Þjóðviljinn - 12.08.1983, Page 13

Þjóðviljinn - 12.08.1983, Page 13
BLAÐAUKI Föstudagur 12. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Sagði hann mér að milli 30 og 40 skip hefðu verið saman í lest, ásamt fylgdarskipum. á leið um sundið til Evrópu. Þegar þau komu í gegnum sundið, og út í Atlantshafið, lágu kafbátarnir þar fyrir þeim og var helmingnum af lestinni sökkt á augabragði. Sáu hin skipin ekki aðra leið en að snúa til baka til að bjarga sér. Þannig gátu þessir hræðilegu hlutir gerst á augabragði en við komumst þó alveg hjá öllu slíku.“ - Ef við vendum aðeins okkar kvæði í kross um ioftskeytatækn- ina. Hefur þetta ekki brcyst mikið frá því þú varst að byrja? „Jú mikil ósköp, þetta hefur gjörbreyst, og morsið er voða mik- ið að hverfa. Tæknin er orðin svo mikil að það næst svo til allt á tali. annað hvort á stuttbylgju eða VHF-stöðvum, og liggur við að þær nái landa á milli þegar siglt er á Evrópu. Þetta hefur leitt það af sér að loftskeytamenn eru að verða óþarfir á þessum siglingaleiðum, en við teljum það þó meira öryggi að hafa loftskeytamenn starfandi á skipunum, og við þessir gömlu sem höfum verið lengi í þessu, notum morsið mikið ennþá." - Eru loftskeytamenn útdeyjandi stétt? „Það er vel hægt að segja það, að við loftskeytamenn séum að verða síðasti geirfuglinn, því þetta eru bara nokkur skip eftir sem hafa loftskeytamenn um borð. Þó er ennþá nokkuð um störf í landi og á sumum siglingaleiðum er nauðsyn- legt að hafa loftskeytamenn, td. á Rússland og Bandaríkin, en þau lönd þarf að kalla upp með morsi, meðan skip er statt í hafi, en þegar kemur að strönd Bandaríkjanna er hægt að nota VHF-stöðina. Rússar eru hins vegar eingöngu með mors- samband við erlend skip. Tæknin hefur leitt til þess að minni fiskiskip og farskip liafa lagt niður morsið og því má segja að þróunin sé á góðri leið með að útrýma loftskeyta- mannastéttinni. Ég held þó að það verði aldrei, því morsið leggst aldrei alveg niður. Veðurathugun- arskip og stór farþegaskip nota morsið mikið og léttara er að nota lykilinn til ýmissa skeytasendinga, en talið, því það eru svo margir á talinu að oft þarf að bíða í miklu lengri tíma en ef morsið er notað.“ - Þetta er mikil breyting frá því sem áður var, er það ekki? „Jú mikil ósköp, þetta er gjör- breyting. Áður voru lpftskeyta- menn fjölmenn stétt á íslandi og við vorum með öflugt félag. Það má eiginlega segja að íslenskir loft- skeytamenn hafi átt heiðurinn af því að taka upp almennar loft- skeytastöðvar á öllum fiskiskipum og togurunum, meðan að morsið var einrátt, og það hefur áreiðan- lega bjargað fjölda mannslífa í gegnum árin. Við vorum á undan Englendingum í þessum málum, og þegar gamlir togarar voru keyptir þaðan, þá þurfti að búa til sérstakt hús aftur á bátadekki fyrir loft- skeytamennina. Oft var ekki pláss á bátadekkinu, þá var okkur komið fyrir niðri, og þrengt að mann- MINMM.