Þjóðviljinn - 27.08.1983, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 27.08.1983, Qupperneq 17
Helgin 27. - 28. ágúst 1983 ÞJÓÐVHJINN - SÍÐA 17 dægurmál (sígiid?) Stríðum gegn stríði! Með Bubba í Safari Á miðvikudaginn hélt konungur íslenska poppsins, Bubbi Mort- hens, tónleika í Safari. I sjálfu sér er ekkert markvert við það. Bubbi hefur haldið fleiri tónleika en tölu verður á komið síðan hann sló í gegn fyrir rúmum þremur árum. Og af hverju þessi skrif þá? Jú, vegna þess að konsertinn á mið- vikudaginn var einfaldlega sá besti sem ég hef sótt með Bubba. Oft er það svo þegar veitingahús hér í borginni bjóða upp á tónleika að gestir verða að bíða fram undir miðnætti eftir að heyra í tónlistar- mönnum og svo er allt búið eftir þrjú kortér eða svo. En ekki að þessu sinni. Bubbi spilaði og söng í fulla tvo tíma og tók sér enga pásu. Fyrst var hann einn og í þriðja lagi, Agnes og Friðrik, var eins og hann væri í mesta óstuði. En hann rétti úr kútnum og lék eins og sönn- um konungi bar í klukkutíma. Þá kallaði hann upp til sín Mike Poll- ock, gamlan félaga úr Utangarðs- mönnum, og þeir blúsuðu af sannri lyst og fengu meira að segja áheyrendur til að syngja hástöfum í þekktum Muddy Waters blús. Næsti gestur á sviðinu var Guð- mundur Ingólfsson sem lék Para- nojuna á harmóniku. Og konsert- inum lauk með því að liðið sem lék undir hjá Bubba á Fingraförum tók nokkur lög af plötunni plús ís- bjarnarblúsinn sem mér hefur aldrei fundist eins góður, maður bókstaflega sá færiböndin. Lagavalið hjá Bubba var geysi- fjölbreytt þetta kvöld. Hann tók öll lögin af Fingraförum (nema lög Megasar), mörg eldri lög, þám. Stál og hnífur, ný lög og svo tvo- þrjá erlenda blúsa. Eitt af nýju lög* unum var Strákarnir á Borginni sem Egó hefur haft á prógramminu undanfarið. En nú var það í óraf- magnaðri útgáfu og textinn komst allur til skila. Þetta lag fjallar um það aðkast sem hommar verða fyrir á veitingahúsum borgarinnar, ekki síst Sáfarí, þar sem eigendur (áður vertar á Borginni) hafa beinlínis lýst því yfir að þeir vilji ekki fá samkynhneigða inn fyrir sínar dyr. Það kom líka fram í máli Bubba að Megas hafði neitað að troða upp með honum þetta kvöld vegna þessarar stefnu eigendanna. En sumsé, þetta var hin besta skemmtun. Meðan á henni stóð og síðan hef ég verið að velta því fyrir mér hvað það er sem veldur þess- um vinsældum Bubba, hvað það er sem fær fólk frá barnsaldri og langt fram á fertugsaldurinn til að hlusta á hann. Og það þrátt fyrir að hann er rammpólitískur bæði í textum og ekki síður í því sem hann segir á milli laga. Vafalaust hefur hver sína á- stæðu. En sennilega vegur hvað þyngst að Bubbi er óhemju músík- Ingvi Þór Kormáksson: Tíðinda- laust... Vísnadjass Ingvi Þór Kormáksson heitir maður sem „í gegnum tíðina" hefur leikið í ýmsum danshljóm- sveitum en lítt borist á þar til nú í sumar að hann sendi frá sér hljómplötu með lögum sem hann hefur samið við ljóð ýmissa skálda. Tíðindalaust... nefnist Baraflokkurinn hörkugóður Baraflokkurinn akureyrski er nú hér syðra og tróð upp í Safarí sl. fimmtudagskvöld. Hljóm- sveitin hefur aldrei verið betri en nú og ætti fólk að skella sér í Fé- lagstofnun stúdenta við Hring- braut í kvöld (laugardag), þar sem Baraflokkurinn mun leika fyrir dansi frá kl. 22 til 3 eftir miðnætti. 