Þjóðviljinn - 12.08.1983, Síða 15

Þjóðviljinn - 12.08.1983, Síða 15
BLAÐAUKI Föstudagur 12. ágúfst 1983 ÞJÓÐVILJINN—SÍÐA 15 Erum áhuga- menn og viljum vera það áfram Talstöðvaklúbburinn Bylgjan heldurtil í Hamraborg 5 í Kópa- vogi, áfjórðu hæð, og þarhitt- ast félagarnir til skrafs og ráðagerða. Opið er alla daga milli kl. 20 og 22 og hægt er að líta inn og fá sér kaffisopa og ef áhugi er fyrir hendi, grípa í hljóðnema eða láta kenna sér sitthvað um þá bylgjuheima sem fólk þar lifir og hrærist í. Eitt rigningarkvöldið á dögun- um héldu blaðamenn Þjv. á fund Bylgjumanna og áttu við þá örlítið spjall. - Hver er aðdragandinn að fé- laginu? „Upphaflega er félagið stofnað árið 1976 af hópi áhugafólks. Til- gangur félagsins er: að stuðla að auknum tengslum og kynnum áhugafólks urn radíóviðskipti, að veita félagsmönnum sínum aðstoð við .uppsetningu og hagkvæm kaup tækja, að stuðla að góðum og ör- uggum viðskiptum manna í milli ma. með fágaðri framkomu á tíðnum félagsins og að koma á góðu samstarfi við Póst og síma, ma. með því að kynna reglur stofn- unarinnar um fjarskipti og fjar- skiptatæki fyrir félagsmönnum. Við áttum öll sameiginlegt að vilja ekki leggja útí alltof mikinn kostn- að, bara til þess að fá stöðvarnúm- er hjá Pósti og síma, til að geta kjaftað saman. Einnig vildum við hafa félagsskap til að ræða sam- eiginleg áhugamál, ýmis vandamál sem koma uppá og tækniatriði, og einnig bara til þess að skemmta okkur.“ í aðalbækistöðvum Talstöðvaklúbbsins Bylgjunnar. Lárus Bjarnason, Skúli Bjarnason formaður og Finnur Tómasson Tækjakosturinn hjá þeim í Bylgjunni.- Myndir: -eik. - Hvað eru magir félagar í klúbb- num? „Þegar síðasta félagaskrá var gerð voru félagar um 700, en formlegir stofnendur voru hins vegar ekki mikið fleiri en 20. Það geta allir sem vilja gengið í félagið, árgjaldið er 200 kr. en vegna reglugerðar hins opinbera um notkun almennra talstöðva þá verða félagar yngri en 16 ára að hafa ábyrgðarmann." - Hvaðan eru félagarnir? „Þeir eru alls staðar af landinu, en flestir þó af höfuðborgarsvæðinu, og við höfum umboðsmenn í öllum fjórðungum. Það er t.d. töluvert um það að félagar utan af landi líti við hjá okkur, þegar þeir eru í bæn- um, og sumir leggja það meira segja á sig að koma á árshátíðir." - Hvað kostar nú svona sport? „Það er erfitt að segja eitthvað ákveðið um það. Fer allt eftir því hversu mikinn pening rnenn vilja leggja í þetta. Með því að kaupa notaða stöð og loftnet er hægt að sleppa með um 4-5 þúsund. Aðrir kaupa allt nýtt og þá eru þetta mun hærri upphæðir. Hægt er að sleppa bara með árgjald félagsins, því sæmilegasti búnaður er hér á skrif- stofunni og er félögum frjálst að nota hann. Það er heldur ekkert vandamál að fá leiðsögn því eldri og reyndari félagar eru boðnir og búnir til aðstoðar.“ - Eitthvað að lokum? „Við viljum eiga sem mest og best samstarf við alla sem í þessum mál- um standa og vinna að bættum samskiptum allra talstöðva- eigenda. Við vonum að hið opin- bera endurskoði skiptingu tíðni- sviðsins og tali þá við alla hagsmun- aaðila en ekki bara einn ákveðinn hóp!