Þjóðviljinn - 27.08.1983, Side 20

Þjóðviljinn - 27.08.1983, Side 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. ágúst 1983 Rómantískur rauðliði Framhald af 19. siöu. aðeins hægt að réttlæta að hans mati, ef markmiðið var betra samfélag, persónulegt frelsi, og ef þar fólst tækifæri til að reyna sjálf- an sig í þágu hugsjónar, sem var stærri og meiri en maður sjálfur. Mesta stríð sögunnar hafði engu slíku til að dreifa. Eftir nokkurra mánaða dvöl í Evrópu voru hug- leiðingar hans á þessa leið: „Þetta er tímabil stórkostlegs blekkingahruns, biturra von- brigða, fyrir okkur, sem trúðu því að þjóðirnar væru að þroskast - og að dag einn myndu sameinaðar þjóðir heimsins leyfa ýmsum dá- samlegum hugmyndum um endur- byggingu mannlegs samfélags að springa út, hugmyndum, sem jörðin blómstraði af eins og akur á vori. Og hér ráðast þjóðirnar hver á aðra með kjafti og klóm - og af jafn litlu tilefni. Þessir herramenn hernaðarbröltsins kynna okkur hið göfuga sjónarspil, þar sem allar þjóðir Evrópu hervæðast til að verjast hver annarri, gagnkvæm hræðsluviðbrögð, tvíræðar um- ræður, njósnir og hótanir; og listin, iðnaðurinn, viðskiptin, frelsi ein- staklingsins, lífið sjálft, er skattlagt til þess að viðhalda hinni viðbjóðs- legu maskínu dauðans.... Svo sannarlega er þessi herveldisstefna eitthvað miklu sterkara en okkur hefur nokkurn tíma órað fyrir. Hún er ekki lengur tjáning á for- sögulegri hvöt mannsins til að berj- ast; hún er vísindi, og skylduherir Evrópu hafa gegnsýrt hvert heimili af henni. Hún er eina fyrirbærið, sem maðurinn á götunni véfengir ekki. Þögult samþykki hinnar skattsvikulu borgarastéttar Evr- ópu á nauðsyn þessarar gífurlegu vígvæðingar gerir hernaðarstefn- una að konunglegri staðreynd okk- ar tíma. Þetta stríð virðist vera æðsta tjáningarform evrópskrar siðmenningar.“ Stríðið í Austur-Evrópu Reed sneri aftur til Bandaríkj- anna og skrifaði greinar um stríðið og tilgangsleysi þess, en tveim mánuðum síðar hélt hann aftur til Evrópu og nú á austurvígstöðvarn- ar, aðeins til að fá frekari staðfest- ingu á sjónarmiðum sínum. Hann flæktist fram og aftur um Balkan- skagann og upplifði þar enn meiri grimmdarverk, farsóttir, þjáningar og blóðsúthellingar en á vesturvíg- stöðvunum. Hann var oft tekinn fastur og gisti mörg fangelsi. Hann bjó við líkamlegar þjáningar og varnarleysi gegn sjúkdómum. f bók sinni Stríðið í Austur- Evrópu, sem geymir frásagnir úr þessari för er að finna lýsingu á hryllilegustu sýn hans í gervöllu stríðinu. Morgunn einn í Serbíu fer hann ríðandi til fjalla, þar sem her- ir Austurríkis og Serbíu höfðu háð linnulausan skotgrafahernað í 54 vetrardaga. Svæðið milli skotgraf- anna, sem var ekki breiðara en 20 stikur, var þakið gríðarstórum moldarhaugum og út úr þeim sköguðu alls staðar líkamsleifar tíu þúsund manna - hauskúpur með hártægjum, hvítbein með rotnandi holdi, blóðstorknir útlimir út úr snjáðum hermannastígvélum. Andrúmsloftið var mettað klígju- legum fnyk. „Við gengum yfir líkin, þykkt lag - stundum sukku fætur okkar oní pytti af rotnandi holdi og beinar- usli. Litlar holur opnuðust skyndi- lega og lágu