Þjóðviljinn - 27.08.1983, Side 14

Þjóðviljinn - 27.08.1983, Side 14
,14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 27. - 28. ágúst 1983 Margir telja ao arkitektúnnn a Norðurlandanusinu se einhver hinn glæsilegasti sem sest í dag. Og víst er húsið fallegt og fellur vel inn í landslagið, lágreist með torfþak, stórum glerveggjum ogjárnskúlptúr allt í kringum húsið. Hluti af hópnum undir húsveggnum Ljósm. ÞS. i heiminum UNDIR GRÆNNI „Tóta, geturðurkomið með mértil Færeyjaað kennaá samnorrænu leiklistarnám- skeiðieftirtvo daga? Finnski kennarinn veiktist og mig vantarísnatri þriðja kennarann". Helga Hjörvar er í símanum. „Auðvitað kem égtil Færeyja, nema hvað. Það er að segja ef þeir hér á blaðinu gefa mér frí, - það er nú önnur saga“. Þannig upphófst Færeyjarferð mín, sú fyrsta, en áreiðanlega ekki sú síðasta. Auðvitað fékk ég frí frá blaðinu. Að vísu datt engum í hug að ég yrði veðurteppt næstum jafn lengi og námskeiðið stóð, - það vissi jú enginn fyrir. Og að morgni laugardags er sest upp í flugvél. Egilsstaðir - Vágar, stendur í afgreiðslunni. Þegar lent er á Egilsstöðum er eins og maður sé kominn til meginlandsins. Því- iíkur hiti. Því miður urðum við að tefja góða stund úti á flugvelli vegna bilana í bremsubúnaði og það varð dýrkeypt. Þegar komið var til Færeyja var komin þoka, (henni áttum við eftir að kynnast betur og síðar). Þar var hringsólað yfir með þessar örfáu hræður sem voru í vélinni á annan tíma, en allt kom fyrir ekki. Það var ekki hægt að lenda. Elskulegar flugfreyjur gáfu okkur annan hádegisverð á bakaleiðinni og manni leið eins og tímanum hefði verið snúið við. Þegar við komum svo loksins aft- ur til Reykjavíkur um kvöldið, lá við að mannskapurinn félli í yfirlið. Allir voru jú búnir að kveðja okkur og maður gerir ekki ráð fyrir að fólk komi til baka samdægurs, þeg- TORFUí ÞÓRSHÖFH Hér sjáum við hvernig húsinu er skipt. Stóri salurinn er hér opinn yfír í „gryfjuna“, en hægt að renna risastórum, einangruðum vegg á milli. Gestaálman er til vinstri, skrifstofur og verkstæði fyrir myndhöggvara. Gengið er niður í litla salinn, sem er fyrir miðju húsinu og undir skrifstof- unum, en hann er sérstaklega teiknaður fyrir færeyska dansinn. ar það fer til útlanda. „Var svona leiðinlegt", var það eina sem dóttir mín sagði, ýmsu vön. Námskeiðið sett Næsta morgun komumst við svo alla leið og Færeyjar tóku betur á móti okkur, með sólarglætu, sem hvarf þó fljótlega bak við þéttan þokubakka. Námskeiðið sem við áttum að kenna á var samnorrænt, - þátttak- endur frá öllum Norðurlöndum, 40 manns og allir undir tvítugu. Þetta var fyrsta námskeiðið sem haldið er í hinu glænýja Norðurlandahúsi og vorum við kennararnir jafn- framt fyrstu gestirnir sem gistum á margfrægum og glæsilegum gesta- vistarverum hússins. Auk okkar Helgu var radd- og söngkennari frá Svíþjóð, afburðagóð kona sem heitir Pia Olby. Nemendurnir á námskeiðinu bjuggu í skóla rétt hjá Norðurlandahúsinu. Auk þess að kenna almenna leiktækni, söng, öndun, afslöppun, leikfimi, lát- bragðsleik, spuna og allt þetta venjulega, áttum við að hjálpa þessu unga fólki til