Þjóðviljinn - 27.08.1983, Síða 18

Þjóðviljinn - 27.08.1983, Síða 18
18 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 27. - 28. ágúst 1983 John Reed árið 1919. Warren Beatty í hlutverki John Reed. Rómantískur rauðliði Háskólabíó sýnir nú kvikmynd- ina Reds eða Rauðliðar. Hún fjallar um seinustu æviár John Reed, bandarískafréttaritar- ans og rithöfundarins, sem hlaut heimsfrægð fyrir bók sína Tíu dagar sem skóku heiminn, einhverja áreiðanlegustu og gagnmerkustu heimild um rússnesku byltinguna, sem til er. Það er leikarinn Warren Be- atty, sem leikstýrirmyndinni jafnframt því að semja handrit hennar ásamt leikritahöfundin- um Trevor Griffiths og leika aðalhlutverkið John Reed. Af öðrum leikendum má nefna Di- ane Keaton, sem leikur Louise Bryant blaðamann, eiginkonu Reed, Jack Nicholson í hlut- verki Eugene O’Neill, og Maureen Stapleton, sem leikur stjórnleysingjann Emmu Goldman. Kvikmyndin spannar árin 1915 til 1920 í Bandaríkjunum og Rússlandi, afdrifarík ár í sög- unni, tímaskeið fyrri heimstyrj- aldarinnarog rússnesku bylt- ingarinnar. Rauðliðar er um margt ákaflega vönduð og áhugaverð kvikmynd og vel leikin, en hún er einnig um- deilanleg. Þó heiti myndarinnar bendi til umfjöllunar á þróun vinstrihreyfingarinnar í Banda- ríkjunum á þessum árum, sem John Reed var virkur þátttakandi í, og lýsingar á rússnesku bylting- unni, sem Reed var sjónarvottur að, fjallar hún þó öðrum og kann- ski veigameiri þræði um einkalíf þeirra John og Louise, um storma- samt ástarsamband þeirra. Ýmsir hafa fundið myndinni það til for- áttu, að hér sé um dæmigerða Hollywood-framleiðslu að ræða. Pólitíkinni sé þarafleiðandi vikið nokkuð til hliðar og mörg atriðin séu véfengjanleg. Einkum hafa sprottið deilur vegna lýsingarinnar á sambandi þeirra John og Louise og meðal annars hafa verið skrif- aðar greinar um þá slæmu útreið, sem Louise Bryant þykir fá í mynd- inni. „Það sem Rauðliðar segja ykkur ekki um Louise Bryant“ er yfirskriftin á einni þeirra. En nú er það svo, að túlkun raunverulegra fyrirmynda kemur ævinlega til með að verða þrætu- epli og hvað sem líður fyrr- greindum vangaveltum og deildum meiningum er fyllsta ástæða til að hvetja fólk að fara og skoða þessa mynd. Þar getur að líta samsafn fjölbreytilegra og skemmtilegra manngerða, sem lifa áhugaverða tíma, þegar stórtíðindi gerast. Enn eitt tilbrigðið við sígilt yrkisefni: ástir og stjórnmál. Stuttur, viðburða- ríkur ferill John Reed var óvenjulegur maður og á honum margir fletir. Hann var hugrakkur maður og ævintýramaður. Hann var næmur og opinskár. Hann var hvass penni, rómantískt ljóskáld og hann var margt fleira. Þó hann lifði ekki nema tæp 33 ár var æviferill hans margbreytilegur og viðburðaríkur. Að loknu námi einkenndist líf hans af sífelldum ferðalögum, þar sem hann lenti í ótrúlegustu raunum og ævintýrum. Hann gisti fangelsi svo oft og í svo mörgum löndum, að vart verður tölu á komið. Hann hafði þann hæfileika að vera ævin- lega staddur þar sem mest var um að vera. Hann býr í Greenwich Vil- lage í New York, þar sem er deigla nýs og frjálslegri lífsmáta, krau- mandi suðupottur ólíkra lífsvið- horfa, nýrra strauma og stefna. Hann fer til Mexíkó og ríður þar við hlið byltingarforingjans Panc- ho Villa í miðju uppreisnar- stríðinu. Hann ferðast um Evrópu í fyrri heimsstyrjöldinni, bæði austur- og vesturvígstöðvarnar, og hann fer til Rússlands og upplifir þar einn merkasta viðburð sögunn- ar - rússnesku byltinguna. Hann var maður orða og athafna og kom óheyrilega miklu í verk á sínum skamma tíma. Eftir hann liggja hundruðir frásagna og greina, ljóð, sögur og leikrit. Þekktustu bækur hans eru Uppreisnin í Mexíkó, Stríðið í Austur-Evrópu og síðast en ekki síst 10 dagar sem skóku heiminn. Síðustu æviárin var hann ofsóttur og útskúfaður af yfirvöld- um í Bandaríkjunum fyrir skoðanir sínar. Æsku- og skólaár John Reed fæddist 22. október, 1887, í hafnarborginni Portland í Oregon. Foreldarar hans voru vel efnum