Þjóðviljinn - 12.08.1983, Page 24
DlÓÐVHMNt Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er haegt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aöalsími Kvöldsími Helgarsími
Föstudagur 12. ágúst 1983 81333 81348 81663
-
Lagaprófessor snuprar fjármálaráðherra
Fer fram á sömu
skattfríðindi og Albert
Björn Þ. Guðmundsson, laga-
prófessor og fyrrverandi borgar-
dómari. hefur í opnu bréfi farið
fram á, að njóta sama réttar
varðandi greiðsiu opinberra
gjalda og fjármálaráðhcrra.
Tengist þessi ósk upplýsingum
um að fjármálaráðherra láti ekki
taka opinber gjöld af launum sín-
um í ráðuneytinu, en greiði þau
gegnum fyrirtæki það sem hann
rekur í eigin nafni.
Bréf Björns byggir á rök-
semdum, sem hann tekur að
mestu orðrétt upp úr viðtali, sem
Þjóðviljinn átti við fjármálaráð-
herra um málið.
Tengsl fjármálaráðherra við
innflutningsfyrirtæki, sem hefur
mikil viðskipti við hið opinbera,
og þessi skattamál hafa vakið töl-
uverða athygli, og er víða mikil
reiði meðal ríkisstarfsmanna yfir
þessu. Er bréf Björns, sem er
einn af þekktari lögfræðingum
landsins, þannig hörð lögfræðileg
gagnrýni á fjármálaráðherra.
Bréf Björns sem birtist í Morgun-
blaðinu hijóðar þannig:
Ég leyfi mérað skrifa þér beint,
sem œðsta yfirmanni skattamál-
efna, til þess að erindi mitt fái ör-
ugglega rétta meðferð í stjórnsýsl-
unni.
Svo er mál með vexti, að í
morgun stofnaði ég einkafyrir-
tœki, sem ber nafn mitt. í kvöld
hœtti ég öllum afskiptum afrekstri
fyrirtœkisins, en fœ þó greiðslur
frá því. Ekki er þó hœgt að skil-
greina þœr sem laun til mín eða
lán. Hér er hreinlega um hluta af
mínum persónulega efnahag að
rœða.
Ég er ríkisstarfsmaður eins og
þú. Hingað til hefur, lögum sam-
kvœmt, verið tekið mánaðarlega
Prófessorinn
fyrirfram af launum mínum til
greiðslu á sköttum. Nú er ég ekki
lengur reiðubúinn til að beygja
mig undir slíkar kvaðir og cetla á
næsta ári að borga skattana í
gegnum fyrirtæki mitt. Þannigget
ég, meðal annars, fengið umtals-
verðan gjaldfrest.
Fjármálaráðherrann
Þess skal getið að Gjaldheimtan
hefur ekkert við þetta að athuga
svofremi greiðslur komi á réttum
tíma, en ég hef alltaf staðið í
skilum.
Virðingarfyllst,
Björn Þ. Guðmundsson.
Glimrandi sumar-
hátíð Þroskahjálpar
Landssamtökin Þroskahjálp
efndu til mikillar sumarhátíðar sl.
mióvikudagskvöld í veitingahúsinu
Broadway í Reykjavík. Ekki var
annað að sjá er að vel hefði til tek-
ist, þegar okkur Þjóðviljafólk bar
þar að garði; a.m.k. var húsið
troðfuilt af syngjandi fólki í miklu
stuði.
Þarna komu fram ýmsir inn-
iendir skemmtikraftar, m.a. Þor-
geir Ástvaldsson og Magnús Ólafs-
son, sem skiptust á miklu brandar-
aflóði við góðar undirtektir. Há-
punkturinn var þó án efa leikur og
söngur „The River City Good
Time Band“, en það er kór og
hljómsveit þroskaheftra einstak-
linga frá Bandaríkjunum, sem hér
leit við á heimleið úr Norðurlanda-
reisu sinni og kom fram í þetta eina
Og dansinn dunaði dátt á Broad-
way við undirleik The River Good
Time Band, sem reyndar vildi láta
kalla sig Reykjavík City Good Time
Band. (Ljósm. Leifur)
sinn. Héldu þau uppi miklu fjöri
allt kvöldið og skipst var á gjöfum.
