Þjóðviljinn - 12.08.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐ'Á - ÞJÓÖViÚinW 'Föstíidagúr 12. ágús't Í983
BLAÐAUKI
Snillingurimv sem þú getur
tekib til morgunverbar.... SHARR
Nú loksins færöu raunverulega hjálp meö örtölvu.
Nýja SHARP PC 1500 vasa-örtölvan er snillingur sem þú getur
tekiö meö þér á fundi, fyrirlestra og aö morgunverðarboröinu.
PC 1500 hefur BASIC forritunarmál og möguleika sem aöeins
stærri smátölvur hafa.
Þegar PC 1500 er tengd viö hinn fullkomna 4 lita prentara,
er hún ein af öflugustu vasa-örtölvum í heimi.
Útreikninga má gera hvenær sem er, meö vissu
um nákvæmar og öruggar niðurstööur.
Áætlanir, færslur, söluyfirlit o.fl. nauösynleg gögn má
endurvinna á auöveldan og fljótvirkan hátt, og fá
niöurstööur jafnhraðan meö einu handtaki. Meö öörum
orðum: PC 1500 vefst ekki tunga um tönn.
Stórt minnisrými allt aö 11.5K bætar.
4ra lita útprentun, 6 forrita lyklar.
Hin nýja PC 1500 er bylting í vasa-örtölvum — og frá SHARP,
þar sem frábærar hugmyndir veröa að veruleika.
Tækniupplýsingar
PC 1500 VASA-ÖRTÖLVA
Reiknisstafafjöldi:
Forritunarmál
CPU (miðeining)
Minni
Minnisverndun
Skermur
10 stafir (mantissa) 2 stafir (exp )
BASIC
C-MOs 8-bita CPU
ROM: 16K bætar
RAM 3.5K bætar. stækkanlegt i 11 5K bæta
C-MOS rafhlaða ..back-up"
7 x 156 punkta grafískur
(Enskt lyklaborð með litlum og stórum
stófum. ásamt tólustofum og sértáknum)
CE 150 grafískur litaprentari/Stýreining fyrir teguiband:
GRAFÍSKUR PRENTARI:
Utprentun talna
Prentarakerfi
Prentmáti
Stærð talna
Prentstefna
Lágmarksskrefalengd
Innbyggö eilifðarrafhlaöa
Staðiaðir 18 tólustafir (eöa 36. 18.
12. 9. 7. 6. 5. 4 tölust. að vild)
X-Y ása teiknara kerfi
Grafískur
9 stærðir frá 1.2 x 0.8 mm — 10.8 x 7.2 mm
Hægri. vinstri. upp. niður
0.2 mm
SEGULBANDSSTÝRING: Allt að tvö segulbönd tengjanleg
CE 151 MINNISEINING: 4-K bætar C-MOS RAM
CE 155 MINNISEINING: 8-K bætar C-MOS RAM
HLJOMBÆR
HUOM-HEIMILIS-SKRIFSTOFUTÆKI
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999/17244
rÍSGÖTU 1
SfMI-10450
PÓSTHÚlf-10/l
REYKJAVfK
ICELANO.
BJÖRGUNARSVEITIR!
KRACO talstöðvarnar
brúa fjarlægðirnar
og tryggja öryggi
ykkar í störfum.
Áskriftarsími £%
Þjóðviljans er |
Upphaf fjarskipta á íslandi
Símamálið
Símamálið svoncfnda kannast
flestir við, en það olli miklum úlfa-
þyt meðal landsmanna í upphafi
aldarinnar, og var helst deilt um
hvort samband Islands við um-
heiminn ætti að vera í gcgnunt loft-
skeytastöðvar eða ritsíma. Mikið
vatn er til sjávar runnið síðan þessi
mál voru í brcnnidcpli og löngu
komið bæði loftskeyta- og ritsíma-
samband við alheim. Stöndum við í
dag á þröskuldi tjarskipta gegnum
gervihnetti og höfum reyndar þeg-
ar byrjað að fikra okkur inn á þá
braut. Til að gefa lesendum smá
hugmynd um hvað símamálið sner-
ist er hlaupið lauslega yfir frásagn-
ir af því máli úr Oldinni okkar, sem
Iðunn gaf út árið 1950.
