Þjóðviljinn - 27.08.1983, Side 19

Þjóðviljinn - 27.08.1983, Side 19
Helgin 27. - 28. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 yfrið nóg að gera og það ríkti mikið líf og fjör í hinum nýju húsakynn- um, örtröð vina og kunningja, fjör- legar umræður um listir og stjórn- mál, glaumur og langar vöku- nætur. Stuttu síðar flytur svo Lincoln Steffens í sama hús að áeggjan Jacks og samband þeirra sem læri- meistara og nemanda þróast yfir í einlæga vináttu. Steffens hafði mikil áhrif á Jack, sem leitaði oft til hans og gat rætt við hann öll hugs- anleg mál, einkamál jafnt sem heimsmál og Steffens þreyttist ald- rei á að veita honum þetta heilræði sitt: að fara og skoða heiminn og síðan skrifa um hann. Þess þurfti þó tæplega með. New York var töfraborg, þar sem allt var til stað- ar, og Greenwich Village var tilval- inn upphafspúnktur, miðdepill lífs hans, iðandi af fólki hvaðanævaað: „Innan einnar húslengdar voru öll ævintýri jarðarinnar, innan mflu fjarlægðar voru öll lönd jarðar- innar.“ Jack fór í leikhús og óperur, stundaði söfn, sótti íþróttavið- burði, og ferðaðist um. Og kom alls staðar við þar sem eitthvað var um að vera. Á þessum tíma semur hann tvö af sínum þekktustu ljóðum. Það fyrra ber nafnið Sangar, rómantísk dæmisaga um hetjustríð á miðöid- um. Hið síðara heitir „The Day in Bohemia or Life Among the Art- ists“ (Dagur í Bóhemíu eða líf meðai listamanna). Það er tileink- að Lincoln Steffens, „eina mannin- um sem skilur röksemdir mínar". Að margra dómi var þetta ljóð það besta sem hann hafði skrifað. Leiftrandi af kímni, ólgandi, syngj- andi lýsing á venjulegum degi í „lífi snillinganna í latínuhverfi Man- hattan“, þ.e. John Reed og félaga hans. Hann lofar Bóhemfuna og gerir grín að henni um leið, lýsir lífinu á Washington Square sem skemmtilegu, ólíkindalegu, litríku, kjánalegu og áhyggjulausu. Ljóðið fékk góðan hljómgrunn meðal íbúa Greenwich Village og brátt var far- ið að líta á höfund þess sem höfuð talsmann fyrir frjálslegan lífsstíl þeirra. Þó Jack vegnaði vel í blaðam- annsstarfinu og hróður hans færi vaxandi á því sviði lenti hann í erf- iðleikum með að fá skáldverk sín birt. Ljóð hans Sangar fékkst t.a.m. ekki birt og ýmsum smá- sögum hans var hafnað af rit- stjórum útbreiddra blaða og tíma- rita, m.a. á þeim forsendum, að þær væru siðlausar og fælu í sér ólögleg viðhorf. Þessi þröngsýna, smáborgaralega afstaða gagnvart óhefðbundnum hugmyndum og efnistökum leiddi Jack til aukinnar vitundar um þá hræsni og meðal- mennsku, sem alls staðar var ráðandi, ekki bara í blöðum og list- um, heldur einnig í þjóðmálum - og hann fór að líta bandaríska samfélagið gagnrýnni augum en áður. Greenwich Village var sannköll- uð listamannanýlenda. Þar ægði saman allra handa klúbbum og klíkum, hinum ólíkustu straumum og stefnum. Meðal margra kunn- ingja Jacks þar á þessum árum má nefna Walter Lippman, Max East- man, Lincoln Steffens, Emmu Goldman, John Sloan, Max Weber og Eugene O’Neill, svo aðeins ör- fáir séu nefndir. Max Eastman og The Masses Samfundur þeirra Jacks og Max Eastman hafði afdrifarík áhrif. í byrjun desember 1911 barst Jack í hendur nýjasta eintakið af The Masses (Múginum), sem þá var á hvers manns vörum í hverfinu. Þar var tekið á málum með þeim hætti, sem var honum að skapi. Efni blaðsins, sögur, greinar og ljóð, var tímabært, ferskt og hugmynda- ríkt. Ritstjóri The Masses, Max Eastman, var ungur doktor í heimspeki frá Columbíaháskólan- um, kunnur af sósíalískum viðhorf- um sínum og fyrir það að hafa kom- ið á fót samtökum karla, sem börðust fyrir því að konur fengju kosningarétt. Jack rauk þegar á hans fund með verk sín og hlaut varmar viðtökur. Hann varð fast- Diane Keaton leikur Louise Bryant. Hér er