Veg og vanda af undirbúningi
hátíðarinnar hafði Sigurður Magn-
ússon hjá Styrktarfélagi lamaðra
og fatlaðra og óhætt að segja að þar
hafi valinn maður skipað rúmið af
undirtektunum að dæma.
ast
Tvær jarðir i
Djúpi lausar
Töluvert spurt, segir
Haukur Jörundsson
í Landbúnaðar-
ráðuneytinu
Landbúnaðarráðuneytið hefur
auglýst tvær jarðir í Nauteyrar-
hreppi í ísafjarðardjúpi, til
ábúðar. Blaðið hafði samband við
Hauk Jörundsson í ráðuncytinu og
kvað hann töluvert spurt um
jarðirnar en ekki væri gengið frá
neinum samningum enn því fyrri
ábúendur myndu líklega báðir búa
til næsta vors.
Jarðirnar eru Hamar og Hafnar-
dalur í Nauteyrarhreppi. Haukur
sagði að jarðirnar yrðu ekki leigðar
nema fólk ætli sér að stunda bú-
skap á þeim, því ekki mætti bú-
skapur í Djúpinu grisjast meir en
orðið er. Meiri þörf væri á að auka
hann fremur en hitt.
EÞ
Bruninn að
Þrastargötu:
Máíið
óupplýst,
fólklnu
sleppt
Bruninn sem varð í húsinu Þrast-
argötu 3 í fyrrinótt er enn ekki upp-
lýstur. Að sögn Rannsóknarlög-
reglunnar miðar þó nokkuð í rann-
sókn málsins. Fólki því sem var í
yfirheyrslu hjá Rannsóknarlög-
reglunni í gær hefur verið sleppt.
Húsið, sem varð eldinum að bráð
er gjörónýtt og eigandi þess, sem er
um áttrætt, er á götunni.
-gat
Reykjavíkurvika hefst á mánudag
Fjórar borgarstofnanlr kynntar
Á Reykjavíkurviku sem haldin
verður 15.-21. ágúst verða einkum
fjórar stofnanir kynntar: Borgar-
bókasafnið, Vatnsveitan, Umferð-
ardcild gatnamálastjóra og Menn-
ingarmiðstöðin að Gerðubergi. Að-
auki verður athygli vakin á starf-
semi Árbæjarsafns og Æsku-
lýðsráðsogá Kjarvalsstöðum verð-
ur eitthvað að gerast daglega.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem aðstandendur Reykja-
víkurviku héldu í gær. Þeir sögðu
að þessi vika væri haldin annað
hvert ár, þegar engin Listahátíð er,
og hafi sú fyrsta verið 1978. Til-
gangurinn er sá að kynna almenn-
ingi starfsemi borgarstofnana og að
efla lista- og menningarlíf í borg-
inni. Á þessari viku verða haldnir
ýmsir tónleikar, sýndar verða kvik-
myndir, fiskmarkaður verður á
Lækjartorgi, útsýnisferð í Bláfjöll
og Viðey og á afmælisdegi borgar-
innar verða sýndar blóma-
skreytingar á Lækjartorgi.Gefnir
hafa verið út kynmngarbæklingar
um þær stofnanir sem sérstaklega
verða kynntar og munu þeir liggja
frammi á Kjarvalsstöðum og í við-
komandi stofnunum. Auk þess
hefur plaggat verið gefið út - það
hangir uppi í strætó.
f undirbúningsnefnd vikunnar
sitja Markús Örn Antonsson for-
maður, Katrín Fjeldsted og Kristín
Guðmundsdóttir híbýlafræðingur
sem tók sæti Gerðar Steinþórs-
dóttur. _gat