djúpt niður, iðandi af gráleitum maðki. Flest líkanna voru aðeins þakin þunnu moldar- lagi, sem hafði að mestu skolast burt í rigningunni - margir voru alls ekki grafnir." Louise Bryant og Engene O’Neill En ævi John Reed var þó ekki óslitin saga hörmunga og stríðs. Lífið hafði sínar björtu hliðar líka. Sumarið 1916 varhonum kærkom- ið tímabil hvíldar og upplyftingar. Þá var Louise Bryant komin til sög- unnar, falleg, hrífandi, greind kona, sem tók hug Jacks allan um leið og þau kynntust. Hún var blaðamaður eins og hann, frjáls- lynd og róttæk eins og hann og deildi skoðunum sínum með hon- um - þó ekki öllum. Þau hófu sambúð, sem átti eftir að endast þau 4 ár, sem Jack átti ólifað. Það var stormasöm sambúð, full bar- áttu, aðskilnaðar, endurfunda og ástríðna. Sumrinu 1916 eyddu þau í smá- bænum Provincetown, sem var vin- sæll sumardvalarstaður, einkum meðal menntamanna og var mikið sóttur af íbúum Greenwich Vill- age. I þessari nýlendu rithöfunda, leikara og annarra listamanna varð til leikhópurinn Provincetown Pla- yers, sem að mati margra gagnrýn- enda markaði upphafið að nútíma leikhúsi í Bandaríkjunum. Þeir þrír menn, sem þar áttu stærstan hlut að máli voru George Cram Cook, John Reed og Eugene O’Neill. Þetta sumar flutti leikhópurinn verk O’Neill: Bound East for Car- dilt og þar hófst höfundarferill O ’Neill. Einnig voru flutt verk eftir Jack og Louise og þau léku líka í ýmsum sýningum. Eugene O’NeiIl varð yfir sig ástfanginn af Louise Bryant og átti í leynilegu ástarsam- bandi við hana um nokkurt skeið, en jafnframt var hann einlægur vin- urogaðdáandi Jacks. Uppúrþessu sambandi dulinna ástríðna og til- finningalegrar spennu spruttu síðar ýmsar persónur og kringumstæður í sumum verka hans, svo sem í Strange Interlude og Beyond the Horizon. Stjórnmál og rússnesk bylting En nú tók þjóðlífið að taka mið af væntanlegri þátttöku Banda- ríkjamanna í stríðinu með til- heyrandi deilum og vaxandi ofríki gagnvart róttæklingum, sósíalist- um, stjórnléysingjum ofl. John Re- ed gekk æ verr að fá verkefni á blöðunum vegna stjórnmála- skoðana sinna. Reynsla síðustu ára, af stríðinu og þróun mála innanlands gerði hann enn staðfastari í skoðunum sínum um nauðsyn og óhjákvæmileika stétta- baráttunnar og byltingarinnar, þó þær væru einnig litaðar efa- semdum: „Ég óska þess af öllu hjarta, að öreigastéttin rísi upp og taki sér þann rétt, sem henni ber - ég get ekki séð hvernig hún fær hann með öörum hætti. Framfarir í stjórn- málum ganga svo hægt fyrir sig og með hverju ári fækkar tækifærun- um til friðsamlegra mótmæla og löglegra aðgerða. En ég er ekki viss um að verkalýðsstéttin sé fær um að gera byltingu, hvort sem hún væri friðsamleg eða ekki; verka- menn eru svo sundraðir, svo fjand- samlegir hverir öðrum, njóta svo slæmrar leiðsagnar, eru svo blindir fyrir stéttarhagsmunum sínum.” Það var því ekki að undra, að Jack Reed fylgdist grannt með fréttum frá Rússlandi á árinu 1917 um leið og hann fann til vaxandi og óslökkvandi löngunar til að fara þangað og fylgjast með atburðum af eigin raun. Frá þeirri stundu, sem hann kom til Rússlands í sept. 1917 