“ -áþj Talstödvar Áhugi áfjarskiptum er veru- legur á íslandi, enda lifum við í strjálbýlu og veðrasömu landi, þar sem líf og afkoma getur ráðist af því að þau mál séu í lagi. Þegar farið er af stað til að kanna hvaða möguleikar standi almenningi opnirtil fjar- skipta, vega þrjú atriði þyngst á metunum: kostnaðurfjarskipt- abúnaðarins, eiginleikar hans og notkun. Aðgengilegasti kosturinn eru svo kallaðar almenningstíðnital- stöðvar (CB-talstöðvar) sem kosta á bilinu 5-7 þúsund krónur komnar í bílinn. Geti einstaklingur eða hópur einstaklinga, eða fyrirtæki, réttlætt úthlutun á sérstakri tíðni til eigin afnota hópsins, gefst mögu- leiki til þess á metrabylgjusviðinu. (Svokallaðar VHF-stöðvar). Kostnaður við slíka stöð, komna í bílinn, er frá 20 þúsund kr. Þriðji möguleikinn eru svokallaðar Guf- unestalstöðvar en sú nafngift hefur komist á vegna staðsetningar fjar- skiptastöðvarinnar í Gufunesi. Rétt nafn á þannig stöðvum er millibylgjustöðvar. Eins og er eru slíkar stöðvar ekki fáanlegar undir 140 þúsund kr. en væntanlegar munu á markaðinn, innan skamms, stöðvar sem verða á kostnaðarbilinu 50-60 þúsund krónur. Langdrægni CB-stöðvá er að öllu jöfnu um 15-45 km miðað við aðstæður hverju sinni, svo sem byggingar, landslag og staðhætti. Langdrægni VHF-stöðvanna svip- ar að mörgu leyti til CB-stöðvanna, nema hvað bein sjónlína hefur meiri áhrif, svo og eiginleiki tíðni- sviðsins til að mynda taplítil brot. fyrir almenning Staðhættir skipta mikiu máli við notkun VHF-stöðva en mikill kost- ur við þær er notkun endurvarps- stöðva sem geta aukið þjónustu- svæði stöðvanna margfalt. Gufu- nesstöðvarnar gefa möguleika á fjarskiptum um allt land og í tíðni- sviðinu er rekin þjónusta á vegum Pósts og síma. CB-stöðvarnar eru kjörnar til fjarskipta yfir styttri vegalengdir, td. í og kringum þéttbýliskjarna, því þær eru handhægar og auðveld- ar í notkun og komast hæglega fyrir í einkabílum. Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að rásirnar eru opnar og geta allir sem eiga stöðvar hlustað á samtölin, líkt og á gamla góða sveitasímann í „den tid“. VHF- stöðvarnar hafa oft verið kallaðar „lokað kerfi“. Það er þó ekki að öllu leyti réttnefni, vegna þess að með sérstökum búnaði (scanner), sem ekki er sérlega útbreiddur vegna kostnaðar, er einnig hægt að hlusta á þau samtöl. Samt sem áður er þetta tíðnisvið einna best vernd- að, séð frá notandans hlið, og mik- ill kostur er að það er að öllu leyti truflanafrítt, enda er það ein megin forsendan fyrir bílsímaþjónust- unni, sem er á sama tíðnisviði. Fjarskipti á VHF henta best þegar samtöl eru stutt og gagnorð, enda er tíðnin nýtt af lögreglu, sjúkraliði og ýmsum atvinnurekstri. Gufu- nesstöðvarnar eru einu raunveru- legu öryggistækin þegar inn á há- lendið er komið auk þess sem þær hafa til að bera kosti hinna stöðvanna, sem að framan eru taldir. Ókostur við CB-stöðvarnar eru truflanir frá rafkerfi bifreiðarinn- ar, og ýmsar truflanir frá Ijósa- skiltum svo og rafmagnstruflanir í úrkomu. Gufunesstöðvarnar eru truflanafríar meðan birtu nýtur en þegar skyggja tekur berast truflan- ir frá þjónustu erlendis frá. Hvað millibylgjustöðvarnar varðar gildir hið sama og með CB-stöðvarnar. Allir sem hafa samskonar stöðvar og sérhæfð viðtæki geta hlustað á það sem þar fer á milli. í lokin má geta þess að í öllum fjarskiptum er hægt að beita sér- stökum búnaði sem lokar fjar- skiptum, nær algerlega, fyrir öðr- um en þeim sem heyra á. Er búnað- ur þessi (sem kallast scrambler) mikið notaður erlendis, þar sem leynd þarf að viðhafast, t.d. í við- skiptum og öryggismálum. Bún- aður þessi er ekki í umferð hér- lendis en talað hefur verið um að setja hann á fjarskiptabúnað Iög- reglunnar. -áþj

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.