Þjóðviljinn - 27.08.1983, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 27.08.1983, Qupperneq 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 27. - 28. ágúst 1983 sunnudaaspistill Heyrt og séð á Edinborgar- hátíð Hvar skal byrja og hvar skal hætta þegar nokkur orö eru fest á blað um Edinborgarhátíðina, sem byrjaði um síðustu helgi? Þetta er nefnilega mesta hátíð í heimi. Upptalningin ein á því sem fram fer tekur heila bók Tvær sýningar á einum og sama degi verða hér nefndar til að minna á hina miklu breidd hátíðarinnar. Upp úr hádegi sitjum við í einum af mörgum leiksölum Assembly Hall og horfum á flokk sem kallar sig Brent-Þjóðleikhúsið. Tveir menn, prýðilegir gamanleikarar báðir tveir, fara með texta sem þeir kalla Messías og bregða sér í allra kvik- inda líki - þeir eru Jósef og María og guð almáttugur og Gabríel erki- engill og Heródes og hirðar á Betl- ehemsvöllum ogöðru hverju birtist ágæt söngkona og rekur upp rokur úr óratoríu Hándels. Helgisöng er hrært saman við ýmsar uppákomur samtíðarinnar, varfærið guðlast og skrípalæti hljóma kanski glæfra- lega í þessu gamla strangtrúar- landi, Skotlandi. Þarna var hefðinni semsagt gefið langt nef. En svo um kvöldið var hún hyllt með miklum tilþrifum á torginu fyrir framan Edinborgar- kastala þar sem píparar skálmuðu fram og aftur í rammri alvöru, stúlkur frá Nýja Sjálandi sýndu mikla listræna útsjónarsemi í því að marséra og hersveitin Hinir kon- unglegu Skotar brá á leik í tilefni 350 ára afmælis síns. Þessi mikla skrautsýning er haldin á hverju kvöldi meðan á hátíðinni stendur og kallast Bumbuslátturinn mikli, og hún leggur einniig leið sína niður á Prinsgötu og blandast þar við kjötkveðjuhátíðartilburði alls- konar félaga og svo leikflokka sem eru að keppa um athygli lýðsins. Gamalt og nýtt En fyrst og fremst er þetta leikhúshátíð og skyndigestur harmar það hve fátt hann kemst vfir að skoða. Það var til dæmis mikið látið af austurrísku leikriti, sem nýlega var upp vakið þar í Bretlandi og heitir „Síðustu dagar mannkynsins“, höfundur Karl Kraus. Heimsslitastef eru í tísku núna eins og vænta má. Það er líka í tísku að taka eldri verk og breyta þeim og staðfæra. Sovéskt leikrit (Veslings Marat) er tekið og látið i gerast í Belfast. Tvær forngrískar kómedíur eru teknar og þeim snúið upp á kvennamál nútímans og konu sem er forsætisráðherra og segir konum að snáfa heim til sín og verða góðar mæður - „Konur við völd“ heitir þessi sýning. Brecht karlinn er líka við góða heilsu - að minnsta kosti þrjár sýningar á verkum hans eru nú á hátíðinni. Eliza Ward annast eina og brá sér í líki fjölmargra kvenna Brechts af miklu öryggi og þokka. Hin pólitísku stórmál setja líka sinn svip á framboðið á Edinborg- arhátíðinni. Frá Zimbabwe koma t.d. tveir svartir leikarar og flytja „Eyna“, leikrit eftir Athol Fugard sem fjallar um fangaeyju í Suður- Afríku. Því var líka lofað, að suðurafríska Ieikritið „Poppie Nongena'" yrði mikill viðburður seinna á hátíðinni, en það verk Árni Bergmann skrifar segir sögu svartrar konu sem berst gegn þrældómi og auðmýkingu og hefur sigur. Hamlet fyrir tvær hendur Semsagt: hvar skal byrja og hvar skal enda? Til dæmis að taka: Edinborg er þessa dagana full af látbragðsleik. Nola Rae er lista- kona ágæt á þessu sviði og skiptir um ham af feiknalegu öryggi - er stundum klaufsk ballerína, stund- um marghrelldur viðskiptavinur skrifræðisins, stundum hljómsveit- arstjóri sem verður fyrir þeim ósköpum að tónverkin sem hann stjórnar breytast í veruleika. Snjallast var þó það tiltæki hennar að flytja Hamlet með tveim hönd- um einum - furðulegt hve langt hún komst með svo hófsömum ráðum. Stundum missir gesturinn fyrir klaufaskap af einhverju sem hann ætlaði endilega að sjá - en þá kem- ur barasta eitthvað annað í staðinn. Til dæmis að taka sýndist mjög freistandi að skoða nýtt skoskt verðlaunaleikrit eftir Norman Malcolm Macdonald og heitir það „The shutter falls“. Það segir frá stúlku á Suðureyjum sem fer í síld- Bumbuslátturinn mikli - fyrir þá sem vilja það heldur. Doron Tavori í hlutvcrki Ottos Weiningers. Úr suðurafríska söngleiknum Poppie Nongena.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.