fram í febrúar 1918, er hann sneri aftur heim, var hann vakinn og sofinn í að safna upplýsingum og heimildum og skrá niður jafnóðum atburði byltingarinnar. Hann tók viðtöl við fjölda manna og frásagn- ir hans af fundum, ávörpum og yfirlýsingum, herflutningum, upp- þotum og skærum, voru gæddar gífurlegum krafti og frábærri at- hyglisgáfu manns, sem bókstaflega var alls staðar, manns, sem reyndi að sjá, skynja og skilja, lýsa og út- skýra þessa flóknu atburðarás, þessa umfangsmiklu og hrikalegu samfélagsumbreytingu. 10 dagar sem skóku heiminn Og um allt þetta má lesa í bók hans Tíu dagar sem skóku heiminn, bók, sem hefur farið sigurför og hlotið frábærar viðtökur hvar- vetna, burtséð frá því hvort menn eru samþykkir þeim atburðum sem hún lýsir eða ekki. Um tíma leit þó út fyrir, að bókin liti aldrei dagsins ljós, því við komu Reed frá Rúss- landi beið móttökunefnd toll- skoðara og lögreglumanna á hafn- arbakkanum, sem tók hann fastan og færði til yfirheyrslu og gerði síðan öll skjöl hans upptæk. Jack var viðbúinn því versta. Fyrir meira en ári hafði hann spáð því hvað myndi gerast, ef Bandaríkin tækju þátt í heimsstyrjöldinni. Hann talaði um múgæsingu. sem myndi kæfa listamenn og kross- festa þá, sem segðu sannleikann. Nú voru alls kyns afskipti ríkis- stjórnarinnar, lögregluaðgerðir, ritskoðun, pólitísk réttarhöld og ákærur um föðurlandssvik daglegt brauð. Meðan Jack stóð í margra mán- aða stappi við yfirvöld um að fá pappíra sína aftur ferðaðist hann um og hélt fyrirlestra um rússnesku byltinguna, rak áróður gegn stríðinu og fyrir sósíalismanum. Hvað eftir annað var hann hand- tekinn og stefnt fyrir rétt. í yfir- heyrslu í Cleveland heyrði hann einn embættismann gorta af frá- bæru eftirliti með róttæklingum þar um slóðir: „Við vitum allt um alla... þú get- ur ekki sest niður á veitingastað, ekki farið í leikhúsið, eða lagst til hvflu, án þess að við heyrum hvert einasta orð, sem þú lætur út úr þér.“ Eftir meira en hálfs árs bið, alveg óvænt og líkt og fyrir kraftaverk. er Jack skilað öllum sínum skjölum og hann hefst þegar handa við verk sitt. 1. janúar 1919 slær hann botn- inn í formála sinn að bókinni með þessum orðum: „Hvaða skoðun sem menn hafa á bolsévismanum er það óumdeilan- legt, að rússneska byltingin er einn af stórviðburðum mannkynssög- unnar og uppkoma bolsévíkanna fyrirbæri, sem hefur alþjóðlega þýðingu. Á sama hátt og sagn- fræðingar leita í heimildum að smæstu smáatriðum í sögu París- arkommúnunnar, munu þeir vilja fá að vita hvað gerðist í Pétursborg í nóvember 1917, um andann sem hreif fólkið, hvernig leiðtogarnir litu út, hvernig þeir töluðu og hegðuðu sér. Það er með þetta í huga, sem ég hef skrifað þessa bók. í baráttunni var ég ekki hlutlaus í afstöðu minni. En í frásögn minni af þessum merku dögum hef ég leitast við að skoða atburðina með augum samviskusams fréttamanns, sem er það kappsmál að færa sann- leikann á blað.