3. hœð og Frakkarnir 3. hæð kemur fram í Safarí sunnudagskvöld (annað kvöld). Hér er á ferð 4 manna rokksveit og heita sveinarnir Rúnar Þór, Jakob, Elli og Maggi. Frakkarnir spila í Safarí á fimmtudagskvöld. Sonus Futurae hugsar sér til hreyfings fljót- lega eftir mannabreytingar. 2 ný- ir hljómborðsleikarar eru nú í sveitinni auk gamla söngarans og gítarleikarns... skífan og dregur nafn sitt af smellnu ljóði Pjeturs Hafsteins Lárussonar, Tíðindalaust á heimavígstöðvunum. Aðrir sem eiga ljóð á plötunni eru Þórarinn Eldjárn, Steinn Steinarr (Eld- svoði), Sigfús Daðason (The City of Reykjavík), Ragnarlngi Aðal- steinsson á þrjú ljóð, Hallgrímur Thorsteinsson blaðamaður eitt sem hann mun hafa ort í Mennta- skóla (Bjarni) og segir m.a. að það þurfi „engan að skemma að ganga til fjalla á samkvæmis- skóm“, Gunnar Dal (Minning) og loks er eitt eftir Ingva Þór sjálfan, sem hann sjálfur kallar reyndar texta. Hæverskur mað- ur. Hljómlistin á plötunni er blanda af poppi, rokki og djassi og ágætlega flutt. Þar koma margir við sögu: Ingvi Þór leikur á píanó í öllum lögunum og er lipur píanóleikari, lætur lítið yfir sér en er smekkvís bæði í undir- spili og snotrum sólóum hér og þar; Trommuleikarar 4 koma við sögu, Árni Áskelsson og 3 Pétr- ar, einn Grétarsson, annar Hall- grímsson og sá þriðji Pjetursson. Grétarsson finnst mér bestur en alls ekki er þar með verið að kvarta yfir frammistöðu hinna; bassaleikur er skemmtilega út- færður á Tíðindalaust... en á hann spila ýmist Bjarni Sveinbjörnsson eða Gunnar Hrafnsson (Bragi Björnsson í einu lagi). Á víbrafón spilar í tveim lögum Ludvig Símonar og á gott sóló í fyrsta lagi plötunnar, Nýja línan. Snoturlega spila þeir á saxana Sigurður Long og Vil- hjálmur Guðjónsson, en hann leikur jafnframt á gítar í öllum lögunum og gaman að hans rokk- aða djassstíl. Vilhjálmur útsetti tónlistina ásamt höfundi og er ég sátt við þá útkomu nema hvað mér finnst Júdas klaufalegur og sömuleiðis The City of Reykjavík. Þó læðist að mér sá grunur að hér sé söngv- aranum um að kenna. Guðmund- ur Hermannsson syngur 7 af 11 lögum Tíðindalaust... og er góð- ur í Bjarna (besta lagi plötunnar) en misverri í hinum, einfaldlega TÍÐINDA LA UST Á HElMAVlG- STÖÐVUNUM Hœfilega lifandi, hóflega daudur, lýk ég uppvaski lidins dags, medan konan brystir barninu. Kettirnir kanna manniífid gegnum sjáöldur stofugluggans. Útvarpid flytur nýjustu fréttir af gálgahúmor drottins allsherjar aldrei ad vita nema eigin dánarfregn berist mér símleidis. Siff Jón Viðar Andrea ekki nógu fjölhæfur söngvari. (Hinsvegar syngur Guðmundur vel lag sitt Klukkurnar í Nagasaki á síðari plötu Heimavarnarl iðs- ins.) Þó má segja að „kallaleg" röddin f Lofkvæði um konuna mína hæfi efninu vel: LOFKVÆÐI UM KONUNA MÍNA Konan mín er knálegt fljóð á klœðum fínum. Mjög er hún stolt af manni sínum. Úti á götum allra hvíla augu á henni. Þá leiðir hún göfugt glœsimenni. Yndisleg svo að það tekur engu tali. Smekkleg mjög í makavali. Athyglina að sér dregur eðla svanninn. Hún ein á besta eiginmanninn. Þó að allar aðrar konur ýmsa dreymi, mín á besta mann í heimi. Ragnar Ingi Aðalsteinsson Sverrir Guðjónsson syngur 2 lög (Nýja línan og Eldsvoði) og gerir það þrælvel eins