Þjóðviljinn - 27.08.1983, Síða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 27. - 28. ágúst 1983
skammlur
«v
Af vafasamri vistfræði
Stundum þegar ég kíki í dagblööin okkar, flökrar
það svona einsog snöggvast að mér, að ég sé ekki
með öllum mjalla. Eða þá að það sem í blöðunum
stendur sé einhvers konar sturlun fólks sem hrokkið er
uppaf standinum.
Síðasta geggjunin eru fréttir af því, að fólk sé farið
að veigra sér við að borga hálfa miljón í gatnagerðar-
gjald til að fá að byggja sér þak yfir höfuðið, en tveir
þriðju þeirra sem sóttu um lóðir í Grafarvogi munu
hafatekið umsóknirsínartil baka. Síðan koma vanga-
veltur mætustu karla og kvenna þar sem leitt er getum
að því, að ef til vill sé skilatregðan kjaraskerðingunni
að kenna. Það skyldi þó aldrei vera?
Það er eins og flestum gleymist að hálf miljón er
fjögurra til fimm ára laun venjulegs daglaunamanns,
þegar hann er búinn að borga skattana.
Og manni verður á að spyrja - og líklega einsog
hálfviti - Hvers vegna í ósköpunum er ekki byggt á
bæjarstæði Reykjavíkur, þar sem götur hafa þegar
verið lagðar með tilheyrandi vatnslögnum, rafmagni,
síma, gangstéttum og öðru því sem lítur að sameigin-
legum þörfum borgarbúa?
Nóg er af lóðum og óbyggðum svæðum innan borg-
armarka gömlu Reykjavíkur.
Þegar ég var krakki að læra einhverja gamaldags
landafræði, var okkur kennt það, að ísland skiptist í
mannabyggðir og óbyggðir. Okkur var kennt að lands-
menn hefðu líklega talið búsældarlegra fyrir neðan
snjólínu en ofan við hana.
Þegar menn svo fóru að setjast að í Reykjavík, mun
það ekki hvað síst hafa verið vegna þess að snjólétt-
ara var þar en á fjöllum uppi. Á fjöll hlupu engir nema
bandíttar, óbótamenn, sauðaþjófar og aðrirandskotar
samfélagsins. Með tímanum myndaðist svo hér þétt-
býliskjarni með götum, veitum, Ijósum og síma, að
ógleymdu steinsnari á vinnustað.
Grundvöllurinn að Reykjavík var víst lagður, áður
en menn voru orðnir tiltakanlega langskólagengnir,
en byggðu að nokkru á þúsund ára reynslu forfeð-
ranna af búsetu í landinu.
Þá skeði það, eftir arðbæra heimstyrjöld, að menn
fóru að hafa ráð á því að afla sér menntunar í
byggðafræðum og húsagerðarlist. Þessir menn komu
svo aftur frá prófborðinu, færandi heim þau sannindi,
að í skipulagsmálum væri það brýnast að flytja
Reykvíkinga úr bænum ojg uppá heiðarnar austur af
byggðinni: Breiðholtið, Ulfarsfell, Mosfellsheiði og
Hellisheiði. [ húsagerðarlist varð sú stefna ríkjandi að
byggja mannabústaði á íslandi mestanpart úr gleri og
sleppa vatnshallanum á þökum. Hugrtiyndirnar voru
fengnar beint frá Flórída og Kalíforníu þar sem sólin
skín lóðrétt ofaní skallann á mannfólkinu árið um
kring, en ekki lárétt eins og veður, vindar og sólfar á
íslandi. Á suðlægum slóðum vestanhafs, þykir líka,
öfugt við ísland, ákjósanlegt að byggja á hæðum og í
fjalllendi í von um vindsvala í hitum.
Á íslandi hélt veðrið hinsvegar áfram að vera óam-
erískt þrátt fyrir glerhúsin og flötu þökin. Vatnið hélt,
samkvæmt eðli sínu, áfram að leka niðurávið og í
gegnum flötu þökin, en heiðarbúar vöknuðu við þann
vóndadraum, að vera komniruppfyrirsnjólínu, þó nóg
væri af byggingarlóðum í miðbænum í Reykjavík þar
sem hitastig var þrem til fjórum gráðum hærra en
heima hjá þeim í heiðabyggðunum.