“ Endalok Eftir byltinguna í Rússlandi skerptist umræðan um sósíalism- ann í Bandaríkjunum og innan Sós- íalistaflokksins varð mikill ágrein- ingur um stefnuna, sem lyktaði með klofningi. John Reed var virk- urfélagi í New York deild flokksins og hafði mikil afskipti af deilumál- um í ræðu og riti. Hann tók þátt í stofnun Kommúníska Verkamanna- flokksins og fór sem sérlegur full- trúi hans á þing Komintern í So- vétríkjunum í nóvember 1918. En með því að fara ólöglega úr landi átti hann tæplega aftur- kvæmt. Hann gerði þó tilraun til þess, en komst aldrei lengra en til Finnlands, þar sem hann var tekinn fastur «ig látinn dúsa í fangelsi marga mánuði. Þegar honum var loks sleppt átti hann ekki annara kosta völ en fara aftur til Sovétríkj- anna. Hann gerði itrekaðar til- raunir til að ná sambandi við Lou- ise, án árangurs. Eftir að hann kom frá Baku í erindagjörðum fyrir Komintern var Louise komin til Moskvu. Endurfundur þeirra varð skammvinn sæla, því nokkrum dögum síðar veiktist Jack hastar- lega og var lagður inn á spítala. Hann hafði fengið taugaveiki. Þann 17. október, 1920, aðeins ör- fáum dögum fyrir 33. afmælisdag sinn, lést hann á Marinsky spftalan- um í Moskvu. Veruleiki og hugsjón - Ijóð og bylting f Átjánda brumaire Lúðvíks Bónaparte segir Karl Marx: „Mennirnir skapa sjálfir sögu sína, en þeir skapa hana ekki að vild sinni, ekki við skilyrði, sem þeir hafa sjálfir valið, heldur við þau skilyrði, sem þeir hitta fyrir sér, þeim eru fengin, þeir hljóta í arf.“ John Reed var einn af þeim mönnum, sem beindi sjónum sín- um út fyrir gráma hversdagsins og barðist fyrir því í orði og verki að gera hugsjónir sínar um betra samfélag, betra líf, að veruleika. Hann gerði sig aldrei ánægðan með innbundinn raunveruleikann, hann varð alla tíð að skoða og upp- lifa hlutina sjálfur, læra af eigin raun. Kjarni byltingarhugmyndar hans var sú trú, að samfélagið, hverja einustu samfélagsskipan skyldi með öllum ráðum hindra í að loka menn inni í strangskorðuðum hugmyndum, í gildismatim sem aldrei er véfengt. Frá því sjónar- horni er kannski ekki svo fjarri lagi að segja að margt sé skylt með þeirri hvöt, sem knýr menn til að semja ljóð og þeirri, sem knýr menn til byltingarstarfa. Ljóðlistin er aðferð til að skoða heiminn upp á nýtt, að skapa sannleikssýn, sem aðrir geta deilt. Bylting er tilraun til þess að brjótast út úr annmörk- um hugsýnarinnar, að skapa nýjan þjóðfélagslegan sannleik. Hvort tveggja er víkkun á þeirri hug- mynd, að lífið geti á einhvern hátt verið meira og meiningarfyllra en hin hversdagslega tilvera, sem allir þekkja. Slík barátta er endalaus og ætíð til staðar fyrir þá, sem hennar leita; ljóðskáldin, hugsjónamenn- ina, rómantíkerana. John Reed var einn þeirra, einn þessara sjaldgæfu einstaklinga, sem sjá út yfir tak- mörk veruleikans, fylgja draumum sínum eftir í verki og eru reiðubún- ir að klæða hugsýn sína öllum þeim veika mætti,sem dauðlegt hold býr yfir. crlendar baekur Grimmsœvintýri og táknrœnar sögur Jacob and Wilhelm Grimm: Selected Tales. Translated with an Introduction and Notes by David Luke. Penguin Bo- oks 1982. Derek Brewer: Symbolic Stories. Tra- ditional narratives of the family drama in English Literature. D.S. Brewer - Rowman & Littlefield 1980. Jacob Grimm lagði grunninn að vísindalegum rannsóknum á þýskri tungu