\U>J"f»l K ÍSI.EN/KBAU M lú'lil SKiFl S SKiURHJAR'l'ARSON Miiiningurkortin eru lil sölu á eftirtöldurn stöðum: Bókabúð Múls og menningar Skrifstofu Alþýðubandalagsins Skrifstofu Þjóðviljans Munið söfnunarálak í Sigfúsarsjóð vegna flokksmiðstöðvar Alþýðubandalagsins Siglingamálastofnun ríkisins Prófanir á neyðar- sendum um gervitungl skapnum sem því nam. Þá má alveg geta þess að íslenskir loftskeyta- menn tóku upp neyðarvaktir á tog- urunum yfir vetrarmánuðina, til að verða fljótari til hjálpar. ef eitthvað kænti fyrir. Við skiptum þessu á milli okkar. loftskeyta- mennirnir, þannig að það var aíltaf einn á vakt. Ég var td. á næturvakt þegar að Skúli fógeti strandaði, í mjög slæmu veðri og vondunt hlustunafskilyrðum, nálægt Grindavík. Við fórum strax á stað- inn og fundunt skipið, höfðum samband við Reykjavík, og þaðan var hægt að skipuieggja björgun úr landi. Við gátum hinsvegar ekkert aðhafst vegna brims en fylgdumst með öliu björgunarstarfinu." - Hafa svona hlutir tekið mjög mikið á þig? „Ég hef hlustað á mörg neyðar- köll um ævina og oft hefur það ver- ið grátlegt, þegar ekkert hefur ver- ið hægt að gera, til að bjarga fólki. Það tekur á taugarnar að heyra hrópað á hjálp, og sagt að allt sé að farast, en geta ekkert aðhafst. Það er þyngra en tárum taki.“ -áþj Siglingamálastofnun ríkisins verður mcð í prófunum á notagildi ncyðarscnda fyrir gúmmíbjörgun- arbáta, sem eru í tengslum við gervitungl á norðurhveli jarðar, dagana 15.-22. ágúst nk. Eru þess- ar prófanir gerðar til að kanna, hvernig best megi nota gevitungl til að taka á móti sendingum frá neyðarsendum, og síðan að stað- setja með mikilli nákvæmni hvar á hafinu sendirinn sé. Verður haft samstarf við Flugmálastjórn, Landhclgisgæsluna og Veðurstofu íslands og getur árangur þessara prófana orðið til aukins öryggis fyrir íslenska sjófarendur síðar meir. Sarsat-gervihnattakerfið sem hér um ræðir er á vegunt Bánda- ríkjanna. Kanada og Frakklands en einnig hafa Norðmenn fengið aðgang að því og het'ur verið byggð landstöð fyrir kerfið í Tromsö í Norður-Noregi. Nýtist sú stöð einnig til samskipta við Cospas- gervihnattakerfið, sem er rúss- neskt, en tengsl eru á milli þessara tveggja kerfa og samvinna. Land- stöðvar fyrir þessi kerfi eru þegar í Bandaríkjunum. Kanada og Frakklandi. Tilraunirnar 15.-22. ágúst verða gérðar með þrjár tegundir neyðar- senda. Verða þeir staðsettir víða á því sviði sem Tromsö-landstöðin »nær til, í Norður-Noregi, Norður- Svíþjóð, Svalbarða, Jan Mayen, Grænlandi, ísiandi og í Norður- sjónum. Gert er ráð fyrir þegar um er að ræða þá neyðarsenda sem þegar eru í notkun hér, og senda á 121,5 MHz og 243 MHz, þá verði hægt að ákvarða stað neyðarsend- isins nteð 10-20 km nákvæmni. Með nýjurn gerðum neyðarsenda, á 406MHz, er gert ráð fyrir ná- kvæmni sem minnkar niður í 2-3 km. Þannig yrði leitarsvæðið mjög lítið og skipbrotsmenn í gúmmí- björgunarbáti ættu að finnast ntjög fljótlega. Sarsat-kerfið er á prófunarstigi og verður svo fram á mitt ár 1984. Síðan er gert ráð fyrir tilrauna- rekstri þar til endanlegur rekstur verður hafinn. -áþj I THOMSON ~THDM5DN Takmark hinna vandlátu thomsoim er eitt virtasta fyrirtæki heims á sviöi öreinda- ratsjár- o og tölvustjómunartækni. o thomson er fyrirtæki sem treyst er fyrir flóknum og hávísindalegum verkefnum þar sem engu má skeika í tæknilegri nákvæmni. thomson er fyrirtæki sem ávallt nýtir til fulls þá tækni sem best reynist hverju sinni og notar því IVi-ISl myndbandakerfi. Þaö er því ekki að ástæðulausu aðthomsoixi sjónvörp og myndbandatæki hafa vakið heimsathygli fyrir tæknilega yfirburði, fjölbreytni og fallega hönnun. i\l myndbandatæki litsjónvörp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.