og hans var von og vísa. Hann er geysigóður söngvari eins og ég heyrði um daginn þegar ég villtist inn á Bro- advay þar sem Hljómsveit Gunn- alskur, það beinlínis geislar af hon- um músíkin, svo hefur hann svo gaman af því sem hann er að gera. Þrátt fyrir þrjú ströng ár í brans- anum er hann alveg laus við þá brynju sem margir koma sér upp til að verja sig sviðsljósinu og gerir það að verkum að sambandið við móttakandann rofnar og músíkin hættir að koma fólki við. Músík Bubba kemur okkur nefnilega heilmikið við. Og hann hefur lag á því að setja hana þannig fram að hlutirnir skila sér. Þetta á þó einkum við þegar hann treður upp einn. Samræður hans við áheyrendur milli laga eru eins og huggulegt rabb milli jafningja, en alls ekki innantómt. Það hefur borið nokkuð á því þegar poppskríbentar eru að fjalla um lög og texta Bubba - og ekki síður bróður hans Þorláks - að þeir láta í ljós þreytu og pirring út af öllu fjasi þeirra bræðra um atóm- bombuna og þásem henni stýra. Sumir menn kjósa að loka augun- um fyrir því sem er óþægilegt og allra síst vilja þeir horfast í augu við dauðann og útrýmingu mannkyns. En þeir hinir sömu verða að rnuna að bomban er þarna hversu fast sem við reynum að kreista aftur augnlokin. Eina leiðin til að losna við að hugsa um bombuna er að berjast gegn henni, berjast fyrir því að kjarnorkuvopnum verði endan- lega útrýmt. Þess vegna, kæru koll- egar: hættið þessu fjasi um að text- ar sem fjalla um atómbombuna séu orðnir þreyttir og úreltir. Því miður koma þeir okkur æ meira við eftir' því sem gamalmennin austan hafs og vestan reskjast og kalka. Takið heldur undir vígorð friðar- hátíðarinnar sem haldin verður í Höllinni 10. september: - Við krefjumst framtíðar! Og takið undir með Bubba þegar hann syng- ur eins og í aukalaginu á Safari á miðvikudagskvöldið: „Stríðum gegn stríði. Stríðum fyrir friði. “. -ÞH ars Þórðarsonar lék fyrir dansi. Ég hélt fyrst að þetta væri diskó- tekið, þeir eru svo flínkir strák- arnir... Ingvi Þór hefði átt að láta Sverri létta meir undir með Guð- mundi... Loks syngur svo Mjöll Hólm um hann Hinrik Hinriksson, sem Þórarinn Eldjárn orti um hnytti- lega. Góð melódía og vel sungin: HINRIK HINRIKSSON Það var hann Hinrik Hinriksson af hugviti flugham sér bjó úr fimmþúsund fuglavœngjum ogfló. Hinrik hann hóf sig frá jörðu og höndum veifaði og sló, þjóðleið í háloftin þunnu, ogþó, því maður sem nefndur er Newton niðrávið höfuðið dró, en iljarnar hóf hann til himna og hló. Samt lagði Hinrik í Hvítaá af hamri þar áin er mjó. Yndi sitt fann í því flugi og fró. En mönnum fannsl aðferð hans ótœk og ofdirfskan meiri en nóg. Ur hamrinum drógu þeir drenginn, sem dó. Það var hann Hinrik Hinriksson, af hugviti flugham sér bjó úr fimmþúsund fuglavœngjum ogfló. Tíðindalaust... er sjarmerandi plata. Ljóðin eru skemmtilega valin og lögin finnst mér í flestum tilvikum falla vel að þeim, t.d. Bjarni, Nýja línan, Eldsvoði, Tíðindalaust á heimavígstöðvun- um, Minning og Hinrik Hinriks- son. Fram til þessa hafa Vísna- vinir nær eingöngu komið á fram- færi með músik ljóðum gamalla og ungra skálda, en íslenskur létt- ur vísnadjass telst til tíðinda á hljómplötumarkaðnum. Gott framtak Tíðindalaust... A

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.