og miðalda bókmenntum. Mesta afrek hans í þeim fræðum var „Deutsche Grammatik" 1819- 37 og hann er ásamt bróður sínum Vilhjálmi Grimm frumkvöðull að „Deutsche Wörterbuch", sem tók að koma út undir ritstjórn þeirra bræðra 1852; eftir fráfall Jakobs tóku aðrir við og ritinu varð fyrst lokið 1961. Þeir bræður gáfu út „Kinder und Hausmárchen" 1812-15, sem mun vera frægasta þjóðsagna- og ævin- týrasafn í heimi. Sögurnar voru þýddar á flestar þjóðtungur Evr- ópu og urðu kveikja söfnunar svip- aðra sagna. A.N. Afanasev tók að safna rússneskum þjóðsögum, sem voru gefnar út á árunum 1855 og 1864, um 600 sögur, en það er eitt viðamesta þjóðsagnasafnið frá þessum tímum. Þjóðsagnafræðin blómgast á þessu tímabili og áhugi manna á þjöðsögum varð forsenda þjóðsagnasöfnunar vítt um heim. Hér á landi varð Árni Magnús- son fyrstur til þess að láta skrifa upp þjóðsögur samkvæmt munn- legri geymd, sbr. Bjarni Einarsson: Munnmælasögur 17. aldar. Rit Einars Ólafs Sveinssonar: Um ís- lenskar þjóðsögur er helsta ritið um þessi efni á íslensku. Derek Brewer er kunnur enskur fræðimaður og í þessari bók: Symbolic Stories fjallar hann um arfsögur og inntak ævintýra og þjóðsagna og í tengslum við það um fjölskyldudrama í enskum bók- menntum. Höfundurinn leitast við að grafast fyrir inntak ævintýrisins og einkum þeirra ævintýra, sem snerta uppvöxtinn og þroskaleið einstaklingsins til sjálfsmeðvitund- ar og sjálfræðis. Það er mikill fjöldi slíkra táknsagna um allan heim og þær sem snerta uppvöxtinn, eiga það sameiginlegt að tjá einhverja ráðandi „gerð sálrænna þarfa, sem eiga sér uppsprettu í undirvitund- inni“. Þessvegna táknmálið. Öskubuskusagan, Askepot, Cendrillon, Cinderella, Zamaras- hka, Pisk-i-aske og Helga kóngs- dóttir eru til allt frá fyrstu gerð í kínverskum ritum frá 850-60 og um flest lönd, Charles Perrault skrásetur hana og gefur hana út í safni sínu: Histories ou Contes du temps passé, 1697. Sagan af Mjaðveigu Mánadóttur er önnur gerð þessa ævintýris (E.Ó. Sv.). Sagan er skráð af Grimms bræðr- um og Afanasev tekur hana í sitt safn. Útlistun á þessu ævintýri er margvísleg, Brewer telur söguna táknræna fýrir leið að og til full- orðinsvígslu. Höfundurinn rekur síðan aðrar sögur og þau bók- menntaverk, þar sem þetta efni er tekið til meðferðar á ýmsan hátt og hvernig það tengist fjölskyldu- dramanu í enskum bókmenntum 19. aldar, einkum hjá Jane Austin og Dickens. Höfundurinn vitnar einnig til verka Shakespeares og Chaucers. Umfjöllun hans er viða- mikil og hann útskýrir ýmsa hluti og hegðun persónanna sem tákn- ræna, sumir hlutir eins og skórinn höfða til kyntákns. Mikið hefur verið fjallað um karakter þeirrar góðu Öskubusku og eru menn ekki á eitt sáttir í því efni. Ótal margt fleira er rætt í þessari skemmtilegu og mjög fróðlegu bók. Þessi bók er kjörin lesning fyrir þá sem áhuga hafa á þjóðsögum sem þessum, fyrir fræðimenn um þjóðsögur og ætti að vera það einnig fyrir félags- fræðinga og sálfræðinga svo fram- arlega sem áhugasvið þeirra tveggja síðasttöldu, nær lengra en til skyldugrar textalesningar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.