hún ásamt Beatty. Sigurður Skúlason tók saman og flutti í í útvarpi í tilefni kvik- myndarinnar „Rauðliðar” Leikritahöfundurinn O’Neill. Myndin er tekin árið 1921. agestur á síðum blaðsins svo lengi sem það kom út þó lítið færi fyrir laununum. Málaflokkar The Masses voru margir og fjölbreyttir. Þar gat að líta skrif um marxismann, stjórn- leysisstefnuna, syndikalismann, takmörkun barneigna, frjálsar ást- ir, fagfélagshyggju; kúbismann, freudismann, feminisma, hina nýju konu, nýju ljóðlist, nýtt leikhús og tafarlausar aðgerðir. Meðal þeirra sem lögðu fram skrif í blaðið voru Carl Sandburg, Sherwood Ander- son, Upton Sinclair og James Opp- enheim. Á bak við skrif erlendis frá stóðu menn eins og Bertrand Russell, Maxim Gorki, Romain Rolland og Pablo Picasso. Vegna margbreytilegra áhuga- mála og fjölbreytts starfsliðs var tímaritið stöðug menntunarupp- spretta. Hugmyndir Reed um lífið, listina, bókmenntir og stjórnmál höfðu tekið miklum breytingum þetta 1 1/2 ár í Greenwich Village og The Masses flýtti fyrir þeirri þróun. Örvaður af ritstjórnar- greinum Eastmans, sósíalískum skoðunum Young og Sloan og stjórnleysishugmyndum Bellows, fór hann að lesa róttækar bók- menntir og sækja opinbera fundi, yfirleitt áhugasamari um hinar ólíku manngerðir en það sem þær aðhylltust. Kenningar snertu hann aldrei jafn mikið og fólkið sjálft.: „í það heila tekið skiptu hug- myndir einar og sér mig ekki miklu. Ég varð að sjá sjálfur. Á ráfi mínu um borgina komst ég ekki hjá að skoða ljótleika fátæktarinnar og allt það böl, sem henni fylgir, hinn grimmilega ójöfnuð með ríku fólki, sem átti of margar bifreiðar, og fátæku fólki, sem átti ekki nóg til hnífs og skeiðar. Ég hef ekki þurft að lesa mér til um það, að verkamennirnir framleiði öll auðæfi heimsins, sem lenda síðan í höndum þeirra, er ekki hafa fyrir þeim unnið.“ Eugene O’Neil er leikinn af Jack Nicolsson í kvikmyndinni. Upp úr umróti þessara ára, af reynslu sinni í Greenwich Village og á The Masses þróuðust hug- myndir Reeds um frelsi, um lausn einstaklingsins úr gömlum trúar- kreddum og undan þrúgandi skipu- lagi, þar sem meðulin yrðu „þjóðfélagsumbætur" í víðasta skilningi þess orðs. Umskiptin myndu byrja í listum og taka síðan til siðferðismáia, stjórnmála og efnahagsmála. Hann sá fyrir gífur- legar breytingar á samfélaginu, upphaf nýrrar aldar. Hreyfinguna mætti kalla frelsun, uppreisn, jafn- vel byltingu - hvað sem var. Fram- vindan var óhjákvæmilega gleðileg. En jafnframt þessum hugmynd- um reis einnig upp stórt vandamál. Fyrir flesta vini hans nægði það að vera listamaður eða gagnrýnandi til að vinna fyrir málstað frelsisins. En fyrir Reed var það mikilvægt að fylgja orði eftir með athöfn og hann tók að spyrja sjálfan sig hvort það væri rithöfundi nægilegt að leggja aðeins fram bókmenntalega hæfileika sína í frelsisbaráttuna. Það tók hann langan tíma að móta slíka spurningu - að svara henni tæki jafnvel enn lengri tíma. Paterson- sjónleikurinn Þann 7. júní árið 1913 í Madison Square Garden upplifðu um það bil fímmtán þúsund manns ein- hverja stórkostlegustu útileiksýn- ingu sem sögur fóru af - Paterson sjónleikinn. Þar var um að ræða sviðsetningu verkfalls tuttugu og fimm þúsund verkamanna í silki- verksmiðjum í Paterson fyrir kröf- unni um átta stunda vinnudag. Um tólf hundruð verkamenn léku sjálfa sig í þessari sýningu, sem hafði gífurleg áhrif og lifir enn í mynd þjóðsögunnar. Verkfallið í Paterson hófst í febrúar og eftir að hafa heyrt lýs- ingu á ástandinu og meðferð yfir- valda á verkamönnum, sem voru barðir niður á götum úti og fangels- aðir í stórum stfl, var Jack ekki til setunnar boðið og fór rakleiðis á vettvang. Hann var ekki búinn að vera þar margar klukkustundir, þegar honum