Þjóðviljinn - 27.08.1983, Side 9
Helgin 27. - 28. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
unglingasiðan
BUSAVÍGSLUR
Skrifið!!!
Enn ætla ég að nöldra í ykkur. Vegna veikinda hefur engin
unglingasíða verið síðustu tvær vikur og á þeim þrem vikum sem
liðnar eru frá því að hún seinast birtist hef ég bara fengið eitt bréf!
Ég stóð í þeirri trú að skrift væri kennd í skólum, en nú er ég ekki
viss. Kannski er efnahagsástandið orðið svo slæmt að þið eigið
ekki fyrir frímerkjum. Hver veit?
Hvar voru
unglingamir
Si. miðvikudag var haldinn
borgarafundur (eins og þið líklega
vitið) í Sigtúni um vandamál hús-
byggjenda og húskaupenda. Voru
þar stofnuð samtök fyrrnefndra
aðila og voru stofnfélagar um 1500
talsins. Húsfyllir varð (u.þ.b. 2000
manns) og urðu nokkur hundruð
frá að hverfa.
Ég vona að þessi hundruð hafi
aðallega verið unglingar því mér
fannst ég ekki sjá nándar nærri
nógu marga á fundinum.
Þetta vandamál húsbyggjenda
og húskaupenda er líka okkar
vandamál (unglingavandamálið í
hnotskurn). Lýsingar þær er ræðu-
menn gáfu á því sem við eigum
framundan voru ófagrar. Gjald-
þrot blasir við þúsundum fjöl-
skyldna og þá eru ekki miklar líkur
á því að við, unglingarnir, getum
nokkru sinni komið þaki yfir höf-
uðið.
Barátta húsbyggjenda er einnig
barátta okkar, væntanlegra hús-
byggjenda og húskaupenda.
Vegna lesendabréfs þess er okk-
ur barst ákváðum við að spyrja
skólastjóra framhaldsskólanna í
Reykjavík hvort einhverjar hug-
myndir væru uppi hjá þeim annað-
hvort um bann við „busavígslum"
eða þá um harðara eftirlit með
þeim.
Guðni Guðmundsson, skóla-
stjóri Menntaskólans í Reykjavík:
„Við þekkjum ekkert til svokall-
aðra „busavígslna" hér. Hjá okkur
er aðeins um „tolleringar" að ræða
en ekkert um það að nemendum sé
dýft ofan í vatn eða annað þesslegt.
Örnólfur Thorlacius, skólastjóri
Menntaskólans við Hamrahlíð:
Það hefur ekki verið mikið rætt
um þetta hjá okkur, enda hefur
þetta farið frekar friðsamlega fram
hjá okkur seinustu ár. Við erum að
sjálfsögðu alltaf dálítið kvíðnir
vegna þessa og stundum hefur
reyndar legið við að illa færi en við
Busavígslur og
kærleiki
höfum samt oftast sloppið milli
skers og báru.
Us: Þið gerið semsagt engar
ráðstafanir.
Örnólfur: Jú við tölum yfirleitt
við þá sem eru ábyrgir fyrir busa-
vígslunum og minnum þá á að hafa
allt í hófi og þeir taka yfirleitt vel í
það.
Björn Bjarnason, skólastjóri
Menntaskólans við Sund:
Við höfum ekki ákveðið neitt
enn og gerum það ekki fyrr en
skólinn byrjar, en hinsvegar býst
ég við að reynt verði að draga
eitthvað úr fyrirganginum nú í ár.
Kristín Arnalds, aðstoðarskóla-
stjóri Fjölbrautaskólans í
Breiðholti:
Það hefur ekkert verið rætt um
þetta ennþá en nemendurnir skipu-
leggja þetta í samráði við okkur.
Annars hefur þetta farið batnandi
með hverju árinu
....en ekkert um það að nemendum sé dýft ofan í vatn eða annað þesslegt.“
Lesandi góður.
Bréfaskriftir hafa aldrei ver-
ið í miklu uppáhaldi hjá mér en
nú get ég ekki lengur orða
bundist.
Ástæðan er hin „fasistíska“
pyntingaraðferð sem nefnd er
„busavígsla“ (öllu má nú nafn
gefa).
Eins og þú veist líklega er
þessi athöfn framkvæmd af
hópi eldri bekkinga (sem rétti-
lega eru nefndir böðlar) á sára-
saklausum nýgræðingum í
framhaldsskólunum.
Þeir eru boðnir velkomnir
með vatni, slori, úldnu skyri
o.fl. miður geðslegu.
Ég spyr:
- Finnst ykkur þessi fyrstu
kynni unglingsins af framhalds-
skólanum heppileg (eða nauð-
synleg ef út í það er farið)?
- Eru eldri bekkingar svo
bældir að þeir verði að f á útrás á
nýnemum (aldrei að ráðst á
minni máttar)?
- Sjá skólayfirvöld enga á-
stæðu til þess að afmá þennan
smánarblett á menntastofnun-
um þessa lands?
- Telja félagsfræðingar, fé-
lagsráðgjafar, sálfræðingar og
hvað þetta nú allt heitir, ekki að
þetta geti aukið ofbeldishneigð
unglinga?
- Telja fyrrnefndir aðilar
ekki að þessi athöfn geti haft
alvarleg áhrif á sálarheill „lok-
aðra“ unglinga?
Það er staðreynd að þessi at-
höfn er þegar farin að smita út
frá sér í grunnskólana og vegna
þess að enginn formleg busa-
vígsla á sér stað þá eru það nær
eingöngu svokallaðir „furðu-
fuglar“ (þeir ,,lokuðu“) sem eru
„busaðir“ og þá aðeins einn í
einu.
Nú spyr ég enn margnefnda
aðila: Geta þessir „furðufugl-
ar“ ekki skaðast andlega á
slíku, fundist allir vera á móti
sér, einkum með tilliti til þess
að umræddir „furðufuglar“ eru
margir hverjir „busaðir" oftar
en einu sinni og oftar en tvisvar.
Félagar; Tákn okkar er hinn
rauði fáni. Rautt er, eins og
presturinn sagði í útvarpinu um
daginn, tákn mannkærleikans.
Mannkærleiki og hinar „fasist-
ísku“ busavígslur eiga ekki
saman. Stöndum saman gegn
öllum „fasistískum“ öflum
hvaða nöfnum sem þau nefn-
ast. Hið góða sigrar að lokum
„því fáninn rauði okkar merki
er“.
Með baráttukveðju.
Einn vongóður
„Hjá okkur er aðeins um „tolleringar“ að ræða
Sextán ára
Eftir Elínu Héðinsdóttur Sextán ára vil ég fljúga þótt ljós
Sextán ára Sextán ára vegamótanna
á vegamótum hef ég brotlent sé enn
Get orðið allt á vígvellinum Gult!
Allt! Allt! milli æsku
Er ekkert og fullorðinsára Bara að enginn
hvorki fugl né fiskur Get ekki beðið keyri á mig
ekki fullorðin eftir bensíni og að ég geti
ekki barn og viðgerð tekið bensín
Landkrabbi! mikið lengur á flugi...