Upphaf málsins var samningur
sem íslandsráðherra, Hannes Haf-
stein, gerði við „hið stóra norræna
fréttaþráðsfélag" um lagningu sæ-
síma til landsins. Velt var vöngum
yfir hvort ætti að taka strenginn í
iand í Þorlákshöfn eða á Seyðisfirði
og varð seinni kosturinn fyrir val-
inu, fyrst og fremst vegna hag-
stæðari viðskiptakjara. Sjöunda
október árið 1904 var svo skrifað
undir samninga um að leggja rit-
síma og skyldi framkvæmdum lok-
ið 1. okt. 1906. Næsti hápunktur
málsins var síðan suðurreið sunn-
lenskra bænda þar sem þeir mót-
mæltu harðlega lagningu ritsímans
og vildu taka upp loftskeyti. Er sú
frásögn birt í heilu lagi, til gamans.
Ekki höfðu bændur þó erindi sem
erfiði og 26. maí 1906 kom til
Seyðisfjarðar Forberg verkfræð-
ingur, ásamt fríðu föruneyti, og
hófst lagning landsímans frá
Seyðisfirði til Reykjavíkur, sem
leið liggur, um Akureyri og
Blönduós. Gekk verkið mjög vel
og þann 24. ágúst sama ár var sæ-
síminn formlega opnaður með því
að formaður Stóra norræna rit-
símafélagsins sendi fyrsta sím-
skeytið hingað til lands, en það var
tilkynning til ráðherrans, um að
símalagningunni væri nú lokið.
Skeyti var sent konungi íslands og
Danmerkur til að tilkynna um opn-
un sæsíma og barst svohljóðandi
skeyti til baka frá konungi:
„Það gleður mig að frétta, að
hraðskeytasambandið við ísland er
komið á, með því að sæsíminn til
Seyðisfjarðar er tekinn til starfa,
og sendi ég nú þcgar hina hjartan-
legustu kveðju mína og heitustu
hamingjuóskir, sannfærður um
hina miklu, víðtæku þýðingu, er
samband þetta muni hafa fvrir
framfarir Islands cftirlciðis til
heilla og hamingju fyrir oss alla.“
Friðrik R.
Laugardaginn 29. september var
síðan hraðskeytasambandið milli
íslands og útlanda opnað og var
símstöðin skreytt fánum og lauf-
fléttum í því tilefni. Hátíðahöld
fóru fram í tilefni dagsins og hélt
íslandsráðherra að sjálfsögðu ræðu
og lauk hann máli sínu með þessum
orðum:
„Að cndingu vil ég árna landinu
allrar hamingju með þetta mikla
samtengingartæki og biðja þann,
sem ræður forlögum landanna og
framtíð lýðanna, að blessa viðleitni
manna til að færa sér það í nyt til
eflingar velmegun, krafti og menn-
ingu þessa lands. Treystum því, að
þau framfaratæki, sem blessast
öðrum löndum, blessist eins og ekki
síður landinu okkar. Landið okkar
er of gott og fagurt til að vantreysta
því. Treystum á landið.
Að svo mæltu lýsi ég því yfir, að
landsími íslands er tekinn til starfa
í dag, og samband íslands við út-
lönd opnað.“
Um kvöldið var mikið hóf á
„Hótel Reykjavík" og var þar
saman komið helsta fyrirfólk
landsins og margar ræður fluttar.
Starfsfólk símans var í upphafi sex
manns og varð hann strax mjög
vinsælt þjónustutæki hjá lands-
mönnum. -áþj
ERICSON-bílasímar
Viðurkenndir af Landssíma íslands.
Þessi heimsfrægu tæki munu innan
skamms þykja jafn sjálfsögð á ís-
landi sem í öðrum löndum.
Tryggið ykkur bílasíma í tíma.
Georg Amundason & Co
Suðurlandsbraut 6 símar 35277 og 81180.