Þjóðviljinn - 12.08.1983, Síða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. ágúst 1983
BLAÐAUKI
Benco 01-1400 Heimastöð
Loksins getum við boðið þessa frábæru heimatalstöð á íslenskan
markað. 40 rásir AM/FM „SWR“ mælir - „Watt“ mælir - „Mach box“ -
stór hátalari - 220 volt og ótal margt fleira. CB áhugamenn, loksins
eitthvað sem varið er í. Verð kr. 12.500.-
BENCO BASE STATION »»«1 Ol-HOSW/í*
mkx
DANCOM
Vfir 20 þúsund stöðvar seldar. Fjöldi ís-
lenskra skipa og hjálparsveita treysta á
DANCOM RT 408.
DANCOM RT 408
VHF talstöð
Er viðurkennd til notkunar í skipum og
bifreiðum. 100 rásir á alþjóða skipa-
tíðnum og einkatfðnum.
□ Full duplex
□ Hlustun á rás 16 auk vinnutíðni
□ Útbúin fyrir beint uppkall
□ Sendiafl 25 w
□ Fyrirferðarlítil og einföld í notkun
DANCOM RT 408 gefur þér öryggi til sjós.
LEITIÐ UPPLÝSINGA
R. Sigmundsson h.f.
Tryggvagötu 8-101 Reykjavík -
Símar 12238 og 12260
Radíóamatörar
Radíóamatörar hafa leyfi til aö
smíöa og starfrækja eigin
sendistöðvar á sérstökum
tíðnisviðum til viðskipta við
aðra radíóamatöra. Þeireinirfá
leyfi, sem hafatekið próf, er
yfirvöld taka gilt. Leyfin gefa
radíóamatörum einstakt
tækifæri til þjálfunar og
sjálfnáms í radíó- og
rafeindatækni, radíóviðskiptum
og til sambanda við félaga sína
umallan heim. Fjöldi
radíóamatöra nálgast nú eina
milljón um víða veröld, og
meðal þeirra ferfram ótrúlega
fjölbreytt og öflug starfsemi.
Ahugamálin eru mörg bæði
tæknilegs og félagslegs eðlis.
f alþjóðareglugerð um radíó er
þjónusta radíóamatöra skilgreind
þannig:
„Þjónusta sjálfsþjálfunar, inn-
byrðis viðskipta og tæknilegra
athugana, sem framkvæmdar
eru af radíóamatörum. þ.e.
mönnum með viðeigandi leyfi og
áhuga á radíótækni eingöngu
vegna persónulegra markmiða
og án fjárhagslegrar ágóða-
vonar.“
Félagið íslenzkir radíóamatörar
(Í.R.A .) var stofnað árið 1946, og
var fyrsti formaður þess Einar Páls-
son. Hann barðist mjög ötullega
fyrir því, að starfsemi radíóamat-
öra yrði leyfð. Átti hann manna
mestan þátt í því að það tókst þegar
í byrjun ársins 1947, er sett var
reglugerð, er leyfði sendingu þeim
áhugamönnum sem stæðust sér-
stakt próf. Í.R.A sótti fljótlega um
inngöngu í Alþjóðasamband radíó-
amatöra I.A.R.U, fékk það og hef-
ur verið félagi í því síðan.
I.R.A. er tengiliður radíóamat-
öra og Pósts og síma, og hefur
skiiningur þar á milli verið mjög
góður á sfðustu árum. Félagið býr
við þröngan húsakost og háir það
starfseminni mjög. Félagsstöðin,
TF31RA, hefur aðsetur í húsa-
kynnum félagsins. Hún er sem eign
fél'agsins til afnota fyrir alla félags-
menn í samræmi við leyfi hvers og
eins.
Unnið hefur verið að uppbygg-
ingu félagsstöðvarinnar með það
fyrir augum að félagsmenn geti
kynnst sem fjölbreyttustum tækj-
akosti. Þar er nú fullkomið morse-
og tal (SSB) sendiviðtæki á þeim
sex stuttbylgjusviðum sem radíó-
amatörar mega nota. Hefur stöðin
verið mikið notuð til innalands- og
utanlandsviðskipta og var t.d. aðal
íslenska viðskiptastöðin við norsku
teinæringana, sem sigldu til íslands
þjóðhátíðarárið. Hún er einnig ein
11 íslenskra stöðva, sem hefur haft
samband um gervitungl radíóamat-
öra víðsvegar um gervalla veröld.
Erstöðinnýtt til sendinga morse-
Hér sést kort til staðfestingar á fjar-
skiptasambandi við radíóamatör í
Bouake á Fílabeinsströndinni. Efst
má sjá kallmerki ísl. stöðvarinnar,
þá dagsetningu og árið sem sam-
talið fór fram, þá tímasetninguna
skv. GMT og tíðnina sem sam-
bandið var haít á í megariðum. Þar
næst koma upplýsingar um hvern-
ig merki ísl. stöðvarinnar heyrðust,
þá tegund útsendara sem notaður
var (SSB), þvínæst upplýsingar
um tækjabúnað amatörsins t Bou-
ake og loftnetabúnað. Neðst er svo
nafn amatörsins, kallmerki og
heimabær á Fílabeinsströndinni.
æfinga og QTC-sendinga af al-
mennum málefnum radíóamatöra
og hefur það eflt mjög sambandið
við félagsmenn úti á landi. Fá-
mennið háir mörgum af áhugamál-
um radíóamatöra. Fjölmennið eitt
er þó ekki nóg, það verða að vera
menn með getu og áhuga, til að
læra það sem þarf. Kunnáttan
kemur ekki nema menn leggi
eitthvað á sig af sjálfsdáðum, og í
okkar sjónvarps- og verðbólgu-
hrjáða jrjóðfélagi er sífellt verið að
gera okkur að dauðþreyttum á-
horfendunt í stað athafnafúsra
þátttakenda.
Bóka- og blaðasafn fyrirfinnst til
afnota fyrir félagsmenn. Opið hús
er tvisvar í viku. Á mánudags-
kvöldum eru smíðakvöld, en á
fimmtudagskvöldum almenn mæt-
ing félaga. Á vetrum eru oft
fræðslukvöld um ýmsis áhugaverð
atriði. Óformleg fræðsla fer fram
að staðaldri. Hinir eldri og
reyndari leysa úr vandamálum
hinna yngri, og menn skiptast á
skoðunum og segja frá reynslu
sinni.
Á hverjum sunnudegi eru ís-
lenskir radíóamatörar með útsend-
ingu á 3525 kHz og hefst hún kl.
11.00. Póstfang félagsins er P.O.-
Box 1058 Reykjavík.
-áþj/stuðst við fréttabréf IRA
MOTOROLA
MICOM 100
SSB-bílatalstöðin
Mikil langdrægni — skýrt tal — sendiorka 100 wött — hristi-
prófuö — varahlutir og fullkomnustu mælítæki til viögeröa og
þjónustu — til afgreiöslu strax.
KRISTINN GUNNARSS0N & C0.
Grandagarði 7, Reykjavík
Símar: 26677 og 21811.