Þjóðviljinn - 12.08.1983, Side 20

Þjóðviljinn - 12.08.1983, Side 20
Föstudagur 12. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA íþróttir Víðir Sigurðsson Möguleikar Vals minnkuðu Withe biður um sölu! Peter Withe, miðherji Aston Villa og enska landsliðsins í knatt- spyrnu, lagði í gær inn skriflega beiðni til stjórnar Aston Villa um að vera losaður undan skyldum sín- um hjá félaginu og settur á sölu- lista. Beiðni hans kom Tony Barton, framkvæmdastjóra félagsins, í gjörsamlega galopna skjöldu, hann sagðist steini lostinn og vonaðist eftir að hinum 32 gamla mark- sækna miðherja snerist hugur hið fyrsta. Withe vann aftur sæti sitt í enska landsliðinu sl. vor og lék þá stórt hlutverk í 2-0 sigri á Ungverjum í Evrópukeppni landsliða. Helsta ástæðan fyrir sölubeiðninni er talin sú að í vor keypti Villa einn efnileg- asta miðherja ensku knattspyrn- unnar, Paul Rideout, frá Swindon Town. Withe hefur leikið með ein- um átta félögum á atvinnumanns- ferli sínum og nú bendir allt til þess að það níunda bætist í hópinn því tæpast stendur á að tilboð í kapp- ann berist á skrifstofu Aston Villa. -VS Einn drengjanna úr Hetti frá Egilsstöðum í ákjósanlegu færi í leiknum gegn ÍR i gærkvöldi, markvörður ÍR og tveir varnarmenn horfa á með skelfingu, en skotið geigaði hjá Austfirðingnum. Mynd: -eik Átta mörk ÍK-stráka Strákarnir úr IK í Kópavogi ..... af vegna rangstöðu á þann sem voru heldur betur á skotskónum D-noill. gaf fyrjr 0g slíkt sténst ekki skv. þegar úrslitakeppnin í 5. flokki Vikingur-Breiðablik..1-1 lögum“, sagði Grétar Bergsson Islandsmótsins í knattspyrnu sajorur..............s-o þjálfari ÍK í gærkvöldi. hófst á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Þá hófust úrslitin í 4. flokki á Guðlaugur Rafnsson 2, Þeir léku við Isfirðinga í sínum KR-svæðinu í Reykjavík með Vilhjálmur Viðarsson, Árni fyrsta leik og sigruðu stórt, 8-0. tveimur leikjum: Haukur Árnason og Eyþór ívar Hörður Magnússon og Berg- KR-Jk....................o-o Jónsson skoruðu mörk IR gegn sveinn Birgisson voru með skot- Isafjörður-ÞórAk.......2-0 Hetti. skóna vel reimaða og skoruðu 3 Gunnar Már Gunnarsson, mörk hvor í leiknum. Þeir Auð- IK var nálægt sigri í þessum Anton Örn Markússon og Örn unn Atlason og Valdimar Hilm- leik en mark var dæmt af liðinu Arnarsson skoruðu fyrir Val en arsson gerðu síðan eitt eintak vegna rangstöðu, nokkuð um- ÞórirÁskelssonsvaraðifyrirÞór. hvor. Úrslitin í gær urðu þessi: deilt. „Sigurinn var hafður af Þórður Jónsson gerði mark A-riðÍII’ okkur, okkar maður lék að enda- Víkings en Guðmundur Örn in_nöHiir K n línu °g Baf fynr þar sem annar Þórðarson mark Breiðabliks. Valur-Þór Ak ZZ"\ZZZ\Z'.Z~'". 