Þegar Bretar hernámu ísland, í síðari heimsstyrjöld-
inni, gekk hér á land rasssíðasta innrásarlið, sem um
getur. Vannærð og mergsogin öreigabörn úr skugga-
hverfum stórborganna með trébyssur að vopni til að
villa um fyrir óvininum. Þetta vannærða og ólæsa lið
valdi Vatnsmýrina fyrir flugvallarstæði. Þetta þótti
brandari aldarinnar og var lengi notað til marks um
heimsku Breta. Þegar svo Ameríkanar komu hingað,
nokkru síðar, var þessi flugvöllur í kvosinni í miðbæ
Reykjavíkur að sjálfsögðu dæmdur óhæfur, vegna
fáránlegrar legu sinnar og Keflavíkurflugvöllur
byggður á Miðnesheiði.
Engum manni með öllum mjalla getur dottið í hug að
flugvöllur eigi að vera í miðbænum í Reykjavík stund-
inni lengur.
Reykjavíkurflugvöllur er bæði háskalegur og vist-
fræðilegt hneyksli. Hann er móðgun við bæjarbúa. í
Vatnsmýrinni á að rísa blómleg byggð og fagurt
mannlíf fyrir neðan snjólínu, þar sem gatnagerðar-
gjöld verða engin af því asfaltið, rafmagnið, síminn,
heita og kalda vatnið og frárennslið er allt á staðnum.
Dreifbýlismenn í kaupstaðarferð verða að sætta sig
við það að aka í hálftíma til Reykjavíkur frá Keflavík,
þegar þeir fljúga suður heiðar.
Mér var að vísu sagt um daginn að Reykjavíkurflug-
völlur væri hluti af svonefndri byggðastefnu, en þar
sem ég sá ekki samhengið, fór ég og fletti því upp
hvað eiginlega byggðastefna væri. Svarið fékkst eftir
langa leit:
Byggðastefnan er þjóðþrifahugsjón, sem gengur
útá það hvað sveitamenn eiga bágt að búa ekki í
Reykjavík.
skráargatid
Jón Baldvin
Hannibalsson gerði nokkuð sem
allir aðrir stjórnmátamenn höfðu
vit á að gera ekki á Sigtúnsfundin-
um sl. miðvikudag um úrbætur í
húsnæðismálum: hann sté í
pontu. íbúðarkaupendur og hús-
byggjendur eru orðnir svo lang-
þreyttir á sviknum loforðum
stjórnmálamanna og getuleysi
allra flokka í húsnæðisúrbótum,
að stjórnmálamenn segjast þeir
ekki lengur þola. Jón Baldvin var
umsvifalaust púaður niður.
Lánskjaravísitalan
mun hækka um mánaðamótin um
nálægt 9 prósent, að því er leki í
Seðlabankanum hermir. Láns-
kjaravísitalan byggist að 2/3 á
hækkun framfærsluvísitölu og að
1/3 á hækkun byggingavísitölu og
er fjarska einfalt reikningsdæmi
og hún þykir mæla nokkuð vel
verðbólguna í landinu. Eitthvað
líst stjórnarsinnum illa á verð-
bólgustigið, a.m.k. vill Stein-
grímur meina að vísitalan eigi
bara að hækka um 6 prósent og
Alexander Stefánsson vill hafa
hana um 4 prósent. Nú spyr fólk í
forundran: vilja mennirnir ekki
tala svolítið meira? Því ef þeir
halda að verðbólgan hverfi við
það að þeir opni munninn, ættu
þeir að hafa hann alltaf opinn.
