennari við Stýrimannaskólann í Reykja- vík frá 1948-82 er hann hætti að eigin ósk þar sem hann hafði þá rétt til eftirlauna. Jafnhliða kennslu á vetrum stundaði Ingólfur sjó á sumrum. fyrst stýrimaður og skipstjóri á fiskiskipum, einkum á síldveiðum, en síðan í mörg ár skipstjóri og skytta við hvalveiðar. Úr því starfi fór hann í land í síðastliðnum mán- uöi og á Borgarspítalann vegna sjúkleika og andaðist þar 4. ágúst síðastliðinn. Þó að Ingólfur væri ekki að öllu leyti heilsuhraustur gegndi hann þannig tvöföldu starfi um ævina, kennslu á vetrum og sjómennsku á sumrum. Hann var þó engan veg- inn hálfur í starfi því að báðum þessum störfum sinnti hann af frá- bærri atorku. Ég var aldrei með Ingólfi á sjó en ég get fuliyrt að hann sló ekki slöku við kennsluna. Kannski er kennsluháttum hans best lýst í gamankvæði sem frændi hans, Bjarni Runólfsson, orti um kennarann 1951, en Bjarni var þá nemandi ískólanum. Spaugið segir oft best sannleikann með vissum afföllum: Eldsnemma á morgnanu er ofurlítil von, að vér fáum hraðsamtal við Ingóíf Pórðarson. Bullsveittur með bœgslagangi berst við vanda /tann að byrla ögn af segulskekkju ofan í náungann. Ingólfur var alltaf fyrstur á morgnana á vettvang til kennslu, glaður og reifur. Hann var frábær- lega skemmtilegur samkennari. Það var aldrei nein lognmolla í frímínútum í kennarastofunni þeg- ar Ingólfur lét í ljós álit sitt á mönnum og málefnum. Hann tal- aði tæpitungulaust en var þó aldrei rætinn. Það hafði góð áhrif á heilsuna að heyra Ingólf hlæja, og hann hló oft. Slíkir samferðamenn um ævina eru ómetanlegir. Ingólfur lét sér ekki nægja að sinna einungis kennslu og sjó- mennsku. Hann var einnig virkur í félagsmálum, allmörg ár gjaldkeri Slysafélags íslands og um sinn for- maður Skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Öldunnar. Ingólfur var Austfirðingur að ætt, fæddur á Krossi í Berunes- hreppi í Suður-Múlasýslu, 19. jan- úar 1921, sonur hjónanna Þórðar útvegsbónda Bergsveinssonar, bónda í Urðarteigi við Berufjörð, Skúlasonar, og konu hans Jóhönnu Matthildar Bjarnadóttur Runólfs- sonar, bónda í Kálfafelli í Suður- sveit. Föður sinn missti Ingólfur þegar hann var fjögurra ára. Árið 1945, 5. október, kvæntist Ingólfur Guðrúnu Friðrikku Jóns- dóttur, f. 28. febrúar 1921. Þau eignuðust 3 börn: Grétar Kerúlf, f. 3. febrúar 1945, nú skipstjóri á Höfn í Hornafirði,Hrefna f. 22. júlí 1948. húsmóðir í Mosfellsveit og Pétur Hafsteinn,' f. 22. október 1957, íþróttakennari á Akranesi. Ég kynntist Friðrikku konu Ingólfs lítið en þau virtust mjög samrýnd og um margt lík, bæði létt og þægi- legíviðmóti. Húnandaðist 12. júní 1979. Faðir hennar, Jón Kerúlf Guðmundsson er enn á lífi, vist- maður á Hrafnistu. Ég sendi börn- urn þeirra hjóna og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Helgi J. Halldórsson Koivisto: Svæðis- hugmyndin er ekki úr sögunni Kjarnorkuvopnalaust svaeði á Norðurlöndum er valkostur sem á- reiðanlega verður reiknað með í framtíðinni til að skapa öryggi í þessum heimshluta - hvað sem líður þeim ágreiningi sem nú er uppi meðal ríkisstjórna Norður- landa um þetta mál. Svo segir Mauno Koivisto, for- seti Finnlands eftir fund forsætis- ráðherra í Helsinki, þar sem Svíar og Finnar tóku vel í hugmyndir um slíkt svæði en Natóríkin dauflega. Koivisto viðurkenndi, að mál sem þetta yrði að skoða í stærra samhengi að því leyti tii, að risa- veldin yrðu að eiga nokkurn hlut að máli. En það þýddi ekki að á- kvörðun um slíkt mál væri í þeirra höndum. Q. co f'* % 4 % jmS MM sjálfra okkar vegna! Ú\Z IFERÐAR

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.