3-1 skallaði í mark. Markið var dæmt _y<j Peter Withe. Argentína missti stig Equador náði óvænt jafntefli gegn Argentínumönnum, 2-2, þegar þjóðirnar mættust í keppni landsliða Suður-Ameríku í fyrra- kvöld. Allt stefndi þó í sigur Argentínumanna sem komust í 2-0 en Equador náði að jafna. Leikur- inn fór fram í Ouito, höfuðborg Equador. Mögulcikar Valsstúlknanna á sigri í 1. deild kvenna í knattspyrnu hurfu nánast í gærkvöldi er þær töpuðu 2-0 fyrir ÍA á Akranesi. Leikur liðanna einkenndist nokkuð af strekkingsvindi sem stóð þvert á malarvöllinn, en sigur ÍA var sann- gjarn eftir atvikum. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og hvorugt lið náði að skapa sér umtalsverð tækifæri. Þetta breyttist í síðari hálfleik, strax á 3. mínútu náði ÍA foryst- unni. Kristín Aðalsteinsdóttir tók aukaspyrnu útaf öðru víta- teigshorninu, skaut beint og bolt- inn hafnaði efst í horninu fjær, 1-0. Laufey Sigurðardóttir innsigl- aði sigurinn á 15. rnínútu síðari hálfleiks. Þá losnaði um hana við vítateig Vals, hún notfærði sér það og skoraði með góðu skoti yfir markvörðinn og í netið, 2-0. Ragna Lóa Stefánsdóttir, Laufey, Kristín og nafna hennar Reynisdóttir áttu bestan leik Skag- astúlknanna en í liði Vals skaraði engin framúr að þessu sinni. Blikasigur Víkingur og Breiðablik léku á Víkingsvelli og sigraði Breiðablik 3-1. Víkingsstúlkur áttu gjörsam- lega fyrstu 10 mínúturnar en Breiðablik komst smám saman inní leikinn og náði forystu á 20. mín- útu. Magnea Magnúsdóttir fékk stungusendingu frá Ástu B. og skoraði með góðu skoti. Erla Rafnsdóttir bætti öðru við eftir glæsilegt spil fimm mínútum síðar og Ásta B. læddi inn marki á lok- amínútu fyrri hálfleiks. Víkingsstúlkurnar löguðu stöðuna í 1-3 um miðjan síðari hálf- Ieik, og var Telma Björnsdóttir þar að verki. Dómari og línuvörður voru ekki sammála um réttmæti marksins en ágætur dómari leiksins dæmdi mark. Leikurinn var frekar slakur en þó brá fyrir spili hjá báð- um og sigur Breiðabliks var sann- gjarn. KR vann Víði 6-0 á Garðsvelli. Víðisstúlkurnar stóðu í KR- stúlkunum í fyrri hálfleik en misstu Ágústu Ásgeirsdóttur út nefbrotna í leikhléi. Arna Steinsen skoraði á 20. mínútu, Kolbrún Jóhanns- dóttir á 23. mínútu, 0-2 í hálfleik. Síðan skoraði Kolbrún aftur á 2. mínútu síðari hálfleiks, Víðisstúlk- ur gerðu sjálfsmark á þeirri 13., Arna bætti sínu öðru við á 24. mín- útu hálfleiksins og Elísabet T ómas- dóttir innsiglaði sigurinn sex mín- útum fyrir leikslok. -MHM/VS Jafnræði í Svíþjóð Keppnin í 1. deild sænsku knatt- spyrnunnar er mjög jöfn og tvísýn en þar er þó í raun aðeins verið að berjast um átta efstu sætin vegna þess að í lokin fer fram útsláttar- kcppni átta liða um meistaratitil- inn. Fimm félög skera sig nokkuð úr og nokkuð hreinar línur virðast um næstu þrjú sætin, en átta um- ferðum er enn ólokið og ailt getur gerst. Staðan er nú þannig: MalmöFF.............14 8 3 3 28-17 19 AIK 14 7 4 3 23-9 18 Gautaborg 14 7 4 3 22-10 18 Öster 14 7 4 3 22-11 18 Hammarby 14 7 4 3 28-19 18 Örgryte 14 4 6 4 18-16 14 Halmstad 14 5 4 5 21-24 14 14 4 6 4 18-21 14 Brage 14 3 5 6 16-26 11 Mjállby 14 2 5 7 9-27 9 Hácken 14 2 4 8 8-24 8 Gefle 14 2 3 9 15 20 7 Nýju liðunum þremur hefur