Oft
finnst landsbyggðarmönnum
Reykjavíkurblöðin skrifa útfrá
heldur höfuðborgarlegum sjón-
arhól um alla skapaða hluti. Ein-
staka sinnum bregður þó svo við
að litið er á menn og málefni frá
Jón Baldvin
sjónarhóli dreifbýlisins. Það var
til dæmis gert í frétt í Þjóðviljan-
um í vikunni. Þá var þessi stór-
frétt kynnt hinum dreifðu byggð-
um: „Reykvíkingar eru rófulaus-
ir“ Þóttu þetta nokkur tíðindi. En
greinin fjallaði raunar um land-
búnaðarmál.
Afram Island
mun vera heitið á nýju íslensku
leikriti eftir Gunnar Gunnarsson.
Það gerist í búningsklefa á lands-
leik Dana og íslendinga, og hefur
vakið mikla eftirvæntingu.
Leikfélag Reykjavíkur mun hafa
verkið í skoðun og víst er að ungir
og vaskir leikarar líta það hýru
auga, því heilt landslið í fótbolta
kemur fram í því...
Alexander
Stefánsson félagsmálaráðherra
mætti með tvo aðstoðarmenn í
Sigtúni á borgarafund Áhuga-
manna um úrbætur í húsnæðis-
málum. Annar þeirra var Jóhann
Einvarðsson fyrrum þingmaður
GunnarGunn
með vinsældum ríkisstjórnar
Gunnars Thoroddsen frá fyrsta
til síðasta dags með reglulegum
~= 'mrnr- ~ og hinn Haukur Ingibergsson
framkvæmdastjóri flokksins. Sá m
, 'mlmíáÍjjjfa síðarnefndi gekk snúðugt til for-
vígismanna fundarins og spurði
hvort ekki væru frátekin sæti fyrir
ipK *i ngnn' ^ítrr' ráðherrann og fylgdarlið hans.
Var hann upplýstur um að í hús- M |: s p &
rjtraiA' f JSk 'TáBm. inu væru engin frátekin sæti og
Alexander gæti sest þar sem hon- um sýndist best sjálfum. Og svo y ] ~ >
heppilega vildi til að ráðherrann Jjjif
Wv...' • og aðstoðarmenn hans gátu valið
/ArMIPP sér virðuleg sæti fyrir miðju á
fremsta bekk.
•' m£or-. / Eitthvað eru íhaldsmenn daufir með sína »■
Alexander
ríkisstjórn. í DV gátum við fylgst Ásgeir pylsusali
skoðanakönnunum. En nú
bregður svo við að DV hefur ekki
í frammi neina viðleitni til þess að
fræða landsmenn um vinsældir
ríkisstjórnar Steingríms og Geirs,
eða einstakra ráðherra hennar.
Það þykir einnig til vansa að
Vinnuveitendasambandið sem
jafnan lét hagdeild sína reikna út
verðbólguspár, þegar Sjálfstæð-
isflokkurinn er ekki við völd, er
nú hætt að láta reikna, þegar
íhaldið segist vera að ná verð-
bólgunni niður.
Helgarpósturinn
hefur löngum verið talinn hanga
á horriminni, og oftar en einu
sinni hefur almannarómur aug-
lýst jarðarför blaðsins. Nú eru
horfur á að þann 16. september
nk. fáist loks úr því skorið hvort
blaðið verður sett á eða tekið af.
Eigendur 70% hlutafjár, sem
einkum eru úr röðum krata, vilja
losa sig út úr rekstri blaðsins og
hafa þeir gefið starfsmönnum,
sem eiga afganginn, frest fram að
aðalfundi, 16. september, til að
útvega kaupendur að þessu hlut-
afé. Munu þeir vilja fá hálfa aðra
miljón fyrir bréfin. Takist starfs-
mönnum ekki að reyta saman
þetta fé segjast hluthafarnir hafa
vísan kaupanda að bréfunum.
Ekki hefur verið upplýst hver eða
hverjir vilja kaupa, en heyrst
hafa nöfn eins og Emanúel Mort-
ens fésýslumaður úr Alþýðu-
flokki og Ásgeir Hannes Eiríks-
son pylsusali. Fari svo að annar
hvor þessara eða báðir kaupi
blaðið má telja líklegt að veru-
legar breytingar verði gerðar á
því í þá veru að pólitískt sjálf-
stæði þess verði skert til muna.