var stungið inn fyrir að óhlýðnast lögreglunni. Fanga- vistin gerði honum kleift að kynn- ast verkfallsmönnunum náið og jafnskjótt og hann var laus úr prís- undinni skrifaði hann skilmerki- lega og harðorða grein í The Mass- es. Paterson-sjónleikurinn var hugsaður sem pólitísk stuðningsað- gerð við verkamennina í Paterson og fjáröflunarleið. Sýningin tók langan og erfiðan tíma í undirbún- ingi, þar sem Reed var potturinn og pannan í öllu saman. Hann skrifaði handritið, stjórnaði æfing- um, skipulagði fyrirtækið og lagði nótt við dag. Frá þeirri stundu er sýningin hófst var ljóst að hún hitti í mark. Áhorfendur, flestir verkamenn úr New York ásamt fáeinum bóhem- um og menntamönnum, stukku á fætur og sungu með í Internation- alnum, þegar hann var fyrst sung- inn og eftir það settist varla nokkur maður niður aftur. Áhorfenda- fjöldinn var eindregið á bandi verkfallsmanna, púaði á lögregl- una, söng með hástöfum, tók undir ræður, klappaði og hrópaði sam- þykki sitt stöðugt þar til kom að jarðarför eins verkfallsmannsins, sem hafði verið skotinn. Það var þögul og alvarleg stund, áhorfend- úr störðu sem dáleiddir og tár runnu niður margan vangann. Blaðamenn, sem viðstaddir voru sýninguna, voru djúpt snortnir af hinu magnaða sambandi leikara og áhorfenda og í blöðum daginn eftir voru lýsingarnar hástemmdar, það var talað um „stórbrotið sjónar- spil“, um „ramman realisma, sem enginn maður... muni nokkurn tíma gleyma“ og m.a.s. kom fram sú hugmynd, að sýningin markaði tímamót, væri íæðing „nýs list- forms“. Uppreisn í Mexíkó En nú tekur að draga til alvar- legri og sögulegri tíðinda á stuttu æviskeiði John Reed. í Mexíkó hafði um langt skeið ríkt mikil óstjórn og hungursneyð, upp- reisnir voru tíðar, blossuðu upp víða um landið með vaxandi þunga undir forystu uppreisnarforingj- ■ anna Emiliano Zapata og Pancho Villa. í lok ársins 1914 eftir þýð- ingarmikla hernaðarsigra Villa virtist byltingin í sjónmáli. John Reed fór til Mexíkó sem frétta- maður á vegum Metropolitan. Hann varð strax eindreginn fylg- ismaður uppreisnarmanna og þeir Pancho Villa urðu miklir mátar. Hann ferðaðist vítt og breitt um landið, lenti í bardögum og var oft aðeins liársbreidd frá dauðanum. Fréttaskeyti hans og greinar beint frá vígstöðvum byltingarinn- ar vöktu óhemju athygli. Skáld- skaparhæfileikar hans nutu sín vel í lýsingum á landi og þjóð og frá- sagnir hans af bardögum og lífi skæruliðanna voru kraftmiklar og stórbrotnar. Walter Lippmann sendi honum efðrfarandi orðsend- ingu til E1 Paso: „Greinar þínar eru án vafa besta fréttamennska, sem leyst hefur verið af hendi. Það er eilítið vand- ræðalegt að segja einhverjum, sem maður þekkir, að hann sé snilling- ur. Þú hefur óaðfinnanlega at- hyglisgáfu og frásagnarkraftur þinn gerir það að verkum, að manni finnst ekkert á vanta. Ef sagan öll hefði verið skráð með þínum hætti, drottinn minn - ég staðhæfi, að með Jack Reed hefjist tímabil fréttaritunar.“ Insurgent Mexico - Mexíkó í uppreisn heitir bókin, sem varð besta verk Reed til þessa, úrval bestu greina hans úr Metropolitan og The Masses. Bók sem ávann honum mikla frægð og hylli jafn- framt sem hún var mikilvægur vörðusteinn á þroskabraut höfund- arins sjálfs, staðfesting og skýring ýmissa viðhorfa og krafta, sem voru að brjótast um í honum sjálfum. Fyrri heims- styrjöldin Heimsstyrjöldin var í al- gleymingi í Evrópu og jafn eftir- sóttur fréttamaður og John Reed var orðinn hlaut eðlilega að vera beðinn um að fara þangað og flytja fréttir af framgangi stríðsins. Jack ferðaðist vítt og breitt, ræddi við stjórnmálaleiðtoga og fór á víg- stöðvarnar, en fylltist miklum leiða og vonleysi. Átök og baráttu var Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.