Þjóðviljinn - 27.08.1983, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 27.08.1983, Qupperneq 7
Helgin 27. - 28. ógúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 „Áhrifin af sjónum koma kannski seinna” Eyjólfur Einarsson opnar sýningu í Listmunahúsinu i dag. Hér stendur hann við eitt verka sinna. - Ljósm. eik. í dag kl. 14 opnar Eyjólfur Ein- arsson málverkasýningu í List- munahúsinu, Lækjargötu 2 í Reykjavík. Sýningin er opin dag- lega kl. 10 til 18, laugardaga og sunnudaga kl. 14 til 18 og lokað mánudaga. Sýningin stendur til 11. september. Við litum inn til Eyjólfs þegar hann var að setja upp sýninguna. „Ég er að prófa nýjar leiðir“ sagði hann, „hér áður málaði ég aðallega abstrakt, nú má segja að ég sé far- inn út í súrrealisma. Myndirnar eru málaðar sl. tvö ár, olíu- og vatnslitamyndir um 60 talsins. - Hefurðu sýnt oft? - Þetta er áttunda einkasýning mín auk þess hef ég tekið þátt í fjölda samsýninga. Ég byrjaði fyrst að læra höggmyndalist á námskeiði hjá Ásmundi heitnum Sveinsyni, þá var ég 11 ára og meðal nemenda var Ragnar Kjartansson. Ég hætti í. menntaskóla og vildi helga mig myndlist og stundaði nám við Listaakademíuna í Kaupmanna- höfn 1962-64. Skólabróðir minn þar var Tryggvi Ólafsson. Fór á sjóinn til að afla fjár. - Undanfarin tíu ár hef ég stund- að sjóinn af og til. Var helst á vet- urna en tók mér frí á sumrin. Mér fellur vel að fara í skorpuvinnu og mála á milli. - Þú málar ekki nein áhrif frá sjónum? - Nei, ég segi stundum að ég fari að mála sjóinn þegar lengra er liðið frá ég var þar og rómantíkin farin að blinda mig. Sjómennskan er allt annað en rómantík - Varstu ekki hræddur um mál- arahendurnar á sjónum? - Jú , stundum. Sérstaklega einu sinni þegar ég skarst á fjórum fingr- um og þurfti að fara í land að láta sauma. Ég finn enn fyrir doða þar sem ég var saumaður. - Er erfitt að vera málari á ís- landi í dag? - Ja, ég vildi allavega ekki vera að byggja. Annars er ég búinn að koma mér upp ágætis aðstöðu núna, við Fjölnisveginn. Áður var ég að mála í kjöllurum og háaloft- um. Ég vil taka það fram að ég fékk þriggja mánaða starfslaun lista- manna við síðustu úthlutun og þakka fyrir það hér með. Þeir pen- ingar komu sér mjög vel fyrir mig. - Hvaða verð er á myndunum? - Ætli ódýrustu vatnslitamynd- irnar verði ekki á 5000 kr. og dýr- ustu olíumálverkin á 40 þúsund," sagði Eyjólfur og sneri sér að því að finna myndum sínum stað í List- munahúsinu sem hann sagði vera besta sýningarsal í bænum. EÞ INVITA innréttingar í ailt húsið = þægindi og gæði % Bjóðum nú 'agsektir ef umsaminn afhendingardagur stenst ekki ó sérsmíðuðum eða stöðluðum Invita innréttingum. Yfir 40 mismunandi tegundir. NU BEINIST AIHÉGLIN AÐ IÐNSÍ1SIINGU 83 loNSÝNINGIN eráallra vörum, enda sú stærsta frá upphafi. Laugardalshöllin iðaraflífi. Þarnagefstgullið tækifæri á að kynna sér mikið og fjölbreytt úrval íslenskrar framleiðslu. 'ímsar merkilegar nýjungar koma þarna fram og sýningargestum er boðið að bragða á hverskonar réttum auk þess að gera góð kaup. Skemmtiatriði eru uppfærð á sviði og 2-3 tískusýningar daglega. Happagestur hlýturdaglegavinning. Og ekki mágleyma veitingasalnum með því sem þar er boðið uppá. IðNSÝNING ’83 gagn og gamanfyriralla. OPNUNARTÍMAR: Virka daga kl.3-10.helgar kl.1-10. AÐGANGSEYRIR:100kr. fyrirfullorðna, 40 kr. fyrir börn 6-12ára. ISLENSK FRAMTÍD AÐNADI EftGGD IDNSYNINfijfr 19/8-4/9 * III I LAUGARDALSHOLL FÉLAG ÍSLENSKRA ÐNREKENDA 50 ÁRA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.