búnir og Jack, eins og John Reed var ævinlega kallaður af ætt- ingjum sínum og vinum, bjó við góð ytri skilyrði í æsku. Hann var draumlynt barn og hafði fjörugt ímyndunarafl. Strax og hann náði valdi á lestrarkunnáttunni sökkti hann sér niður í bækur, þar sem ævintýri og rómantískar hetjudáðir riddaratímabilsins skipuðu æðsta sess, og ekki leið á löngu þar til hann fór sjálfur að skálda sögur og segja frá. Níu ára gamali hafði hann fundið sér sitt framtíðarstarf - hann var ákveðinn í að verða rit- höfundur. Hann stundaði framhaldsnám í Morristown og háskólanám í Harv- ard, þar sem helstu áhugasvið hans voru íþróttir, bókmenntir, leiklist, tónlist og þjóðmál, skrifaði mikið í blöðin Lampoon og Harvard Monthly og var kosinn í ritnefnd beggja. Það starf átti hug hans all- an á skólaárunum. Hann var talinn mikill húmoristi og beitti jafnan háði og spaugi í greinum sínum í Lampoon, þar sem hann gerði bók- staflega grín að öllu og öllum, að sjálfum sér meðtöldum. Á Har- vardárunum náðu ferskir straumar, sem þá léku um þjóðmálaumræðuna, inn í skólana og kveiktu ólgu hjá stúdentum. Tveim árum eftir skólavistina lýsti Jack því sem „flóðbylgju óánægju, byltingarsinnaðra hugmynda, gagnrýni og uppreisnar“. Á þess- um árum óx umbótasinnum og róttæklingum fiskur um hrygg, marxisminn var að ná fótfestu og undir forystu Eugene V. Debs virt- ist Sósíalistaflokkurinn vera að þróast í fjöldahreyfingu. Nýjar skoðanir, nýjar aðgerðir, nýr hugs- unarmáti - sótti fram í krafti um- bótaöldunnar. Jack varð óhjá- kvæmilega fyrir áhrifum þessara nýju hugmynda og margar höfðuðu beint til hans, en jafn áhugavert að hans mati voru í- þróttaleikir, bjórkrár, skemmti- ferðir til Nantucket og endalausir ritnefndarfundir. Blaðamannsstarfið var honum efst í huga og hann vonaði það gæti orðið sitt fyrsta skref í átt til skap- andi starfs sem rithöfundur. List- ræn skrif hans gáfu til kynna, að hann var rómantískur og fól í sér löngun eftir annars konar heimi - framandi og magnþrungnum. Blaðamaður í New York Ævintýraþrá John Reed og þörf hans fyrir að sjá, snerta, bragða, finna og framicvæma, sem oft á tíðum varð yfirsterkari löngun hans til að verða listamaður, ýtti honum út í mikla reisu um Evrópu strax að loknu námi. Hann réði sig á skip, sem sigldi til Manchester í Englandi og fór fótgangandi þaðan til London. Einnig ferðaðist hann um Frakkland og Spán, oft einn á ferð og gangandi. Lengst af dvald- ist hann þó í París, sem hann kall- aði „stórkostlegasta stað í heimi“, en þar bjó hann í Latínuhverfinu. Eftir meira en hálfs árs flakk í Evr- ópu sneri hann heim með franska stúlku upp á arminn og með það að markmiði: „að vinna sér inn mill- jón dollara og giftast". En það varð ekki af því. Hann ákveður að setjast að í New York og tekur að leita sér að vinnu. Hann hefur samband við Lincoln Steffens, blaðamann og ritstjóra, sem hann kynntist á skólaárum sín- um í Harvard og hafði miklar mætur á. Steffens útvegar honum starf við tímaritið American, en jafnframt skrifar hann í önnur blöð og tímarit greinar um hin ólíkleg- ustu efni, sumar byggðar á flakki hans um Evrópu, auk þess sem hann glímir við smásagna- og ljóða- gerð öðru hverju. Og New York borg heillaði Jack: „Það var í New York sem ég elsk- aði í fyrsta sinn og skrifaði um það sem fyrir augu bar af hamslausri sköpunargleði - og varð loksins ljóst að ég gæti skrifað. Það var þar sem ég skynjaði og skildi fyrst þá tíma, sem ég lifði. Borgin og íbúar hennar voru mér sem opin bók; allt átti sér sína sögu, var leikrænt, þrungið háði, harmleik og skelfi- legum húmor. Mér leið aldrei vel ef ég var lengi í burtu frá New York.“ Greenwich Village Sumarið 1911 verða mikil um- skipti í lífi John Reed, þegar hann flytur í Greenwich Village ásamt nokkrum vinum sínum og skóla- bræðrum frá Harvard. Hann hafði Louise í rússnesku fötunum sínum sem hún hélt mikið upp á eftir að hún fór til Rússlands.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.