að setja saman einhvers konar „uppkast“ að sýn- ingu sem byggðist á hinu þekkta færeyska danskvæði „Ólavurridd- ararós", en það kvæði er til í ein- hverri mynd á öllum Norðurlönd- um, í Þýskalandi, Skotlandi, ír- landi, Spáni og víðar (sbr. íslenska Ólaf Liljurós). Hópnum skyldi skipt í þrjá hópa og átti hver hópur að sýna sína útgáfu af þessari gömlu sögu um unga manninn sem lendir í álfheimum. Meginfélag áhugaleikara Fproya undir stjórn Gullu Óregaard sá um alla skipulagningu á námskeiðinu og tókst það með miklum glæsi- brag. Menntamálaráðherrann Tor- bjprn Poulsen setti þetta fyrsta námskeið sem haldið er í Norður- landahúsinu, og einnig flutti stjórnandi hússins Steen Cold ávarp við setninguna. Álfar og annað fólk Þegar búið var að setja nám- skeiðið var hafist handa. Sverrir Egholm, landsbókavörður, sem einnig er einn af framámönnum í leiklistarlífi Þórshafnar, flutti ágætt erindi um færeyska dans- kvæðahefð og síðan var farið „upp á gólv“ og dansað. Þeir sem hafa tekið þátt í fær- eyskum dansi vita hversu seiðandi og magnþrunginn þessi dans er, maður getur haldið áfram enda- laust. Hann er í senn leikur og dans, - þungur seiður í fastri hrynj- andi og frásögnin leyfir enga útúr- dúra. „Þið eruð ekki að dansa Can- can“ sögu Færeyingarnir við okkur þegar þeir kenndu okkur sporin. „Engar stórar fótasveiflur. Sveifl- urnar eru í sálarlífinu, en sporin hefðbundin og taktföst". Danskvæði á borð við Óíav Riddararós voru til um öll Norður- lönd og víðar, en dans var bann- aður á miðöldum allsstaðar nema í Færeyjum. Hvergi hafa þessi dans- kvæði því varðveist eins vel og í Færeyjum, þar sem þau eru enn lifandi meðal fólksins, hluti af lífi og baráttu eyþjóðar. Þegar hafist var handa að skrá danskvæðin, sem varðveist höfðu öld fram af öld á vörum fólks, voru versin orðin 73 Sjá síðu 16 Helgin 27. - 28. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Sagtfrá fyrsta námskeiðinu sem haldið erí hinu nýja Norðurlandahúsi og fyrstu næturgestum hússins. egard tlytur avarp við setninguna, að sjálfsögðu í fær- cyskum þjóðbúningi. Auk hennar sáu um skipulagning- una í Færeyjum þau Sverri Egholm, Margreta Næss, Olivur Næss og Oddva Nattestad. Menntamálaráðherrann, Torbjorn Poulssen setur námskeiðið. mmmm Hvört skalt tú ríða, Ólavur mín/- Kol og smiður við - ? Einn hópurinn sýnir sína útgáfu. Fyrir aftan má sjá örlaganornirnar þrjár, en þennan fallega „skúlptúr" gaf sænska þingið húsinu í tilefni af opnun þess. Hlustað var á fyrirlestur um færeysk danskvæði - og síðan dansað. Steen Cold forstjóri hússins flytur ávarp við setninguna. Ljósm. Þ.S. Finnarnir Mark, Ulla og Satu áttu langa leið fyrir höndum, loks þegar vélin kom til Vágar. Fyrst til Bergen, þá til Kaupmannahafnar, með lest til Stokkhóims og síðan með bát til Ilelsinki. Norðurlandahúsið stendur hátt og fallega og fellur torfþakið vel inn í uinhverfið. Menn höfðu það þó á orði að þakið hefði verið orðið býsna þungt eftir allar rigningarnar, en stálrcnnur liggja að þakinu og niður í ,Jæki“ sem renna í steinhleðslunum kringum húsið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.