gengið brösulega og raða þau sér í neðstu sæti deildarinnar. Á toppi 2. deildar skera sig úr hin frægu félög, Djurgárden og Nörrköping, en Nörrköping féll óvænt í fyrra eftir áratuga dvöl í 1. deild. Thomas Ahlström frá Elfsborg er markahæstur sem stendur í 1. deildinni, hefur skorað 10 mörk, en næstir koma þeir Dan Corne- liusson, Gautaborg (nú Stuttgart), og Jan Mattsson, Oster, með 9 mörk hvor. -VS Knattspyrna um helgina: StórleikurKR og IA á sunnudag Valur — Þróttur á Valsvellinum! Fjórtánda umferðin í 1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu verður leikin um helgina. Fjórir leikir fara fram á laugardag, einn á sunnudag. Leikirnir á laugardag eru: Isa- fjörður-Breiðablik, Keflavík-. Víkingur, Valur-Þróttur og ÍBV-Þór og hefjast þeir allir kl. 14. Leikur Vals og Þróttar fer fram á Valsvellinum við Hlíðar- enda, fyrsti 1. deildarleikur þar. Á sunnudag verður svo stórleikur í Laugardalnum, KR og Akra- nes, verður flautað til leiks kl. 14. Þarna gæti orðið um að ræða einn af úrslitaleikjum deildarinn- ar í sumar. Einn leikur verður í 2. deild í kvöld, KA-Víðir og hefst ki. 19. Á morgun, laugardag, eigast við Einherji-Fylkir og Reynir S.-KS og á sunnudaginn Njarð- vík-Völsungur. Einn úrslitaleikja 4. deildar- innar fer fram á Hvaleyrarholts- vellinum í Hafnarfirði í kvöld kl. 19. Þar eigast við tvö efstu liðin í A-riðli, Haukar og Afturelding, og dugar Aftureldingu líkast til j'afntefli til að komast í úrslita- keppni. Þá verðureinnigúrslita- leikur í F-riðlinum fyrir austan, BorgarfjörðurogLeiknir frá Fá- skrúðsfirði mætast á Borgarfirði og dugar heimamönnum jafntefli til að komast í úrslit. Blkar- úrslit kvenna Úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu verður háður á Laugardalsvelli á sunnudaginn. Þar eigast við núverandi meistarar, Breiðablik og Akranes. Leikurinn hefst kl. 13. Búast má við tvísýnum leik en leikir liðanna í sumar hafa verið mjög jafnir og spennandi. íA vann 3-2 í litla bikarnum í vor en Breiðablik aftur 1-0 á Akranesi í 1. deildinni. Staðan: Staðan í 1. deild kvenna í knatt- spyrnu eftir leikina í gærkvöldi (sjá annars staðar á síðunni): Breiðablik............7 6 0 1 13-4 12 KR....................8 5 2 1 19-4 12 Akranes...............8 4 2 2 21-6 10 Valur.................8 4 2 2 15-5 10 Víkingur..............8 1 0 7 3-17 2 Víðir.................7 0 0 7 4-39 0 Ekkert verður leikið í 1. deild- inni þar til 1. september vegna landsleikjanna gegn Svíum og Finnum síðar í þessum mánuði. FH vann í Firðinum FH sigraði Fram 1-0 í þýðingar- miklum leik í A-riðli 2. deildar kvenna í knattspyrnu á Kapla- krikavelli í Hafnarfirði í gærkvöldi. Sigurmarkið skoraði Ásta Baldurs- dóttir úr vítaspyrnu um miðjan síð- ari hálfleik. Tveimur leikjum var frestað í riðlinum, Höttur-Súlan og Afturelding-Fylkir, en Höttur, FH og Fylkir berjast um sigurinn í riðlinum, svo og annað sætið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.